Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974 Brjóstsykursnáman eftir ALLAN PREVER fór hinn samvizkulausi tannlæknir Borri og að- stoðarmaður hans, Amal Gam að nafni, tveir svik- arar og labbakútar af verstu tegund. Þeir höfðu í huga að selja brjóstsykur fyrir utan barnaskólana til þess að börnin fengju skemmdar tennur ogþyrftu að leita á tannlæknástofu þeirra . . . Brjóstsykurskapp- hlaupið var byrjað. Rikki: Nú erum við bráðum komin. Þarna undan þessum bláu f jöllum er Grizzly-dalurinn. María: Er jarðarberjabragð af öllum brjóst- sykrinum? Emil: Hver veit. .. ef til vill er sítrónubragð af því, sem er neðar. Lalli: Mér finnst jarðarberjabragðið betra.... María (hrópar upp yfir sig): Sjáið þið ! Rikki: Hvað? María: Stiginn... hann svífur upp. Jói: Þarna eru náungarnir tveir komnir aftur... og þeir taka stigann... Rikki (kallar): Halló... látið þið stigann vera... Heyrið þið ekki hvað ég segi? Látið þið stigann vera... María (með grátstafinn í kverkunum): Nú komumst við ekki upp... Borri(fjær, hlær hæðnislega): Ha, ha, ha, líði ykkur nú vel þarna niðri. Rikki: Settu stigann niður aftur, segi ég. Borri: Ónei, drengur minn. Nú komið þið ekki upp fyrr en mér þókknast. Þið eruð starfsmenn Borra tannlæknis frá þessarri stundu . . . Námuverka- menn. . . (hæðnishlátur). Lalli: Þú getur hlegið, óþokkinn þinn, en við brjótum ekki svo mikið sem einn einasta brjóstsykur handaþér. Borri: Jæja, það er leitt... en ef til vill líkar ykkur svo vel þarna niðri í gryfjunni að þið kærið ykkur ekkert um að koma framar upp... María (skælir): Ég vil komast heim. Emil: Ætli við verðum ekki að hlýða honum. Rikki: Já, útlitið er ekki sem bezt. Við komumst alls ekki upp nema fá stigann... (kallar) Við skulum gera eins og þið segið okkur ef þið lofið að setja niður stigann. Borri: Já, þetta líkar mér. Þegar þið eruð búin að grafa upp nógu mikinn brjóstsykur, þá skal ég renna stiganum niður til ykkar. Aðstoðarmaður minn, Amal Gam, mun draga upp brjóstsykurinn í fötu, en fyrst rennir hann hökum og skóflum niður til ykkar. Jói (áhyggjufullur): Laglegt er það. Við erum sem sé fangar í brjóstsykursnámunni. Amal Gam (kallar): Halló, þið þarna niðri... takið þið við hökunum. DRATTHAGI BLYANTURINN c. 1 I : :> 1 2 0 " • c ANNA FRÁ STÓRUBORG SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD eftir Jórt Trausta. nftur í straum minna fyrri nautna, hálfmeðvitundarlaus af fögnuði. Það má hver lá mér, sem vill, en ég gat ekki annað. í-g gat ekki við það ráðið. Og þegar ég fann, að von var á nýjum ávexti af ást okkar, fannst mér stundum sem guð væri að hegna mér. En brátt varð þó móðurgleðin yfirsterk- ari. — F.kkert af þessari sælu og ekkert af þessum sára kvíða og lcyndu sorg kemur nokkum tíma aftur, — sem betur fer, því að ég væri ekki fær um að bera það. Þegar maður hefir ástvin sinn hjá sér, jafnast gleðin niður á dagana, vikurnar og mánuðina; hver tíminn fær sinn part. En þegar slík gleði kemur yfir mann fyrir langan tíma, kannske marga mánuði, í einu, þá er hún lamandi, nærri því deySandi. Þeg- ar margra daga óskir, margra einverustunda þrá fær svölun allt í einu, þá flytur slík sæla mann mörgum skrefum nær gröfinni. — Og svo stendur hugsunin um forboðið og hættuna yfir manni eins og jámi klæddur jötunn og segir: ÞiS verSiS aS skilja. Nei, vinur minn! Nú er hinn mikli sigur loksins, loksins unninn. Nú byrjar nýtt líf fyrir okkur. Nú hætta mennimir að hugsa um okkur og tala um okkur sín á milli; nú er ekkert lengur af okkur að frétta. Og nú hættir lögmaðurinn á Hlíðar- enda að hafa skapraun af okkur. Nú flýtur líf okkar áfram í kyrrð og rósemi og tilbreytingarleysi, sælli samvinnu og sameiginlegri ást til bamanna okkar. Ef okkur finnst tóm- legt, þá er það eingöngu fyrir það, að takmarkinu, sem við höfum keppt að, er náð, að saga lífs okkar, sem hefir verið svo fágæt og viðburðarík, er senn á enda. En þannig má ekki saga okkar enda, elskan mín. Nú eig- um við að setja okkur nýtt takmark til að keppa að. Nú eigum við að láta aSrar manneskjur njóta þess, hvaS hamingjan hefir veriS okkur fylgisöm. Nú eigum við að hjálpa öllum, sem við náum til og bágt eiga. Nú eigum við að reyna að vemda aðra frá því ranglæti, sem við höfum sjálf stunið undir svo mörg ár, og nú eigum við að sýna guði og mönnum það með ástúð og samúð og eindreginni samvinnu, að við höfum átt það skilið að fá að giftast, og mundum hafa átt það skilið, þó fyrr hefði verið. Er ekki þetta dálitið verkefni fyrir nýja lífið, sem nú er að byrja?“ Hún tók höfuð Hjalta í faðm sinn og sat lengi þegjandi, meðan kvöldgeislamir fóm dvínandi á skýjtmum í suðrinu. ATHUGASEMD Höfuðatburðir sögu þessarar eru sögulega sannir, gerðust á 16. öld, um og eftir siðaskiptin. Páll Vigfússom er faeddur um 1511. Hann var lögmaður sunnan og austan 1556—1569. Var hann þá sviptur lögmanns- dæmi og dó litlu síðar. Um fæðingar- og dánarár önnu er ókunnugt og sömuleiðis Hjalta. Vigfús Erlendsson hirðstjóri og síðar lögmaður, faðir þeirra Páls og Önnu, dó utanlands 1521. Ættin er frá Erlendi á Kol- beinsstöðum og Lofti ríka á Möðruvöllum. — 1571 var dæmdur dómur á alþingi um arf eftir önnu og Pál lögmann. Sótti það mál Árni Gíslason á Hlíðarenda, vegna konu sinnar, Guðrúnar Sæmundsdóttur, sem var systurdóttir Páls og önnu og vildi gera böm önnu óarfgeng. En Magnús, elzti sonur Hjalta og önnu, varði málið og vann það, þvi að næg skil- ríki voru fyrir þvi, að þau systkini hefðu sætzt að lokum og Páll leyft önnu að eiga Hjalta og gert böm þeirra réttborin (sbr. Alþ.bókina 1571). Nokkrir fleiri memi 03 atburðir í sögunni em „historiskir", en þó ekki nærri allir. —- Munnmælasögur em til um þau Hjalta (Bama-Hjalta) og önnu, og em þær beztu prentaðar í „Þjóðs. og munnmælum“ dr. Jóns Þorkelssonar, bls. 84—89. fncÖtnorgunkciffinu Ég les hér að lögreglan varar vegfarendur við vasaþjófum. Aldrei fór það svo, að ég næði mér ekki í mann í kvikmyndaiðnaðinum. Þú sérð um regnhlífina mína gamla. Jæja, sjónvarpið veldur ekki meira þunglyndi á )essu heimili en orðið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.