Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 25 Um 100.000 sovézkir Gyðingar hafa flutzt frá Sovétrfkjunum frá því árið 1970. hefur ekki almennt orðið tilefni heitra rökræðna um siðferðilegt réttmæti þess að verzla með frelsi fólks. Hér áður fyrr þótti svo sem sjálfsagt að kaupa mönnum frelsi og í þessu tilfelli eru ákaflega margir á þeirri skoðun, að tilgang- urinn helgi meðalið, menn hafa frekar rætt hver áhrif þess verði á samskipti stórveldanna en að þeim þyki ógeðfellt og illt að horf- ast í augu við að slík viðskipti skuli ennþá koma til greina í menningarlöndum. Economist segir m.a. um hina siðferðilegu hlið málsins: „Rússar eru harðir samninga- menn. Það verða andstæðingar þeirra líka að vera. Það kann að þykja ógeðfellt, að Bandarikja- menn skuli hafa lagt rússneskar manneskjur á vogarskál á móti eigin fé og varningi, en slíkt er ekki hægt að setja fyrir sig, þegar markmiðið er að fá hörkuleg stjórnvöld til að meðhöndla þegna sína af meiri mannúð og aðlagast reglum siðmenningarinnar um framferði á alþjóðavettvangi. Meginatriði samkomulagsins, sem frá var skýrt 18. októ- ber sl. var, aó í staðinn fyr- ir tilslakanir á viðskiptum af háifu Bandaríkjanna skyldi Brezhnev leyfa, að slak- að yrði dálítið á þeim hraka- legu aðgerðum, sem Sovétmenn beita til að koma í veg fyrir að fólk flytjist úr landi, sérstaklega gegn sovézkum Gyðingum. Standi hann við orð sín, verða nokkrar sundraðar fjölskyldur sameinað- ar, nokkrar kæfðar sálir fá tæki- færi til að anda frjálst og bundinn verður endi á ofsóknir er markast af hefnigirni. Þetta er þess virði, að Bandaríkin greiói það þvi verði að selja Sovétmönnum grjón og veita þeim viðskiptalán. Jackson öldungadeildarþingmaður og samherjar hans á þingi hafa rétti- lega beitt þessu agni fyrir Sovét- stjórnina til þess að fá hana til að sýna einhverja viðleitni til að auka ferðafrelsi um landamærin, — sem hún segist vilja stuðla að, en hefur gert sitt ftrasta til að hindra.“ En nú er spurningin, hvort — og í hverjum mæli — aukast muni á næstunni umsóknir um að flytjast frá Sovétríkjunum. Frá samkomulaginu hefur ekki verið skýrt innan Sovétríkj- anna — þar hafa menn ekki heyrt annað opinberlega en ræðu Brezhnevs á dögunum. Þess má þó vænta, að fréttin berist fljótt; m.a. frá þeim, sem hafa bréfaskipti við útlönd og þeim, sem heyra fréttaflutning erlendra útvarpsstöðva, — og verði raunin sú, að Gyóingum veitist auðveldara en áður að flytjast úr landi, má búast við að aðrir komi á eftir, svo sem Ukrainumenn; Þjóðverjar, Armenar, Eistlendingar, Lettar og Lithauar. Ekki fjöldinn sem öllu skiptir? Gyðingar í Moskvu eru sagðir taka samkomulaginu með efa- blandinni ánægju, þeir trúa tæp- ast fyrr en þeir taka á. International Herald Tribune sagði á dögunum í frétt frá Moskvu, að þar væri nú mjög um það rætt, hversu margir myndu óska eftir brottfararleyfi. Látnar hefðu verið uppi efasemdir um, að tala þéirra, sem óskuðu brott- flutnings, næði 60.000 á ári. Und- anfarið hafa flutzt frá Sovétrikj- Framhald á bls. 39 afleit áhrif á samskipti ríkjanna. i bréfi Kissingers sagði einung- is, að Sovétstjórnin hefði full- vissaó sig um, að hætt yrði ofsókn- um og refsiaðgerðum gegn þeim, sem sæktu um leyfi til að flytjast frá Sovétríkjunum — en það eru fyrst og fremst Gyðingar — svo og, að fjöldi útflytjenda mundi tafarlaust byrja að aukast frá þvi sem vérið hefói 1973 — og halda áfram að aukast í samræmi við fjölda umsókna um brottfarar- leyfi. í svarbréfi Jacksóns sagði, að hann skildi þetta samkomulag svo, að allt að því 60.000 manns yrði leýft að flytjast frá Sovétríkj- unum á þessu ári í stað 35.000 á árinu 1973. Þessum skilnigi mót- mælti blaðafulltrúi Hvíta hússins fljótlega og benti á að hvorki í loforðum Sovétstjórnarinnar né bréfi Kissingers hefðu neinar töl- ur verið tilgreindar. Jackson sagð- ist hins vegar láta sér það Iynda, þar sem gert væri ráð fyrir því i frumvarpinu um Sovétviðskipt- in, að þingið gæti afnumið „beztu- kjörin“ eftir hálft annað ár,. ef það teldi Sovétstjórnina ekki hafa staðið við sinn hluta samkomu- lagsins. Óski forsetinn eftir endurnýjun til lengri tima, þarf hann samþykki þingsins frá ári til árs. Sovétstjórnin fær sem sagt þennan reynslutima og má telja fullvist, að frumvarpið verði sam- þykkt óbreytt, þegar þing kemur saman 18. nóvember nk. Tvær flugur f einu höggi? Mál þetta er einkar forvitnilegt fyrir margra hluta sakir. Sovét- stjórnin hefur lagt mikið kapp á að fá beztu viðskiptakjör, sem Bandaríkin veita vinveittum, er- lendum rikjum og hafa menn velt fyrir sér hvers vegna. Brezka vikuritið Economist telur það fyrst og fremst metnaóarmál þvi að útflutningur Sovétrikjanna til Bandaríkjanna sé ekki svo mikill, að tollar skipti þar verulegu máli. Þó eiga lánakjör i Bandarikjun- um nokkurn þátt í þessum áhuga; Sovétmenn þarfnast ýmiss konar háþróaðs tæknivarnings frá Bandaríkjunum og er æskilegt fyrir þá að fá hann með sem hag- stæðustum greiðsluskilmálum. Nú hafá þeir jafnframt fengið grænt ljós fyrir afhendingu 2.2 milljón lesta af hveiti (höfðu sam- ið um 3.2 milljónir). Óljóst er eftir sem áður hvers vegna Sovétstjórnin vill kaupa þessi kjör því verði að heimila aukinn útflutning fólks frá Sovét- rikjunum. Hugsanlega er henni ekki svo mjög á móti skapi að losna við þetta fólk, sem sáir óánægju i kringum sig og hefur oft orðið að hálfgerðum píslar- vottum vegna ofsókna stjórn- valda, ef hægt er að hafa af því verulegan hag i leiðinni, slá tvær f lugur i einu höggi. Það er athyglisvert, að sam- komulae Kissineers og Brezbnevs Persónulegur sigur fyrir J ackson Helzti forvígismaður þess á þingi, að Sovétmönnum voru sett skilyrði fyrir umræddum við- skiptakjörum, hefur frá upphafi verið öldungadeildarþingmaður- inn Henry Jackson frá Washing- ton — nú talinn eitt líklegasta forsetaefni demókrata í forseta- kosningunum 1976 — og er málið í heild mikill persónulegur sigur Þeir haf a sýnilega gaman af þvf, þessir tveir, að hafa ráð og örlög fólk í höndum sér. — ekki gjöf, færð 60.000 einstaklingum á ári „MARKMIÐIÐ er, að allir hafi frelsi til að fara — og koma aftur, ef þeir kæra sig um; það skiptir miklu máli, að menn geti snúið aftur... þá fyrst er hægt að tala um að fólk sé frjálst, þegar það hefur valfrelsi; þá fyrst hefur orðið á umtalsverð breyting. Val- frelsi ætti að vera réttur allra, ekki gjöf, sem færð er 60.000 ein- staklingum á ári... þessi tilslök- un Sovétstjórnarinnar er ákaf- lega lftill skerfur — og hann er hvenær sem er hægt að taka aft- ur.“ Þetta var i stuttu máli skoóun sovézka kjarneðlisfræðingsins, Andreis Zakharovs, á því óskrif- aða samkomulagi, sem dr. Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði við Sovét- stjórnina á dögunum um, að hún mundi hér eftir afgreiða með meiri lipurð en áður umsóknir Sovétborgara, sem óskuðu eftir að flytjast að heiman til annarra landa og hætta að ofsækja þá heima fyrir gegn því, að bandaríska þing- ið samþykkti að Sovétrik- in fengju að njóta svonefndra „beztu kjara“ í viðskiptum við Bandaríkin. Sakharov sagði sömu- leiðis, að nauðsyn bæri til þess, að Sovétstjórnin birti allar uppiýs- ingar um þá, sem fararleyfi fengju. „Ég vona, sagði hann, að þessi samningur leiði til þess, að slakað verði á böndunum í Sovét- ríkjunum, en við verðum að fara að öllu með gát, þvi að við getum misst þetta hvenær sem er. Þetta verður að vera bundið i lögum.“ Á mál þetta er að nokkru leyti litið sem 'merki um aukin völd bandariska þingsins gagnvart for- setavaldinu og þaó er talið sýna hversu miklu samningsliprari Gerald Ford forseti ætli að veróa í samskiptum sínum við þingið en fyrirrennari hans. Sömuleióis líta margir á þetta sem vísbendingu um, að Kissinger verði ekki eins einráður um mótun utanríkis- stefnu Bandaríkjanna og hann hefur undanfarið verið, enda þótt þessi málamiðlun sé í raun og veru hans verk. Kissinger var ákaflega andvígur því, að Sovét- stjórninni væru sett ofangreind skilyrói; hann taldi, að þau gætu tafið fyrir batnandi samskiptum Sovétrikjanna og Bandarikjanna, sem er honum mikið hjartans mál. Afstaða hans var sú, að Bandaríkjamenn ættu ekki að setja skilyrði í milliríkjaviðskipt- um, sem talizt gætu afskipti af innanrikismálum viðkomandi rikja. Lengi naut þessi skoðun hans verulegs stuðnings í banda- ríska þinginu — en eftir að ijóstrað var upp afskiptum hans af Chile á sinum tíma og hlutdeild bandarisku leyniþjónustunnar í því að grafa undan Allende, fyrr- um forseta þar, lokuðu æ fleiri eyrunum fyrir röksemdafærslu utanríkisráðherrans. Sovézki listdansarinn, Valery Panov, sem er Gyðingur, og kona hans Galina, sem er rússnesk, eru meðal þeirra mörgu, sem sætt hafa ofsóknum og atvinnumissi eftir að hafa sótt um leyfi til að flytjast til tsraels. Þau fengu loks brottfararleyfi sl. sumar eftir margftrekaðar áskoranir lista- og menntamanna á Vesturlöndum. fyrir hann. En hann hefur notið heilshugar stuðnings ýmissa áhrifamanna úr báðum flokkum, svo sem Jacobs Javits, öldunga deildarþingmanns repúblikana frá New York, og fulltrúadeildar- þingmannsins Charles Vaniks, sem er demókrati frá Ohio. Endanlega var út um málið gert með bréfaskiptum milli Kissing- ers og Jacksons eftir erfiðar samningaviðræður, þar sem Kiss- inger var jöfnum höhdum i sam- bandi við Kreml og Capitol. Jack- son fagnaði úrslitunum sem „sögulegum atburði.“ Hann taldi sig hafa fengið nægilega trygg- ingu af Kissingers hálfu fyrir þvi, að Sovétstjórnin stæði við þessa samninga og myndi leyfa a.m.k. 60.000 Gyðingum að flytjast til Israels í ár, enda þótt hún hafi hvergi látið neinar tölur uppi skriflega — og Leonid Brezhne'v, leiðtogi sovézka kommúnista- flokksins hafi lýst því yfir, rétt áður en skýrt var frá samkomu- laginu, að þau skilyrði, sem bandarískir þingmenn settu við- skintnm viA ,Qov4trilfin aíntn haft Að verzla með frelsi fólks: Valfrelsi ættí að vera réttur allra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.