Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÖVEMBER 1974 Steinunn B. Schram frá Siglufírði - Mmning Hinn 11. f.m. andaðist að elli- heimilinu Grund í Reykjavík frú Steinunn B. Schram fyrrum hús- freyja í Siglufirði. Hún var fædd að Ríp í Hegra- nesi 25. febrúar 1888. Foreldrar hennar voru Björn Friðriksson Schram, ættaður frá Skagaströnd og kona hans María Jónsdóttir. Attu þau auk Steinunnar aðra dóttur, Sigríði, og einn son, Pál. Bjuggu þau systkinin öll lengi f Siglufirði og voru þar vel metnir borgarar. Steinunn Schram giftist Dúa Stefánssyni, ungum Skagfirðingi, árið 1914. Bjuggu þau um tíma f Fljótum, fluttu síðar til Ólafs- fjarðar, þar bjuggu þau í tvö ár, en héldu þá til Sigiuf jarðar. Á öðrum og þriðja tug þessarar aldar og síðar óx íbúatala Siglu- fjarðar allverulega. Fólk víðs vegar að af landinu hélt þangað í leit að hagsæld og hamingju. Sumt af þessu fólki kom að vori og kvaddi eftir eitt eða tvö ár, aðrir undu hag sinum svo vel i þessum þrönga f jallaf irði, að þeir tóku ástfóstri við staðinn og bjuggu þar meðan líf og heilsa leyfði. Meðal þessa fólks voru Stein- unn og Dúi og í fylgd með þeim var einkabarn þeirra, Björn, er þau eignuðust í Ölafsfirði. Ég hef áður látið það í ljós á prenti, að ég tel, að það haf i verið mikið lán fyrir Siglufjörð, hve mikið af dugandi, heiðarlegu og skemmtilegu fólki fluttist þangað á nefndum áruni. Til þessa fólks má tvímælalaust telja Steinunni og Dúa Stef ánsson verkstjóra. Hann var gæddur ein- stakri hljómlistar- og kímnigáfu. t Móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA LÁRUSDÓTTIR. andaðistá Landakotsspítala, sunnudaginn 3 nóvember. Birgir Thorberg. Stefanía Magnúsdóttir. Sæunn Þorvaldsdóttir. Sigurður Þorsteinsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. ANINETHORSTENSEN, lézt að Elliheimilinu Grund að kvöldi föstudagsins 1 nóvember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8.1 1. kl. 1 3.30. Blóm afþökkuð, en þeim sem víldu minnast hennar er vinsamlegast bent á að láta Elliheimilið Grund njóta þess. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, JÓN ANDRÉSSON vélstjóri. Merkurgötu 7, Hafnarfirði. andaðist sunnudaginn 3. nóvember I Jósefssystraspítala Hafnarfirði. Rebekka Ingvarsdóttir og börn. t Eiginmaður minn JÓNAS VALDIMARSSON Seljavegi 31 lézt í Landakotsspítala 2. nóvember. Kristbjörg Þóroddsdóttir t Systir okkar, ÞÓRLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR. Tjarnarbraut 21, Hafnarfirði, verður jarðsett frá Þjóðkirjunni I Hafnarfirði þriðjudaginn 5. nóvember kl. 2e.h. Fyrir hönd vandamanna, Þóra Kristjánsdóttir, Haraldur Kristjánsson. t Útför mannsins míns, föður okkar, og terigdaföður MAGNÚSAR SCH. THORSTEINSSON, forstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 6. nóv. kl. 1 4.00 Þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á að láta Blíndravinafélagið eða aðrar líknarstofnanir njóta þess Sigflður Briem Thorsteinsson, Davfð Sch. Thorsteinsson, Stefanía Sch. Thorsteinsson, Gyða Bergs. Jón H. Bergs, Erla Sch. Thorsteinsson, Ólafur H. Pálsson, Gunnar Sch. Thorsteinsson, Áslaug Björnsdóttir, Hilmar Foss, Guðrún Foss. Var hann einn af stofnendum Karlakórsins Vísis. Steinunn var hin prúða húsfreyja, sem öllum vildi gott gera og var hvers manna hugljúfi. I rúman áratug lék allt í lyndi á heimili þeirra í Siglufirði, en hús sitt reistu þau norðarlega við Grundargötu. Um mitt sumar 1931 andaðist Dúi Stefánsson, nokkrum dögum eftir að einka- sonurinn var fermdur. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Björn Dúason r,eyndist móður sinni þá og síðar góður sonur og dró það úr þeim harmi, er Stein- unn var Iostin við lát manns síns. Á heimili hennar bjó jafnan Sigriður, systir hennar, eða allt þar til þær systur fluttust til Reykjavíkur. Með þeim systrum var einstakur kærleikur. Ef tir lát manns síns réðst Stein- unn Schram til Siglufjarðarkaup- staðar, fyrst sem aðstoðarmaður framfærslufulltrúa og síðar sem einskonar framfærslufulltrúi, þó aldrei bæri hún það heiti. Hún var sérstaklega samvizkusöm. Starfið var vandasamt og ólíkt flestum öðrum stórfum. Hún gætti hófs og sparnaðar i hví- vetna, en reyndi þó að gera þá ánægða, er hjálpar þurftu með. Eftir að Steinunn fluttist til Reykjavíkur, heimsótti ég hana stundum, þó alltof sjaldan, á elli- heimilið Grund. Strax barst talið að Siglufjarðardögum hennar, til þess staðar bar hún einstaka tryggð. Hún ræddi fyrst og fremst um sólskinsstundirnar þar, þegar allt lék í lyndi, nóg var að gera, — hitt virtist vart umtalsvert. Þó fékk hún sinn skammt af ástvina- missi og erfiðleikum. Hún mat mikils kærleika barnabarna sinna og annarra úr fjölskyldunni, sem heimsóttu hana á Grund og glöddu hana á marga vegu. Hún minntist einnig með þakk- læti allrar þeirrar umönnunar, er hún og Sigriður systir hennar nutu á Grund hjá forstöðumanni þess þjóðþrifafyrirtækis og starf s- fólki öllu. Utför Steinunnar B. Schram var gerð mánudaginn 21. f.m. frá Fossvogskirkju. Þar var kvödd mæt kona, sem vissi hvað lifið var. Hún óttaðist þó ekkert, en treysti guði sfnum, hún hefur nú stýrt sínu fleyi heilu í höfn. Blessuð sé hennar minning. Syni hennar, öðrum niðjum hennar og tengdafólki sendum við hjónin innilegustu samúðarkveðjur. Jón Kjartansson Þórlaug Kristjánsdóttir — Minningarorð Fædd 7. október 1896 Dáin 29. október 1974 1 dag er til moldar borin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði móð- ursystir mín, Þórlaug Kristjáns- dóttir, sem fædd var í Bygggarði á Seltjarnarnesi. Hún var ein af níu börnum þeirra hjóna Pálínu Ægilsdóttur og Kristjáns Guðna- sonar, sjómanns í Hafnarfirði, sem upp komust. Þann 16. okt. sl. var Guðrún systir Þórlaugar jarðsett, og nú tæpum 3 vikum síðar er hennar útför gerð frá sömu kirkju. Eftir lifa aðeins þrjú af þessum syst- kinum, ein systir og tveir bræður. Létt í lund og frískleg var hún alla tíð. Þannig var hún einnig daginn sem hún hneig niður. For- sjónin var henni svo mild að lofa henni að sofna áhyggju- og þján- ingalaust. Undanfarið hafði hún þurft að horfa upp á hina þungu legu Guðrúnar systur sinnar, sem hún tók mjög nærri sér. Veit ég að ef hún hefði sjálf mátt ráða hefði hún óskað sér að fá svona hægt andlát. Þórlaug giftist aldrei, en son eignaðist hún árið 1919 Sigurð J. — Valfrelsi Framhaldaf bls.25 unum um 2000 manns á mánuði — sem er 50% minna en á árinu 1973. Ekki eru allir á einu máli um ástæðuna. Sumir halda því fram, að útflytjendum hafi fækk- að svo vegna tregðu Sovétstjórn- arinnar að veita brottfararleyfi, m.a. vegna umræðnanna í banda- ríska þinginu. Aðrir halda því fram, að umsóknum hafi fækkað. Það leiðir hugann að væntan- legri framkvæmd samkomulags Kissingers og Brezhnevs. Hver á að fylgjast með fjölda umsókna? Þess er ekki getið í fréttaskrifum, að Bandaríkjastjórn hafi fengið heimild til að telja umsóknirnar, sem berast skriffinnskubákninu í Kreml. Hugsanlega geta hin ýmsu samtök Gyðinga og annarra haft eftirlit með fjölda þeirra, en þá verður spurning, hvort tölum þeirra og stjórnvalda ber saman og hverjum verður trúað. Ekki er vitað með vissu hve margar um- sóknar um brottfararleyfi liggja nú fyrir. Economist telur að þær séu 120—140.000. Forystumenn Gyðinga i Moskvu halda því fram, að sögn Herald Tribune, að ekki verði nein vand- kvæði á því að fylla kvóta Jack- sons fyrstu eitt til tvö árin a.m.k. en jafnframt leggja þeir áherzlu á að það sé ekki fjöldinn, sem öllu máli skipti, heldur meðhöndlan stjórnvalda á einstökum umsókn- um, sérstaklega umsóknum menntamanna og listamanna, sem hafa átt i mestum erfiðleikum með að fá leyfi og sætt hvers kyns ofsóknum eftir að þeir hafa sótt um það, m.a. tíðast verið sviptir lifibrauði sínu, atvinnunni heima fyrir. Karl Smári Magnús- son — Minning Það er ætíð sárt fyrir aðstand- endur og vini að horfa á eftir ungmenni, sem er hrifið á brott í | upphaf i manndómsskeiffs síns. En það er engu síður blóðtaka fyrir okkar fámennu þjóð að missa ungan son. Ekki sizt, þegar um efnilegan atorkumann er að ræða, eins og Karl Magnússon var. Ég kynntist honum í bernsku og strax þá hafði hann það einkenni, sem alltaf fylgdi honum; óvenju- legt lífsþrek og kjark. Þvi fylgdi líka glaðlyndi, sem smitaði út frá sér. Hvar sem hann fór um, skildi hann eftir ferskan blæ lífs og atorku. Enda var hann vinsæll með fá- dæmum, jafnt á vinnustað sem annars staðar, því að þött hann væri skapstór, lét hann það ekki bitna á neinum, öðru nær, góðvild hans og hjálpsemi voru slík, að ég man ekki eftir bónbetri manni. Eg veit að hver einasti, sá sem kynntist Karli, tekur undir þessi orð mín og þótt sterkar væri að orði kveðið. Það er því skylda okkar að varðveita minningu hans sem trausts og góðs manns. Heiðruð sé minning hans. Vínarborg 21.10. '74. Már Magnússon. Blaðið hefur eftir ungum lif- fræðingi, Alexander Goldfarb, að nú verði meðferð stjórnvalda á umsóknum þessa fólks, hinna svo- nefdu „refusniks" beðið með eft- irvæntingu. Og fái þeir að fara fljótlega megi búast við skriðu umsókna. Goldfarb er þeirrar skoðunar, að 10% Gyðinga i Sovétrikjunum vilji fara úr landi eða rúmlega 200.000 manns. Frá því árið 1970 hafa um 100.000 Gyðingar flutzt frá Sovét- rikjunum; 15.000 fóru árið 1971, 30.000 árið 1972, 35.000 árið 1973 og nærri 20.000 hafa farið I ár. Flestir hafa farið til ísraels, en vitað er, að um 2000 sovézkir Gyð- ingar hafa síðan flutzt þaðan aft- ur til annarra landa. Ný von um árangur af öryggismálaráðstefnunni Standi Sovétstjórnin við sinn hluta af samkomulaginu við Kiss- inger, má búast við, að það hafi einnig áhrif utan Sovétríkjanna og þau e.t.v. ekki svo litil, m.a. á öryggismálaráðstefnu Evrópu. Samningamenn Vesturveldanna á þeirri ráðstefnu hafa mánuðum saman leitast við að fá Rússa til að standa í verki við samkomulag þjóðanna 35, sem að ráðstefnunni standa, um að stuðla að auknum samskiptum og frjálsari ferðalög- um og upplýsingastreymi milli Evrópuríkjanna. Til þess hafa menn ekki eygt nein merki tilslök- unar af sovézkri hálfu, þvert á móti, Sovétstjórnin hefur haldið fast við sína gömlu afstöðu að torvelda hvers konar samskipti. Breytt afstaða til þeirra, sem óska að flytjast frá Sovétrikjunum, gæti gefið nýjar vonir um ein- hvern árangur af viðræðunum i Genf. Sovétstjórninni er sjálfri mjög i mun, að ráðstefnunni ljúki með pomp og pragt, leiðtogaf undi allra þátttökuríkjanna — en það virðist ekki sizt undir henni sjálfri komið hvort af því getur orðið. í öllu þessu f elst nokkur áhætta fyrir Sovétstjórnina — ekki sizt Leonid Brezhnev, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins. Raunar sýnist málið margfalt hættuspil fyrir hann persónulega, því það er einróma mat stjórn- málafréttaritara, að hann standi og falli heima fyrir með þeim árangri, sem bætt samskipti við Bandarikin og Vesturveldin í heild hafa i för með sér. Takist illa tii fá andstæðingar hans heima fyrir á honum höggstað. Það skiptir Brezhnev því eðlilega miklu máli að hitta Gerald Ford, forseta Bandaríkjanna, sem fyrst til þess að ganga sjálf ur úr skugga um, að hann veðji þar á ekki verri hest en Richard Nixon. (mbj. tók saman) jSU*- . Helgason hf. SWNIDJA ílnhöli; 4 Símar U677 oa U1S4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.