Morgunblaðið - 08.12.1974, Síða 4

Morgunblaðið - 08.12.1974, Síða 4
4 ® 22-0*22* RAUDARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL T2 21190 21188 LOFTLEIÐIR Æbílaleigan V51EYSIR CAR RENTAL «.24460 * 28810 PIONŒETT Útvarp og stereo kasettutæki BÍLALEIGA Car Rental mjgj SENDUM 41660-42902 BÍLALEIGA CAR RENTALI Sá sem kynnist REMINGTON SF2 er um leið kominn í hóp þeirra sem segja: „Besta rakvél sem hægt er að fá“. OCF&GJ Laugavegi 178 simi 38000 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR'8. TJESEMBER 1974 Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: itt sinn þótti það sjálfsögð forsjáini á Islandi að banghagir, bjargáina bændur viðuðu að sér og rækju saman iikkistur að hafa til taks handa sér og húsfreyjum sfnum, þeg- ar kallið kæmi. Síðan var þess- um svörtu hvílurúmum skotið upp á skemmubita, þar sem þau biðu þess að tii þeirra yrði gripið. Sundum bar það við, að sami bóndi hafði smfðað sér margar kistur, þvi ekki voru allir jafn fyrirhyggjusamir og hann. Þá var sjálfsögð bróður- skylda að hlaupa undir bagga, ef einhver kvaddi þennan heim svo illa stæður að eiga sér ekki nátré eða Ifkfjalir. Alltaf mátti þá viða að sér á ný og tóm gafst til kistusmfði á löngum, veður- hörðum útmánuðum. — Það var í þá daga, þegar rétt þótti að vera við þvf búinn að mæta dauðanum, enda var þá tfmi til þess. Þá voru heimilin hornsteinar þjóðfélagsins. Það var engin ástæða til að velta vöngum yfir þvf, enda hefði fæstum komið til hugar, að sú trausta stofnun myndi nokkurn tfma leysast upp, jafnvel þykja úrelL Á þessum heimilum var tfmi til þess að sinna börnum, að ræða við þau, kenna þeim kvæði, sálmvers, bænir og búa þau undir lffið og jafnframt dauðann. Og það var ákveðinn tfmi til helgihalds innan þeirra veggja. Húslestrar voru þær helgistundir nefndar. Þá voru eilffðarmál hugleidd í ljósi kristinnar trúar. 1 samræmi við boð Krists bjuggu menn sig undir að mæta honum, hvort heldur yrði hér á jörðu eða f himnarfki. Engum kom til hug- ar að leggja upp í ferð án bænar, hvort heldur var á sjó eða landi. Og fyndi einhver dauð- ann nálgast, þá var sjáifsagt að senda eftir prestinum með hin helgu kvöidmáltíðarefni. Þá var ekki búið að finna upp þá „patentlausn" að nóg væri að taka sjálfan sig f gegn í öðru lífi, þvf þar hefðu menn ekkert annað að gera en hreinsa og fægja sinn innri mann og þroskast og þroskast. Þá væri lokið öllu byggingarvafstri, nefndarstörfum og marghátt- aðri fjáröflun og að auki tíma- frekri neyzlu nauðsynlegra af- þreyingarnautna, sem ekki yrðu teknar með yfir um mörk- in. En f dag erum við eindregið minnt á þá staðreynd, að kristn- um manni ber að vera viðbúinn komu Krists þegar hér f þessu lffi, án þess að boðuð sé mein- læti og ennþá sfður lffsafneit- un. Kristinn maður tekst á við lffið, gengur óhræddur til móts við vandamál þess og nýtur gæða þess á heilbrigðan hátt, en hann hefur orð Jesú Krists sem vegstjörnu og hann leitast jafnframt við að vera undir það búinn að mæta dómaranum, Kristi, þegar hann kemur. llann gerir sér grein fyrir þvf að fyrirheit um þroskamögu- leika á öðru tilverustigi er á haldlitlum rökum reist, ein- hverskonar froðuglit, sem sýn- ist tálfagurt. Kristi er það í mun, að við vöknum til vitund- ar um það, að boðskapur hans Lausn yðar er í nánd er sá sami nú á tfmum og hann hefur verið frá öndverðu. Það verður ekkert af honum klipið að geðþótta manna né heldur hnoðað til eins og leirinn. Hann minnir á það í dag, að jörðin muni líða undir lok og munum við sjá þess ýmis tákn, þegar þar að kemur. „Og þá munu menn sjá manns-soninn koma f skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, þvf lausn yð- ar er f nánd.“ (Lúk. 21. kap. 27—28). Danski presturinn og skáldið, Kaj Munk, greinir frá þvi f prédikun út af texta dags- ins í dag, að eitt sinn hafi hann verið staddur f garðinum sín- um „á yndisfögrum sumar- morgni, alveg hugfanginn af unaði lífsins. Þá heyrði ég allt í einu undarlegt hljóð f loftinu, og mér varð hugsað: Það skyldi þó aldrei vera, að Drottinn sé að koma aftur? Það upplýstist sfðar, að björgunarbáturinn var að æfingu úti fyrir, og að eldflugu hefði verið skotið af honum. En ég hvorki hló að sjálfum mér, né skammaðist min. Eg hafði komist að nokkru hjá sjálfum mér, sem ég gladdist yfir. Og ég gleymi aldrei þeirri hamingjutil- finningu, sem gagntók mig við þá hugsun, að það hefði getað verið hann. Fegri krýning fannst mér ekki þessi fagri sumarmorgunn geta fengið". En sfðan bætir hann við: „Og þó — á deginum mikla, þegar þeir, sem í gröfun- um búa, ganga fram fyrir hinn eilffa, þá verðum við með mikl- um hjartslætti, bæði þú og ég, það hljótum við að játa.“ Svo hispurslaust fjallaði þessi eld- sál um þá framtfðaratburði sem vfsa staðreynd. Kaj Munk var sjálfur lifandi dæmi um það að ekkert er fjær kristinni trú en lffsflótti eða leyndar- dómsfullur moðreykur. Við er- um f þörf fyrir þá Ijósu, lifandi trú, sem án ofstækis agar, hvet- ur og eyðir kvfðanum. Látum orð heilagrar ritningar gróður- setja þá trú f hjörtum okkar og gefum okkur tfma, jafnvel mitt í dagsins önn, til að vökva hana með kærleiksþjónustu við Guð og menn. Göngum f hús Drott- ins og gefum honum dýrðina. Ærinn starfi hjá Bridgesambandinu HIN nýja stjórn BSl hefur nú hafið störf af miklum krafti og eru mjög mörg mál í vinnslu og framkvæmd. Fyrst og fremst er verið að kanna fjárhag sambands- ins, en sem kunnugt er er hann mjög báborinn. Á því sviði þarf að gera stórátak — fá stuðning frá opinberum aðilum og skipuleggja betur þær keppnir, sem gefa af sér peninga, þ.e. firma- og bikar- keppnina. Firmakeppnin gaf í fyrra milli 250 og 300 þúsund kr. tekjur og bikarkeppnin liðlega 100 þúsund kr. en þeir peningar, sem inn koma fyrir bikarkeppn- ina, renna óskertir til unglinga- starfsins. Stjórn BSf hefur einnig mikinn áhuga á að opna skrif- stofu og fá sima en i dag er það nánast útilokað vegna peninga- skorts. Félagiö hefur póstbox í Kópavogi og er það eini sam- bandsaðilinn við sambandið fyrir landsbyggðina. Númer póst- boxsins er 256. Félagaskrá sambandsins er einnig í miklum ólestri og hefur stjórnin tekið það mál föstum sökum, skrifað og hringt út um landið þvert og endilangt — en þar sem skrár þessar vilja fljótt verða úreltar þ.e.a.s. við hvert stjórnarkjör, og verður að fylgjast mjög vel með þeim. LÖg sambandsins svo og reglur fyrir keppnir vetrarins hafa verið endurskoðuð og fjölrituð og hefur verið send plastmappa til allra aðildarfélaga innan BSl með ýmsum gögnum varðandi starfið f vetur. Þá hefur borizt bréf frá Evrópusambandinu til BSI og er spurzt fyrir um hvernig unglinga- starfið gangi á Islandi og boðizt til að veita sambandinu aðstoð og upplýsingar um hvernig starfinu er háttað á Norðurlöndunum. Bréf hefur borizt frá bridgefé- lagi háskólans í Oxford um al- heimsunglingakeppni, sem á að fara fram í febrúar. Þetta mál hefur BSl þegar sett í gang og tjáði forseti BSl mér, að sjálfsagt væri að taka þátt í keppninni og myndi hann tilkynna þættinum nánar um keppnina þegar hann hefði fengið gögn frá Oxford. Ég hefi nú drepið á það helzta og stærsta, sem er að gerast hjá BSl i dag, en að sjálfsögðu er farið að skipuleggja firma- og bikarkeppnina sem og aðrar keppnir vetrarins en ég mun koma að þeim síðar i þættinum. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá nýkjörnum forseta BSl Hjalta Elíassyni en hann hefur haft mjög góð samskipti við þáttinn síðan hann tók við starfinu. Frá Bridgefélagi kvenna: Eftir 14 umferSir I „barometer"-tvfmenningskeppni félagsins. eru eftirtaldar konur efstir: A-riðill: Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir 1029 Elln Jónsdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 1009 Guðrún Bergsdóttir — Sigriður Pálsdóttir 961 Ingibjörg Halldórsdóttir — Ósk Kristjánsdóttir 945 B-riðill: Guðrún Einarsdóttir — Guðrún Halldórsdóttir 1011 Guðrún Bjartmarz — Sólveig Bjartmarz 1005 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 996 Sigrún isaksdóttir — Sigrún Ólafsdóttir 972 Meðalskor: 896 stig. Siðustu þrjár umferðirnar verða spilaðar mánudaginn 9. desem- ber, og hefst keppnin kl. 8 e.h. stundvislega, og er það siðasta spilakvöld félagsins á þessu ári. XXX Orðsending til allra bridgefélaga á landinu Sendið inn skýrslur um stjórnir og fulltrúa bridgefélaganna eins fljótt og við verður komið. Sam- bandið hefur póstbox i Kópavogi nr. 256. Mjög áríðandi er að fá þetta hið allra fyrsta. Frá Bridgesambandi íslands. Nú er lokið sex umferðum i aðal- sveitakeppni Bridgefélags Reykja- víkur og sveit Þóris Sigurðssonar hefur heldur aukið forskot sitt. Röð og stig efstu sveitanna er nú þessi: Sveit stig. Þóris Sigurðssonar 1 07 Helga Sigurðssonar 88 Jóns P. Sigurjónssonar 80 Hjalta Elfassonar 75 Þórarins Sigþórssonar 75 Jóns Hjaltasonar 69 Þess ber að geta, að sveit Hjalta á ennþá ólokið tveimur leikjum og er staða hans þvf væntanlega betri en taflan sýnir. Næsta umferð verður spiluð I Domus Medica n.k. miðvikudagskvöld kl. 20. XXX Frá bridgefélaginu Ásarnir í Kópa- vogi: Þegar 8 umferðum af 18 er lokið I sveitakeppninni er staða efstu sveita þessi: Sveit stig Rúnars Lárussonar 133 Valdimars Þórðarsonar 121 Þorfinns Karlssonar 113 Páls Þórðarsonar 110 Þorsteins Jónssonar 97 Spilaðar eru 2 umferðir á kvöldi og spiluð tvöföld umferð, þannig að allar sveitir spila saman tvi- vegis. Næstu tvær umferðirnar verða spilaðar á mánudaginn I Félagsheimili Kópavogs og hefst klukkan 20. A.G R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.