Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÖVEMBER 1974 m /HÍ L i Ll lf. t V ALUIt" 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐI BILALEIGA CAR RENTAL 72 21190 21188 LOFTLEIÐ/fí VELDUR. HVER HELDUR 0 SAMVINNUBANKINN Æbílaleigan ^slEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOIMEGn ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI Ferðabílar hf. Bílaleiga S-81260 5 manna Citroen G.S.fólks- og stationbílar 1 1 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðarbilar (með bílstjórn). Hópferðabílar Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8 — 50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716. DRTSUn lOOR-UUI -BROnCO ITTVARP OG STEREO í ÖLIUM BÍLUM Bílaleigan ÆÐI Simi 13009 Kvöidsimi 83389 HLUSTAVERND HEYRNASKJÓL STURLAUGUR JÓNS- SON & CO Vesturgötu 16, Reykjavík Símar: 13280 og 14680. Orsök og afleiðing Alþýðubandalagið og Þjóð- viljinn hafa snúist gegn öllum aðgerðum núverandi rfkis- stjórnar I efnahags- og kjara- málum. Að sjálfsögðu er það hlutverk stjórnarandstöðu- fiokka að finna annmarka á gerðum ríkisstjórnarinnar og jafnframt að gera hlut hennar sem verstan. Eigi að sfður er það hjákátlegt að hlusta á áróðursmeistara Alþýðubanda- lagsins, þegar þeir belgja sig út af vandlætingu og tala um að- gerðir rfkisstjórnarinnar, sem „leitt hafi til mjög alvarlegrar kjaraskerðingar launafólks," og bæta síðan við, að „verka- lýðsfélögin munu að sjálfsögðu ekki geta unað slfkum árásum á kjörin án mótaðgerða." Ekki er nema von, að fólki finnist orðræður af þessu tagi hjárænulegar, þegar þær eru fluttar af þeim mönnum sjálf- um, sem öðrum fremur bera ábyrgð á því, að verðbólgan hér á landi hefur á þessu ári magn- ast um 40 til 50%. Það er háttur kommúnista að líta á almenn- ing sem skyniskroppnar verur, sem telja megi trú um hvað sem er. I þessu tilviki er þó erfitt að koma blekkingum við. Þeir eru sennilega fáir, sem ekki gera greinarmun á or- sökum og afleiðingum, þegar rætt er um það hættulega ástand, sem ríkt hefur I efna- hagsmálum þjóðarinnar. Þjóðviljinn talar fjálglega um „fjandsamlega ríkisstjórn“ og launafólkið “búi sig undir að beita samtökum sínum til þess að hnekkja stórárásum" hennar, eins og komizt er aó orði. En ætli fólkið i landinu lfti á það sem „stórárás" þegar núverandi rfkisstjórn freistar þess að hægja á gangi verð- bólguhjólsins? Ætli fólkið f landinu telji það góða rfkis- stjórn, sem missti svo gjörsam lega tökin á stjórn efnahags- málanna, að verðbólgan magn- aðist um 40 til 50% á einu ári? Á sfðasta ári Lúðvíks Jóseps- sonar í viðskiptaráðuneytinu uróu aimennar verðiagshækk- anir 50 til 55%, eða meiri en nokkru sinni fyrr á jafn skömmum tíma. Óhætt er að fullyrða, að velflestir lands- menn hafa meiri áhuga á að snúa þeirri óheillaþróun við. sem Lúðvfk Jósepsson hafði forystu um, heldur en að efna nú til átaka á vinnumark- aðnum. Full mikill barnaskapur Verðbólgan hér á landi er fjórföld á vió það sem gerist f nágrannalöndum okkar og helslu viðskiptalöndum. Mestur hluti hennar er þvf af innlend- um toga spunninn, afleiðing óstjórnar og ráódeildarleysis. Og nú þegar endurreisnar- starfið er hafið koma kommún- istar og segja: „í þeim átökum sem framundan eru, milli verkalýðssamtakanna og f jand- samlegrar rfkisstjórnar, þá er ekki nóg að ætla einstökum for- ystumönnum, þótt góðir séu, að fylgja baráttunni fram til sigurs . . . Þess vegna verður hver einstaklingur f röðum verkalýðshreyfingarinnar að ætla sjáifum sér nokkurn hlut f þeirri baráttu sem framundan er.“ Þetta eru orð þeirra, sem skópu þann vanda, sem nú er við að etja. Ekki er nema von að almenningur brosi að þessari herleiðingu. Hitt er alveg ljóst, aó sú hrikaiega óðaverðbólga, er nú rfkir, hlýtur óhjákvæmilega að rýra kjör manna og grafa undan rekstrargrundvelli at- vinnufyrirtækjanna. Þær að- gerðir, sem nú er unnið að og að nokkru leyti hefur verið komið f framkvæmd, miða að því að stemma stigu við þeirri ringulreið, sem hér hefur við- gengist. Endurreisnaraðgerð- irnar eru ekki orök kjaraskerð- ingarinnar, heldur sú válega verðbólguþróun, sem innleidd var hér í viðskiptaráðherratfð Lúóvfks Jósepssonar. Þjóðin er nú að súpa seyðið af þeirri óstjórn. Það er fullmikill barna- skapur að halda, að allur al- menningur hafi gleymt því sem á undan er gengið eins og for ystumenn Alþýðubandalagsins virðast nú gera ráð fyrir. Þeir hafa orðið að athlægi rétt eins og skáldið og kvikmyndaiista- maðurinn sem sögðu sjónvarps- áhorfendum sl. sunnudag að vinna fólksins f Grindavík væri ómenning! Hákon Guðmunds- son heiðursfélagi Dómarafélagsins Eldur Alfreðs Flóka kominn út Ut er kominn þriðji plattinn í útgáfu Alfreðs Flóka: Vatn, Jörð, Eldur, Loft. Er það plattinn Eldur sem kom út um þessi mánaðamót, en síðasti plattinn kemur út um næstu mánaðamót. Plattarnir eru gerðir hjá Gler og postulín h.f. i Kópavogi og eru þeir númeraðir í 250 eintökum. öll númerin munu vera uppseld og margir á biðlista. A AÐALFUNDI Dómarafélags Islands er haldinn var 24. og 25. október var Hákon Guðmunds- son fv. yfirborgardómari gerð- ur að heiðursfélaga. Er hann sá þriðji, er slika sæmd hlýtur, en hinir eru Gfsli heitinn Sveins- son, sýslumaður Skaftfellinga og alþingismaður um langt ára- bil, og Torfi Hjartarson, fv. tollstjóri. Formaður minntist látins félaga, Sigfúsar Johnsen fv. bæjarfógeta i Vestmannaeyj- um. Fundinn ávörpuðu Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráð- herra, og Matthías Á. Mathie- sen, f jármálaráóherra. Erindi fluttu á fundinum Magnús Thoroddsen, borgar- dómari, um námsför tíl Banda- ríkjanna, dómstólaskipun og réttarfar. Ármann Snævarr hæstaréttardómari flutti kynn- ingu á starfi norrænu lög- fræðingaþinganna frá upphafi til þessa daga, en slikt þing verður haldið hér í Reykjavík dagana 20.—22. ágúst i sumar. Stjórn Dómarafélags íslands skipa Björn Ingvarsson, yfir- borgardómari, formaður, Stein- grimur Gautur Kristjánsson, héraðsdómari, Björn Hermannsson, tollstjóri, Andrés Valdimarsson, sýslu- maður og Böðvar Bragason, bæjarfógeti. Inga T. Lárussyni reistur minnisvarði á Austurlandi Austfirðingafélagið 70 ára Dagur frí- merkisins /A ___ /yf- \ Austfirðingarfélagið í Reykja- vfk er 70 ára um þessar mundir, en það er elzta átthaga- félag á landinu. Nýlega lét stjórnin kanna hversu margir væru búsettir á Stór-Reykja- víkursvæðinu af þeim, sem fæddir eru á Austfjörðum, og hafa um 3500 manns nú komizt á skrá hjá félaginu, þótt telja megi víst að nöfn margra háfi fallið niður. Á sl. vetri kom Jón Þórar- insson bóndi á Sköróum í Þing- evjarsýslu fram með þá hug- mynd að reisa þyrfti Inga T. Lárussyni tónskáldi minnis- varða á Austurlandi. Áður hafði Arreboe Clausen reist Inga minnisvarða hér í Reykja- vík, en hann sýndi einnig það lofsverða framtak að gefa út nótur með lögum tónskSldsins á sínum tíma. Þegar hugmyndin um minnis- varða á Austurlandi kom fram, kaus stjórn Austfirðingafélags- ins nefnd til að annast þá fram- kvæmd, og er Þórarinn Þórarinsson fyrrv. skólastjóri á Eiðum formaður hennar. í s.l. viku afhenti Guðrún Jörgensen, formaður Austfirð- ingafélagsins, 30 þús. kr. fram- lag félagsins í minnisvarðasjóð- inn, en það er fyrsta framlagið, sem berst. Við þetta tækifæri sagði Þór- arinn Þórarinsson, að vafalaust myndi marga aðra en Austfirð- inga langa til að leggja fé í minnisvarða um þennan aust- firzka ljúfling. Þórarinn sagðist telja alveg víst, að minnis- varðinn yrði reistur á Seyðis- firði þar sem Ingi T. Lárusson fæddist, ólst upp og starfaði mikinn hluta ævi sinnar. Hann sagði einnig, að húsið þar sem tónskáldið átti heima stæði enn, og væri á móti þvf autt svæði, sem menn hefðu augastað á fyrjr minnisvarð- ann. Enn hefur ekki, verió ákveðið hvaða listamanni verður falió að gera tillögur um minnisvarð- ann, en minnisvaróanefndin leggur áherzlu að að koma honum upp sem allra fyrst. Til þess að svo megi verða þarf fjársöfnun að ganga vel, en framlögum má koma til Þórar- ins Þórarinssonar í Skaftahlíð 10 (sími 21391). Eins og áður hefur komið fram heldur Austfirðingafélag- ið afmælishátíð sína á föstudag- inn kemur, og hefst hún með borðhaldi kl. 19. Dagskrá verð- ur fjölbreytt, en heiðursgestir verða þau Vilhjálmur Hjálm- arsson, menntamálaráðherra, og frú Margrét Þorkelsdóttir. I '?C//A 1974 Æ7 í dag er dagur frí- merkisins 1974 og veröur þá i notkun sérstimpill í tilefni dagsins. Þeir sem óska geta fengið póst- sendingar sínar stimpl- aðar með þessum stimpli. Þetta er í 15. skipti sem dagsins er minnzt hér á landi. Félag frímerkja- safnara kynnir frí- merkjasöfnun á þessum degi með því að setja upp gluggaauglýsingar á frí- merkjum á ýmsum stöð- um í borginni. Þá gefur félagið út sérstök umslög í tilefni dagsins og fást þau í frímerkjaverzlun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.