Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 3 Aukið öryggi nýfæddra barna: Lvonsmenn £ jefí igi 1 • • lor- gæz lm tæ ki ti IV ök u- deili da r I jandí spíl tab ms Frá afhendingu gjörgæzlutækjanna: f.v. Georg Lúðvíksson framkvæmdastjóri ríkisspítalanna, Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra, Gunnar Biering barna- læknir fæðingardeildarinnar, Skúli Halldórsson formaður Baldurs og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri. NtJ STENDUR fyrir dyrum stækkun á fæðingardeild Landspftalans. Viðbygging sú sem risin er af grunni mun á komandi árum gerbreyta starfsháttum deildarinnar, þvf að sjúkrarúmum fjölgar um helming samhliða þvf sem öli starfsaðstaða batnar til muna, þannig að hægt verður að veita sjúklingum deildarinnar, jafnt fullorðnum sem börnum, full- nægjandi þjónustu. Helzt hlýtur að teljast til ný- mæla varðandi þessa bættu að- stöðu, að á þriðju hæð viðbygg- ingarinnar verður deild fyrir veik, nýfædd börn við hliðina á fæðingarstofum. Hefur þessi deild hlotið nafnið vökudeild. Geta 14 börn verið þar samtim- is, en deildin verður útbúin öll- um tækjum, sem nauðsynleg eru við gjörgæzlú á nýfæddum börnum. Auk barna af fæðing- ardeildinni sjálfri mun vöku- deildin einnig taka á móti veik- um börnum sem fæðast utan hennar, bæði í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Til að auðvelda flutninga á þessum börnum hefur deildin eignazt fullkominn ferðahita- kassa. Mun læknir eða sérhæfð hjúkrunarkona þá sækja börn- in þegar því verður við komið, að öðrum kosti kemur slíkt tæki ekki að fullum notum. Barna- læknir ásamt sérhæfðu hjúkr- unarliði annast börnin á vöku- deild. . Vaktþjónusta verður skipulögð af Barnaspítala Hringsins, enda verður deildin hluti af barnalæknaþjónustu við Landspítalann. Á vökudeildinni eru 3 sjúkra- stofur. í tveim þeirra verða samtals 8 hitakassar (incubatorar), en i þriðju stof- unni verða 6 vöggur fyrir börn, sem ekki þurfa að vera i hita- kössum. Þá er á deildinni aðgerðar- stofa. Þar verða tæki til lífgun- ar og aðgerða, svo sem blóð- skipta. Á aðgerðarstofunni verður einnig aðstaða til röntgenmyndatöku á börnum i hitakössum. Jafnframt verður á vökudeild móttökuherbergi fyrir foreldra sem koma til að heimsækja börn sín og aðstaða til að kenna mæðrum meðferð á börnunum, áður en þau útskrifast af deild- inni. Með tilkomu göngudeildar við fæðingardeildina skapast góð aðstaða til eftirskoðunar á börnum, sem legið hafa á vöku- deild. Koma börnin til eftirlits, þar tal þau eru fær um að ganga inn í venjulegt ungbarnaeftirlit hér í borginni og annars staðar. Lyonsklúbburinn Baldur í Reykjavík hefur fært vöku- deildinni að gjöf gjörgæzlutæki sem monitorar nefnast og voru þeir formlega afhentir sl. laug- ardag. Skúli Halldórsson for- maður klúbbsins afhenti heil- brigðisráðherra, Matthíasi Bjarnasyni tækin en verðmæti þeirra, þegar tollar hafa verið gefnir eftir, er rúmlega ein milljón króna. Monitorar gegna stöðugt stærra hlutverki við gjörgæzlu á nýfæddum börnum. Hér er um að ræða tæki, sem fylgjast með öndun, hjartslætti og blóð- þrýstingi hjá börnum og- súr- efni i hitakössum. Tækin gefa einnig frá sér hljóðmerki, ef eitthvað fer úrskeiðis. Þá gefur klúbburinn vökudeildinni einnig hjarta- og heilarita og hjarta- og heilasjá, hvort tveggja mikilvæg tæki við gjör- gæzlu nýfæddra barna. Tækjagjöf Lyonsklúbbsins Baldurs er annars nánar til- tekið sem hér segir: 2 hjarta- monitorar, 2 öndunarmonitor- ar, 1 blóðþrýstimonitor, 1 súrefnismonitor, 4 súrefnis- mælar, 1 hjarta- og heilariti og 1 hjarta- og heilasjá. 1 fréttatilkynningu Land- spítalans í tilefni þessarar gjaf- ar kemur einnig fram, að gert er ráð fyrir að eftjr stækkun húss fæðingardeildarinnar geti hún annað um 2500 fæðingum á ári. Hlutfallstala sjúkra barna á deildinni er mjög há vegna þess að þangað eru sendar konur af öllu landinu með afbrigði eða sjúkdóma á meðgöngutíma, en undir slíkum kringumstæðum má einnig búast við afbrigðileg- um eða sjúkdómum hjá börnum þessara kvenna. Með tilkomu nýju viðbygg- ingarinnar við fæðingardeild- ina skapast stórbætt aðstaða fyrir nýfæddu börnin, jafnt heilbrigð sem sjúk. Við núver- andi aðstæður verður hjúkrunarlið deildarinnar að hugsa jöfnum höndum um heil- brigð og sjúk börn. Við stækk- un deildarinnar verður skipu- lagningu hagað þannig, að sjúk börn verða algerlega aðskilin frá heilbrigðum börnum. Á sængurkvennagangi á 2. hæð hússins verða barnastofur fyrir rúmlega 50 heilbrigð börn. Jafnframt verður á þess- ari hæð stofa fyrir 4 börn, sem vegna smithættu er nauðsyn- legt að aðskilja frá öðrum börn- um. Með bættri starfsaðstöðu skapast nú betri möguleikar á að kenna ungum óreyndum mæðrum meðferð á nýfæddum börnum en tækifæri hefur ver- ið til fram til þessa. Jafnframt verður mæðrum gefið tækifæri á að hafa börn sin hjá sér mik- inn hluta sólarhringsins, ef þær óska þess. Þær söfnuðu alls 13 þúsund krónum: Heiða Helena Viðarsdóttir, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Kristrún Arinbjarnardóttir, Þórunn Arin- bjarnardðttir og Guðrún Guðjónsdóttir. Litla systir hennar Heiðu fékk að vera með á myndinni en hún heitir Karen. Söfnuðu rúmum 23 þúsund kr. í hjartabílssöfnunina TVEIR barnahópar úr Hafnarfirði litu inn til okk- ar á ritstjórninni. Höfðu báðir hóparnir nýlega hald- ið hlutaveltu til að safna í hjartabílssöfnunina, og söfnuðu samtals rúmum 23 þúsund krónum. Börnin eru öll úr Öldutúnsskóla og sögðu að hlutavelturnar hefðu gengið ofsavel. .' -— vl. <i rsBfai —"1 Þau söfnuðu kr. 10.308,50 kr.: Kolbrún Þóra Þórðardóttir, Helga Aðalbjörg Þórðardóttir, Jón Þ. Ólafsson og Halldór Halldórsson. EFTA ráðherrar lýsa áhyggjum sínum / — vegna afstöðu EBE til samninganna við Island ÓLAFUR Jóhannesson viðskipta- ráðherra sat f fyrri viku ráðherra- fund Friverzlunarbandalagsins f Helsinki. Á fundi með frétta- mönnum i gærmorgun sagði hann, að í yfirlýsingu fundarins hefðu ráðherrarnir lýst áhyggj- um sfnum vegna þess, að samn- ingar Islands og Efnahagsbanda- lagsins um fiskafurðir hefðu ekki gengið f gildi enn. Þá sagði við- skiptaráðherra, að fjármálaráð- herra Noregs hefði lýst yfir þvf á fundinum, að Noregur myndi taka mál þetta upp f viðræðu- nefndinni við Efnahagsbanda- lagið á fundi f desember n.k. Viðskiptaráðherra sagðist hafa getið þess á fundinum, að samn- ingur tslands við Efnahagsbanda- lagið um sölu á fiskafurðum hefði ékki gengið í gildi enn, þar sem samningar hefðu ekki tekist við Vestur-Þjóðverja i landhelgisdeil- unni. Hann lagði ennfremur áherzlu á, að þetta ástand væri ekki viðunandi fyrir okkur Islendinga. Ólafur Jóhannesson sagði, að þetta hefði fengið góðar undirtektir á fundinum og sér- staklega hefði það verið fjármála- ráðherra Noregs, sem tekið hefði málið upp og lagt áherslu á, að í yfirlýsingu fundarins fælist já- kvæð afstaða til málstaðar fslands f máli þessu. Ólafur Jóhannesson sagði, að afstaða ráðherrafundarins væri mjög athyglisverð, þar eð Frf- verslunarbandalagið hefði ekki haft nein afskipti af málinu fram til þessa. Ráðherrann sagði enn- fremur, að það væri mikill styrk- ur að hafa fengið þessa yfirlýs- ingu, þó að hún réði ekki úrslitum um framgang málsins. Þá vék ráðherrrann að því, að Islendingar hefðu lýst yfir þvi, að þeir tækju ekki þátt í samstarfi Friverslunarbandalags ríkjanna um olíumál. Ástæðan væri sú, að við keyptum okkar olíu frá Sovét- rikjunum, sem stæðu utan við samtök oliuframleiðslurikjanna. Þá sagði Ólafur-Jóhannesson, að oliumálin væru okkar stóra vandamál og ekki yrði um of brýnt fyrir Islendingum að fara sparlega með olíu. Kurt Juuranto, aðalræðismaður tslands f Helsinki, tekur á móti Ólafi Jóhannessyni viðskiptaráðherra og Þórhalli Asgeirssyni ráðuneytisstjóra við komuna til Helsinki, þar sem þeir sátu ráðherrafund Frfverslunarbandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.