Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 44
nucivsincnR ^«r^*2248D RUCIVSIRCRR ^-«2248D FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974 Á lögreglustöðinni f Keflavík er unnið að lausn málsins frá þvf snemma á morgnana og fram yfir miðnætti. Frá vinstri Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógeta, John Hill rannsóknarlögreglumaður og Haukur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður. Ljósm Mbl. Arni Johnsen. Keflavíkursi ónvarpið: Þingsályktunartillaga Alberts felld 40 gegn 5 Þingsályktunartillaga Alberts Guðmundssonar um Keflavíkur- sjónvarp o.fl. var felld I samein- uðu þingi, að viðhöfðu nafnakalli, með 40 atkvæðum gegn 5. 14 þing- menn voru fjarverandi og 1 greiddi ekki atkvæði. Gagnstætt venju kom ekki fram tillaga um, að vfsa þingsáiyktun- inni til nefndar, og kom hún þvf til atkvæða, þegar að lokinni 1. umræðu. Eftirtaldir þingmenn greiddu þingsályktuninni atkvæði: Albert Guðmundsson, Guðlaugur Gísla- son, Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson og Matthias Mathiesen. Mótatkvæði greiddu: Asgeir Bjarnason, Benedikt Gröndal, Eðvarð Sigurðsson, Einar Ágústs- son, Eyjólfur Konráð Jónsson, Friðjón Þórðarson, Garðar Sig- urðsson, Geir Gunnarsson, Gils Guðmundsson, Guðmundur H. Garðarsson, Gunnlaugur Finns- son, Halldór Ásgrímsson, Halldór E. Sigurðsson, Helgi F. Seljan, Geirþrúður H. Bernhöft, Jón Helgason, Gunnar Sveinsson, Jónas Árnason, Karvel Pálmason, Átökin á Akranesi: Pilturinn er látinn PILTURINN, sem legið hefur meðvitundarlaus á gjörgæzlu- deild Landakotsspftala síðan hann lenti í átökum við afa sinn á Akranesi mánudaginn 18. nóv. s.I., lézt í fyrrinótt. Hann hét Sævar Már Aðalsteinsson til heimilis að Stillholti 6 Akranesi. Sævar heitinn var 18 ára að aldri, fæddur 1. desember 19S5, og hefði því orðið 19 ára á sunnu- daginn. Eins og fram kom i Mbl. á sinum tíma, hafði lögreglan af- skipti af piltinum á mánudags- kvöldið vegna ölvunar og flutti hann til afa hans og ömmu, þar sem pilturinn hélt til. Seinna um kvöldið fékk pilturinn æðiskast, braut rúður, húsgögn og tvær hurðir. Sá afinn þann eina kost að snúa piltinn niður og halda honum þar til honum barst hjálp lögreglunnar. Missti pilturinn meðvitund, og var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi og síðan á Landakotsspítala. Kon.„f hann aldrei til meðvitundar. Hermann G. Jónsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akranesi, tjáði Mbl. í gær, að beðið yrði eftir skýrslum lækna og niðurstöðum krufningar og síðan yrói málið sent saksóknara ríkisins til ákvörðunar. Dánarorsök væri ókunn. Afi piltsins svo og vitni hafa verið yfirheyrð, en afinn var aldrei úrskurðaður í gæzluvarð- hald. Halldór Blöndal, Lúðvík Jóseps- son, Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Ólafur Jóhannes- son, Páll Pétursson, Ragnar Arn- alds, Ragnhildur Helgadóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir, Stefán Jónsson, Stefán Valgeirsson, Steingrímur Hermannsson, Stein- þór Gestsson, Svava Jakobsdóttir, Sverrir Hermannsson, Tómas Árnason, VilhjálmurHjálmarsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Þórarinn Þórarinsson. Fjarverandi voru: Axel Jónsson, Eggert Þorsteinsson, Ellert B. Schram, Gylfi Þ. Gíslason, Ingi Tryggvason, Ingvar Gíslason, Jón Árnason, Jón G. Sólnes, Matthías Bjarnason, Oddur Ólafsson, Ólafur G. Einarsson, Pálmi Jónsson, Pétur Sigurðsson og Sighvatur Björgvinsson. Geir Hallgrimsson gerði þá grein fyrir atkvæði sínu, að hann teldi fullkomlega óeðlilegt að til- laga sem þessi hlyti ekki þinglega meðferð, þ.e. væri vísað til nefndar, sem fjallaði um efni hennar. Þar sem það yrði ekki, greiddi hann ekki atkvæði. „Hópurinn er far- inn að þrengjast” sagði Haukur Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður í gærkvöldi „VIÐ erum þegar farnir að þrengja hópinn, og ég hef aldrei verið bjartsýnni en einmitt nú, að við finnum manninn, og það fyrr en seinna," sagði Haukur Guð- mundsson rannsóknarlögreglu- maður I Keflavík í - samtali við Mbl. f gærkvöldi. Stöðugt berast nýjar upplýsingar til Iögreglu- stöðva um allt land, og f Keflavfk er þeim safnað saman og upplýs- ingum miðlað. Sfðan verður reynt að vinna úr þeim eins og kostur er á, en það er mjög tímafrekt, að því er Haukur tjáði blaðinu. Hringingarnar eru orðnar á annað hundrað, og nöfnin orðin um 80. Sumir hafa fallið út við fyrstu athugun, og þannig er hópurinn strax farinn að þrengjast. Grunur hefur þó ekki fallið á neinn ákveðinn mann ennþá. Ekkert hefur heldur spurst til Geirfinns Einarssonar. Svo virðist sem fólk fylgist al- mennt með þessu máli af miklum áhuga, og lögreglan hefur fengið jafnvel smæstu upplýsingar, sem þó gætu varpað ljósi á málið. Nefndi Haukur sem dæmi, að einn vinnufélaga Geirfinns hefði tekið eftir því, að hann hefði borið armband við vinnu sína á mánudaginn, en ekki á þriðjudag- inn, daginn sem hann hvarf. Þetta var kannað, og kom þá í ljós, að kona Geirfinns átti armbandið. ,,Það er greinilegt, að fólk fylgist náið með þessu máli og man jafn- vel smæstu atriði," sagði Haukur. Þá frétti Mbl. í gær, að maður nokkur hefði komið i sjávarpláss á Vestfjörðum á miðvikudaginn og óskað eftir vinnu. Þótti fólki þar manninum svipa til myndar- innar i blöðunum og hafði sam- band við lögregluna á Isafirði. Hún ræddi við manninn, og reyndist hann sárasaklaus, auk þess sem hann var frábrugðinn styttunni að því leyti, að hann var hrokkinhærður. Bjóst ekki við öðru” sagði biskup þegar hannheyrði um afgreiðslu útvarpsráðs UTVARPSRAÐ felldi á fundi slnum I gær með 4 atkvæðum gegn 2, beiðni biskups fyrir hönd kirkjuráðs um að stutt hugvekja yrði haldin I lok hverrar dagskrár. Morgun- blaðið hafði sfðan samband við herra Sigurbjörn Einarsson biskup og spurði hann um álit hans á þessari afgreiðslu. Hann sagði m.a.: „Ég bjóst ekki við öðruvísi afgreiðslu og þetta er endur- tekning á beiðni okkar frá þvf f hitteðfyrra er kirkjuráð fór fram á, að stutt andakt yrði haldin f lok hverrar sjónvarps- dagskrár." Upphaf þessa máls var að á kirkjuþingi var samþykkt að beina því til kirkjuráðs, að það færi fram á það við útvarpsráð, að það beitti sér fyrir þvi að haldin yrði stutt hugvekja í iok hverrar dagskrár. Biskup rit aði síðan útvarpsráði bréf um þessa beiðni, sem siðan var tekin til afgreiðslu í gær. Framhald á bls. 26. F éll niður á sval- ir og beið bana 19 ARA piltur beið bana f fyrri- nótt, þegar hann féll niður á sva’- ir á 3. hæð fjölbýlishúss við Kleppsveg f Reykjavfk. Pilturinn bjó á 4. hæð f næsta f jölbýlishúsi við hliðina, en húsin eru sam- byggð. Enginn var heima hjá hon- um og hann lyklalaus. Greip hann þá til þess ráðs að klifra upp svalirnar á næsta húsi, sem er 3. hæða, og af þaki þess ætlaði hann Yfir kr. í 3000 milljónir niðurgreiðslur SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur fengið hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, nema niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum á þessu ári, frá áramótum og fram til 20. nóvem- ber sl., 3.051,9 millj. kr. Á árinu 1973 námu niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum 2.085 millj. kr. 1 fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1975, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er gert ráð fyrir, að niðurgreiðslur á næsta ári muni nema 3.668,0 millj. kr. eða um 8,1% af heildarútgjöldum rfkis- sjóðs. (Sjá grein á bls. 30.) A árinu 1973 skiptust niður- greiðslur þannig, að 126,9 millj. kr. var varið til niðurgreiðslna á kartöflum, 736,4 millj. kr. var varið til niðurgreiðslna á kinda- kjöti og 1.223,7 millj. kr. var varið til niðurgreiðslna á mjólk og mjólkurvörum. Samtals námu niðurgreiðslurnar því 2.085 millj. kr. Frá áramótum og fram til 20. nóvember sl. hafa verið greiddar 123.8 millj. kr. vegna niður- greiðslna á kartöflum, niður- greiðslur á kjöti hafa á sama tíma numið 1.035,2 millj. kr. og niður- greiðslur á mjólk og mjólkur- afurðum hafa á þessu ári numið 1.892.8 millj. kr. Samtals hafa þvi niðurgreiðslur frá áramótum og fram til 20. nóvember sl. numið 3.051,9 millj. kr. Framhald á bls. 26. að komast inn ð svalirnar heima hjá sér og inn. Var hann kominn upp á svalir á 3. hæð og var að reyna að komast upp á þakið þeg- ar hann féll niður. Hefur hann að öllum lfkindum skollið með höf- uðið á steypt svalagólfið. Var hann látinn þegar að var komið skömmu sfðar. Pilturinn á marga ættingja úti á landi, og verður nafn hans því ekki birt að svo stöddu, að ósk lögreglunnar. Lögreglan var kvödd á staðinn rúmlega 3 í fyrrinótt. Þá hafði kona á miðhæðinni orðið vör við mannaferðir á svölunum hjá sér og gert lögreglunni viðvart. Þegar lögreglumennirnir komu á stað- inn sáu þeir, að svaladyr á efstu hæðinni, þ.e. 3. hæð, voru opnar. Klifraði lögreglumaður upp á svalirnar og fann hann piltinn þar liggjandi. Ekkert lífsmark var með honum, og þegar komið var með hann á Borgarspítalann var hann látinn. Er talið, að pilturinn hafi opnað svalahurðina á íbúð- inni og ætlað að stíga upp á hana og vega sig síðan upp á þakið. Hefur hann á einhvern hátt misst jafnvægið og fallið niður á sval- irnar. Hjón búa í þessari fbúð, og voru þau bæði að vinna þegar atburðurinn gerðist. Lík piltsins verður krufið í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.