Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÖVEMBER 1974 H. C. Andersen Nýju fötin keisarans „Er það ekki fallegur vefnaður að tarna?“ sögðu báðir svikahrapparnir og útskýrðu fyrir honum mynstrið, sem ekkert var. „Heimskur er ég ekki,“ hugsaði maðurinn; „það er þá heldur hitt, að ég er óhæfur til að vera í þessu mínu góða embætti. Það þykir mér nú nokkuð skrítið, en á því má maður ekki láta bera.“ Hældi hann svo vefnaðinum, sem hann ekki sá, og vottaði vefurunum gleði sína yfir því, hvað litirnir væru fallegir og mynstrið prýðilegt. „Já, það er ljómandi gull,“ sagði hann við keisarann. Öllu borgarfólkinu varð tíðrætt mjög um þennan forláta vefnað, og vildi nú keisarinn sjálfur sjá hann, meðan hann væri enn á vefstólnum. Tók hann með sér heilan skara valdra manna og þar á meðal báða hina gömlu, skikkanlegu embættismenn, er áður höfðu verið sendir á fund bragðarefanna, sem nú voru að vefa í gríð og ergi, þó að ekki væri nokkur tætla á vefstólnum. HÖGGNI HREKKVÍSI Þú verður að viðurkenna ’ann er ofsa fær. „Já, er það ekki yfirtak?" sögðu báðir skikkanlegu embættismennirnir. „Þóknast yðar hátign að líta á? Hvílíkt mynstur, hvílíkir litir!“ Og bentu þeir um leið^ tóman vefstólinn, því að þeir héldu fyrir víst, að hinir mundu sjá vefnaðinn. „Hvað er þetta?“ hugsaði keisarinn með sér, „ég sé ekki neitt. Nikil skelfing! Er ég heimskur? Er ég óhæfur til að vera keisari? Það var það hræðilegasta, sem fyrir mig gat komið.“ „Ó, það er ofur fallegt,“ sagði hann, „ég hef á því mína allra hæstu velþókn- un.“ Hann kinkaði kolli ánægjulega og virti fyrir sér tóman vefstólinn. Hann vildi ekki láta uppi hið sanna, að hann sá ekki neitt. Allir, sem í föruneytis- flokknum voru, horfðu og horfðu, en urðu engu nær en allir hinir, en þeir sögðu eins og keisarinn: „Ó, það er ofurfallegt," og réðu honum til að fá sér fyrstur allra í föt úr þessum nýja dýrindis vefnaði til að vera í á skrúðgönguhátíð þeirri hinni miklu, er þá fór í hönd. „Það er prýðilegt, það er ljómandi, það er fyrirtak.“ sagði hver sem einn, og allir voru svo hjartanlega ánægðir með það. Keisarinn sæmdi svikahrappana hvorn um sig riddarakrossi til að festa í hnappagatið, og fylgdi þar með sú nafnbót, að þeir skyldu kallast hirðvefarar. Alla aðfararnótt skrúðgönguhátíðarinnar vöktu svikahrapparnir. Unnu þeir við ljós, og höföu kveikt á sextíu kertum. Þar gaf á að líta, hvað þeir kepptust við að geta orðið búnir með nýju fötin keisarans. Þeir létu sem þeir tækju fataefnið ofan af vefstóln- um, þeir klipptu út í loftið með stórum skærum, þeir saumuðu með tvinnalausum nálum og sögðu að lokum: „Hana þá! nú eru fötin búin.“ Keisarinn kom nú sjálfur með helstu hirðgæðing- um sínum, og báðir svikahrapparnir lyftu upp öðrum handleggnum, eins og þeir héldu á einhverju, og sögðu: „Sko! hérna eru buxurnar, hérna er kjóllinn, og svo framvegis. Það er létt eins og kóngulóarvefur; maður skyldi halda, að maður væri ekki í neinu, en það er nú einmitt aðalkosturinn við það.“ „Já!“ sögðu allir hirðgæðingarnir, en þeir gátu ekki neitt séð, því að þar var ekki neitt. „Vildi nú yðar keisaralega hátign allranáðugast láta sér þóknast að fara úr fötunum," sögðu svika- hrapparnir, „þá skulum við færa yður í nýju fötin hérna beint fyrir framan stóra spegilinn!" Keisarinn fór úr öllum fötunum, og svikahrapp- arnir báru sig til eins og þeir færðu hann í hvert einstakt fat af alklæðnaði þeim hinum nýja, sem ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta Það var nú líka mál til komið, því að sannarlega höfðu þau fyllt mæli synda sinna. Börnin þeirra voru nú orðin átta. Þrjú höfðu bætzt við siðan dómurinn var samþykktur á alþingi. Það var nú orðið „leyndarmál“, sem allir vissu, hvar Hjalti leyndist og hafði leynzt öll þessi ár. Hann var hættur því að mestu að fara varlega. Hann hafði hellinn fyrir vígi og hélt þar til enn þá, hélt sig þar oftast í nánd til að geta flúið í hellinn og varizt þaðan, ef bráðan voða hæri að höndum. Annars fór hann nú ferða sinna um byggðina um hábjarta daga og var þá venjulega á Brún sínum, sem nú var að vísu orðinn gamall, en bar þó enn af flestum hestum. Og þegar fljótið var illt yfirferðar og menn áttu bágt með að komast yfir það, vissu þeir oft ekki fyrr til en „maðurinn á svarta hestinum“, sem eitt sinn hafði verið svo margtalað um í sveitinni, var kominn til þeirra og slóst í för með þeim. Hann talaði sjaldnast orð við þá, en hann þræddi fyrir þá fljótið, reið við hlið þeirra, sem svimaði í straumvatninu eða höfðu duglitla hesta, og bjargaði þeim, sem losnuðu við hest- ana. Það virtist vera mesta yndi hans að svamla í fljótinu. Honum og Brún var þar ekkert ófært. En alltaf, þegar hann var búinn að koma mönnum upp úr fljótinu, hvarf hann frá þeim án þess að kveðja eða hirða um neinar þakkir. Menn sáu þá, hvar hann skildi við Brún í haganum, gekk upp brekkuna og hvarf inn í bergið. Enginn maður var nú í vafa um það lengur, að þetta var Hjalti. En hann kom mönnum þó ekki ætíð til hjálpar á Brún. Oft var hann fótgangandi og hentist þá áfram á stórri stöng. Stökk hans á þessari stöng vöktu aðdáun hvers manns. Hann var stæltur og mjúkur eins og stálfjöður. Það var yndi að sjá hann koma niður af háu og löngu stökki og henda sér í sömu svipan á nýtt stökk. Flestum bar saman um, að hann væri enn þá fljótari að leggja undir sig landið á stönginni en á Brún. Og hann hikaði ekki við að leggja í Markarfljót, þó að hann væri hestlaus, og vaða fyrir hestum manna. Af þessu varð hann hverjum manni ástsælli undir fjöll- unum. Hann varð eins konar áheitagoð allra þeirra, sem kom- ast þurftu yfir Markarfljót. Og orðstír hans barst um allar sveitir, — þá auðvitað líka til eyrna lögmanni. Engum af mönnum lögmanns hafði þó tekizt enn að ná Hjalta á vald sitt. Það þótti ekki árennilegt við fámenni að sækja hann í hellinn. Lögmaður lét sér hægt. Nú vissi hann, hvar Hjalti var, og nú átti hann hann vísan, — þurfti ekki annað en rétta út höndina til að ná honum. Og nú var hann lagður á stað við tólfta mann, vel búinn að vopnum og tygjum, til að „rétta út höndina" og taka hann. Það, sem hann heyrði sagt af vinsældum Hjalta og hjálp- semi við ferðamenn, bliðkaði hann ekki vitund. Dómurinn var þegar felldur. Anna átti að greiða sektina fyrir þau bæði, þótt það ætti að kosta allt fé hennar. Hjalti átti að láta húð- fflc&tnorgunkaffinu Siggi, gæturðu ekki lagt stund á eitthvert annað tómstundagaman — fólk er farið að glápa á mig. Það er hlægilegt að tala um að þetta séu afkom- endur okkar. rm Það getur orðið bið á því að honum takist að kenna okkur að fljúga. Nei, þetta er íbúð garð- yrkjumannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.