Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÖVEMBER 1974 23 Viggó Sigurðsson skorar eitt marka fslenzka liðsins I landsleiknum á sunnudaginn. — Landsleikur Sá seki var Sovétmaður FRJASLlÞRÓTTASAMBAND Evrópu hélt fund sinn í Zagreb i Júgóslavíu um helgina, og þar var birt tilkynning um það, að sovézki göngumaðurinn Shaloshik, er varð þriðji I 20 km göngu á Evrópumeistaramótinu í Róm f haust, yrði sviptur verðlaunum sínum, þar sem hann hefði orðið uppvís af því að nota örvandi lyf fyrir keppnina. Var það Adrian Paulen, hinn vestur-þýzki formað- ur Evrópusambandsins, sem birti tilkynninguna, en að undanförnu hafa verið miklar getgátur um hver hinn seki væri. Teknar voru tvær þvagprufur af Shaloshik eftir keppnina í Róm og varð niðurstáðan sú hin sama i bæði skiptin. Málinu var skotið til sovézka frjálsiþróttasambandsins og tók það ákvörðunina um að svipta göngumanninn verðlaun- um sinura. Falla þau í hlut Bret- ans Rogers Mills, sem varð f jórði í keppninni. — Teitur Framhald af bls. 21 ferðinni með iandsliðinu í Dan- mörku og Austur-Þýzkalandi. Sagði hann, að það væri ekki eins erfitt og margur héldi að komast f samband við lið, ef maður bæri sig eftir þvf, hinsvegar gæti tekið langan tfma ef maður biði eftir þvf að eitthvert lið hefði á manni augastað og kæmi með tilboð. — Bauðst Ásgeir til að kanna þetta fyrir mig, en ég hef ekki heyrt frá honum ennþá. Eins er Bjarni Feilxson að kanna málið fyrir mig f Belgíu og veit ég ekki hvað hefur út úr þvf komið. En ég er alveg ákveðinn f þvf að fara út og reyna mig, fái ég til þess tækifæri og ég hef þá trú, að ég muni standa mig sem atvinnumaður, sagði Teitur að lokum og get ég tekið undir þá skoðun hans, þvf hann hefur allt til þess að bera, sem góður knattspyrnumaður þarf að hafa; hraða, kraft, viljaog sfðast en ekki sfst er hann algjör reglumaður. Framhald af bls. 18 er á botninum i 1. deildinni, börð- ust eins og grimm ljón í þessum leik, og tókst að halda marki sínu hreinu allt fram til 77. mínútu, að John Tudor tókst að skora sigur- mark heimaliðsins. Hetja þessa leiks var Keith Barber, markvörð- ur Luton, sem varði hvert skotið af öðru, en heppnin var einnig í liði með Luton, t.d. eins og þegar Malcolm Mac Donald átti skot i þverslá úr opnu færi. Ahorfendur voru 30.141. Queens Park Rangers — Coventry Lundúnaliðið átti þarna einn sinn bezta leik á keppnistímabil- inu og lék Coventry oft næsta grátt, þótt ekki tækist því að skora nema tvívegis. Fyrra mark- ið kom á 41. mínútu, er Stan Bowles skoraði gullfallegt mark. Fór skot hans i stöngina og inn. Don Givens, sá, er skoraði þrju mörk í landsleik Irlands og Sovét- rfkjanna á dögunum, var svo á ferðinni á 82. minútu. Stan Bowles skallaði knöttinn fyrir fætur hans í góðu færi og Givens skoraði af öryggi. Var þetta hans sjötta mark á átta dögum. Áhorf- endur voru 17.256. Sheffield Utd. — Carlisle Tony Field skoraði tvö mörk á tveimur minútum fyrir Sheffield United f leik þessum. Fyrra markið gerði hann á 16. mínútu, eftir að markvorður Carlisle, Tom Clarke, hafði misst knöttinn klaufalega frá sér, og tveimur mínútum síðar lék Field laglega gegnum vörn Carlisle-liósins og skoraði. Aðeins 6 minútum síðar tókst Carlisle að minnka muninn og var það Jim Mcllneyle, sem það mark gerði eftir mistök í vörn Shef- field-liðsins. Það sem eftir lifði Framhald af bls. 24 Færeyinga næst þegar við mætum þeim. Landsliðið má ekki vera nein hornreka, sem hvergi fær inni til samæfinga, eins og nú er. Það hlýtur að vera, og verður að vera, að það sitji í fyrirrúmi og verði búið eins góð skilyrði og mögulegt er. Og vonandi tekst HSl það ætlunarverk að fá hingað erlendan þjálfara til starfa hið fyrsta. Um leikinn á sunnudaginn er raunar ekki hægt að fara mörgum orðum. Það segir sína sögu, að það var ekki fyrr en 10 minútur voru til leiksloka að íslendingum tókst að ná afgerandi forystu. Til að byrja með náðu Færeyingar 3 marka forystu í leiknum. Islend- ingar náðu síðan að jafna upp úr miðjum fyrri hálfleik og munaði síðan oftast 3—5 mörkum. Á loka- mínútum leiksins sást loks lífs- leiksins var um nokkuð jafna bar- áttu að ræða, en Sheffield átti þó öllu betri marktækifæri. Áhorf- endur voru 17.679. Stoke — Tottenham Þarna var um skemmtilegan og vel leikinn leik að ræða. Stoke náði forystu snemma í leiknum er Geoff Salmons átti skot af 25 metra færi, sem markvörður Tottenham réð ekki við. John Duncan, nýi skozki leikmaðurinn í Tottenhamliðinu, sýndi síóan glæsileg tilþrif og skoraði tvivegis á skömmum tíma. Annað á 28. mínútu og hitt á 30. minútu. Stoke náði síðan allgóðum tökum á ieiknum um tíma og náði þá að jafna er Jimmy Grenhoff, fyrir- liði liðsins, komst i gott færi og skoraði. Á lokamínútunum átti svo Tottenham góðar sóknir, en án árangurs. Áhorfendur voru 24.668. 2. deild Manchester United-liðið virðist algjörlega óstöðvandi í 2. deildar keppninni og tók Oxford-liðið hreinlega í kennslustund í leikn- um á laugardaginn. Þar var fremstur í flokki Stuart Pearson, sem skoraði þrjú mörk á skömm- um tíma í fyrri hálfleiknum, og fyrir lok hans bætti Lou Macari fjórða markinu við. Létu þeir United-menn sér þetta nægja og tóku lifinu með ró i seinni hálf- leiknum. Hefur United nú góða forystu í deildinni, en hættuleg- asti keppinautur þeirra, Norwich, var heppið að ná jafntefli, 1—1, í leik sínum við West Bromwich Albion. Annar sigur, sem mikla athygli vakti i 2. deildar keppninni, var 5—0 sigur Notts County yfir Hull City. I þgim leik skoraði Ray O’Brien sitt fyrsta mark i deildar- leik, en hin mörkin skoruðu þeir mark með íslenzku leikmönn- unum, og þá sérstaklega Ólafi Jónssyni, en það var einstaklings- framtaki hans að þakka að íslend- ingar unnu þó þennan leik með 8 marka mun. Björgvin Björgvins- son sannaði einnig i þessum leik, að hann ætti að vera einn af hinum „öruggu” mönnum í lands- liðinu. Þær voru ekki allar vand- aðar línusendingarnar, sem hann tók I leiknum^og skilaði frá sér. Björgvin og Olafur voru menn íslenzka liðsins i þessum leik og raunar þeir einu, sem sluppu skammlaust frá honum. Vörn islenzka liðsins og mark- varzla var hreint dæmalaus. Skoruðu Færeyingarnir úr skotum, sem virtust algjörlega vonlaus, eða stungu sér i gegnum staða og hripleka vörnina. Annars má ekki gera of lítið úr frammistöðu Færeyinganna í þessum leik. Hún var raunar Randall, Ian Scanlon, Eric Pro- bert og Mick Vinter. 3. og 4. deild I þriðju deild hefur Blackburn nú forystuna með 23 stig, að lokn- um 15 leikjum, en lið Bobby Charltons, Preston North End, er I öðru sæti með 21 stig eftir 17 leiki og Peterborough hefur 21 stig eftir 16 leiki. Baráttan i 3. deildar keppninni er annars mjög tvisýn, þar sem liðið, sem er i 10. sæti, hefur hlotið 18 stig, 4 stigum minna en liðið, sem hef ur forystu. Neðstu liðin I 3. deild eru Tran- mere með 11 stig, Aldershot með II stig ogGillingham með lOstig. I 4. deildar keppninni bar það helzt til tiðinda á laugardaginn, Peter Grotier, markvörður Lin- coln City, varði tvívegis víta- spyrnu í leik liðs síns við Shrews- bury. Grotier þessi var fyrrum markvörður hjá West Ham. Mansfield hefur forystu i 4. deildinni meó 28 stig eftir 18 leiki, en næstu lið eru Shrews- bury með 24 stig eftir 17 leiki og Rotherham með 21 stig eftir 16 leiki. Neðstu liðin eru'Doncaster með 12 stig, Scunthorpe með 10 stig og Workington með 7 stig. Skotland Glasgow Rangers hefur nú for- ystu í 1. deildar keppninni i Skot- landi og er Ineð 18 stig eftir 10 leiki. Celtic er i öðru sæti með 16 stig eftir 9 leiki, en siðan koma Aberdeen með 14 stig, Hibernian og Dundee United með 13 stig. A botninum eru Airdrie, Mother- well, Partick og Arbroath með 7 stig, Clyde með 6 stig og Hearts með 6 stig. Efstu liðin i 2. deild- inni skozku eru East Fife með 21 stig, Queen of the South með 20 stig, Montrose með 20 stig og East Stirling meó 19 stig. Neðst í 2. deild eru Brechin með 7.stig, Forfer með 4 stig og Meadowbank með 4 stig. glæsileg miðað við aðstæður. I liðinu eru nokkrir mjög liprir ein- staklingar, og þá fyrst og fremst markvörðurinn Finn Barentsen, sem varði oft með ágætúm. Vert er lika að nefna þá Sverri Jacob- sen og Kara Mortensen, en þeir gerðu marga hluti laglega í þess- um leik. Það, sem Færeyinganna virðist fyrst og fremst skorta i leik sinum, er meiri hraði og ógnun, svo og f jölhæfari skyttur. I STUTTU MÁLI: Landsleikur i Laugardalshöll 3. október 1974. Urslit: ISLAND — FÆR- EYJAR 28—20 (11—8). Gangur leiksins. Mfn. Island Færeyingar 1. Stefán 1:0 4. 1:1 Mortensen 5. 1:2 Mortensen 7. 1.3 Joesen 8. 1:4 Jacobsen 9. Viðar 2:4 10. 2:5 Midjord 15. Viggó 3:5 1& Jón 4:5 21. Viggó 5:5 22. ólafur 6:5 24. Brynjólfur 8:5 26. Einar 8:6 Midjord 26. 9:6 27. Pálmi 10:7 28. ii-i 29. Pétur 11:8 Jacobsen 30. Einar 30. Hálfleikur 32. 11:9 Nielsen 34. ólafur 12.9 36. 12:10 Nielsen 38. Björgvín 13:10 39. 13:11 Mortensen 39. Björgvin 14:11 40. Vióar 15:11 42. Björgvin 16:11 43. 16:12 Nielsen 44. Einar(v) 17:12 45. ólafur 18:12 46. 18:13 Joensen 47. 18:14 Joensen 48. 18:15 Nattestad 50. Ólafur 19:15 51. Viðar 2015 51. Stefán 21:15 52. 21:16 Jacobsen 54. Björgvin 22:16 54. 22:17 Helmsdal 55. ólafur 23.17 56. ólafur 24:17 56. 24:18 Helmsdal 56. Viðar 25:18 58. 25:19 Mortesen (v) 58. Einar(v) 26:19 60. 26:20 Jacobsen 60. Jón 27:20 60. Ólafur 28:20 Mörk Islands: Ólafur Jónsson 7, Björgvin Björgvinsson 4, Einar Magnússon 4 (2 v), Viðar Símonarson 4, Stefán Halldórsson 2, Viggó Sigurðsson 2, Jónt, H. Karlsson 2, Brynjólfur Markús- son 1, Pálmi Pálmason 1, Pétur Jóhannesson 1. Mörk Færeyinga: Kari Mortensen 4, Sverri Jacobsen 4, Hanus Joensen 3, Joan P. Midjord 3, Arnfinn R. Nielsen 3, Finnur Helmsdal 2, NielsNattestad 1. Misnotað vftakast: Einar Magnússon skaut yfir úr vitakasti á 59. minútu. Brottvfsanir af veIIi:Engar. Dómarar: Karl Jóhannsson og Björn Kristjánsson og dæmdu þeir óaðfinnanlega. — Halldór Framhald af bls. 22 þetta er ritað er landsliðið að búa sig undir þátttöku í Norðurlandamóti, sem er stærsta verkefnið, sem B.S.l. hefir tekizt á hendur. „Við erum þrfr Isiending- ar, sem sótt höfum námskeið fyrir blakþjálfara. Ég hefi farið tvisvar, fór I fyrra til Tékkóslóvakfu ásamt Antoni Bjarnasyni (hann er einnig landsliðsmaður), og nú i sumar fór ég til Svfþjóð- ar ásamt Gunnari Árnasyni (landsliðsmaður lfka). Mér er óhætt að segja, að ferðir þessar hafi orðið okkur mjög gagnlegar. Svfar standa fremstir Norður- landaþjóða f blaki ásamt Finnum.“ Áðspurður sagði Halldór, að landsliðið hefði æft reglulega frá þvf í septem- ber undir N.M. og hefði æfingasókn verið ágæt. Það hefði þó reynzt erfitt að fá húsnæði, en þau félög, sem stund leggja á blak, hefðu sýnt mikinn skilning, og léð landsliðinu tfma slna til æf- inga, og væri það þakkar- vert. Áð lokum sagði Halldór: „Það er ljóst, að blakið er á mikilli uppleið hvað vin- sældir snertir. Það er margt, sem hefir valdið. Ef eitthvað skal nefna, þá er það helzt, að kynning á blaki hefir mjög aukizt nú á seinni árum f Iþróttakennaraskói- anum. Það leiðir eðiilega af sér, að blakið fær betri með- ferð innan veggja skólanna, þvf það hentar einmitt mjög vel við hinar þröngu hús- næðisaðstæður, sem skól- arnir, a.m.k. flestir, búa við. Ánnað er það, að við höfum haft tök á að kynna okkur blakþjálfun eins og hún gerist bezt, en betur má ef duga skal. En eitt er vfst, að við, sem að blakmálum vinn- um, munum halda áfram að leggja okkur alla fram, þess- ari fögru og skemmtilegu iþrótt til framdráttar.“ — Beattie Framhald af bls. 22 er hann af ar þrautseigur, og hefir skilning og tækni eins og um þrautreyndan knatt- spyrnumann væri að ræða. Fyrsti leikur Beatties í fyrstu deildinni ensku var f ágúst fyrir tveimur árum gegn Manchester United. Hann var þá aðeins átján ára gamall. Þá þegar þótti frammistaða hans með af- brigðum góð, svo góð, að sfðan hefir hann verið fastur leikmaður með Ips- wich, liðinu, sem nú berst á toppi fyrstu deildar. Fljót- lega kom Álf Ramsey auga á hæfileika þessa unga manns, og valdi hann f lið Englands undir 23 ára. Sá leikur var gegn Wales, og það þótti mikil djörfung hjá Ramsey að velja leikmann, sem aðeins hafði sextán leiki að baki með 1. deildar liði. En Beattie tók af allan vafa um ágæti sitt f þessum leik. Peter Morris, fyrrum sam- herji Beatties, nú hjá Nor- wich, hafði eftirfarandi um hann að segja: Þessi stórkostlegi sóknar- og varnarleikmaður, sem auk þess er einn bezti skalla- maður á Englandi, iætur aldrei deigan sfga, gefst aldrei upp. Þetta ásamt tækni hans hefir gert hann einn allra snjallasta knatt- spyrnumann, sem England á og hefir átt.— Við skulum ljúka kynn- ingu þessa snjalla knatt- spyrnumanns með orðum fé- laga hans úr Ipswich, sem sagði: — Margir andstæð- inga Englands munu fagna þvf, að æska hans og skortur á reynslu halda honum utan enska~Iandsliðsins enn um sinn. — — Enska knattspyrnan — stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.