Morgunblaðið - 28.12.1974, Síða 30

Morgunblaðið - 28.12.1974, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974 | íhíimiAIRITIIB MOBEIlMBLAflSIMS Fjórir skíðamenn á stórmót í Ölpunum ÞAÐ sem af er vetri hefur verið heidur hljótt um íslenzka skfða- menn. Eigi að síður hafa þeir þó æft af krafti og strax með nýju ári hefjast punktamótin svoköll- uðu. Þá munu fjórir fremstu skíðamenn iandsins halda utan til keppni í byrjun janúar og taka þátt f fimm sterkum skfðamótum. Eru það þeir Hafsteinn Sigurðs- son frá Isafirði og Akureyring-1 arnir Haukur Jóhannsson, Árni Óðinsson og Tómas Leifsson. Mótin sem þeir félagar taka bátt í fara fram i Frakklandi, Austurríki og á Italíu, það fyrsta 5.—6. janúar og það síðasta 30. og 31. janúar. Eru mót þessi liður í Evrópubikarkeppninni. Þeir Haf- steinn, Haukur og Árni fóru einn- ig utan í fyrravetur og tóku þátt í sambærilegum mótum. Frammi- staða þeirra var hin ágætasta mið- að við hin slæmu rásnúmer sem þeir fengu. Þá má geta þess að Sigrún Grimsdóttir, skíðakona frá Isa- firði, er nýkomin heim frá æfing- um í Austurriki. Þar dvaldist hún í rúman mánuð undir leiðsögn góðra þjálfara og æfði við mjög góðar aðstæður. Lét Sigrún vel af dvölinni og sagðist ákveðin í að klekkja á hinum sterku Akureyr- arstúlkum, sem undanfarin ár hafa verið langsterkastar ís- lenzkra skíðakvenna. Týr gefur út félagsblað KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Týr í Vestmannaeyjum hefur hafið út- gáfu nýs félagsblaðs. Ábyrgða- maður blaðsins og ritstjóri er Hermann Jónsson. I fyrsta tölu- blaði Týs er meðal annars efnis viðtal við Snorra Rútsson íþrótta- kennara og leikmann með 1. deildarliði ÍBV. Snorri hefur yfir- umsjón með öllum æfingum á vegum Týs og kemur fram í við- talinu við hann að alls eru það 265 ungmenni, sem æfa blak, knatt- spyrnu og handknattleik hjá félaginu. JACKIE Charlton hefur átt mikilii velgengni að fagna sem framkvæmdastjóri hjá Middlesbrough. Síðastliðið keppnistfmabil sigraði liðið f 2. deild og nú er liðið f efsta sæti 1. deildarinnar ásamt Liverpool. Liverpool í efsta sæti Innanhúss- knattspyrna yngri flokkanna REYKJAVÍKURMÓT yngri flokkanna í innanhússknatt- spyrnu hófst f Laugardalshöllinni í gær með keppni í þriðja flokki. Mótið heldur áfram í dag og keppa þá 5. flokkur og kvenna- flokkarnir. Á morgun lýkur mót- inu með keppni 2. og 4. flokks. Keppnin hefst báða dagana klukkan 10.00. Naumur sigur V-Þjóðverja HEIMSMEISTARAR V-Þýzka- lands sigruðu lið Möltu að- eins með einu marki gegn engu í leik liðanna í forkeppni Evrópu- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu. Leikurinn fór fram á Möltu á laugardaginn og skoraði Cullmann eina mark Þjóðverj- anna. Danskir lyftinga- menn óhressir DANSKIR lyftingamenn eru ekki sérlega ánægðir með það að Norðurlandamótið í lyftingum skuli fara fram hér á landi i apríl eins og ákveðið hefur verið. Finnst Dönum kostnaðurinn vegna íslandsferðarinnar of mikiil og segjast ekki geta sent nema fáa keppnismenn hingað til lands. Hafsteinn Sigurðsson og Haukur Jóhannsson, þeir hafa æft vel að undanförnu og halda utan til keppni í byrjun janúar. Úrslita- leikir á Akureyri ÞRlR leikir fara fram f 2. deild um helgina. KR-ingar fara norður og leika gegn Akureyrarliðunum og Stjarnan mætir Breiðablik. Leikir KR gegn KA og Þór eru mjög mikilvægir þar sem öll þessi lið eiga möguleika á sigri í 2. deildinni. Fari svo að KR-ingar tapi þessum leikjum má afskrifa þá í keppninni, en sigri þeir hins vegar þá er keppnin í 2. deild á ný orðin jöfn og fjögur lið ættu þá orðið möguleika. KR leikur gegn Þór í dag og gegn KA á morgun. Kvennaflokkur KR fer einnig norður og leikur gegn Þór í dag. Kvennalands- leikir við Bandaríkin BANDARÍSKA kvennalandsliðið í handknattleik kemur hingað til lands 2. janúar og leikur hér tvo landsleiki. Fyrri leikurinn fer fram 2. janúar í Laugardalshöll- inni og sá síðari í íþróttahúsinu í Njarðvíkum þann 5. janúar. Is- lenzka liðið hefur æft af krafti yfir hátíðarnar og verður liðið sem leikur fyrri leikinn endan- lega valið í dag. LIVERPOOL tók að nýju forystu f 1. deildar keppninni f Englandi er liðið sigraði Manchester City með 4 mörkum gegn 1 á annan dag jóla. Varla hefur umferð far- ið fram f deildinni án þess að breytingar yrðu á röð toppliðanna og sama liðið hefur sjaldnast setið lengur en f eina viku f efsta sætinu. Þau þrjú lið sem voru f efsta sætinu fyrir leikina á 2. jóladag töpuðu öll og með sigrum sfnum komust Liverpool og Midd- ; lesbrough f efsta sætið. Bæði eru j með 29 stig, en Liverpool hefur ! hagstæðari markatölu. I Luton, sem flestir höfðu dæmt til að falla niður i 2. deild fyrir nokkru síðan, kemur nú á óvart í hverjum leiknum á eftir öðrum. A laugardaginn gerði Luton sér lítið fyrir og vann Ipswich, sem var á toppnum fyrir þessa umferð, með einu marki gegn engu og það á heimavelli Ipswich. Með þessum sigri sínum varð Luton fyrsta lið- ið til að sigra Ipswich á heima- velli. Ron Futcher skoraði eina mark leiksins þegar þrjár mfnút- ur voru komnar fram yfir venju- legan leiktíma. Liverpool lék Manchesterliðið sundur og saman i fyrri hálfleikn- um og skoraði þá þrjú mörk. Voru þar að verki þeir Brian Hall, John Toshack og Steve Heighway. I sfð- ari hálfleiknum skoraði Hall aft- ur áður en Manchester setti sitt eina mark í leiknum. Everton tapaði 0:2 i Wolver- hampton og Stoke mátti sjá af báðum stigunum í Coventry. Af úrslitum I 2. deild má nefna að Manchester sigraði WBA 2:1 og er nú með fimm stiga forystu í 2. deildinni. Sunderland er í öðru sæti, liðið sigraði York 2:0 á 2. í jólum og þá gerði Norwich jafn- tefli við Notts County. Urslit í 1. deildinni i Englandi urðu annarsþessi: Arsenai—Chelsea 1:2 Carlisle — Newcastle 1:2 Coventry — Stoke 2:0 Derby — Birmingham 2:1 Ipswich — Luton 0:1 Leeds — Burnley 2:2 Liverpool — Manehester City 4:1 Middlesbrough — Sheffield 1:0 QPR—Leicester 4:2 West Ham — Tottenham 1:1 Wolves — Everton 2:0 Messur á morgun Dómkirkjan. Messa kl. 11 árd. Sr. Þórir Stephensen. Klukkan 5 síðd. Jólaoratoríum Bachs flutt af Oratoríukór Dómkirkjunnar og hljómsveit undir stjórn Ragnars Björns- sonar dómorganista. Árbæjarprestakall. Barna og fjölskyldusamkoma í Árbæjar- skóla klukkan 11 árd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Laugarneskirkja. Hátíðar- messa klukkan 2 síðdegis í til- efni af 25 ára vigsluafmæli kirkjunnar. Herra biskupinn Sigurbjörn Einarsson prédikar. Sr. Gísli Brynjólfsson og sr. Garðar Svavarsson þjóna fyrir altari. Sóknarprestur. Langholtssókn. Jólafagnaður barna klukkan 3 síðd. — Sóknarnefnd. Dómkirkja Krists kongungs f Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. — Lágmessa kl. 2 síðd. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. — Jólatréshátíð barna. Sóknarprestar. Digranesprestakall, Barna- guðsþjónusta kl. 11 árd. í Víg- hólaskóla. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Kársnesprestakall. Barna- guðsþjónusta í Kársnesskóia kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson. Bústaðakirkja. Barnasam- koma kl. 11 árd. Sr. Ölafur Skúlason Hallgrfmskirkja. Messa kl. 11 árd. Sr. Ragnar FHalar Lárus- son. Grensáskirkja. Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Sr. Halldór S. Gröndal. Kirkjuvogskirkja. Gamlárs- dagur. Guðsþjónusta kl. 3 síðd. Sr. Jón Árni Sigurðsson. Eyrarbakkakirkja. Barna- guðsþjónusta kl. 10.30 árd. Kl. 4 siðd. Jóiahelgileikur í kirkj- unni. Sóknarprestur. Fíladelffa. Klukkan 2 síðdegis safnaðarguðsþjónusta. Klukkan 8 .síðd. almenn guðs- þjónusta. Einar Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.