Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.11.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1974 Hrakspár hjá Hull-mönnum? s ^ '' * s •*' ■*. \ ' ?\ m 1 ' u f »* v * J| j ^ , M Mfm j tó |* , * / , i’rm S ^ Ludek Pachman og Pavel Tigrid ræða við Heinz Winfried Sabais á fundi útlagahöfunda I Darmstadt, Vestur-Þýzkalandi um helgina. Gabriel Laub forseti samtaka útlagahöfunda Frá Mike Smartt. Hull í gær. TVEIR þingmanna Huil segja að með beiðni um fjárhagsaðstoð máli brezkur fiskiðnaður skratt- ann á vegginn áður en erfiðleikar hans séu orðnir raunverulegir. Samkvæmt spám sem hafa verið sendar rfkisstjórninni er gert ráð fyrir að tap brezku togaraútgerðarinnar fram til september á næsta ári verði tólf milljónir punda. Onassis á spítala New York 4. nóv. Reuter. ARISTOTELES Onassis var I dag lagður inn á sjúkrahús f New York til rannsóknar, að þvf er skýrt var frá I dag. Ekki er vitað, hvort milljóna- mæringurinn er sjúkur eða hvort þetta er almenn rannsókn. Ekki var tekið fram að heldur hversu lengi hann yrði á spítalanum. Pravda gleðst yfirfundi Fords og Brezhnevs Moskvu 4. nóv. AP. MÁLGAGN sovézka komm- únistaflokksins, Pravda, sagði í grein um helgina, að væntan- legur fundur þeirra Brezhnevs flokksleiðtoga Sovétrfkjanna og Fords Bandarfkjaforseta væri mikilvægt skref fram á við f samskiptum landanna tveggja. Sagði f greininni, að Sovétríkin væru staðráðin f að ganga áfram götuna fram f bættum samskiptum og von- andi að Ford væri sama sinnis. Ford og Brezhnev hittast f borginni Vladivostok dagana 23. og 24. nóvember. Hafa þeir ekki hitzt frá þvf Ford tók við embætti Bandarfkjaforseta. Bourguiba fékk 99,98% atkvæða Túnis 4. nóv. AP. Reuter. HABIB Bourguiba forseti Túnis fékk 99,98% greiddra atkvæða í forsetakosningum í landinu f gær. Hann var eini frambjóðandinn, og byrjar nú sitt fjórða kjörtímabil. Stjórnarflokkurinn, Destour sósíalistaf lokkurinn, bauð einnig fram 112 menn — og voru ekki aðrir i kjöri gegn þeim. Fyrsta verk hins nýkjörna þings mun vera að skipa Bourguiba forseta ævilangt. Hann er nú 71 árs að aldri. Um ein og hálf milljón manna voru á kjörskrá. Roderiques handtekinn Santiago4. nóv. NTB. VINSTRISINNAÐI skæruliða- foringinn Claudio Roderiquez var handtekinn um helgina eftir skotbardaga við hús námumálaráðherra landsins. Var sagt frá handtöku hans í! dag. Roderiques hefur verið mestur atkvæóamaður í hinum svokallaða Byltingarher sem \ er bannaður. Þá hafa tveir- fyrrverandi samstarfsmenn; Allendes forseta verið leiddirí fyrir rétt og ákærðir fyrir, skattsvik. Togararnir eru 309 og tapið á hvern togara er áætlað tæp 400.000 pund að meðaltali. Þarna er ekki reiknað með afskriftum og vöxtum. Vonazt er til að þessar tölur sannfæri stjórnina um að þau lán sem farið er fram á séu f raun og veru nauðsynleg. En James Johnson þingmaður Hull West og formaður fiskimála- nefndar Verkamannaflokksins hefur lýst því yfir í Neðri málstof- unni að fiskiðnaðurinn máli skrattann á vegginn. Hann sagði að ef fiskiðnaðurinn vildi rikisstyrki yrði hann aó koma með tölur sem sýndu að þeirra væri raunverulega þörf. Síðan hefur John Prescott þing- maður Hull East tekið undir orð Johnsons. Hann segir að fiskiðnaðurinn verði að sýna reikninga sfna svo að f ljós komi hvernig hann hafi staðið fjárhags- lega á liðnum árum og hvað iðnaðurinn hafi fengið mikið af sköttum og almannafé. Jafnframt hefur verið tilkynnt að Fred Peart fiskimála- og mat- vælaráðherra fari í heimsókn til Hull á næstunni. Fullvíst er talið að forsvarsmenn togaraútgerðar- innar vilji ræða við Peart um þá alvarlegu erfiðleika sem steðja að útgerðinni. Moskva 4. nóv. AP. EIGINKONA sovézka sagn- fræðingsins Valentin Moroz hefur fengið leyfi til að heimsækja mann sinn í fangelsið á morgun til að reyna að telja hann ofan af því að halda hungurverkfalli sínu áfram, að þvi er Andrei Sakharov skýrði frá í dag. Seul 3. nóv. Reuter. AP. AÐ MINNSTA kosti 91 maóur lét Iffið f miklum bruna f gistihúsi og næturklúbbi f Seul á sunnu- dagsmorguninn. 1 fyrstu var álit- ið að milli sjötfu og áttatfu manns hefðu brunnið inni, en sfðar kom f ljós að mun fleiri höfðu dáið. Óttast menn jafnvel, að ekki séu öll kurl komin til grafar. Eldurinn geisaði á tveim hæð- um hótelsins, og greip um sig mikil skelfing meðal þeirra sem inni voru. Dyr byggingarinnar voru læstar, og virðist það hafa verið gert til að forráðamenn gætu verið vissir um, að enginn laumaðist út án þess að greiða reikninga sfna, að því er lögreglu- heimildir segja. Á fimmtu hæð hússins voru 22 íbúðir og bjuggu í þeim um eitt hundrað manns. Var þeim öllum bjargað. Verzlanir sem eru á neðstu hæð voru opnaðar í morg- un eins og venjulega. Þetta var annar hótelbruni i Seui á mánuði, þar sem menn hafa brunnið inni. Þann 17. októ- ber létu 19 manns lifið í bruna f Namsanhóteli. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað út frá sígarettu og breiddist hann út á örskömmum tíma. Um tvö hundruð manns voru í næturklúbbnum og tókst að bjarga 40 út um glugga, og rúm- lega tuttugu aðrir gátu forðað sér Elliheimili Santiago, 1. nóvember. Reuter. HEIMILI Salvadors Allende heit- ins forseta hefur verið breytt f elliheimili og það var opnað f dag. Einkaskeyti til Mbl. Darmstadt, 4. nóv. AP. Gabriel Laub, tékkóslóvakfskur blaðamaður og gagnrýnandi var kjörinn forseti Samtaka útlægra rithöfunda úr PEN-klúbbnum á tveggja daga ársfundi samtak- anna f Darmstadt f Vestur-Þýzka- landi um helgina. Laub starfar nú við Die Zeit, áhrifamikið vikublað f Hamborg, sjálfir. Nokkrir biðu bana, þegar þeir stukku í æði út um gluggana. Mannskæðasti bruni í Seul varð á jóladag 1971, en þá létust 160 manns er Daiynakgah hótel brann til grunna. og tekur við af Kasimir Werner frá Darmstadt 1. aprfl 1975. Varaforsetar voru kjörnir Gyula Borbandi, ungverskur rit- höfundur og gagnrýnandi, nú bú- settur f Múnchen, og Antonin Krotochvil, tékkóslóvakfskt skáld, sem býr lfka f útlegð f Múnchen. Eitt helzta umræðuefnið á fundinum f Darmstadt voru of- sóknir gegn rithöfundum í sósfal- istalöngum. Um þetta voru samþykktar þrjár ályktanir: 1. PEN-samtök útlagahöfunda, þýzkumælandi deild, veittu með ánægju eftirtekt á árlegum fundi í Darmstadt að ungversku rithöf- undarnir og þjóðfélagsfræðing- arnir Gyoroergy Konrad, Ivan Szelenyi og Tamas Szentjoby end- urheimtu frelsi sitt. En okkur þykir leitt aó ungversk rikisstjórn sem er talin frjálslynd fer að dæmi Rússa og Tékka og leyfir ekki gagnrýni innanlands og neyðir þannig nafnkunna höf- unda til þess að fara úr landi. 2. Utlagahöfundar búsettir i þýzkumælandi löndum veittu því eftirtekt með ugg á árlegum alls- herjarfundi sfnum að ungverski rithöfundurinn Zoltan Kallos, sem búsettur er í Rúmeniu, hefur verið í stofufangelsi síðan í júli á þessu ári án þess að dómstóll hafi dæmt hann. Hann var fluttur til óþekkts ákvöróunarstaðar og meó honum hurfu allar vísindabækur hans, hljóðritanir og minnisblöð. Allsherjarfundurinn felur stjórn- inni að reyna að gera allt sem í hennar valdi stendur í samvinnu við Alþjóða PEN-klúbbinn i London til þess að fá Zoltan Kall- os leystan úr haldi. Framhald á bls. 39 Rabin neitar ollum samskipt- um við Arafat Bonn 4. nóv. Reuter. AP. YITZAK Rabin forsætisráðherra Israels sagði f viðtali við þýzka blaðið Der Spiegel, sem kom út I dag að lsraelar myndu aldrei fallast á að komið yrði á fót hlut- lausu rfki Palestfnumanna, og vildi hann ekki útiloka að Isra- elar myndu koma sér upp bústöð- um á vestari bakka Jórdanár. Hann sagði að samningaviðræður við PLO-samtökin væru óhugs- andi með öllu. Kvaðst hann telja að vandamál Palestínumanna væru málefni sem Israelar og Jórdanir yrðu að leysa og þriðja rikið milli þessara tveggja myndi vera eins og tíma- sprengja, sem ógnaði bæði Israel og Jórdaníu. „Ef Arabarikin halda til streitu þeirri ákvörðun að tilnefna Yasser Arafat i stað Husseins Jórdaniukonungs til að vera aðili að samningaviðræðum um eystri landamæri ísraels, þá verður ekki meira um viðræður,“ bætti Rabin við. Rabin sagði aó eftir aðskilnað herja Israels og Egypta hefði hann vonað að þokazt myndi í samkomulagsátt, stig af stigi og það væri fráleitt að taka hátíðlega að „hryðjuverkasveitir Yassers Arafats fengju að vera aðilar, því að þær eyðileggja friðarhorfur í stað þess að bæta þær,“ sagði Rabin. Hann sagði einnig að sú ákvörð- un Sameinuðu þjóðanna að bjóða Arafat til New York til að ávarpa Atlsherjarþingið hefði veikt vonir manna um frið í Miðausturlönd- Anders Lange látinn ANDERS Lange, stofnandi og foringi flokks þess I Noregi, er við hann er kenndur og barðist fyrir því að skattar yrðu lækk- aðir og dregið yrði úr opinber- um afskiptum, er látinn, sjötugur að aldri. Banamein hans var hjartaslag. Við sæti Langes i Stórþinginu tekur varamaður hans, Carl I. Hagen, sem sagði sig úr flokki hans ásamt Kristoffer Almás, þegar hann klofnaði í vor. Hag- en tók þátt í stofnun nýs flokks, Umbótaflokksins, og er nú varaformaður hans. Hann er forstjóri sykurfyrirtækisins Tate & Lyle. Þannig fær enn einn smá- flokkurinn fulltrúa í Stórþing- inu. Flokkur Anders Lange hefur tvo þingmenn, Vinstri flokkurinn tvo, Nýi þjóðar- flokkurinn einn og Umbóta- flokkurinn einn þingmann. Lange stofnaði flokk sinn í fyrra og var kjörinn á þing í haustkosningunum . Flokkur- inn hlaut 106.000 atkvæði. Anders Lange var skógfræð- ingur og eftir nokkurra ára dvöl í Argentínu varð hann aðalritari Föðurlandsfylkingar- innar (1930—38), og átti þátt í því að bola Vidkun Quisling burtu úr samtökunum. Hann dvaldist oft i fangelsi á stríðsárunum. Hann stundaði hundarækt eftir stríð og gaf út óvenjulegt blað, Anders Langes Avis“ frá 1962, og fékk oft á sig meiðyrðamál. Lange var ritari „Lands- foreningen Noregs Sjöforsvaar" 1938 til 9. apríl 1940. Hann var ritstjóri Hunda- blaðsins 1948—53 og 1960—61. 91 fórst 1 hótel- bruna í Seul um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.