Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÖVEMBER 1974 Rit sykur- sjúkra komið út JAFNVÆGI — rit Samtaka sykursjúkra — annað tölublað fyrsta árgangs er komið út. Meðal efnis í blaðinu má nefna greinar um vandamál mæðra sykursjúkra barna. um roskið fólk er fær sykursýki, leiðbeiningar handa sykursjúkum á ferðalögum er- lendis og greinina Hetja í dag- legu lífi. Þá flytur ritið fréttir af aðalfundi samtakanna og ýmis- legt fleira efni. Ritstjóri Jafn- vægis er Hersteinn Pálsson. Samtökin selja nú jólakort og jólapappir til fjáröflunar fyrir starfsemi sína. Auk fallegra jóla- korta, sem seld eru í pökkum merktum samtökunum, gefa þau út málverkakort með mynd af málverki Baltasar. Texti kortsins er á fjórum tungumálum. Sl. mánudag efndu Samtök sykursjúkra til sérstaks afmælis- fundar, en þann dag voru liðin þrjú ár frá stofnun þeirra. Þar greindi Þórir Helgason, læknir, frá starfsemigöngudeildar fyrir sykursjúka, er tók til starfa snemma á árinu og frú Þóra Franklín frá Akureyri sagði frá starfsemi Félags sykursjúkra þar nyrðra. Ævisaga Hafsteins Sigurb j arn arson ar frá Höfðakaupstað komin út hjá Leiftri ÆVISAGA Hafsteins Sigur- bjarnarsonar nefnist bók, sem Prentsmiðjan Leiftur hefur sent á markaðinn. Bókin er skráð af höfundi, sem búið hefur lengi { Reykholti í Höfðakaupstað, og hefur hann áður skrifað bækur, t.d. Kjördótturina frá Bjarnar- læk. A bókarkápu segir m.a.: „I bók- inni lýsir Hafsteinn aldarfari og kjörum íslenzkrar alþýðu um síð- ustu aldamót og á fyrri hluta þess- arar aldar af svo mikilli alúð og samvizkusemi, að vart er hægt að gera betur. Hann er alinn upp við mikla fátækt, jafnvel á þeirra tima mælikvarða, en með þrot- lausri elju og sparnaði tókst honum og konu hans að komast sæmilega af.“ Sjálfur segir Hafsteinn: Framhald á bls. 26. |)Ctta er likt gjæsile«íi ♦ t snkt Einnig „Gatsby Peak"og „Superline" ÖLL MEÐ VESTI TÓKUM UPP í GÆR:* Midi kjóiaúrvai ★ Midiog maxi pils ★ Blússur - mjögfallegirlitir ★ Herraskyrtur ★ Stakarbuxur -fallegir litir í SKÓDEILP: Ný herraskósending Opiö til kl. 12 á morgun 4/SSm. t|ZKUVERZLUN unga fólksins UP KARNABÆR * AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.