Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 Sjávarútvegsráðherra á Varðarfundi: Útfærsla landhelgi í stefnuyf irlýsingu ríkisstjórnar- innar segir: „Rlkisstjórnin mun fylgja fram ályktun Alþingis frá 15. feb. 1972 um útfærslu landhelginn- ar I 50 sjómllur. Stefna rikisstjórnar- innar er að færa fiskveiðilandhelgi jslands út i 200 sjómílur á árinu 1975 og hefja þegar raunhæfan undirbúning þeirrar útfærslu, jafn- framt verði lögð áherzla á nauðsyn- lega friðun fiskimiða og fiskistofna með skynsamlega nýtingu veiði- svæða fyrir augum." Þótt útfærsla fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómílur að ári krefjast vandlegs undirbún- ings, þá er Ijóst að hún verður raun- hæf. Það er álit fulltrúa flestra þeirra þjóða, er þátt taka i hafróttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, að henni muni Ijúka á næsta ári og þá verði m.a. ákveðin 200 milna efna- hagslögsaga sem alþjóðleg regla. Samningar þeir, sem þegar hafa ver- ið gerðir við Norðmenn og Færey- inga munu sjálfkrafa og snurðulaust gilda i hinni nýju 200 milna fisk- veiðilandhelgi þangað til annað er ákveðið. Bráðabirgðasamkomulag, sem gert var til tveggja ára milli rikisstjórna Islands og Bretlands um veiðar brezkra togara milli 12 og 50 milna markanna fellur úr gildi 13. Verndun fiskistofna og velmegun þjóðarinnar tvær hliðar sama hlutar Sl. laugardag birtist i Morgunblaðinu fyrri hluti ræðu þeirrar, er Matthías Bjarnason ráðherra flutti á aðalfundi Varðar. Fjallaði sá hluti ræð- unnar um heilbrigðismál og tryggingamál. Síðari hlutinn sem helgaður var útfærslu landhelginnar og málefnum útgerðar og fiskvinnslu fer hér á eftir: nóv. 1975. Sama er að segja um samkomulag íslands og Belglu um heimild fyrir belgísk fiskiskip til tak- markaðra veiða milli 12—50 mflna markanna, sem gert var 7. sept. 1 972 og endurnýjað var á sl. vetri. Þá er þess að geta, að Bretar veiða lltið utan 50 mllna markanna og Belgar ekki neitt. Vestur-Þjóðverjar veiða nokkuð utan 50 mllna mark- anna. Við þá hafa samningar ekki náðst ennþá. Nú nýlega fór em- bættismannanefnd til Bonn til við- ræðna við Vestur-Þjóðverja um þessi mál, -og nú hefur sú nefnd skilað I Árg. Tegund Verð í þús. 74 Bronco V-8 985 74 Escort 500 74 Comet Custom 950 74 Morris Marina Station 640 74 Ford LTD Brougham 1.300 74 Peugeot 404 825 73 Opel Station 720 73 Comet 4d. 875 73 Pontiac Grand Am. 1.240 73 Mazda 1 300 500 72 Cortina 1 300 380 71 Thunderbird 1 100 71 Wagoneer 695 69 Ford 1 7M Station 315 69 Ford 20M 350 68 Ford 1 5M 220 68 Cortina 180 61 Mercedes Benz 230 72 Volga 380 FORD SVEINN EGILSSON HF FORO HUSINU SKEIFUNNI 17 SIMI 85100 skýrslu um ferð slna. Hún hafði mjög náið samband bæði við forsætisráð- herra, utanrlkisráðherra og sjávarút- vegsráðherra á meðan hún var ytra, og nú er þessi skýrsla til athugunar hjá rlkisstjórninni. Niðurstöður Haagdómstólsins breyta afstöðu islendinga I engu. enda teljum við okkur ekki bundna af niðurstöðum dómsins. Skal llka bent á, að þótt dómurinn tali um sögulegan rétt Breta og VestusÞjóð- verja og hvetji til samninga, þá telur hann útfærslu fiskveiðilögsögunnar ekki ólöglega að alþjóðalögum. Af þessum ástæðum er Ijóst, að út- færsla fiskveiðilögsögunnar að ári verður raunhæf. En hún krefst vand- legs undirbúnings, m.a. sérfræðilegs undirbúnings. T.d. er enn óljóst um ýmis atriði varðandi markallnur milli landa eða eyja, sem óbyggðar eru eða lltt eru byggðar, en þessi mál skýrast á framhaldsfundi hafréttar- ráðstefnunnar I Genf, sem á að hefjast 17. marz á næsta ári. Út- færsla fiskveiðilandhelginnar I 200 sjómllur verður mikill fengur fyrir okkur íslendinga, þar sem mikið af fiski heldur sig utan 50 sjómlina, en innan væntanlegra 200 sjómllna marka. Útfærsla fiskveiðilögsög- unnar I 200 sjómílur er lokamarkið I þeirri viðleitni og stefnu fslendinga, sem þegar var mörkuð með land- grunnslögunum frá 1948. og loka- sigur I baráttunni fyrir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Eins og ég sagði áðan munu aðgerðir okkar I sambandi við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar byggjast m.a. á niðurstöðu hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, en búizt er við, að alþjóðleg heildarlausn fáist af hafréttarmálum á næsta ári. HafréttarráSstefnan Svo sem kunnugt er, er meirihluti rlkja heims eindregið fylgjandi óskertri 200 mllna efnahagslögsögu, og það eru yfirgnæfandi líkur fyrir, að a.m.k. % rlkja heims muni sam- þykkja slíka lögsögu, en þó með einhverjum fyrirvara. Á hafréttarráð- Sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra, Matthías Bjarnason og Matthías Mathiesen. stefnunni I Genf I vor munu ýmis rlki sækja fast að fá umþóttunartfma eftir að ákveðið hefur verið vlðari lögsaga en áður. Þær þjóðir sem veiðar stunda á fjarlægum miðum krefjast bæði sögulegs réttar innan væntanlegrar 200 mflna efnahags- lögsögu og umþóttunartfma. Svo verða og væntanlega uppi háværar kröfur um skyldu strandrfkja til að afhenda utanaðkomandi þjóðum það fiskimagn, er strandrlkið nýtir ekki, og um gerðardóm I deilum um slfka skyldu. Verður það eitt höfuðverk- efni Islenzku sendinefndarinnar á hafréttarráðstefnunni að reyna að afstýra þvl að sllkar kröfur nái fram að ganga. Á Genfarfundinum verður reynt að komast að samkomulagi sem vænt- anlega getur aðeins orðið heildar- lausn I einu lagi. Ekki er talið tryggt, að sú lausn náist á þessum fundi I Genf, heldur verði niðurstaða fyrst fengin I Caracas að sumri. Stefna Islenzku sendinefndarinnar verður I höfuðdráttum sú að styðja 1 2 mllna landhelgi og 200 mílna efnahagslög- sögu og siglingafrelsi innan hennar. Þá munu íslendingar vafalaust verða fylgjandi þvl að alþjóða hafsbotns- svæðið lúti sterkri stjórn og að milli- vegur verði farinn varðandi yfirráð strandrfkja á hafsbotni utan 200 mllna efnahagslögsögu. Þá eru fs- lendingar fylgjandi samvinnu um verndun fiskistofna á hafinu utan lögsögu strandrfkja og að sem vlð- tækastar og markvissastar reglur til , varnar mengun verði settar. Náist ekki heildarsamkomulag á hafréttar- ráðstefnunni, sem óllklegt verður að teljast. mundi það verða mjög mikil- vægt fyrir okkur fslendinga að fá skjalfestan stuðning sem flestra rfkja við vfðtæka lögsögu strandrlkis. Sendinefnd fslands á ráðstefnunni muni þá stefna að þvl, og á þann hátt styrkja grundvöll fyrir einhliða aðgerðir, ef svo illa skyldi til takast. Viðskipti við tvö stórveldi Sala sjávarafurða Viðskrptin við Bandarlkin hafa gengið mjög vel á undanförnum árum, þangað til verðfall varð þar I lok sl. árs eða I byrjun þessa árs. Það hafði I för með sér minnkandi sölu á fiski til Bandarlkjanna. Ástæðurnar fyrir þessu eru þær, að fiskneyzla hefur farið minnkandi I Bandarlkjun- um samfara þvl að fiskinnflutningur til Bandarlkjanna hefur aukizt veru- lega frá nokkrum öðrum fiskveiði- þjóðum, og þá nefni ég sérstaklega S-Kóreu og Japan, en þaðan hefur innflutningurinn aukizt verulega að magni til. Þegar viðskiptin við Ráðstjórnar- rlkin hófust voru þau á jafnræðis- grundvelli eða á vöruskiptagrund- velli, en þar hefur orðið, eins og þið hafið heyrt nú undanfarna daga, geigvænleg breyting. Rússar hafa ekki aukið kaup á afurðum frá okkur, samhliða þvl að verðlag hefur ekki hækkað heldur aðeins lækkað. AT\mm atv Verkamenn óskast Aðalbraut h. f. Síðumúla 8 Sími 81 700. Skrifstofustjóri Kaupfélag ísfirðinga óskar að ráða skrif- stofustjóra. Starfið krefst góðrar bók- haldsþekkingar og reynslu í almennum viðskiptum. Bókhalds- og verzlunar- menntun skilyrði. Umsókum skal skila fyrir 10. þ.m. til Gunnars Grímssonar, Sambandshúsinu, Reykjavík, eða kaup- félagsstjóra Kaupfélags ísfirðinga, sem jafnframt veita upplýsingar um starfið. Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði. Hjúkrunarkonur Sjúkrahús Akranes óskar að ráða hjúkrunarkonur. Uppl. gefur forstöðu- kona í síma 93-231 1. Afgreiðslumaður Viljum ráða afgreiðslumann, helzt strax. Málning og Járnvörur, Laugavegi 23. Vélritun o.fl. Stúlka vön vélritun og alm. skrifstofu- störfum óskar eftir vinnu fyrir hádegi. Vinna í verslun o.fl. kemur vel til greina. Tilboð sendist Mbl. fyrir 9. nóv. merkt. „8755 eða uppl. í síma 1 1 345. Afgreiðslustarf Stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þeg- ar. Vaktavinna. Uppl. í síma 16513 kl. 2—6 í dag. Brauðborg, Njálsgötu 1 12. Kona með Samvinnuskólapróf óskar eftir atvinnu, helzt í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 53309. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.