Morgunblaðið - 28.12.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 28.12.1974, Síða 23
fögru Katlafossa, sem Jóhannes skáld úr Kötlum kenndi sig viö. Faðir Jóhannesar bjó á þessu ör- reytiskoti, sem er smábýli úr landi Ljárskóga og heitir Ljár- skógasel. I einu bezta kvæði Jóhannesar „Karl faðir minn“, lýsir hann högum kotbóndans snilldarlega, svo og baráttu hans við óbiíð náttúruöflin á Ljár- skógaheiðinni. Eins og byssuskotið í Sarajevo árið 1914 umbreytti hinum rómantíska blæ Mið-Evrópu má segja að heimsstyrjöldin síðari hafi þurrkað út heim sveita- rómantikurinnar. Hinn hugljúfi tónn rómantísku skáldanna allt frá dögum Jónasar til Stefáns frá Hvítadal, sveif yfir Ljárskóga- heimilinu. Heimilisfólkið, 8 systkini, foreldrar og aðkomufólk lifði og hrærðist í hinni ljóðrænu veröld, sem einkenndi þessi siðustu ár fyrir seinni heims- styrjöldina. Að dagsverki loknu settust allir, ungir sem gamlir, við gamla eldhúsborðið. Anna hús- freyja stóð við gömlu AGA koks- eldavélina, sem eldur logaði í dag og nótt. Hún bar á borð það sem tilreitt var hverju sinni. Það voru færri kvöldstundirnar, sem ekki var sungið eða lesin ljóð og þá oft fram á rauða nótt, enda öll fjöl- skyldan ljóðræn og söngelsk. A þessum árum var yngsti sonurinn Jón að ljúka mennta- skólanámi, en dvaldist heima á sumrum. Hann var þá orðinn landsfrægur fyrir söng sinn með M.A. kvartettinum. Söngrödd Jóns frá Ljárskógum þarf ekki að lýsa, hana þekkja flestir. Tryggð hans við landið og æskustöðvarnir kemur fram í flestum hans ljóðum. Hin mjúka bassarödd AMERÍSKAR NOMA JÓLATRÉS- PERUR (Bubble light) SÖLUSTAÐIR: Hekla h.f., Laugavegi 1 72, R. Lampinn, raftækjaverzlun, Laugavegi 87, R. Raflux, s.f., Austurstræti 8 R. Rafmagn, Vesturgötu 1 0, R. Heimilistæki s.f., Hafnarstræti 3, R. Lýsing s.f., Hverfisgötu 64, R. Raftækjaverzlun Kópavogs, Álfhólsvegi 9, Raftækjaverzlun Hafnarfjarðar, Strandgötu, Vikurbær, Hafnargötu 28, Keflavik, Verzlunin Kjarni, Vestmannaeyjum. HEKLAH.F. LAUGAVEGI 1 70—1 72 — SIMI 21240 O Jfltjrflimblaíúb nucivsincflR 4Ö*-»224B0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974 23 hans seiddi fram hina fegurstu tóna. Hann gat gert einföld þjóð- lög að perlum. Næmi hans fyrir ljóðum og tónum var einstök, eins og vel sést í þeim ljóðum er hann gerði við lög Stephans Foster, svo og mörg fleiri sem M.A. kvart- ettinn söng og urðu strax fleyg um landið. Þrátt fyrir það, að flest ljóða hans voru ort yfir 25 ára aldur, liggja eftir hann 3 ljóðabækur. Væri það mikill fengur ef út yrðu gefin á ný bestu ljóð hans, þar sem ljóð hans eru aðeins í fárra höndum. Þeir sem nutu návistar hans á heimili hans í Ljárskógum, munu honum seint gleyma. Við fráfall Guðmundar eru aðeins þrír Ljárskógabræðra á lífi. Þeir Hallgrímur fyrrverandi simstöðvarstjóri, skáld og fræði- maður í Búðardal, Ingvi, búsettur í Grindavik og Bogi, er dvelst nú að Fellsenda í Dölum. Hallgrímur er annar Ljárskógabræðranna sem eftir liggur töluvert af rituðu máli, m.a. ljóðabók, er út kom árið 1958. öll voru þau systkin vel skáldmælt. Þau sem látin eru auk Guðmundar eru Jón, Sólveig, Ragnheiður og Fríða, sem var yngst systranna. Öll þessi systkini báru ættarmót foreldranna, hávaxin, björt yfirlitum með fallegan andlitssvip. Stærð Ljárskógajarðarinnar gerir hana að einni beztu fjárjörð landsins, enda var stolt Guð- mundar hið fallega fé, er hann ávallt átti. Við umhirðu þess fékk hann notið hæfileika sinna. Hesta átti hann yfirleitt góða og hafði af þeim yndi. Því miður varð Guðmundur fyrir því áfalli, eins og flestir f jár- bændur landsins, að verða að sjá á eftir bústofni sínum vegna niðurskurðarins og skeði það fljótlega eftir að hann tók við jörðinni. Þegar hann hafði með ærinni fyrirhöfn komið sér upp nýjum bústofni, gaus upp sami sjúkdómurinn að nýju í því gönguhólfi sem hans fé var í og varð hann því fjárlaus aftur um sinn, þó ekki fyndist ein einasta kind sýkt hjá honum. Þetta hafði mikil áhrif á hans viðkvæmu lund og má telja að þetta hafi haft varanleg áhrif á heilsu hans og starfskraft. Þrátt fyrir erfiðleika þessa, tókst honum að ná upp afbragðs fjárstofni, sem hann gat verið stoltur af, enda margverð- launaður fyrir. Guðmundur var vel gerður maður. Hvers manns hugljúfi, hjálpsamur og raungóður. Hann varð ungur grenjaskytta með föður sfnum og tók við þvl starfi af honum. Guðmundur var ráðu- nautur um ref'arækt hjá Búnaðar- félagi Islands og ferðaðist mikið um landið sem slíkur. Kynnti hann sér þau fræði f Noregi, þar sem hann dvaldist tvisvar. Einnig nam hann ljósmyndun hjá föður sfnum og síðar hjá Jóni Kaldal. Stundaði hann þessa iðn lftillega. Guðmundur var vel hagmæltur, þó hann flikaði því lítt. Guðmund- ur Jónsson, bóndi í Ljárskógum, hefir lokið löngum starfsdegi. Samferðamenn hans þakka góða samfylgd og munu sakna vinar í stað. En mestur er þó söknuður Ástriðar og barna hans. Þeim er vottuð innileg samúð. Þórir Jónsson. Góður drengur er genginn. Guð- mundur Jónsson óðalsbóndi f Ljárskógum, kvaddi þennan heim, ættingja og vini þann 17. des. s.l. Guðmundur fæddist að Ljár- skógum 24. júní árið 1900. Margs er að minnast frá liðnum ævidög- um í sambandi við þennan hug- ljúfa og geðþekka mann. — Þegar hinn aldni heiðursmaður Jón Guðmundsson og Anna kona hans hurfu héðan, tók sonurinn Guð- mundur forráðin; og við búinu ásamt systkinum sínum, og ráku þau það sameiginlega um sinn, unz Guðmundur keypti jörðina og búið af systkinunum — og rak það einn til dauðadags. Kona mín, Sólveig Jóhannsdótt- ir, er nákomin frænka þeirra Ljárskóga-systkina. Við hjónin vorum því mjög kunnug þessu heimili. Eldri börn okkar Sólveig- ar, höfðu notið þeirrar hamingju að vera f „sveitinni“ hjá hinum öldnu foreldrum og börnum þeirra, meðan þau störfuðu og stjórnuðu búinu. — En svo þegar Framhald á bls. 18 Málaskóli1 DANSKA, ENSKA, ÞÝZKA FRANSKA, SPÆNSKA, ÍTALSKA OG ÍSLENZKA FYRIR ÚTLENDINGA. KVÖLDNÁMSKEIÐ. SÍÐDEGISTÍMAR. INNRITUN DAGLEGA. KENNSLA HEFST 13. JANÚAR. SKÓLINN ER TIL HÚSA í MIÐSTRÆTI 7. SÍÐASTA INNRITUNARVIKA. Halldórs KR. KRISTJÁNSSON H.F. UMBORIR SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 5300 TAKIÐ EFTIR! Vegna sérstakra samninga viö verksmiðjurnar fengum viö síö- ustu sendingu af Bronco bifreiö- um á sérstöku verði, sem ekki anir verksmiðjanna, sem oröid hafa á þessu ári. Auk þess bjóöum við hagstæö greiðslukjör! innifelur þær þrjár veröhækk- Gangið frá Bronco kaupunum strax.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.