Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 31 Jóhannsson. Unnusti hennar fór til Kanada skömmu eftir að drengurinn fæddist. Þegar hún frétti að þar hefði hann kvænst og stofnað heimili nokkru síðar, vissi hún að ein yrði hún að sjá fyrir drengnum sínum. Hún bjó með móður sinni og tveim systkinum. Friðbjörgu og Haraldi. Þar ólst sonur hennar upp þar til hann var 16 ára, þá fékk hann lungnabólgu og dó. Þetta var mesta áfallið i lífi Þórlaugar. Nokkrum árum áður hafði Friðbjörg systir hennar látist úr berklum, ung og glæsileg stúlka. Þegar Haraidur kvæntist voru þær Þórlaug og Pálína móðir þeirra systkina áfram á hans heimili. Árið 1940 fékk Pálfna slag og lá rúmföst í 10 ár og annaðist Þórlaug móður sina í hennar erfiðu veikindum af sér- stakri fórnfýsi öll þessi ár, þar til hún lést árið 1950 í hárri elli. Eftir að Þórlaug missti Sigurð son sinn beindist öll hennar um- hyggja og hjartahlýja að okkur systkinabörnum hennar og þá einkum að börnum Ilaralds bróður hennar. Varð hún þeim sem önnur móðir og seinna þeirra börnum sem besta amma. Þau urðu augasteinar og eftirlæti hennar í ellinni. Við hin systkinabörnin nutum einnig umhyggju hennar og góð- vildar og leituðum til hennar þegar á móti blés. Hún tók líka þátt í gleði okkar á ánægjustundum. Þórlaug var mjög barngóð. Hún unni öllu ungviði. Allt laðaðist að henni. Það var henni þvi mikil gæfa að vera á heimili þar sem alltaf voru börn og unglingar. Alla ævi stundaði hún þjón- ustustörf, sem hún innti af hendi með sérstakri samviskusemi. Lengi vann hún á Hótel Borg, en sennilega kunni hún hvergi betur við sig en meðal unga fólksins á Gamla Stúdentagarðinum, en þar vann hún um 20 ára skeið. Alls staðar kom hún sér vel. Hennar hægláta og hlýja framkoma aflaði henni hvarvetna vina. Við systkinabörn hennar kveðj- um hana með þakklæti i huga. Margrét Jónsdóttir Björnson. Föngum sleppt Santiago, 1. nóvember. Reuter. 800 til 1000 vinstrisinnuðum föngum verður sleppt úr haldi f Chile f nóvember, að sögn flótta- mannanefndar Chile. Ritari nefndarinnar, Samuel Nalegach, sagði, að 8% yrðu rekn- ir úr landi en flestir hinna færu úr landi af fúsum vilja. Nánum samstarfsmönnum Allendes heit- ins forseta verður ekki sleppt. Opinberlega hefur verið til- kynnt, að um 340 vinstrisinnum hafi verið sleppt siðan 11. septem- ber. Rjúpnaveiði bönnuð EINS og kunnugt er hafa eigendur afréttarlanda í ölfusi bannað rjúpnaveiðar á Hellisheiði. I dag verður smalað á þessum slóðum og vill lögreglan á Selfossi benda rjúpnaskyttum á, að sérstaklega hart verði tekið á brotum við banni þessu nú um helgina. NECCHI SJÁLFVIRKAR SAUMAVÉLAR Heimsþekkt gæðavara" — íslenzkur leiðarvísir yerð: 27.550.— kr. Útsölustaðir víða um land. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 . Reykjavík Sími 8 46 70 Bjóðum nú dönsk kjólfót í öllum algengustu stœrðum,einnig vesti, slaufur og annað það, sem þeim fylgir. BÚÐIRNAR Herrahúsið Aðalstræti 4, Herrabúðin við Lækjartorg ndht 2. Þeir Flókí siglclu vestur yfir Breiðafjörð og tóku þar ian<b heitir Vátnsfjörður við Barðaströnd. f>6 ver fjörðurinn fultur aí velði* skep, og gáðú 0eir eigl fyrlr veiðum að fá hcyjanna, og 0ó últt kvikfé þeírra um vetur- fnn. Vor var hoidur katt. Þó gekk Flóki upp ó fjail oitt hótt og $ó norður yfir fjölUn fjörð full- an af hafisum; því költuðu þeir tandið Island sem það hefur siðón hfittið. (SturíubOk Landhómabókarj. numíð e-eím mönnum or siðar kómu út, þóttu hinír numfð hafa of viða land, er fyrrl kömu. en ó það sætti Haraldur konungur þá hlnn hárfagrí. að engi skyldl viðara nema on hann mættí etdi yfir fara á degi með skipverjum 3»num. Menn skyldu etd gera þá er sót vfcn I austri; þar skyldi gera aðra reykl, svo að hvera sfei fró öðrum; en þeir eltíar er gervir vóru þá er sól var I austri, skyldi brenna til naítur; siðan skyldu þeir gangá til þess er söl væri í vestrí. og gera þar aðra elda. (Hauksbók Lamfnámabókar). Veggskildir Einars Hákonarsonar, gerðir í tilefni ellefu alda íslands byggðar. Fallegir listmunir, sem prýða heimilíð og öðlast safngildi í senn. Veggskildir Einars Hákonarsonar kosta nú kr. 2.746. Fást í minjagripaverslunum um allt land. Þjódbááh 1. Flókt sigitíí þöðan tU færeyja og giftl þar dóttur sina; frá þenni var Þfóndur f Götu. Þaðan sigldi hann út f haf iheð hrafna þó þrjá, er hann háí5i blótað í Noregi. Og er hann lét lausan hinn fyrsta, f& só aftur um stafn; annar ffó i toft upp og íaftur lil skips; þriðji fió fram um stafn í þá áti er þeir fundu landið. (HauksPók Lóndnámabóltar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.