Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 Sovétmenn lofa að alKr fái ferðafrelsi að OL1980 Eins og frá hefur verið skýrt tðk Alþjóða-OIympíunefndin þá ákvörðun á fundi sfnum, sem haldinn var f Vfn fyrir nokkru, að Olympfuleikarnir 1980 skyldu fara fram f Moskvu. Eiga leikarn- ir þar að hefjast 10. ágúst og standa til 24. ágúst. Það var bandarfska borgin Los Angeles, sem keppti við Moskvu um að fá leikana, en f Los Angeles hafa Olympfuleikar einu sinni verið haldnir. Atkvæðagreiðsla um staðina tvo var leynileg, en fljöí- lega spurðist út hvernig atkvæði hefðu fallið. Greiddu 39 fulltrúar Moskvu atkvæði, en 22 voru því fylgjandi, að leikarnir færu fram f Bandarfkjunum. Þetta var f ann- að skiptið, sem Moskva sóttist eft- ir því að halda Olympfuleika. Sfð- ast var Montreal keppinauturinn og fór atkvæðagreiðslan þá þann- ig, að 41 greiddi Montreal at- kvæði, en 28 greiddu Moskvu at- kvæði. Ákvörðun Olympíunefndarinn- ar vakti mikinn fögnuð f Sovét- ríkjunum. Hin opinbera frétta- stofnun Tass sagði, að niður- staðan hefði verið sigur réttlætis- ins og bætti því við, að þeir sem greitt hefðu Moskvu atkvæði, hefðu hugsað um þau hundruð verðlauna, sem sovézkir íþrótta- menn hefðu unnið á Olympíuleik- um liðinna ára, og þeir hefðu einnig búið yfir þekkingu á því, að í engu landi í heiminum væri Olympíuhugsjónin eins sterk og ríkjandi og í Sovétríkjunum. Borgarstjóri . Moskvuborgar, Vladimir Promyslov, sem staddur var í Vfn á fundinum, hélt blaða- mannafund eftir að ákvörðunin hafði verið birt, og sagði þá m.a.: Við sannfærum Aiþjóðlegu-Olym- pfunefndina og allt íþróttafólk og Boðhlauparar með Olympfukyndilinn koma að landamærum Sovét- rfkjanna og ienda þar f skriffinnskubákninu, sem tekur svo langan tfma að afgreiða þá, að eldurinn sloknar á meðan. Þannig hugsar brezkur skopmyndateiknari sér málið. fþróttaáhugafólk um að borgar- yfirvöid í Moskvu munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að gera Olympíuleikana 1980 sem bezt úr garði. Og það verða engar hömlur lagðar á ferðafrelsi manna. Erlendir blaðamenn munu fá að feróast eitthvað um, utan Olympíusvæðisins. Þegar borgarstjórinn var hins vegar að því spurður hvort það ferðafólk, sem kæmi til Moskvu vegna leikj- anna, fengi fullt ferðafrelsi í Sovétrikjunum, svaraði hann fáu til, en gaf í skyn að skipulagðar yrðu ferðir fyrir það um landið. Olympíuleikar hafa aldrei verið haldnir í Austur-Evrópu, en þar hafa hins vegar farið fram mörg meiri háttar íþróttamót. Senni- lega er heimsmótstúdenta, sem haldið var í Moskvu 1973, þeirra mest. Átti það að sanna, að Sovét- menn væru færir um að halda Olympíuleika og var það sam- dóma álit allra keppenda á því móti, að aðbúnaður hefði verið eins og bezt verður á kosið, svo og íþróttaaðstaðan. Þeir, sem sárast kvörtuðu, voru fréttamenn, sem gekk mjög erfiðlega að koma frá sér fréttum og myndum frá móti þessu og miklar hömlur voru lagð- ar á ferðafrelsi þeirra. Munu þessar kvartanir fréttamannanna hafa verið þungar á metunum I hugum þeirra, sem ekki vildu, að Moskva fengi að halda leikana 1980. Leninleikvangurinn i Moskvu verður mióstöð Olympíuleikanna 1980. Leikvangur þessi er hinn glæsilegasti og umhverfi hans fagurt. Alls eru um 70 íþróttavell- ir i Moskvuborg, 6 stórar íþrótta- hallir, 26 sundlaugar og 1.000 minni íþróttahallir. Þetta mun þó ekki nægja. Áætla Sovétmenn að byggja þurfi stórar hallir fyrir einstakar keppnisgreinar á Olym- piuleikunum, eins og t.d. skotfimi og handknattleik. Aðstaða til róðrarkeppni, sem er oft mjög kostnaðarsamt að koma upp, er hins vegar fyrir hendi. Byggðu Sovétmenn upp góða aðstöðu fyrir Evrópumeistaramótið i róðri, sem haldið var 1973, og kostuðu þær framkvæmdir um 13 milljónir rúblna. Siglingakeppni leikanna mun fara fram i Tallin í Eistlandi, en Robert Peacockftil vinstri), borgarstjóri f Lake Placid I New York, og Vladimir Promaslov, borgarstjóri f Moskvu, takast f hendur og árna hvor öðrum heilla, eftir að úrslit atkvæðagreiðslu Alþjóðlega.Olympfu- nefndarinnar voru kunn, og borgir þeirra urðu fyrir valinu. þar er aðstaða talin mjög ákjósan- leg. Er áætlað að gera þar miklar umbætur á þeim mannvirkjum og aðstöðu, sem þarf til slíkrar keppni, svo og að bæta aðstöðu fyrir ferðafólk í borginni. Aleksej Kosygin hafði sjálfur samband við Lord Killanin, for- mann Alþjóðlegu Olympíunefnd- arinnar, fyrir fundinn í Vin, til þess að ræða við hann um það atriði við framkvæmd Olympiu- leikanna, sem talið er að Moskva standi einna höllustum fæti í. Það er aðstaða fyrir ferðafólk. Sagði Kosygin, að stjórnvöld í Sovét- ríkjunum myndu taka ábyrgð á því, að þar yrði ekki látið á skorta. Búizt er við, að keppendur í leikunum verði um 15 þúsund og á að byggja fyrir þá sérstaka borg við Ismajlovo garðinn, sem er í austurhluta Moskvuborgar. Þá er einnig áformað að reisa fjölda hótela fyrir áhorfendur leikanna, og hafa Sovétmenn þegar leitað eftir samvinnu við heimsfræga hótelhringi við uppbyggingu hótelanna. Er ekki óliklegt, að Olympíuleikarnir verði til þess, að þeir Moskvubúar eignist sitt Hilton-hótel. Búizt er við, með til- liti til fyrri Olympíuleika, að sam- tals muni um hálf milljón ferða- manna heimsækja Sovétríkin vegna leikanna. Vetrarleikarnir 1980 verða haldnir í Lake Placid í Banda- rikjunum. Það er lítil borg I norðurhluta New-York fylkis. íbúar aðeins 21.800 talsins. Mun borgarstjórn Lake Placid að veru- legu leyti sjá sjálf um undirbún- ing leikanna, en fVlkisstjórn New York fylkis hefur þó heitið henni öllum þeim stuðningi, sem hún vill við taka. Þegar eru hafnar deilur um framkvæmd þessara leika, og þá ekki sizt aðstöðu fyrir áhorfendur. Viðhorf heimamanna í Lake Placid er nefnilega það, að alla áherzlu beri að leggja á að búa sem bezt i haginn fyrir kepp- endur á leikunum og fréttamenn. — Við höldum þessa leika fyrir íþróttafólkið, en ekki áhorfendur, og þess vegna verður kostnaði við áhorfendasvæði haldið eins niðri og mögulegt er, hefur Ron Stafford, þingmaður New-York fylkis látið hafa eftir sér, en þrátt fyrir þetta viðhorf er áætlað, að lágmarkskostnaður við fram- kvæmdir i Lake Placid verði um 40 milljaðar króna. Frazier efstur á blaði JOE Frazier er nú orðinn efstur á lista yfir áskorendur f Þunga vigtarflokki f hnefaleikum. Keppi Muhammed Ali aftur verður það þvf Frazier, sem hann mun mæta, svo fremi sem Frazier hefur áhuga á, en hann hefur lítið æft hnefaleika að undanförnu, og að margra mati mun hann varla keppa aftur á næstunni. Eftir að Muhammed Ali sigraði George Foreman f keppninni f Zaire lét hann svo ummælt, að hann myndi ekki keppa aftur, nema 10 milljónir dollara væru í boði sem verðlaun. Þó að upphæðin sé mik- il, er talið líklegt, að einhverjir aðilar muni gjarnan vilja greiða hana fyrir að sjá um keppni þar sem Ali kemur fram, enda liggur þegar fyrir, að hagnaður af ein- vfginu f Zaire varð verulegur, þó svo að margt kæmi þar til, sem varð að kostnaðarauka. Efstu menn á áskorendalistan- um eru eftirtaldir: 1. Joe Frazier, Bandarfkjunum 2. George Foreman, Bandarfkjun- um 3. Ron Lyle, Bandarfkjunum 4. Joe Bugner, Bretlandi 5. Ken Norton, Bandarfkjunum 6. Oskar Bonavena, Argentínu 7. Jcrry Quarry, Bandarfkjunum 8. Henry Clarke, Bandarfkjunum 9. Jimmy Ellis, Bandaríkjunum 10. Howard Smith, Bandarfkjunum. Cruyff aftur til Ajax Nú mun endanlega frá þvf gengið, að hinn heimsfrægi knatt- spyrnumaður Johan Cruyff fer aftur til sfns gamia félags Ajax f Amsterdam, en sem kunnugt er var Cruyff seldur til spánska fé- lagsins Barcelona I fyrra, þar sem hann hefur gert garðinn frægan og átt mestan þáttinn f velgengni félagsins að undanförnu. Johan Cruyff er þó bundinn hinu spánska félagi a.m.k. næstu tíu mánuði, þannig að það veróur ekki fyrr en sumarið 1976 sem hann mun koma aftur til Ajax. Búizt er við, að skrifað verði und- ir samning á næstunni, en að und- anförnu hefur þjálfari Ajax, Cor Coster, átt marga fundi með Cruyff og forystumanni Barce- lona, Johan Cruyff er ekki eini út- lendingurinn, sem leikur með Bareelona-liðinu. Eftir heims- meistarakeppnina s.l. sumar keypti félagið Johan Neeskens, sem var ein af stjörnum hollenzka silfurliðsins í keppninni. Þá hefur það einnig Sotil frá Perú og brasilíska varnarleikmanninn Mario Marinho. Það sem ráða mun mestu um það að Ajax-liðið leggur ofurkapp á að fá Johan Cruyff til sín aftur er að Piet Keizer, sem verið hefur fyrirliði liðsins undanfarin ár er ákveðinn í að hætta knattspyrnu, og hefur honum þegar verið boðið að taka sæti í stjórn f élagsins. Johan Cruyff — stjarna heimsmeistarakeppninnar 1974, mun f fram tfðinni letka með sfnu gamla félagi, Ajax f Amsterdam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.