Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NOVEMBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. ASalstræti 6. sími 10 100. ASalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. i mánuSi innanlands. j lausasölu 35.00 kr. eintakiS. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar Ifyrradag lögðu þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Guðmundur H. Garðarsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Pétur Sigurðsson fram á Alþingi þingsályktunartillögu, þar sem þeir leggja til, að könnun fari fram á því, hvort hægt sé að breyta lífeyrisgreiðslukerfi óverð- tryggðra lífeyrissjóða á þann veg, að eftirlauna- greiðslur þessara sjóða fullnægi eðlilegri fram- færsluþörf sjóðfélaga. Með þessari þingsályktunartil- lögu er fyrsta skrefið stigið til þess að leiðrétta eitt hið mesta ranglæti, sem við- gengst í okkar rómaða vel- feróarþjóðfélagi í dag. Ranglæti, sem kemur nið- ur á stórum og vaxandi hópi þjóðfélagsþegna og gerir það að verkum, að menn geta ekki litið til ell- innar með bjartsýni og rósemi heldur hljóta að gera þaö meó kvíöa og ugg. Á tiltölulega fáum árum hafa verið byggðir upp í landinu mjög umfangs- miklir lífeyrissjóðir, en eins og nafn þeirra gefur til kynna er þeim ætlað að greiða lífeyri til sjóðfélaga, þegar starfsævi er lokið og þeir eru setztir í helgan stein. í þessu skyni greiða menn af tekjum sínum á mánuði hverjum ákveðna fjárupphæð og vilja þannig búa í haginn fyrir sig og sína á efri árum. í lífeyris- sjóðakerfinu hafa safnazt saman gífurlegir fjármun- ir og lífeyrissjóðirnir eru að verða helztu lánastofn- anir landsins. Fé þeirra er ávaxtað fyrst og fremst á þann veg að lána sjóðfélög- um fé til húsbygginga og gegna þeir þýðingarmiklu hlutverki í þessum efnum og gera fjölmörgum kleift að komast yfir eigið hús- næði, sem ella mundu ekki megna það. Af eðlilegum ástæðum hefur megin at- hygli lífeyrissjóðanna beinzt að þessu verkefni, enda eru þeir ungir að ár- um og þeir sjóðfélagar til- tölulega fáir, sem þiggja lifeyri úr sjóðunum, enda þótt fjöldi þeirra muni fara vaxandi á allra næstu ár- um. Hinir almennu lífeyris- sjóðir eru hins vegar óverðtryggðir og lífeyris- greiðslur þeirra til eftir- launamanna þar af leið- andi óverðtryggðar. Þetta þýðir í okkar verðbólgu- þjóðfélagi, að maður sem sezt í helgan stein í dag og hefur e.t.v. ekkert annað til að lifa af en ellilaun og lífeyri úr lífeyrissjóði stendur frammi fyrir þeirri staðreynd, að lífeyr- ir hans úr lífeyrissjóðnum ézt upp í verðbólgunni á örfáum misserum og hann hefur ekki nægar tekjur til þess að framfleyta sér og sínum. Á sama tíma og hin- ir almennu lífeyrissjóðþeg- ar búa við þessar aðstæður eru lífeyrissjóðir opin- berra starfsmanna verð- tryggðir og það er gert með því að leggja til þeirra hundruð milljóna af skatt- peningum almennings á ári hverju og skal það út af fyrir sig ekki lastað. En þá blasir það ranglæti við, að ríkisstarfsmaður sem kom- inn er á eftirlaun fær verð- tryggðar lífeyrisgreiðslur, sem hækka í samræmi við verðbólguna, en maður sem vinnur nákvæmlega sams konar störf en ekki vinnur hjá hinu opinbera sér lífeyri sinn brenna upp í báli verðbólgunnar á örfá- um misserum. Þetta er óþolandi rang- læti bæði vegna þeirrar mismununar, sem þarna á sér stað milli opinberra starfsmanna og annarra og ekki síður vegna hins, að með þessu fyrirkomulagi er alls ekki séð fyrir hags- munum eftirlaunafólks OÞOLANDI RANGLÆTI eins og vera ætti og þeir sem litlar eignir eiga standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að ellin er ekki tími rósemi og friðar held- ur kvíða og uggs um eigin afkomu. Þess vegna er þingsálykt unartillaga sjálfstæðis- mannanna þriggja, sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi, eitt merkasta mál, sem fram hefur komið á þingi árum saman og jafn- framt eitt mesta réttlætis- mál, sem Alþingi hefur nú til meðferðar. I þessum efnum duga engin vett- lingatök. Við það verður ekki unað, að þetta mál verði í endalausri „athug- un“ hjá opinberum aðilum árum saman. Alþingi ber að samþykkja hið allra fyrsta þessa þingsályktunartil- lögu og í samræmi við slíka samþykkt á ríkisstórnin að beita sér fyrir mjög skjótri tillögugerð til leiðréttingar á þessu misrétti með það fyrir augum, að um ára- mótin 1975—1976 verði þetta 'hagsmunamál líf- eyrisþega komið i höfn og frá þeim tíma verði líf- eyrisgreiðslur hinna al- mennu lífeyrissjóða í raun verðtryggðar, hvert sem formið verður. Þótt ríkis- stjórn Geirs Hallgrímsson- ar gerði ekkert annað en koma þessu réttlætismáli í höfn mundi hún um alla framtíð hafa áunnið sér það sæmdarheiti að vera sannkölluð umbótastjórn. eftir Elínu Pálmadóttur EF ENGINN syngi nema feg- ursti söngfuglinn í skóginum, þá væri skógurinn þögull. Þannig yrðu Sameinuðu þjóðirnar, ef allir Ijótu fugl- arnir hyrfu þaðan og öllum þeim raddmiklu þjóðum, sem öðrum finnst vera mestu hrekkjusvín eða frekjudollur, væri vikið úr hópnum og fengju ekki að vera með. Ætli raddirnar yrðu ekki fáar, þeg- ar allir, sem eiga ekki skilið að vera með í þjóðaskógin- um, yrðu reknir úr leiknum, eins og Suður-Afríka? Ætli skógur Sameinuðu þjóðanna yrði ekki býsna þögull. Þegar stórþjóðirnar settu það skilyrði fyrir þátttöku að þærfengju neitunarvald í Ör- yggisráðinu og þess tók að gæta á næstu árum á eftir, þótti það mikill dragbítur á starfsemina. En ef þetta neit- unarvald hefði nú ekki verið fyrir hendi? Ef einhver stór- þjóðin hefði bara orðið að fara I fússi, þegar hinar vildu ekki samþykkja eitthvað, sem hún gat alls ekki sætt sig við, þá væru engar Sam- einaðar þjóðir nú — þjóða- skógurinn væri þögull. Eng- inn staður lengur til að ræða saman. Enginn staður fyrir allar þessar misgóðu þjóðir til að reyna að tala hinar á sitt mál eða andmæla óréttlæti. Ætli við séum sjálf algóð í allra augum? Erum við ekki að leggja undir okkur hluta af matvælabirgðum heimsins til að tryggja okkur þau um ókomna framtíð, meðan aðr- ar þjóðir svelta og koma til með að svelta í hel í enn stærri hópum. Sú rödd er kannski ekkert fögur í allra augum — en við viljum vera með og senda fulltrúa til að syngja okkar söng og láta okkar sjónarmið hljóma í þjóðaskóginum. Og okkur finnst sjálfum þessi rödd býsna fögur og fullkomlega réttlát, þegar við birtum með ánægju mikilli ræður okkar manna, sem höfðu fengið að berast út yfir þingheim S.þ. Svo við tökum upp nýjan söng, víkjum þá að nýjasta tízkuorðinu á íslandi, sem all- ir syngja um þessar mundir — menningarneyzla. Menn- ingarneyzla einasta yndið mitt er, hæ dúllí, dúllí, hæ dúllí dúllí, hoppsa, getum við sungið á þjóðhátíðarári, ef við viljum gripa til alþekkts slagara. En hvað er annars menning? Eitthvað þvælist það nú fyrir manni. Stundum er þeim mælikvarða brugðið á þjóðirnar, að sú sé mest menningarþjóð, sem eigi flesta læsa þegna, burt séð frá því hvort og hvað þeir lesa. Lifandis skelfing hljót- um við eftir því að vera mikil menningarþjóð! Allir læsir! En hvað lesum við? Bíðum eftir jólabókamarkaðinum. Eitt vitum við þó. Tvær gullfallegar og merkar þjóð- hátíðarútgáfur komu á mark- aðinn og runnu út eins og heitar lummur, þó dýrar væru, þ.e. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar og Landnáma Hand- ritastofnunarinnar. Það hlýt- ur þó að bera vott um tals- verðan menningaráhuga. Raunar hefur þjóðhátíðar- árið okkar verið fullt af menn- ingu. Ekki bara útlendri list, heldur fremur okkur eigin. Þó íslendingaspjallarar geti sett á svið í Iðnó dæmigert þjóðhátíðarhald sumarsins með sinni einkennandi há- tíðaræðu kaupfélagsstjórans, Ijóðafl utningi Fjallkonunnar, systrasöng, leikfimisýningu sjálfboðaliða, karlakórssöng með púi, pylsuáti o.s.frv., svo maður veltist um af hlátri og kenni þar alla þessa bros- legu tilburði okkar, þá er þetta okkar eiginn þáttur — sá sem við þekkjum og búum til heima í samfélagi hvert við annað — og fullboðlegur hverjum sem er í sínu um- hverfi. Þetta var þjóðleg há- tíð. Jafnvel hátíðaræður stór- skálda og útlendra sendi- manna á Þingvöllum höfðu blæ af þingeyskum ung- mennafélagsræðum, upp- hafnar og langar. Alveg við okkar hæfi. Enda undu sér allir vel á sínu harða sæti á berginu ! sóiskininu og voru ekkert að fara fram á ein- hvern nýjan, innfluttan al- heimssannleika af munni ræðumanna. Hvað á sér sinn tíma. Á Þingvöllum var þjóðar- gjöfin, landgræðsluáætlunin, meðtekin af Alþingi með hátíðlegum tilburðum eins og verðlaunaafhending á palli og hengd um hálsinn á okkur — þjóðinni til varð- veizlu og vel að nýtast. Og nú er um að gera að láta gjöfina raunverulega notast við að efna heitið um að taka héðan í frá til við að vernda landið og rækta það upp aft- ur, svo það megi verða grænt milli fjalls og fjöru, eins og það var upphaflega. Er hægt að gefa menningar- legra heit á afmæli? Og við höfum á þjóðaraf- mælinu skoðað okkur sjálf — gert upp lífshlaupið, at- hugað hvert við erum komin og hvað hefur áunnist eða ekki áunnist á 1100 árum. Þetta hefur verið regluleg sjálfskoðun. Opinberlega og í allra augsýn hafa listamenn úr flestum greinum fengið tækifæri til að koma fram og sýna með frumsamdri hljóm- list, leiklist, dansi, óperu, Ijóðalestri, myndlist o.s.frv. hvar við erum á vegi stödd í sköpun og túlkun í hverri grein. Og ég held að hvaða mælikvarða, sem við beitum, sé útkoman býsna góð, Þurfi þar hvorki að nefna höfða- tölu, aðstæður eða legu landsins. Við biðjum engrar afsökunará sjálfum okkur. Og við höfum á tveimur þjóðarsýningum gert upp líf okkar í 1100 ár í þessu landi, bæði á hinni miklu yfirlits- sýningu um list í landinu í 1100 ár á Kjarvalsstöðum fyrr í sumar og nú undir lok ársins með sýningunni á sambúð lands og þjóðar í ellefu aldir. Börn og fullorðnir hafa streymt að til að kanna þarna hverju við höfum áork- að, og væntanlega séð að útkoman er býsna góð þrátt fyrir allt. Fyrirlestrar af öllu tagi svo og Ijósmynda- og kvikmyndasýningar hafa hjálpað til réttrar niðurstöðu, þar sem mestir kunnátttu- menn á hverju sviði voru fengnirtil leiðsagnar. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, en frá mínu sjónar- miði höfum við á 1100 ára afmælinu komið fram sem býsna mikil menningarþjóð — og þá meðtalinn allur fiskurinn og slorið okkar. Hvort íbúar einhvers kaup- túns sækja f!na tónleika kl. 2 á laugardegi á sólbjörtum sumardegi, þegar allir sem ekki eru að vinna, eru úr bænum að njóta Islenzkrar náttúru á stuttu sumri eða hvort sótt er einhver ótil- greind málverkasýning í félagsheimili í öðrum bæ, kemur málinu litið við. Ymsar af þeim málverkasýningum í höfuðstaðnum, sem ég hefi sótt um á sólbjörtum dög- um, hefðu raunar vel mátt bíða eða missast án þess að menningin biði verulegt tjón, þó aðrar hafi kannski hækk- að obbolitið menningarstigið. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.