Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 42
Margur er knár... ÞAÐ sannast bærilega á danska knattspyrnumanninum Allan Simonsen, að margur er knár þótt hann sé smár. Simonsen, sem er aðeins 1,62 metrar á hæð, er nú markhæsti leikmaðurinn í v- þýzku 1. deiidar knattspyrnunni og í fyrradag sýndi hann enn einu sinni stjörnuleik með liði sínu Borussia Mönchengladbach, er það mætti spánska liðinu Real Zaragoza í L’EFA-bikarkeppninni í knattspyrnu. Þjóðverjarnir unnu stórsigur í leiknum 5:0 og skoraði Simonsen tvö markanna, og átti þátt í tveimur til viðbótar. Munu margir Islendingar muna eftir þessum lágvaxna pilti frá sfðasta landsleik Islands og Dan- merkur á Laugardalsvellinum, en Simonsen lék þá sinn fyrsta landsleik fyrir Danmörku og skoraði tvö mörk. anna gerðu Albercht og Kolecko. Ahorfendur að leik þessum voru um 40.000. Annað tékkneskt lið, Dukla Prag, var einnig í eldlln- unni og mætti hollenzka liðinu Twente Enschede í Prag og sigr- aði 3—1. Mörk Dukla gerðu Dvor- ak, Krumich og Nehoda, en Jeur- ing skoraði fyrir Hollendingana. Áhorfendur voru 7.000. Mikil barátta var í leik júgó- slavneska liðsins Partizan Bel- grad og v-þýzka liðsins FC Köln, sem fram fór í Belgrad. Staðan i hálfleik var 0—0, en í seinni hálf- leiknum, skömmu fyrir leikslok, tókst Vukotic að skora sigurmark fyrir heimamenn. Áhorfendur voru 18.000. Sænsku stúlkurnar sem sýna á fimleikahátíðinni. í leiknum i Mönchengladbach skoraði Simonsen þegar á áttundu mínútu og síðan aftur um miðjan fyrri hálfleikinn. Hin mörk heimaliðsins gerðu þeir Heynckes 2 og Bonhoff'eitt. Ahorfendur að leiknum voru aðeins um 10.000 talsins. Sá leikur, sem mesta athygli vakti í þriðju umferðUEFA-bikar- keppninnar, var viðureign hol- lenzka liðsins Ajax og ítalska liðs- ins Juventus. Leikur þessi fór fram á ítaliu og lauk með sigri heimamanna 1—0. Er nú aðeins spurningin hvort hið fræga Ajax- lið, sem er margfaldur Evrópu- meistari, nær að vinna upp þann mun á heimavelli sínum. Mark ítalska liðsins skoraði Damiani i fyrri hálfleik. Áhorfendur að leiknum voru 50.000. I Amsterdam i Hollandi áttust við heimaliðið FC Amsterdam og Fortuna Dusseldorf frá V-Þýzka- landi. Lauk leiknum með sigri Amsterdam 3—0. Husers skoraði tvö mörk og Kriegler gerði sjálfs- mark. Áhorfendur að leiknum voru 2.000. Um einstefnu var að ræða fleik grannrikjaliðanna Hamburger SV frá V-Þýzkalandi og Dynamo Dresden frá A-Þýzkalandi. Áttu vestanmenn leikinn allt frá upp- hafi og sigruðu 4—1. Mörk þeirra skoruðu Ole Björnmose 2, Volkerts 1 og Noglyi, en Schmuck skoraði mark austanmanna. — Það, sem merkilegast er við fimleikasýninguna að þessu sinni, er það, að okkur hefur tek- izt að fá hingað tvo erlenda sýn- ingarflokka, en slíkt er mjög erf- itt á þessum árstima. Og það, sem meira er, báðir þessir flokkar eru framúrskarandi, og skipaðir keppnisfólki, sagði Ásgeir Guð- mundsson, formaður Fimleika- sambands Islands í viðtali við Morgunblaðið í gær, þar sem fim- leikahátíð, sem sambandið gengst fyrir i Laugardalshöllinni nú um helgina, bar á góma. Fimleikasýningar 1. desember eru orðnar árviss viðburður og hafa Fimleikasambandið og iþróttakennarafélag islands jafn- an gengizt fyrir sýningu í Laugar- dalshöllinni þá. Nú stendur Fim- leikasambandið eitt að sýning- unum, sem verða laugardaginn 30. nóvember kl. 15.00 og sunnu- daginn 1. desember kl. 20.00. Asgeir Guðmundsson sagði, að þeir erlendu fimleikaflokkar, sem sýndu, væru frá Hermes í Kaup- mannahöfn og frá Husqvarna í Svíþjóð. Er Hermesflokkurinn skipaður drengjum á aldrinum 15—18 ára, og eru á meðal þeirra margir af fremstu fimleikamönn- um Dana í þessum aldursflokki. Verður þetta í síðasta sinn, sem þessi flokkur kemur fram opin- berlega. Ætlunin var, að hann hætti sýningum fyrir nokkru, en þegar piltunum bauðst Islands- ferð, var ákveðið að halda áfram að æfa með hana í huga. Tveir kennarar verða með flokknum, þeir Ingemann Olsen, sem verið hefur þjálfari flokksins um langt árabil og Bjarne Poulsen, sem nú er að taka við þjálfun hjá Hermes. Stúlkurnar frá Husqvarna eru 13 á aldrinum 16—18 ára, og hafa þær einnig verið í fremstu röð fimleikafólks á s.l. árum. M.a. urðu þær Svíþjóðarmeistarar i nokkrum greinum fimleika s.l. sumar. Á alþjóðlegu fimleika- • • Orn endurkjörinn formaður FRÍ Einn af Hermesdrengjunum. móti, sem fram fór i Hamborg fyrir nokkru, urðu þessar stúlkur í öðru sæti í flokkakeppni í nú- timafimleikum kvenna. Kennari stúlknanna er Caren Delden. Að þessu sinni munu 10—11 íslenzkir flokkar verða með í sýn- ingunum, en aðeins tveir þeirra eru frá skólum. Alls munu um 260 einstaklingar vera með i sýning- unum og verður því um mjög fjöl- breytta fimleika að ræða. Islenzku flokkarnir, sem sýna, eru eftirtaldir: Frá IR: Stúlknaflokkur undir stjórn Olgu B. Magnúsdóttur. Frá Armanni: Tveir stúlkna- flokkar undir stjórn Eddu Guð- geirsdóttur og Sigmundar Hannessonar. Frá Gerplu: Stúlknaflokkur undir stjórn Dönu Jónsson. Frá Björk f Hafnarfirði: Tveir stúlknaflokkar undir stjórn Hlín- ar Árnadóttur. Frá Iþróttafélagi kvenna: Kvennaflokkur undir stjórn Helgu Magnúsdóttur. Frá Æfingaskóla Kennarahá- skóla tslands: Flokkur undir stjórn Þórunnar Karvelsdóttur. Frá Barna- og gagnfræðaskóla tsafjarðar: Stúlknaflokkur undir stjórn Rannveigar Pálsdóttur. Frá lþróttafélögunum á tsa- firði: Piltaflokkur undir stjórn Guðmundar Ölafssonar. kjörnir þeir Sigurður Björnsson, Svavar Markússon, Þorvaldur Jónasson og Páll Ó. Pálsson. Auk þess eiga svo sæti f stjórninni þeir Magnús Jakobsson, sem for- maður laganefndar, og Sigurður Helgason, formaður útbreiðslu- nefndar. 1 varastjórn voru kjörn- ir þeir Einar Frímannsson, Gfsli Magnússon og Sveinn Sigmunds- son. Varaformaður laganefndar var kjörinn Sigfús Jónsson og varaformaður útbreiðslunefndar Tómas Einarsson. Á þinginu voru nokkrir leiðtog- ar heiðraðir fyrir vel unnin störf fyrir frjálsar íþróttir. Þeir voru: Gullmerki FRI: Þorvaldur Jónasson, Reykjavík, Einar Frí- mannsson, Kópavogi, og Hermann Sigtryggsson, Akureyri. Silfurmerki FRl: Stefán Peder- sen, Sauðárkróki, og Guðbjartur Gunnarsson, Snæfellsnesi. Eirmerki FRÍ: Jón Guðjónsson, Önundarfirði, Jón Magnússon, Reykjavik, Stefán Jóhannsson, Reykjavík, Gísli Magnússon, Sel- fossi, Sveinn Sigmundsson, Reykjavík og Pétur Eiðsson, Borgarfirði eystra. FORLEIKUR að landsleik tslands og Hollands f handknattleik kvenna í Laugardalshöllinni f fyrrakvöld var milli fslenzka landsliðsins eins og það var skipað 1964 og unglingalandsliðsins 1974.1 landsliðinu 1964 voru nokkrir leikmenn, sem leika enn í 1. deildar keppninni, eins og t.d. Hörður Kristinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. „Gömlu“ menn- irnir stóðust unglingunum ekki snúning í leiknum og töpuðu 16—19. Myndin var tekin er Hörður Kristinsson var að skora eitt marka ’64 landsliðsins. Áhorfendur voru 52.000. Tékkneska liðið Banik Ostrava sigraði ítalska liðið SC Naples þótt á útivelli væri, með tveimur mörkum gegn engu. Mörk Tékk- ÓRN Eiðsson var endurkjörinn formaður Frjálsfþróttasambands Islands á ársþingi sambandsins, sem fram fór á Akureyri fyrir skömmu. Með Erni í stjórn voru Allan Simonsen, í Ijósa búningnum, f baráttu við Rainer Zobel, leikmann með Bayern Múnchen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.