Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974 Skúli Thoroddsen Síðara bindi ævisögu hans eftir Jón Guðnason komið út Aburðardreifarinn norski sem Sðning h.f. kynnti ð fundi ( gær. Hjð honum standa Sveinbjörn Jónsson forstjðri og Norðmennirnir sem hingað komu til að segja frð vélinni, sem er einna lfkust fallbyssu. Kynntur nýr áburðardreifari SlÐARA bindi ævisögu Skúia Thoroddsens eftir Jðn Guðnason er komið út. 1 fyrra bindinu var fjallað um ævi Skúla, æsku og nðmsðr heima Skúli Thoroddsen og erlendis og svo um feril hans sem embættismanns. Miklum hluta þess bindis var varið i að lýsa „Skúlamálinu“ svokailaða. I þessu síðara bindi er rakinn í heild stjórnmálaferill Skúla Thoroddsens og alþingissaga hans. Gerð er grein fyrir stjórn- mála- og félagsmálaskoðunum hans og stefnu hans í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Málin eru skýrð í samhengi við almennt þjóðfélagsástand kringum alda- mótin með pólitíska sögu Is- lendinga á 19. öld í baksýn, og sýnd tengslin við stjórnmála- strauma umheimsins. Á kápusiðu segir m.a.: „Bókin í heild veitir ómetaniega innsýn í íslenzka stjórnmálasögu fyrir aldamótin og fyrstu tvo áratugi þessarar aldar. Hún leiðir glöggt í ljós hvernig þjóðmálastarf og frelsisbarátta 19. aldar breytist á þessum áratugum í nútimapóli- tík... “ Bókin er mikið verk, yfir 550 bls. að stærð. Útgefandi erHeims- kringla. Aðalfundur „Þorsteins Ingólfssonar” Aðalfundur sjðlfstæðisfélagsins Þorsteins Ingólfssonar I Kjósarsýslu var haldinn 19. nóv. s.l., en félagið er 25 ára á þessu ári. Fundurinn var vel sóttur og á hann komu nokkrir af þingmönnum kjör- dæmisins. Oddur Ólafsson talaði um stjórnmálaviðhorfið og það sem efst er á baugi svo sem mðlmblendiverk- smiðjuna ð Grundartanga. Margir fundarmenn tóku til máls og hvöttu til varúðar vegna mengunarhættu. Stjórn félagsins var öll endurkosin en hana skipa Gísli Jónsson, Arnar- holti, formaður, Salome Þorkelsdótt- ir ritari, Páll Ólafsson, Brautarholti, gjaldkeri, Guðmundur Jóhannesson varaformaður, Oddur Andrésson og Ólafur Ág. Ólafsson. SANING hf. cfndi til fundar ( gær með ýmsum forystumönnum á sviði búnaðarmála, svo og nokkrum framámönnum Vega- gerðar ríkisins, til að kynna þar norskan áburðardreifara, sem Norsk Hydro hefur framleitt. Vélinni má einna helzt líkja við fallbyssu og er hún fest við vöru- bíl sem dregur vélina en maður stendur við og stjórnar byssunni. Sveinbjörn Jónsson, formaður Sáningar h.f., kynnti Norðmenn þá sem hingað komu þeirra erinda að segja frá vélinni. Þeir eru Gunnar Fonne efnafræðing- ur, Erland Westbye og John A. Poole framleiðslustjóri. Poole flutti ræðu á fundinum um hin viðamiklu og umfangsriku störf Norsk Hydro, en hjá því fyrirtæki starfa um níu þúsund manns. Nefna má þátt þess í Norðursjáv- arborunum; það er stær§ta iðnfyr- irtæki Noregs og er áburðarfram- leiðsla einn stærsti liðurinn i framleiðslu þess. Hann sagði að Norsk Hydro hefði haft samskipti við Sáningu hf. og veitt upplýs- ingar og hagnýta fyrirgreiðslu á þeim sviðum. Fyrirtækið einbeitti sér að framleiðsluþróun og leitað- ist við að kynna viðskiptavinum sinum allt það nýjasta sem fram kæmi meðal annars i áburðar- framleiðslu, tækni við dreifingu áburðar o.fl. Sáning hf. hefur undanfarin tvö sumur starfað að því fyrir Vegagerðina að sá i vegarkanta eftir jarðrask og sýndi Westbye litskuggamyndir frá þvi og lýsti vél þeirri, sem notuð hefur verið. Nýja vélin er hins vegar mun afkastameiri og getur dreift um þremur tonnum áburðar á klukkustund, og dregur um 50 metra til hvorrar hliðar. Vélin var flutt hingað sérstak- lega til sýningar og kynningar. Hún verður siðan send aftur til Noregs og þar gerðar á henni end- urbætur ýmsar. Sveinbjörn Jóns- son sagði allt óráðið hvort kaup yrðu fest á slikri vél, en ef í það færi mætti hugsa sér að búnaðar- samtök annaðhvort sameinuðust um að kaupa vélina eða leigðu hana. SIMI 8011 •9 •cl STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Ensk viðskiptabréf Leiðbeinandi er Pétur Snæland, viðskiptafræðingOr, lögg. skjalaþýð- andi og dómtúlkur. Fjallað verður um form, inntak og helstu hugtök, sem nótuð eru í viðskiptabréfum. Margir þeirra, sem starfa að fyrirtækjarekstri, hafa aldrei átt þess kost að læra helstu atriði, er varða erlend bréfaviðskipti. Tilgangur þessa stutta námskeiðs er að gefa þátttakendum tækifæri til að auðvelda þennan mikilvæga*þátt í starfsemi flestra fyrirtækja. Námskeiðið stendur yfir mánud. 2. des., þriðjud. 3. des., miðvikud. 4. des. kl. 16:00 til 19:00. og verður haldið í húsakynnum Bankamannaskólans, Lauga- vegi 103. Fundatækni Leiðbeinandi er Friðrik Sophusson, lögfræðingur. Fjallað verður um grundvallaratriði ræðumennsku, ræðuundirbúning og flutning, en megináhersla verður lögð á fundarsköp og fundarstjórn. Flestir stjórnendur eyða miklum tima á fundum, og fundarstörf eru veigamikill þáttur í stjórnun. Tilgangur námskeiðsins er að benda á, hvernig mögulegt er að nýta betur þann tima, sem varið er til fundarhalda, með virkari fundarstörfum. Námskeiðið stendur yfir föstud. 6. des. kl. 1 3:30 til 1 7:00, laugard. 7. des. kl. 10:00 til 12:00, mánud. 9. des. kl. 1 3:30 til 17:00 og verður haldið i húsakynnum Bankamannaskólans, Laugavegi 102. Útflutningsverslun Leiðbeindandi er Þráinn Þorvaldsson, viðskiptafræðingur. Hvernig eru víðskiptavinur fundnir erlendis? Hvernig á að hefja viðræður við viðskiptavini og sýna þeim vörur? Hvernig á að fást við andstöðu kaupenda gegn viðskiptum? Skipulagning endurheimsókna. Pantanir og afhending. Gerð reikninga. Dreifingaraðferðir. Pökkun. Útflutningsleyfi og skilyrði fyrir útflutningi. Útflutningsskjöl og greiðsluskilmálar. Innflutningsvenjur og skilyrði fyrir innflutningi hjá Friverslunarbandalaginu (EFTA) og Efnahagsbandalagi Evrópu (EEC). Annars vegar er fjallað um ýmis mikilvæg atriði i persónulegri sölumennsku, sem oft er meginsöluaðferðin, og hins vegar um viðskiptavenjur og viðskiptareglur, þegar um útflutning er að ræða. Námskeiðið er þvi sérstaklega ætlað þeim, sem hafa rtug á útflutningi, eða vilja gefa starfsfólki sinu aukna þjálfun á því sviði. Námskeiðið stendur yfir þriðjud. 10. des., miðvikud. 11. des., fimmtud. 1 2. des. og föstud. 1 3. des. kl. 1 3:1 3 til 1 8:00 og fer fram i húsnæði Bankamannaskólans, Laugavegi 103. Þátttaka tilkynnist í síma 82930. Aukin þekking — Arðvænlegri rekstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.