Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NOVEMBER 1974 GLUGG Fátt var það í sjónvarpsdag- skránni, sem dró mið að skerm- inum þá viku, sem hér skal um fjallað, þ.e. frá 19.—26. nóvem- ber. Þegar frá var skilinn laugardagurinn, er ég gat ekki horft á sjónvarp, varð það sunnudagskvöldið, sem eitt freistaði. Þá var á dagskrá nýtt sjónvarpsleikrit, Elsa, eftir unga íslenzka skáldkonu, og slíkt er alltaf forvitnilegt. Ekki þó svo að skilja, að maður vænti þess að sjá eitthvert stórvirki þegar svo stendur á — slíkt væri i hæsta máta ósanngjarnt. En í leikriti sínu um Elsu, hjónaband hennar, eiginmann- inn kappsama að komast áfram í lífinu, dótturina dekruðu, skrifstofustúlkuna með hug- sjónirnar og hversdagsbundna námsmanninn hennar, drap Ása Sólveig á mörg þekkt fyrir- brigði og árekstrarefni í okkar umhverfi. Fyrirbrígði, sem við þekkjum öll. Hún setti þau fram látlaust og tilgerðarlaust, nánast eins og skissu og veitti þeim enga patentlausn. En ég hugsa að sjónvarpsáhorfendur hafi kannski sezt niður og rætt þessi mál á eftir — og þá lík- iega ekki allir verið á sama máli. Það er oft miklu auð- veldara að ræða vandann og setja út á hjá einhverju öðru fólki, eins og persónum í sjón- varpskvikmynd, heldur en sömu vandamál á eigin heimili og f eigin fjölskyldu. Og er það þá ekki til nokkurs unnið, að koma slíkum umræðum af stað? Persónurnar voru ágæt- lega túlkaðar af leikurum. Og myndun og stjórn í sátt við leik- ritið, látlaus og átakalaus. Hvort maður trúir því að náms- maðurinn hefði látið konu sína fara eina til útlanda, eftir að hafa sýnt harðstjórann í sér í baðherberginu, eða hvort frúin blessuð hefur haldið áfram að hlúa að þessum leiðinlega manni sínum eftir að hann kom af sjúkrahúsinu, má einu gilda. Þar virðist hverjum frjálst að túlka og laga að sínum smekk. Raunar var sunnudagskvöld- ið á skjánum ágæt dægra- stytting fyrir alla fjölskylduna — engin laminn eða veifað byssu. Þannig er kannski heppilegast að sunnudags- kvöldin séu — eða öllu fremur laugardagskvöldin, þegar krakkarnir mega vaka og sofa út daginn eftir. 1 því efni hefi ég tilmæli. Mætti ekki flytja þáttinn hennar Julie Andrews fram fyrir Vöku, eða jafnvel fram fyrir Lækni á lausum kili, svo yngri börnin geti lokið sér af og farið að sofa, þegar þyngra efnið kemur á laugar- dagskvöldum. En nú er ég kom- in f rá sunnudeginum af tur. Fréttirnar byrjuðu hressilega á sunnudagskvöld: „Það er helzt að frétta i kvöld að skip- verjum var bjargað... " og svo stutt yfirlit yfir helztu frétta- efni. Sú nýbreytni er áreiðan- lega kærkomin, einkum ef mað- ur þarf að fara frá eða jafnvel velja milli sjónvarps og út- varpsefnis. Sjónvarpsfréttir hljóta eðli sínu samkvæmt raunar alltaf að vera stuttar og knappar, rétt hápunktarnir til að gefa manni „blod pá tanden", eins og sagt er, og vekja áhuga á að lesa ítarlegar um málið i blöðum eða heyra það í lengri frásögn i útvarpi. Kostur sjónvarpsfrétta er myndaefnið, sem getur oft sagt meira eða annað en löng frá- sögn. Og mér finnst fréttastofu íslenzka sjónvarpsins takast býsna vel að ná í myndaefni á skerminn, ef borið er saman við sjónvarp í þeim löndum, sem ég þekki. Einkum sé miðað við okkar aðstæður, þar sem treysta verður á samgöngur úr fjarlögum löndum og afskekkt- um stöðum í erfiðu landi. Þeir sem ókunnugir eru frétta- mennsku, átta sig ekki alltaf á þvi hve lítið svigrúm er iðulega frá því atburður gerist og þar til verður að flytja fréttir af honum. Og viti maður að auki hve fátt starfslið er á frétta- stofu íslenzka sjónvarpsins miðað við það, sem tiðkast á slíkum stofnunum erlendis, finnst mér þetta í rauninni hreinasta afrek. Eftir fréttirnar kom Bessi með spurningaþáttinn úr Mos- fellssveitinni og sitt létta sprell. Þátturinn gekk hratt fyrir sig á skjánum og var fjöl- breyttur og líflegur. En þegar þessi margliti hópur manna, sem svaraði spurningunum, var spurður hvað helzt ætti nú að hafa i sjónvarpinu, kom vel fram hve mismunandi óskir sjónvarpsáhorfenda eru um efnisval. Mig minnir að engir tveir hafi óskað eftir sama efni. Og þá fer manni að skiljast að ekki getur hver og einn fengið sínar óskir uppfylltar daglega. Hvað segðuð þið t.d. um það, ef hann Tryggvi í Miðdal fengi að ráða og við hefðum á skermin- um fjallaferðir á hverju kvöldi? Líklega verðum við að gera okkur ánægð með að fá öðru hverju okkar óskaþætti og leyfa hinum lika að fá sína — verst bara ef enginn finnur neitt við sitt hæfi. — E.Pá. Læknirinn er enn á lausum kili á laugar dagskvöld, hvernig sem fyrir honum fer f námunda við svo fá- klædda konu. Á SUNNUDAGSKVÖLD, 1. des- ember, kemur Vigdis Finnboga- dóttir á sjónvarpsskerminn með þáttinn „Það eru komnir gestir". Hún hefur valið aS viðmælendum annars vegar unga fslendinga, sem hafa eSa eru aS hasla sér völl erlendis, og hins vegar erlendan mann og konu hans, sem setzt hefur aS á islandi og kynnzt ts- lenzkum málefnum Fulltrúar hins fyrrnefnda eru Anna Björnsdóttir, sem fór utan til fegurSarsam- keppni í Manilla og er nú orSin kunn sýningarstúlka i London og Magnús Kjartansson úr Keflavik, en poppmúsik hans er aS veröa þekkt erlendis Eru ( þættinum innskot frá þeim báSum. Fulltrúar seinni liSarins eu Ludvig og Svava Storr og fá sjónvarpsgestir aS heimsækja þau meS VigdFsi á hiS fallega og sórkennilega heimili þeirra, sem er fullt af dýrgripum. En þau hjónin eiga m.a. fallega safngripi frá Grænlandi. Strax á eftir þessum þætti er á sunnudagskvöld kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen gerSi um meistara Þórberg ÞórSarson fyrir Þórbergur ÞórSarson á æskustöSvunum á Hala i SuSursveit, en þar hefst kvikmyndin um hann, sem Ósvaldur Knudsen gerSi fyrir 15 árum. HVAO ER AÐ SJA ? 15 árum, en sjónvarpiS fékk þessa mynd hjá Ósvaidi til sýningar vegna andláts Þórbergs nú ný- lega. Myndin byrjar á æskustöSv- um Þórbergs austur á Hala I SuS- ursveit. Er siSan fariS meS Þór- bergi víðar, t.d. heim til sr. Arna Þórarinssonar, þar sem Þórbergur segir eina af sögum hans, og einn ig heimsækir Þórbergur Ósvald í sumarhús hans viS SogiS. Ósvald- ur sagSi fréttamanni, aS Þórberg- ur hefSi líklega haft gaman af þessari kvikmyndun og veriS ákaf- lega liSlegur og góSur viS aS eiga, ekki t.d. taliS eftir sér aS koma austur til móts viS Ósvald sem þá var staddur austur i Öræfum. Myndin tekur 22 minútur og er í litum, sem ekki sést aS sjálfsögSi í okkar sjónvarpi. Sagði Ósvaldur aS þar sem myndin er þetta göm- ul, þá hafi hann aS sjálfsögSu ekki haft eins góS tæki og þau sem nú eru notuS. Þarna er gott dæmi um þaS efni, sem Ósvaldur hefur meS árunum fest á filmu og haldiS til haga fyrir seinni tima og verSur því dýrmætara, sem lengra líðui Kvikmyndin um Þorberg er vissu- lega dýrmæt heimildarmynd. Á miSvikudagskvöld verSur á skjánum annar þátturinn um land- hlutana, sem sjónvarpiS flytur. Þá er komiS aS Norðurlandi og stjórn- ar þjálfaSur sjónvarpsmaSur, Ólaf- ur Ragnarsson, þeim þætti. NorS- lendingarnir, sem taka þátt í um- ræSum eru allir I stjórn FjórSungs- sambands NorSurlands, Þeir eru Áskell Einarsson, framkvæmda- stjóri sambandsins, Brynjólfur Vigdís Finnbogadóttir ræSir viS einn af fjórum gestum I þættinum „ÞaS eru komnir gestir", Magnús Kjartansson, ekki fyrrverandi ráSherra heldur núverandi popplagahöfund. Sveinbergsson, oddviti á Hvammstanga, og formaSur þess, Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, og Heimir Ingimarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. Þeir ræSa um málefni fjórSungsins, en stjórnandinn sagSi okkur aS peir gættu þess líka, aS fólk annars staSar af landinu gæti haft gagn af þvi tali. Þvl beindust umræSur m.a. almennt að vandamálum þeirra, sem i dreifbýli búa og aS málefnum líðandi stundar í dreif- býlinu, en litið rakin söguleg atr iSi. NorSlendingamir skiptast á skoSunum og kom ýmislegt skemmtilegt fram hjá þeim, er þeir ræddust viS, — svo mjög aS tæknimenn i sjónvarpssal höfSu fengiS þvtlíkan áhuga á umræðum að þeir héldu áfram aS spyrja þá eftir þáttinn. Laugardagskvikmyndin, banda- riska myndir „My favourite Wife" eSa uppáhalds eiginkonan min, fær góSa dóma í kvikmyndaannál okkar. Þar f ær hún f jórar stjörnur i einkunn og sagt aS þetta sé af- bragSs grínmynd — á hverri min- útu skelli maSur upp úr. Garson Kanin gerSi myndina 1940. MeS aSalhlutverkin fara afbragðs leik- arar, Cary Grant, og Irene Dunne, sem leika hjónin, sem aðskilin eru, en konan er talin hafa drukknað 7 árum áður en leikur- inn hefst. Þá hefur maðurinn ákveðið að kvænast aftur, en fyrri eiginkonan kemur heim daginn eftir brúðkaup hans. Hún hafði komist lifs af ásamt öðrum manni og þau veriS á eySieyju. Af þessu sprettur aS sjálfsögSu mis- skilningur og grín, sem stundum er svolítiS fjarstæSukennt — en hlægilegt. Gary Grant og Irene Dunne ( hlutverkum sinum [ laugardagsmyndinni um uppáhaldseiginkonuna, en hún er sögð sprenghlægileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.