Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974 23 SÝNISHORNIÐ ----- Sveinbjörg Pálsdóttir, Grundargötu 3, Akureyri: „Ég get nú lítið horft á sjónvarpið vegna augnsjúkdóms, og í síðustu viku horfði ég á óvenju fátt. En ég iæt nú aldrei fréttirn- ar fram hjá mér fara, og horfi svona venjulega á einn þátt á kvöldi. I sjónvarp- inu er ég mest hrifin af viðtölum úr atvinnulífinu. Af þessum föstu framhalds- þáttum sem nú eru í gangi finnst mér Onedin-skipafélagið með því betra og ég er dálítið spennt fyrir því. Hins vegar finnst mér „Læknir á lausum kili“ að verða fyrir neðan allar heliur, en ég veit að margir hafa gaman af honum og auðvit- að er þetta smekksatriði. A útvarpið hlusta ég talsvert mikið, og núna er ég sérstaklega hrifin af kvöldsög- unni hans Theodórs Friðrikssonar, sem Gils Guðmundsson les. Ég fylgist líka með sögunni eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson sem Þorsteinn Gunnarsson les, og hef dálítið gaman af henni. Verst fellur mér nú við sinfóníurnar í útvarpinu. Það er nú senni- lega vegna þess að ég hef ekkert vit á músík. En ég er mjög gefin fyrir söng, og finnst stundum að t.d. kóra- og kvartett- söngur mætti koma í staðinn fyrir sinfómurnar." Valdls Óskarsdóttir, Kjartansgötu 2: I sjónvarpi horfi ég helzt á Heimshorn og Kastljós, ef ég á annað borð opna tækið, en aldrei á alla þessa framhaldsþætti. Mér finnst yfirleitt ekki taka þvi að horfa á sjónvarpið. Það er orðið hreinasta hörmung, dagskráin yfirkeyrð af fram- haldssögum og fræðsluþáttum, en sára- lítið af innlendu efni, sem ég mundi vilja fá. Ég vil taka það fram, að mér fannst „Fiskur undir steini“ gott framlag og hlakka til að sjá fleiri þætti frá sömu mönnum. Stundin okkar þykir mér mjög léleg, ekkert nema teiknimyndir og sögur með teiknimyndum. Mér finnst eiga að yanda miklu betur efni fyrir börn, nota t.d. tilbúnar figúrur með ívafi, eins og þeir voru söngfuglarnir og Glámur og Skrámur. Bezti barnatími, sem ég hefi séð, er Sesam Street, sem ég kynntist i sjónvarpi í New York. Þar er börnunum líka kennt að telja, þekkja stafina og margt fleira um leið og þeim þykir gaman. A útvarp hlusta ég litið nema ég detti niður á efni sem mér finnst athyglisvert. Helzt að ég hlusti á fréttir og þessa þætti, sem eru eftir fréttirnar. Þeir eru oft ágætir og fróðlegir. Árni Hreiðar Róbertsson, Bragagötu 26 A (9 ára) Mér þykir Onedín skipafélagið skemmtilegasti þátturinn í sjónvarpinu og horfi alltaf á hann. Það er svo gaman að sjá þá á seglskútunum úti á sjó. Barna- tímarnir eru líka ágætir. Sérstaklega er gaman að Fílahirðinum. Ffllinn getur gert svo margt, t.d. flutt tré. Leiðinlegastar finnast mér fréttirnar. Þá eru allir full- orðnir að hlusta og maður verður að þegja. skrá BBC Agnar Þórðarson me8 frumsamiS leikrit Helga les nýja útvarpssögu HVAD ER AÐ HEYRA? I útvarpsdagskránni má sjá athyglisverða dagskrárliði, þegar litiS er á vikuna 1.—7. desember. Á mánudag byrjar Helga Bach- mann lestur nýrrar útvarps- sögu eftir Karen Blixen, á þriðjudag færir Björn Th. Björns- son okkur I þætti slnum Á hljóðbergi dagskrá BBC vegna 1100 ára afmælis íslands- byggðar, og á fimmtudag verður frumflutt nýtt leikrit eftir Agnar Þórðarson „Fingraförá hálsi", svo nokkuð sé nefnt. Sagan Ehrenburg mun vera síðasta saga dönsku skáldkon- unnar Karen Blixen. Kom hún út á ensku árið 1963, en skáldkonan skrifaði mörg verka sinna á þvl máli, enda bjó hún lengi meðal enskumælandi fólks I Kenya. Kristján Karlsson þýddi bókina á íslenzku og kom hún hér út 1 965. Þýðingin er alveg gullfalleg, segir Helga Bachmann. Og er ekki að efa að skemmtilegt verður að hlusta á þennan framhaldssöguflutning, þegar leggja saman svo vandaðir listamenn sem Karen Blixen, Kristján Karlsson og Helga Bachmann. Hve miklu máli skiptir að góðir lesarar flytji góðar út- varpssögur höfum við heyrt í út- varpinu að undanförnu, er Þor- steinn Gunnarsson hefur lesið Gangvirkið eftir Ólaf Jóh. Sigur- jónsson. Helga sagði okkur. að það hefði glatt sig, þegar hún var beðin um að lesa einmitt þessa sögu, sem hún þekkti vel. Hún kvaðst vera ákaflega hrifin af skáldskap Karenar Blixen, byrjaði að lesa bók eftir hana eitt sinn i sumar- leyfinu og las svo önnur verk hennar i framhaldi af þvi t einni lotu. Raunar virðast lesendur annað hvort heillaðir af frásagnar- stil skáldkonunnar eða þeir kunna alls ekki að meta hann. Ehrenburg er stúlkunafn. Gerist sagan i til- búnu furstadæmi og fjallar um I___________________________________ prinsinn, sem búið er að gefa upp alla von um að eignist erfingja. En svo finnur hann eiginkonu og það rétta prinsessu, en hún er bara komin tvo mánuði á leið með erfingjann, þegar brúðkaupið er haldið Söguhetjan Ehrenburg er þó ekki sú, heldur nokkurs konar stássdama og merkileg söguper- sóna. Raunar hafa sögur Blixen oft þennan skemmtilega höfðingjahúmor og eru dásamlega snobbaðar. Sagan endist i 5 lestra, hálftima i hvert sinn, og var Helga Bachmann að Ijúka við að lesa Ehrenburg inn á band, þegar við höfðum samband við hana. ( þættinum Á hljóðbergi á þriðjudagskvöld verður forvitni- legt að heyra hátiðardagskrá brezka útvarpsins BBC, sem gerð var og flutt i tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Alan Boucher, sem búsettur er hér á landi, setti saman efnið, en hann starfaði lengi hjá BBC og gerði þá margar sögulegar dagskrár, m.a. fyrir skólasjónvarp. En þátturinn, sem tekur 45 minútur, var fluttur af starfsfólki brezka útvarpsins og útbúinn þar. Nú hefur Björn Th. Björnsson fengið hann til flutn- ings Á hljóðbergi og fengum við upplýsingar um gerð hans hjá hon- um. Björn sagði, að þessi þáttur væri mjög hugvitsamlegur og haganlega gerður, og forvitnilegur fyrir okkur, þó við þekkjum að sjálfsögðu efnið. Hann nefnist „The four Seasons of lceland" og landnámið, þjóðveldistimann, fátæktaraldirnar og nútimann — eða kannski bara árstiðirnar. En þarna eru ofnar saman svipmyndir úr sögu okkar og bókum allt frá öldugjálfrinu við vikingaskipshlið i upphafi landnáms og fram til nútímans. Þar eru fornsögur og kvæði, sögulegir atburðir og þýdd Ijóð. og ofið i „áhrifa-músik", allt frá helgisöngvum miðalcfa 'til rokk- tónlistar. Margir lesarar flytja dag- skrána, þar á meðal þekktir flytj- endur frá BBC, svo sem Sheyla Grant, og Gabriel Woolf og stjórn- andi er Michael Maser, sem hefur gert margar veigamiklar dagskrár i brezka útvarpinu. Verður for- vitnilegt að heyra hvernig brezkir túlka og flytja þetta íslenzka efni. Fimmtudagsleikritið í flokknum íslenzk leikrit verður nú i fyrsta sinn frumsamið leikrit, „Fingraför á hátsi" enda komið að nútima- höfundum. f sumar kom Þorsteinn Ö. Stephensen að máli við Agnar Þórðarson, þann nútimahöfund okkar, sem einna mest hefur unnið að leikritagerð (byrjaði 1955 með leikritinu „Þeir koma i haust"), og bað hann um að semja leikrit i tilefni þessa flutnings á islenzkum leikritum. Agnar átti drög að leikriti, en hefur síðan unnið að þvi að skrifa það og fullgera. Nafnið minnir svolítið á sakamálefni Agötu Christie, en þegar við höfðum orð á þvt við Agnar, veitti hann þær upplýs- ingar að þetta væri aðallega per- sónusaga, þó lögreglan kæmi að visu þar við sögu Itka. Og við höfum fyrir satt að atburðarásin sá spennandi. Þetta er nútímaleikrit, gæti gerzt nú alveg siðustu daga, að þvi er Agnar sagði. Aðalhlutverkin leika Þorsteinn Ö. Stephensen, sem er garðyrkjumaður og lista- maður I eigin heimi, Þóra Friðriks- dóttir, sem er Itfsreynd fyrirsæta. Erlingur Gislason er glæframaður, Pétur Einarsson rannsóknalög- reglumaður, Gunnar Eyjólfsson forstjóri og Anna Kristin Arngrims- dóttir óreynd stúlka. Leikstjóri er GIsli Alfreðsson. Sagði Agnar okkur að hann væri búinn að heyra flutninginn og væri mjög ánægður með túlkunina. Það verður gaman að heyra þetta nýja leikrit, sem bætist þarna í útvarpsbókmenntir okkar. Agnar hefur lagt þar ýmislegt gott til, svo sem skopleikinn Vixlar með afföllum og Ekið fyrir stap- ann. í útvarpssal á föstudagskvöld ræða menn undir stjórn Páls Heiðars Jónssonar um fjölmiðla og upplýsingaskyldu þeirra. Verður þátturinn, eins og áður, byggður upp af fólki i útvarpssal, áheyrendum sem hringja og mönnum, sem þekkingu hafa á efninu og eru sérstaklega fengnir til að ræða málið. Kvaðst Páll Heiðar ætla að reyna að fá rit- stjóra blaða og útgefendur, for- stöðumenn útvarps og sjónvarps og fréttamenn frá þessum stofn- unum og fjalla um það hvort fjöl- miðlarnir gegni þeirri upplýsinga- skyldu, sem ætla megi að þeim beri að gera. IGLEFS ÞRÁTT fyrir ýmsar breytingar á útvarpsdagskrá meö nýrri árstíð eða nýjum herrum, þá halda nokkrir fastir. liðir sínum sess ár eftir ár, lítt eða ekki breyttir. Og með tímanum verða slíkir þættir nokkurs konar hluti af lifi manns, ef maður á annað borð kann að meta þá og hlustar á þá, þegar tækifæri gefst. Tvo slíka fasta punkta á ég í dagskrá útvarpsins. Kannski af því að þeir eru á þeim tima, sem ég er oftar heima i rólegheitum en aðra tíma dagsins, en þó held ég a.m.k. ekki síður af því ég hefi af þeim ánægju. Annað er sigilda tónlistin milli kl. 9 og 11 á sunnudagsmorgnum og hitt er þátturinn Á hljóðbergi kl. 11 á þriðjudagskvöldum. Báða þessa þætti, svo ölikir sem þeir eru, hlusta ég á þegar ég má, það er að segja ef síðarnefndi þáttur- inn er ekki á einhverju tungu- máli, sem ég annað hvort skil ekki eða hefi of mikið fyrir aó hlusta á, til að nenna þvi seint á degi. Oft- ast er það þó enska, eða Norður- landamálin, sem mörg okkar a.m.k. höfum gagn af, enda kennd i skyldunámsskólunum og stöku sinnum franska eða þýzka. Báðir þessir þættir voru ein- staklega ljúfir i siðustu viku. Morguntónlistin á sunnudaginn sígild og þekkt, eftir Bach og Mozart. Engin sérstök ævintýri eða spenningur. Hver kærir sig raunar um að vakna til slíks á makindalegum frídegi? Hvað er þá indælla en að staulaSt að út- varpinu, snúa takkanum og láta fallega músik, sem ekki lætur mann hrökkva við, flæða um her- bergið með kaffilyktinni. Og þegar slíkur sunnudagsmorgunn upphefst með leik á sembal sem er mitt uppáhaldshljóðfæri, þá getur rólegur fridagur varla byrjað betur. Ég er fegin meðan nýjungagjarnir og duglegir út- varpsmenn hrófla ekki við þessum sígildu morgunstundum á sunnudögum. Hinn fasti þátturinn var lika við mitt hæfi í þessari viku. Á hljóðbergi færði útvarpshlustend- um eina af skemmtisögum banda- ríska höfundarins James Thurbers fyrir fullorðin börn, flutta á ensku. Og þó ég hafi alltaf gaman af að lesa eina og eina af þessum skrýtnu vel gerðu dæmi- sögum Thurbers og skoða kostu- legu teikningarnar hans, sem venjulega fylgja, þá er enn skemmtilegra að heyra þær vel lesnar og það var þessi vissulega, þar sem brezki leikarinn Peter Ustinov las hana. Það er gott að fá svona vel gerða og hressandi gamansögu seint á kvöldi, i lok langs vinnudags. En það er líka kostur hve seint þátturinn A hljóð- bergi er á dagskránni, því þá þarf hann ekki að trufla eða fara í taugarnar á þeim, sem ekki geta notfært sér hann vegna skorts á málakunnáttu. Hann er eiginlega ábót á venjulega dagskrá, sem þeir skrúfa fyrir, sem ekki kæra sig um. Aðrir eiga þar kost á perlum heimsbókmenntanna, fluttum af beztu lesurum og leik- urum heims. Og helzt eiga allir að fá eitthvað við sitt hæfi, ekki satt? — E. Pá. TÓNHORNIÐ Háskólakantata dr. Páis lsólfssonar verður flutt í út- varpi 1. desember kl. 3.30, að afioknu útvarpi frá hátíðarsam- komu stúdenta. Ljóðið gerði Þorsteinn Gfslason í tilefni af stofnun Háskóla Islands, en vegna 50 ára afmælis Háskólans árið 1961 samdi dr. Páll tónlistina. Er Háskóia- kantata hans fiutt nú til að minnast höfundarins, sem er nýiátinn. Andlát mætra manna og mikiimenna þjóðarinnar hafa nú á skömmum tíma orðið tii- eíni margra góðra dagskráriiða í útvarpi og sjónvarpi. Má þar nefna dr. Sigurð Nordal, Þór- berg Þórðarson og dr. Pál Is- ólfsson — auk Hallgrims Péturssonar, þó lengra sé frá því hann kvaddi. Er það vel að merkra manna sé minnst með flutningi verka þeirra. En mætir listamenn þjóðarinnar hverfa nú hratt — og þegar linnir má sjálfsagt merkja nokkuð tómahljóð 1 þessum fjölmiðlum. Háskólakantötu dr. Páls flytur Sinfóníuhljómsveit ts- lands undir stjórn Atla Heimis Sveinssonar. Guðmundur Jóns- son og Þjóðleikhúskórinn syngja. Að öðru leyti virðist ekki fyr- irhugaður músikflutningur, sem ástæða er til að vekja athygli á, I útvarpi eða sjón- varpi vikuna 1.—7. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.