Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÖVEMBER 1974 Kjúklingarækt- endur undanvill- ingar í kerfinu Spjallað við bónda í kjúklingarækt GUÐNI Gunnarsson, bóndf að Moshvoli f Hvolhrepp, hefur und- anfarið verið að koma sér upp svfnastofni. Þegar Morgunblaðið ræddi við Guðna f vor lét hann illa af svfnaræktuninni, sem hann kvað vart borga sig og taldi hann að svfnakjöt stæðíst engan veginn samkeppnina við diikakjötíð, eft- ir að niðurgreiðslurnar voru auknar svo mjög. Við ræddum aftur við Guðna Gunnarsson ný- iega og spurðum hann hvernig honum hefði vegnað með svfnin. „Það er að verða ógerlegt að rækta svín og ég er nú að eyða þeim. Ég sé ekki annað ráð. Fóðurbætismjölið, sem gefa verð- ur svinunum er orðið það dýrt, kostar ntt yfir 30 þúsund krónur tonnið, en kostdði í fyrrahaust 11 þúsund. Kjötið af svfnunum hef- ur hins vegar hækkað sáralítið í samanburði við þetta, það er ekki i verðlagsgrundvellinum og verð á því fer eftir framboði hverju sinni.“ Guðni sagðist þegar vera búinn að farga nokkrum gyltum og aðr- ar færu sömu leið, því að hann sagðist álíta að eins og ástandið væri þyrftu bændur hreinlega að gefa með rekstrinurn. „Það hefur verið reynt að koma þessari rækt- un inn í verðlagsgrundvöllinn," sagði Guðni, „en það er eins og þeir vilji heldur, þessir háu herr- ar, miklu heldur að svfnaræktun svínunum verði útrýmt og að svínakjöt verði flutt inn til landsins. Eitt er víst að kjötið verður að stórhækka til þess að grundvöllur sér' fyrir svfnarækt — og aftur er enginn grundvöllur fyrir því að hækka kjötið, vegna samkeppninnar við dilkakjötið." „Hver er skoðun þín á niður- greióslukerfinu?" „Eins og riiðurgreiðslurnar voru í sumar, þá var þetta að sjálfsögðu allt of mikið af þvf góðá. Niurgreióslan var allt of skefjalaus bæði á kjötinu og á öllum landbúnaðarafurðum. Slíkt sem þetta nær ekki nokkurri átt,“ sagði Guðni Gunnarsson og bætti vió að það væri afleitt ef menn þyrftu að hætta ræktun ákveðins bústofns eingöngu vegna aðgerða rfkisvaldsins. JONAS Halldórsson, bóndi f Sveinbjarnargerði á Svalbarðs- strönd, er mikill kjúklingarækt- andi. Mbl. ræddi við Jónas um niðurgreiðslur og það misrétti, sem hann og hans lfkar verða fyrir. Hann sagði að engar niður- greiðslur væru á kjúklingakjöti, en ef svipuð niðurgreiðsla væri á þessari vörutegund, yrði verðið á kjúkiingum mjög svipað verðinu á lambakjötinu. Þar fyrir utan sagði Jðnas að á kjúklinga væri frjáls álagning, sem ylli talsvert hærri álagningu en væri á lamba- kjötinu. „Svinakjöts, nautakjöts- og hrossakjötsframleiðendur sitja við sama borð og við,“ sagði Jónas og bætti við: „íslendingar voru lengi að læra að borða kjúklinga, en neyzlan hefur aukizt stöðugt. Ársneyzlan nemur nú um það bil 300 tonnum og er ég með á að gizka 140 til 150 tonna fram- leiðslu á ári. Hið versta við þetta er þó að þótt safnist saman hjá okkur birgðir, fáum við ekki einu sinni afurðalán eins og aðrir bændur fá yfirleitt á glla fram- leiðslu sfna — bæði á kartöflur og annað. Jafnvel minkabúin fá afurðalán," sagði Jónas. „Af þessu sést, að vió kjúklinga- ræktendur erum alls ekki teknir með í kerfið. Við erum hafðir sem eins konar undanvillingar í kerf- inu og komumst þar hvergi inn. Við höfum reynt allt. Þegar er buíó að tala við landbúnaðarráð- herra og Seðlabankann, en þessi mál heyra undir þessa aðila. Seðlabankinn neitar okkur um allt og ráðherrann virðist algjör- lega ráðalaus. Ætli Seðlabankinn sé ekki alltaf sterkasta valdið?" „Er samdráttur i framleiðsl- unni?“ „Já, það er samdráttur f þessu núna. Salan hefur greinilega minnkað, sérstaklega eftir að niðurgreiðslurnar urðu svo skefjalausar. Við höfum m.a. bent á þá leið að söluskattur af kjúkl- ingum yrði afnuminn. Það er t.d. enginn söluskattur á eggjum, sem einnig tilheyra hænsnarækt. Okkur finnst anzi margir punktar í þessu sambandi óréttlátir. Ég segi ekki að fara eigi að niður- greiða kjúklinga —• ekki nema allt kjöt verði niðurgreitt. Mér finnst að jafna eigi niðurgreiðsl- unum niður á allar neyzluvörur eða fella niður söluskatt af þeim. Þaó hlyti að koma eins út fyrir neytendur, ef halda þarf vísitöl- unni niðri.“ „Hvað er samdráttur i kjúkl- ingasölu mikill?“ „Það tekur nú dálitinn tfma að koma f ljós, en ég gizka á að hann sé einhvers staóar á bilinu 10 til 20% og skipti sköpum, þegar niðurgreiðslurnar jukust. Kjúkl- ingaframleiðsla var í dálítið sterkri aukningu fyrri hluta árs eða alveg fram í maí. Ég held að það sé talsvert hættulegt fyrir Framhaid á bls. 39 Niðurgreiðslur ríkissjóðs: ER DILKAKJÖTSFRAMLEIÐ ENDUM AUÐVELDUÐ SAM- KEPPNIN Á KOSTNAÐ ANN- ARRA KJÖTFRAMLEIÐENDA? ER RÉTT af rfkisvaldinu að nota niðutgreiðslur á landbún- aðarvörum sem hagstjórnar- tæki? Þetta er spurning, sem menn geta velt fyrir sér. Rfkisvaldið greiðir niður allt dilkakjöt, nema innmat og slát- ur, og nemur niðurgreiðslan úr rfkissjóði á hvert kg miðað við heildsöluverð á 1. flokki f heii- um skrokkum hvorki meira né minna en 85%. Tii samanburð- ar cr heildsöluverð á 1. flokks nautakjöti f heilum og hálfum skrokkum (UNI H úrvai) 337 krónur fyrir hvert kg og er nið- urgreiðsla þar engin. Dilka- kjötið kostar 180,40 króhur hvert kg, en niðurgreiðsian úr rfkissjóði er 153,20 krónur. Þannig er bændum mismun- að mjög eftir-þvf, hvaða kjöt- ræktun þeir stunda. Þeir bændur, sem framleiða nauta- kjöt hafa að sjálfsögðu einnig mjólkurframleiðslu. Fyrir hvern lftra mjólkur fær bónd- inn nú rúmlega 37,87 krónur, en þessi lftri kostar neytand- ann út úr búð f lausu máli 25,20 krónur. Niðurgreiðsla rfkisins á þessum mjólkurlftra er 27,05 krónur eða 107,34% af útsölu- verðinu. Samaniagt kostar þvf mjólkurlftrinn 52,25 krónur. Verð bóndans er því aðeins tæpiega 65% af eiginlegu kostnaðarverði mjóikurlftrans. 35% eru þvf vinnslu- og dreifingarkostnaður og sitt- hvað fleira. En tslendingar neyta fleira kjötmetis en dílkakjöts og nautakjöts. Einnig er framleitt svfnakjöt, hrossakjöt og aii- fuglakjöt, aðallega kjúklingar. Þessar kjöttegundir eru heldur ekki niðurgreiddar, þar sem þær eru mjög óverulegur hluti f vfsitöiu framfærslukostnaðar og vfsitölu kaupgjalds. Alls þessa kjöts neyta tslendingar sjálfir og ekkert er flutt inn af kjöti. Aðeins er óverulegur út- flutningur af nautakjöti og heidur meir af dilkakjöti. Ljóst er af framanskráðu að bændum er mjög mismunað, eftir þvf hvaða framleiðslu þeir stunda. Með þvf að grfpa ínn f og greiða aðeins niður dilka- kjötið er rfkisvaldið f raun að raska samkeppnisaðstöðu með- al bænda. Dilkakjötsframleið- endum er auðveiduð sam- keppnin á kostnað annarra kjötframleiðenda. Ólafur E. Stefánsson, naut- griparæktarráðunautur hjá Bdnaðarfélagi tslands sagði ný- lega í viðtali við Morgunblaðið, að sér fyndist f raun mjög óeðlilegt aðniðurgreiðslurfæru fram úr þvf marki, að hag- kvæmara yrði fyrir bóndann að kaupa afurðír sfnar frá heiid- söluaðilum ef ekki smásöluaö- ilum en frá sjálfum sér. Hann sagði ennfremur að óhóflegar niðurgreiðslur lettu til fram- fara f framleiðslu landbúnaðar- afurða og það væri langt frá þvf að unnt væri að segja að þær hvettu tii nýjunga. Hann kvað mikið af óræktuðu láglendi hérlendis henta mjög vel til nautgriparæktar, en hins vegar hafi reynzt vandkvæðum bund- ið að halda góðum afurðum af saujlfé, sem þar sé beitt. Sauðfé sé hálendisbúpeningur og henti miklu betur til beitar þar. Þá má geta þess að um 84% af tekjum bænda kemur frá sauðfjárrækt og nautgrípa- rækt. Þá má benda á að um það bil fjórðungur kjötframleiðslunn- ar er annað kjöt en dilkakjöt. Um Va hlutar kjötframleiðsl- unnar er dilkakjötsframleiðsla. Þessu veldur að sjálfsögðu neyzluvenja og sú staðreynd, að tslendingar hafa ávallt etið meira af dilkakjöti en aði'ar þjóðir. Einnig kann hér að hafa áhrif langvarandi niður- greiðsla, sem raskar mjög sam- keppnishlutföllum milli dilka- kjöts annars vegar og annarra kjöttegunda hins vegar. Bent skal á að dilkakjöt er háð ' verðiagsákvörðun, en álagning á nauta-, kjúklinga,- svfna- og hrossakjöti er frjáls. — mf. Ætlar að farga öllum Spjallað við bónda í svínarækt ósanngjörn og fráleit Rætt við bónda í nautgriparækt SVEINN Jónsson, bóndi á Egils- stöðum rekur mikið nautgripabú og framfeiðir mikið kjöt. Morgun- blaðið leitaði eftir sjónarmíðum Sveins um níðurgreiðslustefn- una. Hann sagði: „Mér finnst þessi háttur ríkis- valdsíns alveg fráleitur. Niður- greiðslurnar eru allt of einhliða, vegna þess að á sfðari árum hef ur nautgriparækt . og framleiðsla nautakjöts aukizt mjög. Menn eru nú hættir að slátra ungum kálf- um. Þá er þessi niðurgreiðslu- stefna einnig ákaflega ósann- gjörn gagnvart þeim framleiðend- um, sem framleiða kjöt af holda- nautakyni. Slik framleiðsla er dýr, en nýtur engrar niður- greiðslu." Sveinn sagðist vera með 60 kýr og æði mikið af holdanautum. Söl- una kvað hann hafa verið á ári um 50 til 60 holdanaut. Hann sagði að of snemmt væri enn að tala um að sala hefði dregizt sam- an, þar sem slíkt væri enn ekki komið í ljós. „Við leggjum kjötið inn hjá kaupfélagmu, sem haft hefur i raun fasta viðskiptavini með þetta kjöt frá okkur sem eru flugfélögin, Loftleiðir. Þeir hafa sent menn hingað austur, sem komið hafa til þess að úrbeina kjötið hér. Hvernig þetta verður nú, veit ég ekki enn,“ sagði Sveinn. Sveinn Jónsson sagði að það gæti verið dálítið varasamt, hversu rikisvaldið mismunaði kjötframleiðendum, þar sem afleiðingin gæti skiljanlega orðið sú, að menn sætu uppi með nauta- kjöt í miklu magni. Ef þessi stefna rikisvaldsins hefði það I för með sér, að nautakjöt seldist verr, hlyti það að leiða af sér að nautgriparæktendur brydduðu síður upp á nýjungum til þess að bæta framleiðsluna. Sveinn sagði: „Annars hef ég alveg sérstaka skoðun á þessu, sem aldrei hefur verið neitt sinnt. Það er að dilka- kjötið á að bjóða sem lúxusvöru á markaði erlendis og selja það á hótel, þvi að íslenzka dilkakjötið er fágæt vara, sem engir geta framleitt, nema við Islendingar. Dilkakjötið er enn flutt út með 40 eða 50 ára gamalli verkunarað- ferð, þ.e.a.s. i heilum skrokkum — alveg óunnið. Til þess að vinna dilkakjötinu slikan markað þarf mikið starf. Hann kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum að lokum. Sama hvað kjötið kostar EINAR Eirfksson bóndi f Mikla- holtshelli f Flóa ræktar nautgripi. Einar sagðist ekki vera stórfram- leiðandi á sviði nautgriparæktar og hefði hann f sjálfu sér ekki áhuga á að niðurgreiðslukerfinu yrði breytt. Þetta skýrði Einar á eftirfarandi hátt: „Það er hugsanlegt að ég hafi einhverja sérstöðu sem naut- griparæktandi, þar sem ég fram- leiði kannski eitthvað öðru visi nautakjöt en margir aðrir. Ég slátra gripunum ekki fyrr en þeir eru orðriir nokkuð gamlir og er kjötið þá mjög eftirsótt. Mínir við- skiptavinir spyrja aldrei um verð — heldur aðeins, hvort þeir geti fengið kjötið. — Hins vegar ef farið yrði út í niðurgreiðslu á nautakjöti, þá yrði þessi markaður búinn hjá mér. Þá yrði ég að leggja kjötið inn í afuróasölufélögin." Einar sagðist selja talsverðan hluta af framleiðslu sinni beint, en talsverðan hluta kvað hann einnig fara í ákveðnar verzlanir, sem væru vandar aó kjötinu. Einar sagðist leggja gripina inn I sláturhús, taka þá þaðan aftur og selja síðan kjötið sjálfur. Einar kvaðst slátra um 30 gripum á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.