Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NOVEMBER 1974 „Niður um strompinn” Bók Armanns Kr. Einarssonar í 2. útgáfu BARNABÖK Armanns Kr. Einarssonar „Niður um stromp- Ármann Kr. Einarsson inn“, er komin út í annarri út- gáfu. Þetta er saga um eldgosið í Vestmannaeyjum, sem hófst að- faranótt 23. janúar 1973. En á kápusíðu segir meðai annars: „Þótt þetta sé skáldsaga, byggist hún í aðalatriðum á heimildum um gosið og ýmsum atvikum i sambandi við það. Aðalpersónur sögunnar eru Siggi, sonur fátækr- ar sjómannsekkju, og skipstjóra- dóttirin Inga Stína. Þrátt fyrir hrikalega atburði er sagan hug- þekk og krydduð notalegri kimni.“ Bókin kom fyrst út fyrir jólin á s.l. ári, hlaut þá ágæta dóma og seldist algerlega upp. Káputeikning og myndir i bók- inni eru eftir Baltasar. Bókin er 155 bls. að stærð og skiptist í 8 eftirfarandi kafla: Afmælisveizl- JHörguublnþih nucivsincnR ^gUr-«2248ö an — Jörðin rifnar — A flótta undan eldinum — Gæðabióðið hann Filippus — Sjaldbakan eina vitnið — Laumufarþeginn — Nið- ur um strompinn — Langamma bregður á leik. Utgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri. Sögn og saga — eftir Oscar Clausen III. bindikomið út Nýlega er komið út þriðja bindi af safnritinu „Sögn og saga. Fróð- legir þættir um ævikjör og aldar- far“. Safnað hefir Oscar Clausen. Utgefandi er Skuggsjá og er bók- in 207 bls. 1 bókinni eru 22 þættir um hin margvíslegustu efni, svo sem Galdrameistarinn á Skinnastöð- um, Feðgarnir á Húsavík, Sonur- inn i Reykjahlíð týnist, Merkur Sauðaness-klerkur, Hans Hjalta- lín á Stapa, Frá fyrstu áratugum frjálsrar verzlunar, Tveir Kvía- bekks klerkar, Göldróttu hjónin á Hofi, Hölters-bræður, Sýslu- Helga, Böðvar í Lóni, Presturinn sem varð hungurmorða, Hver myrti séra Þórð, Staður á ölduhrygg og Upphaf íslenzkrar verzlunar í Reykjavík. Mótssvæðið f Lillehammer þar sem Nordjamb ’75 verður haldið næsta sumar. Jamboree í Noregi næsta sumar DAGANA 29. júlí til 8. ágúst f sumar verður haldið alheims- skátamót — Jamboree — f Lille- hammer i Noregi. Þetta er 14. alheimsskátamótið, en mótin eru haldin fjórða hvert ár. Þátttakendur verða alls um 15.000 talsins, og koma þeir vfðs- vegar að. Héðan munu 200 skátar fara á mótið, og verða þeir allir á aldrin- um 14—18 ára. Að mótshaldinu standa skátar frá öllum Norðurlöndunum og hefur mótið hlotið heitið Nord- jamb ’75. Norðurlandaskátarnir sjá um allan undirbúning á móts- staðnum. Verður mótssvæðinu skipt niður i 10 tjaldbúðasvæði. Þar ~af verður eitt í umsjá ís- lenzku skátanna. Hefur því þegar verið vaiið heitið Hekla. Þettaerí fyrsta skipti, sem fleiri en eitt land taka að sér að sjá um Jamboree, en síðan árið 1924 hefur Jamboree ekki verið haldið á Norðurlöndunum, en þá var það haldið í Danmörku. Eins og áður segir munu um 15.000 skátar sækja mótið, en þar að auki verða 1500 til 2000 skátar í vinnubúðum, þar af 60 frá ls- landi. Kjörorð mótsins er „fimm fingur — ein hönd“: Það hefur tvíþætta merkingu, þar sem nor- rænu þátttökulöndin eru fimm og þátttakendur verða frá öllum fimm heimsálfunum. Um þessar mundir er frestur til þátttökutilkynningar að renna út, og verða tilkynningar að hafa borizt fyrir 1. desember. Kostn- aður við ferðina verður 27.800 krónur á mann, en auk þess gefst þátttakendum kostuf á kynnis- ferðum um Noreg og Svíþjóð í sambandi við feróina á mótið. „Blaerinn í laufi” Bókaútgáfan Úrn og Örlygur hefur sent frá sér aðra bók Einars frá Hergilsey og nefnist hún „Blærinn í laufi". Fyrri bók Einars nefndist „Meðan jörðin grær". í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir m.a.: „Einar frá Hergilsey er bóndi á Barðaströnd. Bókin er sprottin upp úr jarðvegi og lífsstarfi hins unga höfundar. Hann er einn af þeim mörgu íslendingum, sem fylgir þeirri fornu hefð að hverfa frá orfinu að kvöldi til annarra hugðarefna: rit- starfanna. Sviptibyljir mannlegra ástrfðna og hin sterka taug átthaga og æsku- ástar er undiralda þessa rammislenska skáldverks." / fyrsta skipti hér á landi - ydar eigin litmyndir á sjálft jólakortid HANS PETERSEN"f é é |Jé-i i Gleéile£ jöl cg farsælt r>í)tt ái Bankastneti - Glœsibæ SÍMI 20313 SÍMI 82590 Pílu rúllugardínur Nýkomið úrval af Pílu rúllugardínuefnum.Setj- um ný rúllugardínuefni á gamlar stengur Þér getið valið um 100 mismunandi einlit og mynstruð efni. Stuttur afgreiðslutími Ólafur Kr. Sigurösson og Co. Suðurlandsbraut 6 sími 8321 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.