Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR 137. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bjargar gullið lífi Selassie? Henry Kissinger utanríkisráðherra skálar við Teng Hsiao-ping aðstoðar- O-Kk-dl* utanríkisráðherra fyrir brottförina frá Peking. Addis Ababa, 28. nóv. NTB. Reuter. AP. HAILE Selassie keisari hefur samþykkt að hluti gífurlegra auð- æfa hans verði fluttur til Eþiópiu úr erlendum bönkum þar sem þau hafa verið geymd og þetta getur hafa bjargað lifi hans að sögn diplómata í Addis Ababa i dag. Um þetta var samið fyrir hálf- um mánuði samkvæmt þessum upplýsingum og svissnesk og eþíópísk yfirvöld ræða nú málið. Þetta staðfesti stjórnartalsmaður í Bern í dag, en talsmaður sviss- nesks banka sagði að svona yfir- færsla gæti tekið nokkurn tima. „Við verðum til dæmis að vera alveg vissir um að samningurinn hafi ekki verið gerður vegna þvingana,“ sagði hann. Auðæfi Haile Selassie, gull og peningar, munu nema 660 milljörðum íslenzkra króna. Nýju valdhafarnir í Eþiópiu munu hafa ákveðið samkvæmt þessum heim- ildum að taka Selassie ekki af lífi vegna samningsins. Talsmaður stjórnarinnar i Eþiópiu bar til baka i dag fregnir um að Haile Selassie hefði verið dæmdur til dauða. Selassie var um tíma í haldi í moldarkofa i herbúðum, en hefur verið fluttur Haile Selassie aftur til hallar sinnar í Addis Ababa. Herforingjaráðið í Eþiópiu skipaði í dag nýjan formann í stað Aman Andoms hershöfðingja sem var skotinn til bana á laugar- daginn. Nýi formaðurinn er Teferi Benti hershöfðingi, fyrr- verandi yfirmaður 2. herfylkisins í Asmara, höfuðborg Erítreu. Öflugur liðsauki hefur verið sendur til Erítreu til þess að hrinda hugsanlegum árásum Frelsisfylkingar Eritreu. Sam- kvæmt óstaðfestum fréttum hafa liðsmenn frelsisfylkingar- innar tekið sér stöðu örfáa kíló- metra frá Asmara. Uppreisnarmenn sendu í dag Sameinuðu þjóðunum áskorun um tafarlausa íhlutun til þess að afstýra „nýju blóðbaði“ í Eritreu. Taugastríð milli Noregs og EBE Bonn, 28. nóv. NTB. VIÐRÆÐUR Jens Evensens land- helgisráðherra við Breta og Vest- ur-Þjóðverja hafa ekki borið árangur og taugastríð er hafið milli Noregs og aðildarlanda Efnahagsbandalagsins. Hvorki Bretar né VesturÞjóð- verjar hafa viljað fallast á þau Vín, 28. nóvember. Reuter. NTB.AP. SERFRÆÐINGAR Samtaka olíu- útflutningslanda, OPEC, lögðu til í dag að olía yrði seld á einu og sama verði frá og með 1. janúar og verðið yrði svipað að öðru leyti en því að það yrði hækkað til að vega upp á móti verðbólgu sið- ustu þriggja mánaða. Sérfræðingarnir hafa setið þrjá daga á fundi til þess að semja tillögur um oliuverðið og nýtt verðlagskerfi. Olíuráðherrar aðildarrikjanna fjalla um tillög- urnar á fundi í Vín 12. desember. Skráð verð olíu er nú 11.65 doll- arar tunnan (165 litrar) og út frá hinu skráða verði eru reiknaðir skattar og gjöld. Markaðsverðið er hins vegar lægra eða um 9.50 dollarar frá.Persaflóa. Samkvæmt tillögum sérfræðinganna verður oliuverðið um 10 dollarar. Talið er að lagt sé til að verðið verði hækkað um 3l/>% til þess að vega upp á móti verðbólgunni, en ekki er víst að ráðherrarnir sam- þykki þá hækkun. Það er sama hækkun og var ákveðin í september. Flest aðildarríki OPEC að' Saudi-Arabiu undanskilinni munu hlynnt hinu nýja verðlags- kerfi. Tilgangurinn með því er að hagnast á alþjóðlegum oliufélög- um án þess að það þurfi að koma niður á neytendum. áform Norðmanna að banna tog- veiðar á tilteknum svæðum. Even- sen gat aðeins sagt eftir viðræð- urnar i Bonn í dag að þær hefðu verið erfiðar og ekki hefði tekizt að finna endanlega lausn. Jafnframt er í uppsiglingu tog- streita heima fyrir í Noregi þar sem stjórnin, Stórþingið og sam- 1 Saudi-Arabiu hefur oliuverð verið lækkað og skattar og eiöld olíufélaganna hækkuð. OLlUVARNIR Æðstu menn fimm olíurikja við Persaflóa hafa ákveðið að halda með sér fund í næstu viku til að ræða sameiginlegar varnir, olíu- verð og stefnuná í oliumálum. tök fiskimanna og útgerðarmanna verða að ákveða hvort grípa skuli til einhliða togveiðibanns ef þriðja umferð viðræðna Norð- manna við ríkin í Vestur-Evrópu ber ekki árangur. Þriðji viðræðufundur Norð- manna og Vestur-Þjóðverja fer sennilega fram í Ösló 9. janúar að sögn Evensens. Hann sagði að enn skildi talsvert ruikið á milii, en reynt yrði að finna málamiðlunar- samkomulag á Öslóarfundinum. Þá sagði Evensen að vænta mætti erfiðra samningaviðræðna við Frakka í París 13. desember og framkvæmdanefnd Efnahags- bandalagsins 11. desember. Hann sagði að hann mundi gefa ríkis- stjórninni og Stórþinginu skýrslu um viðræðurnar i Bonn og Lond- on og þessir aðilar yrðu að taka endanlega afstöðu i málinu. Samningamenn VesturÞjóð- verja lögðu áherzlu á sömu atriði og Bretar í viðræðunum við Even- sen. Þeir vildu minnka svæðin þar sem togveiðar verða bannað- ar, þeir vildu stytta þann tíma Framhald á bls. 26 Hannhitti ekki Mao Peking, 28. nóvember. AP. VIÐRÆÐUM Henry Kiss- ingers utanrfkisráðherra við kínverska embættismenn lauk f dag án þess að honum yrði verulega ágengt f þvf að bæta sambúð Bandarfkjanna og Kfna. Bandarfskir embættismenn segja að ekki hafi miðað veru- lega f samkomulagsátt f deil- unni um Taiwan. Þeir sögðu að Kissinger hefði ekki fengið boð um að heimsækja Mao Tse-tung þótt hann hefði boðió til sfn átta erlendum gestum sfðustu tvo mánuði. Svíar finna olíu Stokkhólmi, 28. nóvember. NTB. SÆNSKT olfufélag hefur fundið olfu á suðurhluta eyjarinnar Gautlands á Eystrasalti. Olían fannst þegar borað var f tilraunaskyni og á rúmlega einum og hálfum tfma fengust 230 Iftrar af hráolfu. Borað var 475 metra. Fleiri tilraunaboranir eru nauðsynlegar áður en úr því fæst skorið hvað olían er mikil. Olía hefur Sður fundizt á þessum slóð- Gæzlulið SÞ verður áíram í Golanhæðum New York, 28. nóvember. Reuter. AP. KURT Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, fór til New York i dag að loknu ferðalagi sinu til Mið- austurlanda þar sem hann tryggði samkomulag um fram- lengingu starfstíma friðar- gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna í Golanhæðum. Starfstími gæzlusveitanna verður formlega framlengdur i sex mánuði til viðbótar á fundi Öryggisráðsins annað kvöld. Erfiðast hefur gengið að fá samþykki Sýrlendinga við leng- ingu starfstímans og óttazt var að styrjöld skylli á ef gæzlu- sveitirnar yrðu að fara. Dr. Waldheim sagði að fleiri tilraunir yrði að gera á næstu sex mánuðum til þess að finna pólitíska lausn á deilumálunum i Miðausturlöndum. Hann sagði að þótt nú væri kyrrt á Golanhæðum væri ástandið ennþá ótryggt og sprenging gæti orðið ef málun- um þokaði ekki i samkomulags- átt. 1 Tel Aviv sagði Moshe Dayan fyrrverandi landvarna- ráðherra í háskólafyrirlestri að ísraelsmenn gætu ekki leyft sér að útiloka þann möguleika að Arabar kæmu sér upp kjarn- orkuvopnum. Dayan sagði að Israelsmenn mættu ekki dragast aftur úr Aröbum að þessu leyti og sitja með hendur í skauti ef Arabar kæmu þeim á óvart með þess- um vopnum. Jafnframt sagði George Ball, fyrrverandi aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandarikjanna, í fyr- Framhald á bls. 26 Verðið á olíu helzt svipað Botvinnik hneykslast á einvíginu í Reykjavik Moskvu, 28. nóv. Reuter, MIKHAIL Botvinnik, þrefald- ur heimsmeistari í skák, hélt því fram í dag að hætta léki á að næsta heimsmeistaraein- vígi f skák yrði „peningar og aftur peningar, meiri pening- ar og bara peningar." Hann segir f grein f Sovetsky Sport að ákvörðunin um hvar halda skuli einvígið geti orðið annað „lokað uppboð" eins og Reykjavíkur-einvfgið 1972 þegar Bobby Fischer sigraði Boris Spassky. Verðlaunin f Reykjavfk voru 300.000 dollarar, en í fyrri ein- vfgjum var verðlaunaféð að- eins 2.000 til 4.000 dollarar. Mexfkó, Svfþjóð og Italfa bjóð- ast til að halda næsta einvfgi. „En hvað er lagt til nú?“ Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.