Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 Fá Akurevringar hita- veitu frá Hveravöllum? NVLOKIÐ er borunum á jarð- hitasvæði Suður-Þingeyjarsýslu með tilliti til hitaveitu á Ákur- eyri. 1 blaðinu Islendingi á Akur- eyri segir, að I nýrri skýrslu Orkustofnunar standi, að ýmis- legt bendi til þess að Hveravellir séu heppilegasti staðurinn til hitaveitu fyrir Akureyri. Á Hveravöllum hefur fundizt gnægð af gððu vatni, sem ætti að nægja bæði fyrir Húsavfk og Akureyri. Þörf Akureyrar er sex- föld á við þörf Húsavfkur. Islendingur segir, að í skýrsl- unni, sem samin er af jarðhita- deild Orkustofnunar, komi fram að á Hveravöllum sé sjálfrennsli úr hverum 52 sekúndulítrar af 100 gráðu heitu vatni, en úr 480 metra djúpri holu, sem þar var boruð í haust fékkst viðbót sem nam 42 sekúndulítrum, án þess að vart yrði minnkunar í rennsli hveranna. Hiti I holunni hefur mælzt 126 stig. Þá segir ennfrem- ur að næstum öruggt sé að þarna megi fá vatn, sem nægja mundi til hitaveitu á Akureyri jafnframt Húsavík, en gera verður ráð fyrir að bora þurfi 1000—2000 metra djúpar vinnsluholur. Blaðið hefur eftir Karli Ragnars, annars höfundar skýrsl- unnar, að þrír staðir komi til 70 þús. stolið: Snör handtök lögreglunnar A SUNNUDAGINN sátu menn að drykkju í húsi einu í Breiðholti I Reykjavík. Sótti syfja að einum þátttakenda, karlmanni, og lagð- ist hann fyrir og sofnaði. Nolaði þá annar tækifærið og stal 70 þúsund krónum af sofandi manninum. Yfirgaf hann gleð- skapinn, en lögreglunni var gert viðvart. R annsóknarlögreglu- menn tóku málið I sfnar hendur og áður en klukkutími var liðinn höfðu þeir haft upp á þjófnum og öllum peningunum og fékk eigandinn þá I hendur. greina til hitaveitu fyrir Akur- eyri. Það eru Laugar I Reykjadal, Hveravellir og loks er mögulegt að nota affallsvatn frá Kröflu. Karl segir að að óathuguðu máli virðast Hveravellir henta bezt, en vitað er að þar fæst nóg af góðu vatni. En áður en hægt verður að velja á milli þessara staða þarf að gera verkfræðilega úttekt á legu staðanna. Þessari úttekt ætti að ljúka fyrir jól og teljist hitaveitan hagkvæm er ekkert því til fyrir- stöðu að hef ja borun í vor. Bæjarstjórn Akureyrar hefur falið sérstakri nefnd undirbún- ingsframkvæmd af bæjarins hálfu. Formaður hitaveitunefnd- ar er Ingólfur Arnason. Hefur Islendingur eftir honum, að auð- velt muni verða að fá leyfi til framkvæmda við Kröflu, en hins vegar séu það ábúendur I nágrenni Lauga, sem eigi umrætt svæði i Reykjadal, og Hveravellir séu einnig í eigu ábúenda í ná- grenni þeirra og Garðræktar- félags Reykhverfinga. Ef hitaveitan verður lögð frá Hveravöllum mun vatnsleiðslan liggja yfir Aðaldal og í gegnum Gönguskarð milli Köldukinnar og Fnjóskadals, síðan í gegnum Víkurskarð milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. Síðan verður leiðsl- an lögð inn Svalbarðsströnd og til Akureyrar. Er hugsanlegt að taka út úr leiðslunni vatn á leiðinni, þannig að byggðin austan Eyja- fjarðar njóti einnig góðs af hita- veitunni. Fjölmennasti miðilsfundur sem haldinn hefur verið hérlendis var á Loftleiðahótelinu á föstudags- kvöld. Til fundarins var efnt vegna sextugsafmælis Hafsteins Björnssonar miðils. Mynd þessi er af miðilsfundinum og sýnir Hafstein, en honum til vinstri handar situr Guðmundur Einarsson, forseti Sálarrannsóknarfélags tslands. — Ljósm.: Sv. Þorm. Ólafur Jóhannesson: Auka á étríkin ÓLAFUR Jóhannesson viðskipta- ráðherra greindi fréttamönnum f gær frá samningaviðræðum þeim, sem hann átti nýlega við sovésk stjórnvöld vegna viðskiptaskulda viðskipti við Sov- og V—Evrópti Akranes og Borgarnes bít- ast um fræðsluskrifstofu SKIPTAR skoðanir hafa verið f Vesturlandskjördæmi um stað- setningu fræðsluskrifstofu kjör- dæmisins. Mál þetta kom til af- greiðslu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga kjördæmisins nú um helgina, en þar komu fram tvær tillögur um staðsetningu skrifstofunnar, annars vegar I Borgarnesi og hins vegar á Akra- nesi. Samþykkt var að vfsa tillög- unum til stjórnar samtakanna til athugunar og endanlegrar af- greiðslu. Félags- og menntamálanefnd hafði áður fjallað um þetta mál, en nefndin klofnaði og skilaði áliti í tvennu lagi. Meirihluti nefndarinnar lagði til að fræðslu- skrifstofan yrði í Borgarnesi, en að fræðsluráð kæmi hins vegar upp ráðgjafa- og sálfræðiþjónustu fyrir skólana í kjördæminu, en sú Framhald á bls. 39 r FIM sýnir á Norðurlöndum STJÓRN Félags íslenzkra mynd- listarmanna hélt fund með frétta- mönnum f gær til að kynna þá starfsemi, sem fram fer á vegum félagsins á næstunni. Þar kom m.a. fram, að aðgangur að haust- sýningu hefur aldrei verið meiri en nú f haust, en haustsýningar eru fastur liður f starfsemí félags- ins. Um 3500 manns munu hafa séð sýninguna. FÍM mun í desember n.k. senda sýningu til Bergen, og er þar með að nokkru leyti verið að endur- : gjalda sýningu, sem hér var s.l. vor — Vestlandsutstillingen. Sýn- ing FlM mun fara víðar, og er ætlunin að senda hana til Luleá og Kiruna í Svíþjóð. Einnig hefur komið til tals að sýningin fari til Finnlands, en það hefur ekki ver- ið endanlega ákveðið ennþá. Um 100 verk eru á þessari sýningu, og eru þau eftir 20 myndlistarmenn. Norræni menningarmálasjóður- inn styrkir þetta sýningarhald með framlagi að upphæð 50 þús. danskar krónur. A fundinum kom fram, að í maf 1975 er fyrirhugað að halda norr- æna listaviku á öllum Norður- löndunum. Leggja söfn á hverjum stað til verk eftir listamenn á Norðurlöndum. Fyrirhugað er að haft verði samráð við sjónvarps- stöðvar á Norðurlöndunum, en mörg söfn hafa þegar tilkynnt þátttöku sína, þeirra á meóal Listasafn Islands. FÍM gefur út félagsbréf og sendir það félagsmönnum, sem nú eru 75 talsins. I nýútkomnu fréttabréfi er Kjarvalshúsið á Sel- tjarnarnesi gert að sérstöku um- ræðuefni, rakin afskipti þau, sem FÍM hefur haft af húsinu og birt bréf sem félagið sendi fyrrv. menntamálaráðherra i apríl s.l. vor. Eins og áður hefur fram kom- ið i fréttum óskaði félagið eftir að fá afnot af húsinu fyrir starfsemi sina og er sú ósk rökstudd í bréf- inu til menntamálaráðherra. Félagið hefur enn ekki fengið svar við þessari málaleitan sinni, en stjórn FÍM gekk nýlega á fund núverandi menntamálaráðherra, Vilhjálms Hjálmarssonar. Var honum sagt frá helztu áhugamál- um félagsins svo sem sýninga- haldi erlendis, skreytingum á opinberum byggingum og mynd- listarfræðslu i sjónvarpi og út- varpi. Þá tjáði stjórnin ráðherra húsnæðisvandræði myndlistar- manna og lét þess jafnframt get- ið, að hún teldi fráleitt að ráðstaf a Kjarvalshúsi á Seltjarnarnesi til verkefna, sem væru ekki í þágu myndiistar. A fundi stjórnar FÍM með fréttamönnum kom skýrt fram, að mikil óánægja er ríkjandi með rekstur Kjarvalsstaða á Mikla- túni. A sfnum tfma lagði FÍM sparifé sitt í bygginguna, en þrátt fyrir það er eignaraðildin að öllu leyti Reykjavíkurborgar og mynd- listarmenn sitja þar við sama borð og aðrir sem afnot hafa af húsinu, t.d. í sambandi við leigukjör. Stjórnin telur leigu á Kjarvals- stöðum vera of háa til að einstakl- ingar geti ráðizt f að sýna þar alla jafna, en nú mun leiga fyrir einn sal vera um 40 þúsund krónur á viku. Félagið á fulltrúa í sýninga- ráði Kjarvalsstaða, en engan í Húsnefnd, sem kölluð er, en hún mun hafa úrslitavald í málum hússins. Stjórn FlM telur það mjög mið- ur farið, að Kjarvalsstaðir á Miklatúni séu ekki einungis notaðir í þágu myndlistar og sjón- mennta, heldur fari þar fram margskonar starfsemi önnur, svo sem vörusýningar og veizluhöld. Formaður FÍM er Hjörleifur Sigurðsson, en aðrir í stjórn eru Snorri Sveinn Sigurðsson, Ragn- heiður Jónsdóttir, Eyborg Guðmundsdóttir og Björg Þor- steinsdóttir. Formaður sýninga- nefndar FlM er Einar Þor- láksson. islendinga við Sovétrfkin. Ráð- herrann sagði, að sú skuld hefði verið komin upp f 3500 millj. kr., en búið væri að greiða um 1000 millj. kr. nú þegar. Hann sagði, að samkvæmt því samkomulagi, sem gert hafi verið f Moskvu, eigi islendingar að greiða helming skuldarinnar við Sovétrfkin um næstu áramót. Viðskiptaráðherra sagði, að við- skiptahallinn við Sovétríkin hefði verið orðinn svo mikill einkum vegna olíuverðshækkunarinnar, að nauðsynlegt hafi verið að semja um greiðslufresti. Ráðherr- ann sagði, að Sovétríkin hefðu sýnt mikla þolinmæði varðandi uppgjör skuldarinnar, en slíkt hefði ekki gengið endalaust. Ólafur Jóhannesson sagði enn- fremur, að viðskiptahallinn staf- aði einnig af því að Sovétrikin hefðu verið tregari en áður að kaupa af okkur fiskafurðir. Þá sagði Olafur Jóhannesson, að Sovétríkin hefðu boðist til þess að auka vörukaup frá íslandi á. þessu ári til þess að jafna viA skiptahallann. Samkomulag hefði tekist um sölu á 10 þús. tonnum af fiskmjöli á þessu ári á heims- markaðsverði. Hins vegar hefði ekki tekist aó fá framgengt ósk- um um sölu á heilfrystum fiski og flökum umfram það, sem þegar hefur verið selt á þessu ári. Ráð- herrann sagði, að gert væri ráð fyrir viðræðum við sovésk stjórn- völd f desember n.k. um viðskipti næsta árs. Vonir stæðu til, að þá yrði unnt að ná samningum um sölu á meira magni af þessum vörum. Þá sagói Ólafur Jóhannesson, aó það væri sín eindregna skoðun, að útflytjendur ættu að leggja meiri rækt við Rússlandsvið- skipti. Hann teldi óheppilegt að útflutningur væri um of takmark- aður við einn markað. Þess vegna væri líka mjög þýðingarmikið að leggja miklu meiri áherzlu á en hingað til hefði verið gert að opna markað i Vestur-Evrópu. íslend- ingar ættu að geta reist hér á landi verksmiðjur til þess að framleiða fiskrétti fyrir Evrópu- markað rétt eins og þeir gerðu í Bandaríkjunum. Blönduósbú- ar mótmæla GEIR Hallgrímssyni forsætisráð- herra voru í gær afhentir undir- skriftalistar með nöfnum 260 Blönduósbúa, sem rituðu nöfn sfn undir eftirfarandi mótmæli og áskorun: „Við undirritaðir íbúar á Blönduósi mótmælum þeirri ákvórðun að banna starfsemi rækjuvinnslustöðvar á staðnum og skorum á stjórnvöld að endur- skoða nú þegar afstöðu sína í máli þessu, þannig að Blönduósbúar sitji við sama borð og aðrir lands- menn“. Hallgríms- kvöldvaka KVENFÉLAG og Bræðrafélag Langholtssafnaðar halda í kvöld fundi klukkan 20,30 í safnaðar- heimilinu við Sólheima. Klukkan 21 hefst síðan kvöldvaka félag- anna í minningu séra Hallgríms Péturssonar og verður þar m.a. á dagskrá ræða Helga Skúla Kjartanssonar, kirkjukór Lang- holtssafnaðar syngur, upplestur og kaffiveitingar. Allir eru vel- komnir. Kvikmyndasýning á Sögusýningu í kvöld 1 KVÖLD verður hin nýja mynd feðganna Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen, Eldar f Heimaey, sýnd á sögusýningunni. Einnig verður myndin sýnd annað kvöld og á föstudagskvöldið. Hefjast sýn- ingarnar klukkan 21. Mikil að- sókn hefur verið að sýningunni, þegar myndin hefur verið sýnd. I kvöld átti að vera á dagskrá fyrirlestur Arnþórs Garðarssonar dýrafræðings, en honum hefur verið frestað til n.k. laugardags klukkan 17. Næsti fyrirlestur verður á fimmtudagskvöldið, en þá mun dr. Sveinbjörn Rafnsson ræða um aldur Landnámubókar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.