Morgunblaðið - 28.12.1974, Side 7

Morgunblaðið - 28.12.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974 7 Sovézkt eld- flaugaskip af gerðinni Kir- vac 8 sjómíl- ur undan suðaustur- strönd ís- lands í sept- ember 1973. Dagblað alþvðunnar: „Sovézkir endurskoðunar- sinnar einráðir á höfunum umhverfis N-Evrópu EINS og skýrt var frá f Mbl. fyrir skömmu birtist f sl. mán- uði grein f Dagblaði alþýðunri- ar f Peking undir fyrirsögninni „Sovézkir endurskoðunarsinn- ar einráðir á höfunum um- hverfis N-Evrðpu“. Mbl. hefur nú borizt þessi grein f hendur og fer hún hér á eftir. Hafsvæðin umhverfis Norð- urlöndin hafa að mestu fallið undir yfirráð Sovétríkjanna í kapphlaupi stórveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, um flotayfirráð á heims- höfunum. Sovétmenn nota nú Barentshaf óhindraðir sem sigl- ingaleið fyrir herskip sin á leið til fjarlægra staða. Sovétmenn hafa við suðurströnd Barents- hafs mjög mikilvæga flotastöð, sem er skammt frá Murmansk, en þar leggur sjóinn aldrei og siglingaleiðin því alltaf opin. Eystrasalt er einnig stytzta siglingaleiðin fyrir 'sovézk her- skip út á Atlantshaf, Norður- sjó, Noregshaf og höfin vestur og SV af Norðurlöndunum og þar eru oft sovézk herskip á siglingu og við æfingar. Sovét- rikin hafa mikinn herstyrk við norðurodda Evrópu i þeim til- gangi að reyna að ráða yfir N- Atlantshafi og Noregshafi. Norðurfloti og Eystrasaltsfloti Sovétrfkjanna, sem eru tvær stærstu deildir sovézka flotans, eru við hliðið að N- Evrópulöndunum. Tundurspill- ar þessara flotadeiida eru um 40—50% af öllum tundurspill- um sovézka flotans og freigátur um 55% Á síðustu 10 árum hafa sov- ézku endurskoðunarsinnarnir og hert útþenslustefnu sina til yfirráða á úthöfunum. Flota- deildir þeirra sjást æ oftar á siglingu og við æfingar á Bar- entshafi og Eystrasalti og nú hafa þeir teygt sig yfir á Nor- egshaf, Norðursjó og inn á mitt N-Atlantshaf. Dagblöð á Vest- urlöndum hafa skýrt frá því, að sovézku endurskoðunarsinn- arnir hafi dregið fremstu varn- arlinu sína frá Grænlandi um Island og Færeyjar og vinni að því að færa hana enn lengra vestur á bóginn. Tíðar siglingar mikils hluta alls sovézka flotans á höfunum umhverfis N- Evrópu ógna alvarlega öryggi nærliggjandi landa. Fram hef- ur komið i vestrænum blöðum, að þetta svæði sé orðið „viður- kennt sovézkt svæði". Snemma á árinu 1968 héldu sovézku endurskoðunarsinn- arnir mikla flotaæfingu á Nor- egshafi, sem yfir 50 skip tóku þátt í. 1970 héldu svo þessir sömu striðsmangarar gifurlega umfangsmiklar flotaæfingar á níu hafsvæðum um allan heim, með þátttöku um 200 herskipa. Þá héldu sovézku endurskoðun- arsinnarnir mikla flotaæfingu í mai sl., aðeins um 400 milur norður af Bretlandseyjum og vakti þessi æfing mikinn ugg meðal manna í Bretlandi, Nor- egi, Hollandi og öðrum löndum. Framferði sovézku endur- skoðunarsinnanna á þessum höfum ber vott um algera lítils- virðingu fyrir íbúum þessara landa. 1 júlí 1973 neyddi sovézkur tundurspillir danskan varðbát til að breyta um stefnu á frjálsu úthafi á Eystrasalti og vakti sá atburður mikla reiði meðal danskra stjórnvalda og var lýst sem dæmigerðu atviki fyrir yfirgang Sovétmanna gegn smáþjóðum. 1 ágúst 1973 sigldi sovézkt flutningaskip inn í sænska höfn með um 70 óskráð sjóliðsforingjaefni í greinilegu njósnaskyni. Var skipið rekið úr höfninni, er í ljós kom, að það var búið ólög- legum rafeindanjósnatækjum. 15. maí í vor læddist sovézkur kafbáturinn i sænska landhelgi til að njósna um sænska flota- æfingu. Kafbáturinn slapp, eft- ir að sænsk herskip höfðu elt hann og skotið á hann. Hernaðarógnanir sovézku endurskoðunarsinnanna á þess- um slóðum hafa vakið stjórnir og ibúa þessara landa til um- hugsunar og er fylgzt nákvæm- lega með ferðum sovézkra her- skipa. Þá er önnur hlið á yfirgangs- semi sovézku endurskoðunar- sinnanna og það er rányrkjan á náttúruauðæfunum, sem er að finna í Barentshafi, Noregshafi og Eystrasalti. Norrænir fiski- menn kvarta sáran yfir yfir- gangi sovézku verksmiðjutogar- anna á fiskimiðum sínum sem þeir segja að fari eins og ryk- sugur yfir miðin og hreinsi burtu allan fisk með stórvirk- um veiðarfærum. Öttast fiski- mennirnir, að innan fárra ára verði engan fisk að finna á þessum miðum. Um miðjan síðasta áratug fundust miklar olíulindir undir botni Barentshafs og á norska landgrunninu og hafa sovézku endurskoðunarsinnarnir reynt að sölsa undir sig miklu af þess- um auðæfum og með yfirgangs- semi að hagnast á kostnað hags- muna nærliggjandi landa. Springdýnur Gerum við notaðar springdýnur. Skiptum um áklæði ef þess er óskað. Tilbúnar samdægurs. Opið til kl. 7 alla daga. K.M. Springdýn- ur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði, sími 53044. Tapast hefur karlmannsúr, CARAVELLE, finnandi vinsamlegast hringi i síma 1 5400. Aðalfundur Sölumannadeildar V.R. verður haldinn að Hótel Loftleiðum í Leifsbúð, I dag laugardaginn 28. desember 1 974 kl. 1.30 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. Skipstjóra- og stýrimannafélagið „ÆGIR" heldur aðalfund sinn að Bárugötu 1 1, föstu- daginn 3. janúar 1 975, kl. 1 7.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. „ . Stjornin. NORRÆNI MENNINGARSJÓÐURINN 1975 Stjórn Norræna menningarsjóðsins mun hafa samtals 5.500 000 danskar krónur til umráða og úthlutunar á árinu 1 975 Sækja má um styrk úr sjóðnum til norrænna samstarfsverkefna á sviði vlsinda, kennslumála, alþýðumenntunar, bókmennta, tónlistar, mynd- listar, leiklistar, kvikmyndagerðar og annarra listgreina — einnig til menningarlegrar kynningar- og fræðslustarfsemi. Þá má einnig sækja um styrk til upplýsingastarfsemi um norrænt menningarsamstarf og um menningarllf á Norðurlöndum, hvort heldur sú starfsemi fer fram á Norðurlöndum eða utan þeirra Veita má styrk úr sjóðnum til norrænna verkefna, sem samkvæmt áætlunargerð lýkur á ákveðnum og tiltölulga stuttum tima. Einnig má veita styrk til norrænna verkefna, sem samkvæmt eðli sinu eru varanleg og lýkur ekki í eitt skipti fyrir öll. Yfirleitt er þó styrkur til slikra verkefna einungis veittur fyrir ákveðið timabil, sem stjórn sjóðsins sjálf afmarkar. Þó er yfirleitt þvf aðeins veittur styrkur úr sjóðnum, að verkefnin, sem styrkt eru, snerti að minnsta kosti þrjú Norðurlönd Ekki er veittur styrkur úr sjóðnum til einstaklingsframkvæmda, til dæmis til náms- styrkja og þess háttar. Sé sótt um styrk til vfsindaverkefna, er þess venjulega krafizt, að verkefnin séu unnin I raunverulegri samvinnu milli vfsindamanna frá Norðurlöndunum, smb tilgangsgrein ! lögum Norr- æna menningarsjóðsins Það er venjulega ekki mögulegt að veita styrk til framkvæmda, sem þegar eru hafnar og eitthvað á veg komnar Þó má gera undantekningu frá þessari reglu, ef um er að ræða framkvæmdir, sem byrjað hefur verið á i reynsluskyni. Það er hrein undantekning, að veittur sé styrkur til að rétta við fjárhagslegan halla á framkvæmdum, sem er lokið Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar Norræna menningarsjóðsins Umsækjandi fyllir út sérstakt umsóknareyðublað, sem fæst hjá Nordisk Kulturfond, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhvn K. Sfmi: (01) 11 47 11 og hjá Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík Umsóknarfrestur fyrir seinni helming ársins 1975 rennur út 15. febrúar 1975. Afgreiðslu umsókna, sem sendar hafa verið fyrir þennan mánaðardag, mun samkvæmt áætlun vera lokið um það bil 15. júnf 1975. í júnf 1975 verður auglýst á nýjan leik um veitingu styrkja úr sjóðnum og þá fyrir árið 1976. Frestur til að sækja um styrki fyrir fyrri helming ársins 1976 rennur út 1 5 ágúst 1975 Stjórn Norræna menningarsjóðsins og alþjóðaár kvenna 1975 ( tilefni þess, að ákvarðað hefur verið að gera árið 1975 að alþjóðaári kvenna, hefur Norræni menningarsjóðurinri ákveðið að leggja til hliðar allmikla upphæð af fé þvf, sem sjóðurinn hefur til umráða 1 975, i þvi skyni að styrkja menningarleg samstarfsverkefni meðal kvenna; og þá ekki einungis verkefni, sem miða að þvf að breyta hinu hefðbundna verksviði kvenna, heldureinnig hinu hefðbundna verkefni karlmanna. f þessu tilefni óskar sjóðurinn sérstaklega eftir umsóknum frá sam- böndum, kvenfélögum og öðrum, sem vinna að verkefnum í sambandi við alþjóðaár kvenna 1975. Frestur til að senda inn slfkar umsóknir rennur út 25 janúar 1975, og gert er ráð fyrir að afgreiðslu þeirra umsókna, sem berast, sé lokið i febrúar 1975. Veita má styrk til norræns menningarlegs samstarfs á sviði vísinda, fræðslumála og annars menningarsamstarfs, samkvæmt venjulegum reglum sjóðsins, eins og nefnt er að ofan. Senda ber umsóknir til stjórnar Norræna menningarsjóðsins og á umsóknareyðublöðum sjóðsins. Umsóknareyðublöð og nákvæmari upplýsingar getur maður fengið með þvf að snúa sér til Nordisk Kulturfond, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K Simi (01) 1 1.47 1 1 Stjórn Norræna menningarsjóðsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.