Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974 35 Minning: Axel Olav Smith pípulagningameistari Axel Smith, pípulagninga- meistari, varð bráðkvaddur 20. þ.m. Axel var sonur Christjans Smith, montörs, sem hingað kom frá Noregi árið 1903. Fyrsta verkefni Christjans hér var að setja niður vélar í nýtt verksmiðjuhús, sem var i bygg- ingu hjá Jóhannesi Reykdal í Hafnarfirði. Christjan Smith sá hér mikla möguleika, og árið 1904 kom kona hans hingað með þrjú börn þeirra hjöna, sem fædd voru í Noregi. Börnin urðu alls sex, f jórir drengir og tvær stúlkur. Nú eru tveir bræðranna dánir, Sverrir, loftskeytam. og Axel Olav. Eftir að Smith-hjónin búsett sig hér á landi, varð Christjan fljótt athafnasamur pípulagninga- meistari, hafði m.a. umsjón með kaldavatnslögn frá Elliðaánum til Reykjavíkur, seinna tók hann að sér pípulagnir í margar stærri byggingar, s.s. Landspítalann, Elliheimilið, Kleppsspítalann og vann við Hótel Borg, þegar hann féll frá árið 1929. Það kom í hlut þeirra bræðranna, Öskars og Axels, að ljúka þeim byggingum, sem faðir þeirra hafði unnið við, og mun kunnátta þeirra og hæfi- leikar hafa dugað þeim vel, og verkefnin leystu þeir af höndum, svo sem best mátti verða. Þannig lærði Axel iðn sína af föður sínum og varð mikilvirkur í starfi. Ég kynntist Axel á striðsárun- um 1942 — 43, og varð hann einn félaganna í fa. A. Jóhannesson & Smith h/f., um nokkurra ára skeið. Axel var félagi góður og mátti ekki vamm sitt vita. Hann var mikill sómi sinnar stéttar, allt lék í höndum hans og hagsýnin var honum í blóð borin. Sem pipulagningameistari þjónaði hann mörgum þýðingar- miklum verkefnum, og vann hann m.a. fyrir Rannsóknarst. Háskólans, Landspitalann og Iðnaðardeild Háskólans. Þegar Hitaveita Reykjavikur var lögð á stríðsárunum, vann hann ásamt félaga sínum Jóhanni Pálssyni, pípulmeist., undir stjórn bróður síns, Oskars Smith, mörg vanda- söm og þýðingarmikil störf við slæmar aðstæður, enda var hér um brautryðjendastarf að ræða. Var mjög haft á orði, af öllum þeim, sem til þekktu, að þeir félagar hafi unnið starf sitt til mikils sóma fyrir islenska iðnaðarstétt, og leyst af hendi vandasöm verk, er fyllilega þoldu samanburð við það, sem best var gert í þessum efnum á erlendri grund. Axel giftist 1935 eftirlifandi konu sinni, Svanhvíti Backmann, ættaðri frá Vestmannaeyjum. Eignuðust þau fimm börn, eitt lést í æsku, en fjögur komust til fullorðinsára. Allt eru þetta efni- leg börn, og hafa tveir synirnir fetað i fótspor föður síns og num- ió iðn hans. Dæturnar tvær eru einnig giftar pípul.m., svo Axel Smith og kona hans hafa sannar- lega fjölgað í pipulagningastétt- inni. Athafnasamri ævi er nú lokið, og við félagar hans frá gömlum tíma þökkum honum góð kynni og biðjum honum Guðs blessunar. Aðstandendum öllum vottum við innilegustu hluttekningu. Aðalsteinn Jóhannsson. Einar Sveinbjörnsson Heiðarbœ — Kveðja F. 10. 9. 1917 D. 14. 11. 1974. Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi örskammt frá blessuðum lækn- um, rétt eins og forðum, og hlusta á vingjarnlegt raul hans renna saman við reyrmýrarþyt og skrjáf í snarrótarpunti, finna á vöngum þér ylgeisla sumarsólar og silkimjúka andvarakveðju í hári, er angan af jurtum og járnroðakeldum þyngist og jaðraki vinur þinn hættir að skraf a við stelkinn. Ef til vill færðu aftur að hvilast í grasi með amboðin hjá þér sem forðum, og titrandi hjarta mæla i hljóði fram þakkir til lækjar og ljóss, til lífsins á þessu hnattkorni voru i geimnum, til gátunnar miklu, til höfundar alls sem er. Öl. Jóh. Sigurðsson Mig langar til að minnast bróð- ur míns, Einars Sveinbjörnsson- ar, sem varð bráðkvaddur 14. þessa mánaðar. Ekki er meining- in að telja upp æviatriði hans; veit að það verður gert af öðrum. En ég finn fyrir svo djúpri löngun að láta þess getið, hve þakklát ég er fyrir að hafa fengið að vera i nánd við hann alla tið. Fyrir utan söknuðinn leitar þakklætið mest á hugann. Margs er að minnast, og yfir því öllu er birta og heiðríkja, sem geymist í huga. Einar var framúrskarandi góður drengur, í þess orðs fyllstu merkingu, sem allra vanda vildi leysa sem bezt hann gat, og hugsaði raunar ekki um hvort hann gæti það, heldur var það sjálfsagt að hans dómi. Minnumst við óteljandi atvika í því sambandi, og það hygg ég, að margur geri, eins og hjálpsemin var rík i fari hans, þó ég hirði ekki um að rekja það nánar, eða telja fram hans miklu og góðu eiginleika frekar. Hann var alltaf glaður og hýr, og naut frændfólk- ið hér á bæjunum Heiðarbæ og Skálabrekku þess yndislega í gegnum árin, á ótal stundum. Við huggum okkur við, að honum líði vel og bjart sé í kringum hann á hans nýja tilverustigi, og að endingu biðjum við honum guðs blessunar og friðar. Regína Sveinsbjarnardóttir. Helga Sessilíus- dóttir — Mig setti hljóða, er ég frétti lát mágkonu minnar, Helgu Sessilíusdóttur. Gat það verið, að hún sem alltaf virtist svo kát og hress væri farin frá okkur, já það var satt og kveðjan sem hún sendi ástvinum sínum og eiginmanni hinn 22. nóv. s.l. var hennar sið- asta kveðja. Helga var fædd 1. júní 1916 og uppalin i Reykjavik, dóttir hjón- anna Guðlaugar Gisladóttur og Sessilíusar Sæmundssonar, sem lengst af bjuggu á Öðinsgötu 4. í Rvk. Þau hjónin eignuðust sex börn, og var Helga elst þeirra. Þann 1. júní 1940giftist hún eftir- lifandi eiginmanni sínumGuðjóni Guðjónssyni, og bjuggu þau allan sinn búskap að Grettisgötu 79, hér i Reykjavík. Helga eignaðist ekki börn, en ást hennar á börn- um var mikil, og þeirrar ástar nutu bræðrabörn hennar i ríkum mæli. þakka henni fyrir allar þær Kveðja Ég vil ekki láta hjá líða að stundir sem hún sat hjá sonum mínum lék við þá og sagði þeim sögur, þær stundir verða þeim ógleymanlegar, þeir senda henni sérstakar kveðjur og þakkir fyrir allar samverustundirnar. Þær eru svo margar minningarnar, sem streyma fram í huga okkar, þegar /ið fréttum lát þess sem við höf- um þekkt lengi, þær minningar verða ekki fleiri skráðar hér. En við munum geyma minninguna um hana i hugum okkar og við biðjum guð að blessa Helgu Sessilíusdóttur og styrkja eigin- mann hennar um ókomin æviár. Hallfríður Stefánsdóttir. ATHYGLI skal vakin á þvf, aó afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðurn fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðvikudagsblaði, að berast I sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. OPIÐ TIL KL. 7 I KVÖLD OG TIL HÁDEGIS LAUGARDAG Stórar plötur Ringo starr Goodnight Vienna Moody Blues This is The Moody Blues Jack Bruce In From the Storm Joni Mitchell Miles of Aisles Gentle Giant The Power and The Glory Fancy Wild Thing Gregg Allman Gregg Allman Tour David Bowie Live John Lennon Walls and Bridges Jim Eroce Greatest Hits Santana Borboletta Neil Dimond Seranade Dave Mason Dave Mason Dave Loggins Appertice Leonard Cohen New Skin Al Green Explores Your Mind Unicorn Blue Pine Trees Jerry Goodman and Jan Hammer Like Children Ýmsir Gamlir Góðir History of British Rock Richard Betts Highway Call Three Degrees Three Degrees Bachman Turner Overdrive Not Fragile Litlar plötur Names, Tags, Numbers, Labels Albert Hammond Kung Fu Fighting Carl Douglas Everlasting Love Carl Charlton Ready Cat Stenens Please Mr. Psotman Carpenters Juniors Farm Wings The Heartbreak Kid Bo Donaldson & Dark Horse Heywoods George Harrison Rockin Soul Huges Cororation Touch Me Fancy A Womans Story Cher Beach Baby First Class Stop and Smell the Roses Mac Davis Einnig nýkomið mikið úrval af kassettum og 8-rása spólum. Sími 13008.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.