Morgunblaðið - 28.12.1974, Side 31

Morgunblaðið - 28.12.1974, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974 Mikil ófærð víða á landinu Frá æfingu fyrir Desembervökuna í Hamrahlfðarskólanum f kvöld. Ljósmynd Mbl. Emilía. Þjóðtrú og siðir í Mennta- skólanum í Hamrahlíð MIKIL ófærð var á vegum víða um land, þegar Mbl. hafði sam- band við Arnkel Einarsson hjá vegaeftirlitinu f gærkvöldi. Var stórhrfð á Suður- og Austurlandi og þeir fáu vegir sem þar voru færir voru að lokast. Nokkrir bilar brutust yfir Mýr- 7,5 milljónir kr. í snjóflóðasöfnun FJARSÖFNUNIN vegna snjóflóð- anna f Neskaupstað nam f gær kr. 7.458.000,— samkvæmt bráða- birgðayfirliti. Gefendur, sem gáfu stærstu gjafirnar, eru Þór- hallur Þorvaldsson f.h. Marco h.f. 1.000.000,— krónur, Ásbjörn Ólafsson, stórkaupmaður 1.000.000,— krónur, söfnunarfé f Vestmannaeyjum á vegum Rauða krossins þar 1.000.000,— krónur og Sigurður Olafsson lyfsali 100.000.— krónur. Vitað er um margar miklar gjafir, sem ekki hafa bprizt enn. Tekið er á móti framlögum í snjóflóðasöfnunina á gíróreikn- ing RKl númer 90003 og Hjálpar- stofnunar kirkjunnar númer 20003. Framlögum til Norðfirð- ingafélagsins má koma á gíró- reikning nr. 90004. Auk þess er tekið á móti framlögum í skrif- stofu Hjálparstofnunarinnar og Rauða krossins og á afgreiðslum dagblaðanna. Þá hefur Mbl. fregnað, að er- lendis sé byrjað að safna fé handa Norðfirðingum, t.d. mun söfnun byrjuð f Eskilstuna i Svfþjóð. Róleg jól hjá lögreglunni MJÖG rólegt var hjá lögreglunni í Reykjavík yfir jólin. Sagði Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn, að ekkert umtalsvert hefói gerst, hvorki slys né annað: Sömu sögu er að segja frá öðrum stöðum á landinu, sem Mbl. hafði samband við, Hafnarfirði, Keflavík, Akur- eyri, Akranesi, Vestmannaeyjum, Isfirði og Selfossi: Alls staðar liðu hátíðirnar óhappalítið. dalssand í gærkvöldi en færð var þar afar slæm. Þá komust bílar yfir Breiðamerkursand en óvist var hvort hann yrði fær miklu lengur. Sæmileg færð var í nágrenni Hornafjarðar en Lóns- heiði lokuð og allir vegir þar fyrir austan, nema hvað fært var milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Reynt var að moka Fagradal i gær og vegi í nágrenni Egilsstaða, en þeir lokuðust jafnharðan. Norð-austanlands var færð yfir- leitt slæm, og var t.d. búist við því að vegurinn milli Húsavíkur og Akureyrar lokaðist í gærkvöldi. Öxnadalur var mokaður í gær, en snjór var svo mikill, að hann opn- aðist ekki fyrr en undir kvöld. Þokkaleg færð var í Skagafirði allt til Siglufjarðar. Þá var þokka- leg færð í Húnavatnssýslum og á Holtavörðuheiði, svo og i Borgar- firði og á Snæfellsnesi. A Vest- fjörðum voru allir f jallvegir ófær- ir. Suð-vestanlands var værð nokkuó góð en mikil hálka á veg- um. 12 ávísanaeyðu- blöðum stolið ÞEGAR Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri Iþróttasam- bands Islands kom f húsakynni sambandsins laust eftir hádegi á annan f jólum blasti við honum ófögur sjón. Oboðnir gestir höfðu verið á ferð f Iþróttamiðstöðinni f Laugardal, líklega að kvöldi jóla- dags, og unnið stórfelld skemmd- arverk á öllum þremur hæðum eldri skrifstofubyggingarinnar, auk þess sem þeir stálu ávfsana- eyðublöðum frá lSl og ýmsu öðru. Sem fyrr segir er talið líklegast, að menn þessir hafi verið á ferð í húsinu að kvöldi jóladags. Fóru þeir aðeins um eldri skrifstofu- byggingu Iþróttamiðstöðvarinnar en ekkert um nýrri bygginguna. 1 eldri byggingunni eru til húsa skrifstofur ISI, IBR, Getrauna, ýmissa sérsambanda ÍSl og Endurskoðunarskrifstofa Sveins SÚ NVBREYTNI verður tekin upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð að halda Desember- vöku. Hafa nemendur og kenn- arar lagst á eitt við undirbúning og skreytingar. Verður vakan að Jónssonar. Gífurleg skemmdar- verk voru unnin á öllum hæðum hússins en þrjótarnir heimsóttu hverja einustu skrifstofu í hús- inu. Voru 12 hurðir meira og minna skemmdar i átökunum, hirzlur sprengdar upp, skjölum og munum dreift út um gólf. Má segja að öllu hafi verið umturnað í byggingunni. Úr skrifstofu ÍSl var stolið 12 ávisanaeyðublöðum frá Verzl- unarbankanum no. 227189— 227200. Þær voru undirrit- aðar af gjaldkera ISl Gunn- laugi Briem og stimplaðar með stimpli ISI en að öðru leyti óút- fylltar. Er fólk sérstaklega beðið að gæta sín á þessum ávísunum. Þá var stolið litlu segulbandstæki af Sony-gerð, sem er i eigu út- breiðslustjóra ISI og úr endur- skoðunarskrifstofunni var stolið dýrum Parker blekpenna og nokkrum kúlupennum. Rannsóknarlögreglan hefur rannsókn þessa máls með hönd- um. þessu sinni helguð Þjóðtrú og siðum. Margt kunnra manna mun koma fram. Má þar sem dæmi nefna Kjartan Hjálmarsson sem kveður rimur, Óskar Halldórsson lektor, Þorvald Helgason, Guð- mund Arnlaugsson rektor auk nemenda og kennara. Veróur m.a. flutt tónverk eftir nemanda i skólanum og er það kammerverk fyrir fiðlu og gítar eftir Pál Torfa Önundarson. Vakan hefst kl. 10.30 í kvöld í Menntaskólanum við Hamrahlið. Öllum er heimill aðgangur. Kostnað við vökuna mun Nemendafélag skólans bera. Aðgangseyrir er frjáls, og mun hann allur renna i snjóflóðasöfn- unina. LEIT var haldið áfram að litlu flugvélinni alla jóladagana, en án árangurs. 1 gær flaug þyrla frá varnarliðinu meðfram Snæfells- nesi í góðu skyggni, en varð einskis vör. Þar höfðu menn orðið varir við jarðrask í norð- vestanverðum Snæfellsjökli, en það reyndist vera snjóflóð. Ekki Reynt að sökkva bát r 1 • •£ • • i hoimnni í Vogum AÐ MORGNI aðfangadags barst Keflavíkurlögreglunni tilkynning um að báturinn Skarphéðinn GK 35 væri að sökkva í höfninni í Vogum. Fór hún strax á staðinn ásamt slökkviliðinu i Keflavík, sem dældi sjó úr bátnum, sem er 50 tonn að stærð. Þegar báturinn var athugaður nánar kom í ljós, að botnlokar voru opnir og auk þess var búið að skera á hosur í kælikerfi, og átti sjórinn því greiðan gang í bátinn. Þá upp- götvaðist nokkru síðar, að miklar skemmdir höfðu verið unnar á bíl, sem var í eigu bátseigandans. Lögreglan i Keflavík hefur rann- sókn málsins með höndum. Fiskverð ekki fyrir áramót VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hefur setið á fundum að undan- förnu og rætt nýtt fiskverð, sem taka á gildi um áramót. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, þykir sýnt, að fiskverð verði ekki tilbúið fyrir áramót, enda mun ráðið ekki enn hafa fengið í hendur öll umbeðin gögn frá Þjóðhagsstofn- un. Þykir líklegast, að verð- ákvörðun verði vísað til yfir- nefndar Verðlagsráðsins, og hún ljúki störfum einhverntíma eftir áramót. hefur enn verið hægt að leita á norðanverðum Vestfjörðum. Eins og fram hefur komið í fréttum, er þetta eins hreyfils sænsk flugvél, sem var á leið hingað frá Grænlandi s.l. sunnu- dag, en kom ekki fram. 1 vélinni er danskur flugmaður, 26 ára gamall. Skemmdarverk unnin á Iþróttamiðstöðinni Arangursiaus leit að litlu flugvélinni — Oft er þörf . . Framhald af bls. 5 varðandi virkjun þessara stór- fljóta. En geta má þess, að Jakob Björnsson, núverandi orkumála- stjóri, og Haukur Tómasson jarð- fræðingur voru aðalupphafsmenn hugmyndanna um virkjun nefndra fallvatna, sem þeir nefndu Austurlandsvirkjun. Telja þeir hana vera langhag- kvæmustu stórvirkjun, sem hægt er að ráðast i hér á landi. Vtarleg- ar lýsingar á þessum virkjunar- möguleikum er að finna í júní- hefti Orkumála 1969 eftir Jakob Björnsson og svo í Morgunblaðinu 26. júlí og 6. ágúst 1970, eftir Elínu Pálmadóttur blaðamann og J.H.B. Sigurður Thoroddsen hefir einnig gert tillögu um dálítið öðruvísi tilhögun á Austurlands- virkjun, sem sýnist miða að nokkru meiri orkunýtingu nefndra fallvatna. Man ég nú ekki i svipinn, hvar eða hvenær sú tilhögun birtist. Báðar umgetnar tilhaganir gera ráð fyrir 600 metra fallhæð niður í Fljótsdal og báðar gera ráð fyrir, að nokkru vatnsmagni, eingöngu jökulvatni, verði veitt úr Kreppu, sem er þverá í Jökulsá á Fjöllum, vegna þess að það vatnsmagn gæfi af sér tvöfalt meiri orku i orkuveri i Fljótsdal, heldur en ef það væri virkjað norður frá, þar sem fall- hæð er a.m.k. helmingi minni Enda þótt það yrði gert, er eftir sem áður hægt að virkja stórvirkj- un í Jökulsá á Fjöllum við Detti- foss. Einn kostur við Austurlands- virkjun er, að henni má skipta í 2—3 áfanga og er fyrsti áfanginn, virkjun Jökulsár i Fljötsdal tal- inn mjög hagkvæmur. Svo furðulegt sem það er, hefir hin ráðgerða Austurlandsvirkjun ekki enn vakið þann almenna áhuga hjá landsmönnum, sem búast hefði mátt við, og að það sem enn undarlegra virðist, ekki heldur hjá hefði mátt vænta, að hefðu áhuga á þessu langstærsta velferðar- og framfaramáli Austfirðinga og raunar allra landsmanna, sem séð hefir dagsins ljós til þessa. Skýr- ing þessa er vafalitið sú, að for- ustumenn Austfirðinga, alþingis- menn Austurlandskjördæmis, tóku þessu máli með furðulegu fálæti, að einum aðeins undan- teknum, Sverri Hermannssyni. Einn þingmaðurinn lýsti strax andstöðu sinni við þessar fyrir- ætlanir og einnig varamaður hans á þingi. Hinir þögðu eða lýstu ótta sínum og hræðslu við þessar ráða gerðir. Ég veit alls ekki hvað er að hræðast. Bezt að þessir hræðslu- gjörnu menn segi sjálfir hug sinn í því efni. Vegna þess að nauðsyn- legar rannsóknir á Austurlands- virkjun hafa að mestu legið niðri 3 siðustu árin, er enn mik- ið verk óunnið á þessu sviði. Mér hefir þó skilizt, að tals- verðar upplýsingar liggi þeg- ar fyrir varðandi fyrsta áfanga virkjunarinnar, nl. Jökulsár i Fljótsdal. Endanleg áætlun um þann áfanga ætti að geta legið fyrir eftir eitt eða tvö ár, ef hend- ur verða látnar standa fram úr ermum. Rétt er að geta þess hér, að Austurlandsvirkjun öll er talin munu gefa af sér u.þ.b. 1.600.000 kilóvött. Fyrsti áfangi Jökulsár i Fljótsdal er gert ráð fyrir að gefi af sér 300.000 kilóvött, sem myndi nægja tveimur stóriðjuverum af svipaðri stærð og álverið i Straumsvik, en það notar nú um 140.000 kílóvött. Margt bendir til þess, að mikil- væg timamót séu nú framundan á ævibraut íslenzku þjóðarinnar. Svo virðist, að hún eigi þess nú allt í einu kost, að selja orkuþyrst- um nágrannaþjóðum sinum í austri og vestri orku þeirra fall- vatna, sem hingað til hafa um aldur og ævi runnið í skaut ægis engum til gagns. Allt til þessa dags hafa þessi stórvötn verið tal- in til verstu farartálma á landi hér, ógnandi lifi manna og skepna og valdið tjóni í stórum stil á nytjalandi. Fyrir atbeina mann- legs hugvits og verkkunnáttu geta nú þessi stórfljót, sem áður voru talin skaðræðisótemjur kom- ið þjóðinni til bjargar í efnahags- erfiðleikum líðandi stundar og það sem enn meiru varðar, skipað henni í hóp efnuðustu og mennt- uðustu þjóða jarðarinnar á næstu áratugum. XXX Oss er þvi bráð nauðsyn, að byrja tafarlaust í sórum stíl hag- nýtingu þessara stórkostlegu orkulinda, sem fallvötnin og jarð- lögin hafa að geyma. Við getum þvi miður ekki fyrst um sinn breytt þessari orku yfir í neitt það form, sem hægt er að flytja og selja til annarra landa á sama hátt og olíu, kol og jarðgas, en miklar líkur benda þó til þess, að svo kunni að verða fyrr en varir. Vegna þessa þurfum við óhjá- kvæmilega, i samvinnu við er- lenda aðila, að efna til orkufrekra stóriðjufyrirtækja hér innan- lands, til hagnýtingar þessara miklu orkulinda, sem hér hefir verið um rætt og fyrir hendi eru. En þessi kostur er einmitt mjög álitlegur. Þjóðinni eða ein- staklingum hennar fjölgar ört, unga fólkið vex upp og þarf um fram allt á fjölbreyttri og arð- samri atvinnu að halda. Við erum líka þegar búnir að stiga fyrstu sporin á þessari braut, þótt hægt hafi gengið til þessa. Nokkur stór- iðjuver eru þegar komin til sögu, en hafa, raunar að nokkru leyti af eðlilegum ástæðum, raðast upp á suðvesturhorni landsins í ná- grenni höfuðborgarinnar. Þau eru: áburðarverksmiðja, álverk- smiðja og sementsverksmiðja sem þegar hafa séð dagsins ljós. En á næsta leiti eru járnblendiverk- smiðja I Hvalfirði og sjóefnaverk- smiðja á Reykjanesi. Slík stóriðju- ver þurfa einnig að risa á legg í öðrum landshlutum, svo fljótt sem verða má. Og vikjum nú að byggðastefn- unni, sem báðir núverandi stjórn- arflokkar sverja og sárt við leggja, að þeir aðhyllist. Fram- sóknarflokkurinn segist allaf hafa borið þessa stefnu fyrir brjósti og Sjálfstæðisflokkurinn hefir einnig þetta mikla mál á sinni stefnuskrá. Hvað er þá til fyrirstöðu? Þessir tveir flokkar hafa yfirgnæfandi meirihluta á Alþingi, landið býr yfir orkulind- um, sem hafa þann ómetanlega kost fram yfir oliulindir, kola- og gasnámur, að þær þorna aldrei og gefa þar að auki af sér ódýrustu orku í veröldinni, a.m.k. eins og sakir standa, orkuverin greiðast upp á einum einustu 40 árum og islenzka þjóðin stendur til að verða ein auðugasta þjóð í heimi ef forustumenn hennar bregðast ekki. Með því, að dreifa um land- ið, með þeim hætti, sem lýst hefir verið, stórum iðjuverum, sem veitt geta þvi fólki, sem þar kýs að eiga heima i framtiðinni, vel borg- aða atvinnu árið um kring, fær byggðastefna stjórnarflokkanna loksins verulega fast undir fótum og svifur ekki lengur í lausu lofti sem marklitið kosningahjal. Og komist byggðastefnan til fram- kvæmda á þennan hátt, fær hin islenzka menning, sem menning- arvitarnir okkar virðast jafnan hafa haldið að gæti svifið i lausu lofti, sinn nauðsynlega og eðlilega efnahagsgrundvöll til að fóta sig á og þjóðerni íslendinga, tungu þeirra og farsæld verður borgið um margar aldir. Hér er um engar skýjaborgir að ræða, þær geta ris- ið á traustum grunni, ef þjóðin þekkir sinn vitjunartíma og for- ustumenn hennar hafa nú einu sinni manndóm og þor til þess að gera stóra hluti. G.J.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.