Morgunblaðið - 29.10.1974, Síða 18

Morgunblaðið - 29.10.1974, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974 19 Hleypur 160 km á viku — ÉG HEF tekið þátt f einu hlaupi sfðan ég kom út, sagði Ágúst Ásgeirsson, hlaupari úr IR f viðtali við Morgunblaðið nýlega, en Ágúst mun dvelja f vetur, eins og f fyrravetur, við nám f Háskólanum f Durham f Englandi, en þar leggur hann stund á hagræna landafræði og fleiri fög. — Ég fór með skóla- F’' A liðinu til Manchester 11. októ- ber sl., og þar tókum við þátt f árlegu 6x2 mflna boðhlaupi, sem háskólinn þar gengst fyrir, sagði Ágúst. — Hlaupið sem alltaf hefur farið fram á þess- um tfma árs er að ná svipuðum „standard“ og Hyde Park boð- hlaupið, sem fram fer f febrúar. Þetta hlaup fer fram f Wvtershawe Park f Manchest- er, og var veður mjög gott meðan hlaupið fór fram, þannig að menn gátu hlaupið á stuttbuxum og hlýrabolum, rétt eins og að sumri til. Ágúst sagði að 55 sveitir hefðu tekið þátt í hlaupinu og hefði Durham skólinn orðið í fjórða sæti, Ágúst hljóp fyrsta sprettinn og skilaði sem annar maður, aðeins 2 sekúndum á eftir fyrsta manni, sem var frá Birmingham. — Ég keppti einnig í þessu hlaupi í fyrra og þá var tími minn 10:25, mín. en Sigfús sem hljóp þá einnig fyrir Durham fékk tíman 10:37. Núna Jiljóp ég hins vegar á 9:43 mín., þannig að ég bætti mig um 42 sekúndur og setti jafnframt Durham-skólamet í hlaupinu, en það var 9:53 min. Tími minn var sá áttundi bezti sem náðist í hlaupinu, en svo jöfn var keppnin að 3 sek. betri tfmi hefði fært mér þriðja bezta sprettinn og þar með verðlaun. — Ég er samt hinn ánægðasti, sagði Agúst, — því að allir nema einn af þessum sjö sem á undan mér voru, hafa oftar en einu sinni keppt fyrir hönd Bretlands í landskeppni eða á stórmótum. Ágúst sagði, að sá sem náði beztum tfma í hlaupinu hefði verið Julian Goater frá Oxford en hann hljóp á 9:30 min. Sá á bezt 13:38,0 mín. í 5000 metra hiaupi og varð fjórði í 5000 metra hlaupi á heimsleikum stúdenta 1973. Ágúst sagðist nú æfa mjög vel, eftir prógrammi frá þjálf- ara sfnum, Guðmundi Þórarins- syni, en það væri byggt upp á Framhald á bls. 22 Viðar Sfmonarson skorar I landsleik við Ungverja f fyrra. Hann reyndist þeim erfiðasti Islendingurinn f leiknum f Sviss. FH mætir Svisslendingum í 16 liða úrslitunum A LAUGARDAGINN var dregið um það hvaða lið mætast f sextán liða úrslitum Évrópubikarkeppn- innar f handknattleik. Dregið var f Basel f Sviss. Sú viðureign sem vafalaust mun verkja mesta at- hygli f þessari umferð verður bar- átta sovézku meistaranna 1. MAt, sem er núverandi handhafi Evrópumeistaratitilsins og rúmensku meistaranna Steaua, sem einnig er frábært handknatt- leikslið. Liðin leika annars þann- ig saman. Það lið sem á fyrri leikinn sem heimaleik er talið á undan: FH, Islandi — St. Otmar, St. Gallen, Sviss. Spartacus Budapest, Ungverja- landi — Balanmano Granollers, Spáni. Universite-Club Paris, Frakk- landi — VFL Gummersbach, V- Þýzkalndi. Lokomotive Sofa, Búlgarfu — Borac Banja Luka, Júgóslavíu. Sasja Handball Club, Belgfu — ASL Vorwaerts Frankfurt-an-der Oder, A-Þýzkalandi. HV Sittardia Sittard, Hollandi — Aarhus KFUM, Danmörku. 1. Maí Moskvu, Sovétríkjunum — Steaua Bucharest, Rúmeníu. Skoda Pilsen, Tékkóslóvakíu — Refstad Idrettslag, Noregi. Nokkuð erfitt er að spá um það hvaða lið muni komast í átta liða úrslit keppninnar. Miklar breyt- ingar eru að verða á styrkleika handknattleiksliða víða í Evrópu, og má t.d. geta þess að búlgarska liðið er að margra áliti eitt það bezta sem tekur þátt f þessari keppni. Fljótt á litið væri ekki ósennilegt að eftirtalin lið léku i átta liða úrslitunum: FH, Sparta- cus frá Ungverjalandi, Gummers- bach frá V-Þýzkalandi, Lokamotiv frá Búlgaríu, Vorwaerts frá A- Þýzkalandi, Aarhus KFUM frá Danmörku, 1. Maí frá Sovétríkj- unum og Skoda Pilsen frá Tékkó- slóvakfu. Slakasta liðið f sextán liða úrslitunum er sennilega belg- íska iiðið, en það hollenzka er heldur ekki ýkja hátt skrifað. Er sennilegt að Arósaliðið leiki báða leiki sfna í Hollandi, þar sem það fór mjög illa út úr leikjum sínum í 1. umferð, fjárhagslega, tapaði um hálfri milljón króna á þeim. Skemmtilegt lið, segir Geir — ÞEGAR ég var hjá Göpping- en lékum við einu sinni við St. Othmar, sagði Geir Hallsteins- son, er Morgunblaðið hafði samband við hann og leitaði álits hans á næstu mótherjum FH í Evrópubikarkeppninni. — Þetta er mjög skemmtilegt lið, sagði Geir, — það bezta í svissneskum handknattleik, og er sennilega sterkara sem félagið heldur en svissneska landsliðið er sem slíkt. Liðið leikur mjög hreyfanlegan handknattleik, og byggir tölu- vert upp á hraðaupphlaupum. Þá er markvörður liðsins ágæt- ur — ég held að hann sé jafn- framt markvörður svissneska landsliðsins. I liðinu eru af- bragðsgóðar skyttur, sérstak- lega þó einn maður, en sá er einnig fjölhæfur frjálsíþrótta- maður, hefur stokkið vel yfir 7 metra í langstökki. Ég er hræddur við þetta lið á útivelli, og vona þvf að samningar takist um að leika báða leikina hér heima. Þegar allt kemur til alls tel ég þó að FH eigi að vinna þetta lið og komast f átta liða úrslitin. Fáum við svo Aarhus KFUM í átta-liða úrslitunum ættum við að komast enn lengra. Geir sagði, að ef FH-ingarnir færu utan til keppni við St. Othmar, þá stæði þeim til boða að fara til Göppingen og leika við gamla liðið sitt. — Það yrði auðvitað mikið ævintýri, sagði Geir, — á slíkan leik myndu örugglega koma 5—6000 manns. Um samningaumleitanirGöpp- ingen við Gunnar Einarsson, sagði Geir, að forráðamenn félagsins hefðu beðið sig um að ræða við Gunnar og fá hann til að koma til þeirra. — Ég benti þeim á að Gunnar myndi fara til Sviss f október, og þá væri tækifæri fyrir þá að hitta hann. — Ég hef mikla trú á því að Gunnar geti náð góðum samn- ingum við Göppingen, ef hann vill, og einnig standa málin þannig að fleiri þýzk lið hafa áhuga á að fá hann í sinar raðir. Af því verður ekki í vetur að Gunnar fari utan — hann er að ljúka menntaskólanámi, en möguleikinn er sá að hann fari utan í júlí, og sjálfur hefur hann áhuga á því að dvelja ytra f 1—2 ár, en koma síðan heim og fara f Háskólann. Þegar við spurðum Geir hvort það væri óbreytanleg ákvörðun hans að leika ekki framar með íslenzka lands- liðinu svaraði hann. Eins og er mun ég alls ekki gefa kost á mér til þess. Ég tel mig einfald- lega ekki vera í nægilegri æfingu og svo fer gífurlegur tími í þetta. Veikindi þau sem ég hef átt við að stríða að undanförnu hafa eðlilega dreg- ið úr manni, en sem betur fer finn ég að nú er ég að yfirvinna þau, og þá kunna viðhorfin að breytast. Og eitt er víst — fari svo að ég gefi kost á mér að leika aftur með landsliðinu, mun ég vera með af fullum krafti og áhuga. Sigruðu Þjóðverja en fengu skell 1Ungverj aleiknum íslendingar náðu öðru sæt- inu f handknattleiksmótinu f Sviss, en auk þeirra tóku þátt í því landslið Svisslend- inga, Ungverja og Vestur- Þjóðverja. Á laugardaginn vann fslenzka liðið mjög svo óvæntan sigur yfir þýzka lið- inu, 18—15, en á sunnudag- inn tapaði það fyrir ung- verska liðinu 14—31. Er þarna um að ræða fyrsta sigurinn sem Islendingar vinna í landsleik við Vestur- Þjóðverja og um einn stærsta skell sem fslenzkt handknattleikslandslið hef- ur orðið fyrir, fyrr og sfðar. Til samanburðar má geta þess að í fyrra léku tslendingar tvo landsleiki við Ungverja í Laugardals- höllinni, sá fyrri varð jafn- tefli 21:21, en þann seinni unnu tslendingar 22:20. Af úrslitum leikjanna í Sviss er augljóst að ekkert er til hjá íslenzka liðinu sem heitir stöðugleiki. Það virðist geta, eins og svo oft áður, dottið á mjög góða leiki, þar sem fá lið standast því snúning, en dettur síðan niður i meðalmennskuna og vel það. En líta ber til þess, að keppnistímabilið hérlendis er rétt að hefjast og handknattleiksmenn okkar ekki komnir í þá þjálfun sem æskileg verður að teljast fyrir keppni sem þessa. Þrír erfiðir leikir á jafnmörgum dögum og sá fjórði í sömu vikunni, hlýtur að leiða til þess að þreytan segir til sín, og það gerði hún sannarlega í keppninni við Ungverja. Liðið var þá ekki nema svipur hjá sjón og fékk á sig röð af mörkum af ódýrustu gerð — Ungverjarnir brunuðu upp völlinn, eftir misheppnaðar sóknir íslenzka liðsins, sem sat algjörlega eftir, og skoruðu. Gerðu Ungverjarnir á þriðja tug marka á þennan hátt. Það var líka sömu sögu að segja eftir þessa keppni og oftast áður — Islenzka liðið fékk mikið af mörkum á sig eftir hraðaupphlaup, en það heyrði hins vegar til algjörrar undantekningar ef það skoraði þannig mörk sjálft. Hversu oft hef- ur ekki verið um það talað, að þenn- an þátt handknattleiksins þyrftum við að bæta hjá okkur, en aldrei virðist neitt hafa verið gert til þess að svo mætti verða. Þrátt fyrir jafnteflið við Sviss- lendinga og stórtapið gegn Ungverj- um, er sigurinn gegn Vestur-Þjóð- verjum svo gleðilegur, að ekki verð- ur annað sagt en að útkoma liðsins úr keppni þessari hafi verið bæri- leg. Tíu sinnum áður höfum við gengið til landsleikja við Vestur- Þjóðverja, og tapað þeim öllum. Og nú eru ekki eftir nema fjórar þjóðir sem við höfum keppt við, án þess að sigra einhverju sinni Austur-Þýzka- land, Finnland, Japan og Júgó- slavía. Innan tíðar gefst okkur tæki- færi til þess að fækka þessum þjóð- um niður f þrjár, er Austur-Þjóðverj- arnir koma hingað til tveggja lands- leikja. Verður það í fyrsta skiptið sem þeir leika hérlendis. Aður en íslenzka landsliðið hélt til þessarar keppnisferðar var deilt um val þess. Og úrslitin í pressu- leiknum á dögunum sýna glögglega að slíkt var réttlætanlegt. Þau færðu heim sanninn um það að hér er hægt að tefla fram tveimur, ef ekki þremur liðum, sem eru mjög svipuð að styrkleika. Má handknatt- leikurinn vera stoltur af. Það er svo hlutverk landsliðsþjálfarans og þeirra sem koma til með að velja landsliðið í framtíðinni, að hitta á það að velja sterkustu mennina í liðið og spila þannig úr spilunum að bezta hugsanleg nýting fáist. Það tókst greinilega upp og ofan í þess- ari ferð. Hitt er mjög gleðilegt að það er samdóma álit þeirra sem leiki þessa sáu að nýliðarnir hefðu kom- izt mjög vel frá leikjunum, þó sér- staklega þeir Stefán Halldórsson, Pétur Jóhannesson og Pálmi Pálma- son. Auðvitað liggur fyrir að breyt- inga er þörf á islenzka landsliðinu frá því sem verið hefur, við undir- búning þess undir næstu stórverk- efni, og fyllilega er réttlætanlegt að velja í liðið unga leikmenn i keppni sem þessa. Hinu má hins vegar aldrei missa sjónar af, að það er firra að nauðsynlegt sé að yngja liðið verulega upp fyrir átökin sem framundan eru. Það hefur margsýnt sig og sannað að handknattleiks- menn virðast vera upp á sitt bezta um þrítugt. Og utan þessa alls: Það er augljóst, að með einhverjum ráð- um þarf að koma málum þannig fyrir að Geir Hallsteinsson sjái sér fært að fara að leika með liðinu að nýju. Þótt sjálfur segist hann ekki vera enn í nægjanlegri æfingu, þá er hann slfkur yfirburðamaður, að hann myndi styrkja landslið hvaða þjóðar sem væri. Hið sama má reyndar segja um Björgvin Björg- vinsson. FRÁBÆR LEIKUR — Leikurinn við Vestur-Þjóðverja var í einu orði sagt alveg frábær, sagði Bergur Guðnason, fararstjóri Islenzka liðsins, i viðtali við Morgunblaðið á sunnudaginn. — Það er að minnsta kosti vfst, að þá gat maður verið stoltur af því að vera tslendingur. Allt frá upphafi leiksins sýndi islenzka liðið sinar beztu hliðar, og það var ekki fyrr en á lokamínútunum, þegar sigurinn var algjörlega kominn I höfn, sem leikmennirnir slöppuðu svolftið af, og þess vegna varð sigurinn ekki meiri en þrjú mörk. Allt fram til þess tfma hafði íslenzka liðið barist af gífurlegum eldmóði, sérstaklega f vörninni, þar sem Þjóðverjunum voru aldrei grið gefin, og næðu skot þeirra á annað borð að markinu, stóð Hjalti Einarsson þar sem klett- ur úr hafinu, sem öldurnar brotn- uðu á. Var Hjalti inná allan leikinn, og sýndi sína gömlu, góðu takta. Var þáttur hans í sigrinum ekki svo lft- ill íslendingar náðu snemma f leikn- um stöðunni 5—1, og staðan í hálf- leik var 8—3. Það mun sennilega heyra til algjörrar undantekningar að vestur-þýzkt handknattleiks- landslið skori ekki nema þrjú mörk í hálfleik, en það átti raunar ekki fleiri mörk skilið, eins og islenzka vörnin lék þennan leik og mark- varzlan var góð. Hið sama var uppi á teningnum f seinni hálfleiknum og þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 18—12. Þá loksins gaf íslenzka liðið örlftið eftir og þrjú síðustu mörkin í leikn- um skoruðu Þjóðverjarnir. Vestur-Þjóðverjar hafa nú gjör- breytt liði sínu frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þeir voru sér- staklega óánægðir með árangur liðs sfns f sfðustu heimsmeistarakeppni, og var mikið skrifað um það f þýzku blöðin að það væri orðið of gamalt. Frábærum ungum leikmönnum hefði, fyrir fastheldni þeirra er sáu um val liðsins, verið haldið utan þess og þess vegna hefði farið sem fór. Þvi var ákveðið að reyna að skapa nýjan landsliðskjarna, sem á að halda uppi merki Vestur-Þýzka- lands, sem óneitanlega hefur verið ein af forystuþjóðunum í hand- knattleiknum, á næstu Ólympíuleik- um. — Þetta var vel skipað lið, sagði Bergur Guðnason — „standardinn" i þýzkum handknattleik er slíkur, að þaðan getur ekki komið nema sterkt lið. Hitt er svo annað mál, að manni fannst þetta lið vera um of einhæft. Það var skipað tómum skyttum, og ógnun þess þvf tiltölulega einhæf. En ég vil taka það fram, að það er skoðun mín, að við unnum þennan leik, ekki af því að Vestur-Þjóðverj- arnir hafi verið mikið slakari en þeir hafa verið þegar við höfum leikið landslciki við þá, heldur fyrst og fremst af því að íslenzka liðið náði þarna að sýna sínar beztu hlið- ar, og lék stórkostlega góðan hand- knattleik. tslenzka liðið sem heild kom mjög vel frá þessum leik. Beztu menn þess voru þó þeir Hjalti Einarsson, sem átti þarna einn af sfnum stjörnuleikjum í markinu, Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson. sem báðir voru mjög duglegir og góðir í leiknum, svo og þeir Jón Karlsson og Stefán Halldórsson, sem báðir komust mjög vel frá leiknum. Mörk íslenzka liðsins skoruðu: Ólafur H. Jónsson 4, Axel Axelsson 3. Jón H. Karlsson 3, Stefán Halldórsson 2, Einar Magnússon 2, Gunnar Einarsson 2, Viðar Símonar- son 1 og Pálmi Pálmason 1 OF MIKIL BJARTSVNI? — Það ber ekki að neita því, að of mikil bjartsýni og gleði eftir sigur- inn í leiknum við Vestur-Þjóðverja, mun hafa haft sín áhrif á það hvern- ig fór f leiknum við Ungverjana, sagði Bergur Guðnason, — en í þeim leik vorum við hreinustu „statistar" á sviðinu. Við vorum búnir að sjá Ungverjana leika bæði við Sviss og Vestur-Þýzkaland, og töldum okkur vita nokkurn veginn hverjum væri að mæta. En annað kom svo upp á teninginn. Ungverjarnir léku á móti okkur ekki aðeins sinn langbezta leik f þessari keppni, heldur og handknattleik sem er á heimsmæli- kvarða. Júgóslavneski þjálfarinn sem var með v-þýzka liðinu gat t.d. ekki orða bundist eftir leikinn. Hann sagðist sjaldan hafa séð lið leika svona vel. — Þvi ber heldur ekki að neita, sagði Bergur, — að við vorum ein- staklega óheppnir í þessum leik. Hvað eftir annað komust íslenzku leikmennirnir í mjög góð færi sem brugðust og ekki nóg með það. Ung- verjarnir fengu knöttinn eftir skot okkar manna úr þessum færum, brunuðu upp og skoruðu hjá okkur. Markvörður liðsins átti einnig þarna stórkostlegan leik. Allan leik- inn var sem gjörsamlega væri óhugsandi að finna leið framhjá honum. Það var reynt að skjóta á hann uppi og niðri, en allt kom fyrir ekki. Hann varði meira að segja fjögur vítaköst í leiknum: Tvö frá Einari Magnússyni, eitt frá Axel Axelssyni og eitt frá Viðari Símonarsyni. Þessi maður braut lið okkar algjörlega niður með snilldar- leik sfnum. Leikurinn við Ungverja var ekki ójafn til að byrja með. Eftir 10 minútur var staðan t.d. 5—4 fyrir þá, en eftir það komust íslendingar ekki á blað í hálfleiknum og Ungverjarnir skoruðu 11 mörk, án þess að Islendingum tækist að svara fyrir sig. 16—4 í hálfleik var orðinn svo mikill munur að augljóslega var vonlaust að vinna hann upp. Því var aðalatriðið úr þvi sem komið var að reyna að leika skynsamlega í seinni hálfleiknum, halda knettinum eins lengi og mögulegt var og skjóta ekki nema úr algjörum dauðafærum. Þetta var Islenzku leikmönnunum uppálagt f hálfleik, en þrátt fyrir það gekk litlu betur en áður. Islenzka liðið skoraði reyndar 10 mörk í hálfleiknum, en Ungverjarn- ir höfðu samt betur í honum og skoruðu 15 mörk. — Eftir að hafa fylgst með leikj- um Ungverjanna í mótinu, var ákveðið að freista þess að taka þann leikmann úr umferð, sem greinilega var lykilmaðurinn f spili liðsins og skoraði mest af mörkum þess, Sandor Vass. Pálma Pálmasyni var falið það hlutverk að vera yfirfrakki hans í leiknum og leysti hannn það mjög vel af hendi. Skoraði Vass ekki nema tvö mörk í leiknum. Fjölhæfni ungverska liðsins var hins vegar slfk, að þessi ráðstöfun var rétt eins og vatni væri stökkt á gæs. En mestu munaði þó, og gerði það raun- verulega út um leikinn, hversu frá- bærlega fljótir Ungverjarnir voru — snöggir að koma knettinum í leik, eftir misheppnuð skot íslending- anna og fljótir á leið sinni með hann yfir völlinn. Þannig skoruðu þeir rösklega tuttugu mörk. Hlupu upp tveir eða fleiri, þar sem aðeins einn Islendingur var til varnar og stund- um enginn annar en markvörður- inn, Guðjón Erlendsson, sem stóð sig með ágætum á leiknum, og tók mörg skot sem Ungverjarnir reyndu að skjóta af löngu færi. — Eftir á að hyggja, liggur það einnig fyrir, sagði Bergur, að íslenzka liðið lék þennan leik ekki „taktiskt" rétt. Ungverjarnir mörðu jafntefli 18—18 í leik sínum við Sviss, en Svisslendingarnir tóku þá lika réttum tökum. Þeir voru mjög grimmir við þá í vörninni og brutu miskunnarlaust á þeim. Virtist þetta greinilega draga kjarkinn úr Ungverjunum. Við reyndum hins vegar að leika handknattleik á móti þeim — það hafði gefið svo góða raun í leiknum á móti Þjóðverjum daginn áður. Það var því lítið tekizt á við þá — þeir fengu að gera of mikið. Ungverjarnir léku allan tím- ann flata vörn, en sú varnaraðferð þykir gffurlega erfið. Til marks um þjálfun þeirra má þó nefna að þeir skiptu svo til ekkert útaf allan leik- inn. Gerðu það heldur ekki f hinum leikjunum tveimur. I sóknarleik sín- um gerðu Ungverjarnir mikið af því að keyra inn f vörn íslenzka liðsins, stjaka við mönnum og reyna þannig að opna fyrir skyttunum. Þannig handknattleik léku þeir einnig er þeir komu hingað í heimsókn f fyrravetur og skoruðu flest marka sinna með slíkum gegnumbrotum eða opnunum. Það var Viðar Simonarson sem var atkvæðamestur íslendinganna í leiknum við Ungverja og skoraði hann helming marka þeirra, eða sjö síðustu mörk fslenzka liðsins. — Það mátti með sanni segja að Viðar færi vel í gang f þessum leik, sagði Birg- ir, — hann var ekki mikið inná í fyrri hálfleik, og reyndi þá lftið til þess að skjóta, en þarna undir lok leiksins sýndi hann mikið öryggi og mikla lagni f skotum sínum. Auk Viðars átti Pálmi Pálmason þarna ágætan leik, en stórskytturnar og máttarstólpar liðsins frá hinum leikjunum, Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson voru f daufara lagi. Mörk íslenzka liðsins skoruðu: Viðar Simonarson 7, Pálmi Pálma- son 2, Einar Magnússon 2, Ólafur H. Jónsson 2 og Axel Axelsson 1. —stjl. Urðu í öðru sæti r Urslit og staðan Urslit leikja f handknattleiks- Island — Ungverjaland 14—31 keppninni f Sviss varð segir: sem hér Sviss — V-Þýzkaland 13—15 Sviss — tsland 21—21 stig Ungverjaland — V- Ungverjaland 3 2 10 66—44 5 Þýzkaland 17—12 ísland 3 111 43—67 3 Island — Vestur- Sviss 3 0 2 1 52—54 2 Þýzkaland 18—15 Vestur- Sviss — Ungverjaland 18—18 Þýzkaland 3 10 2 42—48 2 ÚRSLIT FYRRI LEIKJA 20:23 19:26 23:20 22:16 21:22 19:24 13:20 20:10 18:16 22:16 15:18 19:16 21:12 19:9 24:21 21:21 22:20 31:14 ísland — V-Þýzkaland 30.11. 1966 (Reykjavík) ísland — V-Þýzkaland 1.3. 1968 (Augsburg) V-Þýzkaland — tsland 3.3 1968 (Bremen) V-Þýzkaland — tsland 16.11. 1968 (Reykjavík) Island — V-Þýzkaland 17.11. 1968 (Reykjavík) Island — V-Þýzkaland 10.12. 1970 (Tiblisi) tsland — V-Þýzkaland 29.7. 1972 (Sondhofen) V-Þýzkaland — Island 30.7. 1972 (Augsburg) V-Þýzkaland — ísland 1.3. 1974 (Ehrfurt) V-Þýzkaland — ísland 26.10. 1974 (Ziirich) V-Þýzkaland — Island UNGVERJALAND: 2.3 1958 (Magdeburg) Ungverjaland — tsland 9.3. 1964 (Bratislava) Ungverjaland — ísland 26.2. 1970 (Mulhouse) Ungverjaland — tsland 16.12. 1973 (Rostock) Ungverjaland — tsland 12.1. 1974 ( Reykjavík) ísland — Ungverjaland 13.1. 1974 (Reykjavfk) Island — Ungverjaland 27.10. 1974 (Zurich) Ungverjaland — tsland Urslit leikja sem tslendingar hafa leikið við þjóðirnar þrjár sem kepptu f mótinu i Sviss hafa orðið sem hér segir: SVISS: 2.3. 1961 (Wiesbaden) ísland — Sviss 14—12 25.10. 1974 (Winterthur) Sviss — Island 18—18 V-ÞÝZKALAND: 29.11. 1966 (Reykjavík) Axel Axelsson — það kom greini- lega fram að hann er f góðu formi og varð liðinu styrkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.