Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10, JANUAR 1975 Mokafli hjá skuttog- urunum fyrir vestan SlÐAN veður gengu niður á Vest- fjarðamiðum I sfðustu viku, hafa fslenzku skuttogararnir mokað þar upp fiski. Er nú allur fsfenzki ffotinn á Halanum og öðrum mið- um undan Vestfjörðum. Eru dæmi til þess, að skuttogari hafi fengið all* að 50 tonn yfir daginn. Vona sjðmenn, að þessi afla- hrota hafdi eitthvað áfram, enda viðbrigði fyrir þá eftir tregt fiskerf s.l. haust. Hjá Jóni Páli Halldórssyni, Ákeyrsla FRÁ kl. 17. s.l. miðvikudag, 8. jan., til kl. 7 morguninn eftir, var ekið á bifreiðina R-42477, sem er Cortina ’74, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Gaukshóla 2. Bifreiðin er skemmd á hægrá frambretti. Þeir, sem geta gefið upplýsingar um þessa ákeyrslu, eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna. framkvæmdastjóra Norðurtanga hf. á Isafirði, fékk Mbl. þær fréttir, að allir ísfirzku togararnir væru væntanlegir fyrir helgina með fullfermi, 120—130 lestir, eftir 5 daga útivist. Júlíus Geir- mundsson kom inn í byrjun vik- unnar með 140 lestir eftir 7 daga útivist. Þá hafa lfnubátarnir fyrir vestan fiskað vel, eru með 6—12 lestir í róðri. Frá Akranesi berast þær fregnir að Ver og Krossvík hafi komið með fullfermi í vik- unni og Stálvík kom til Siglu- fjarðar með 60—65 lestir eftir 3 daga veiðiferð. Sömu sögu er að segja af öðrum togurum. Er mikil vinna í landi við vinnslu aflans. Hjá Einari Guðmundssyni, viktarmanni f Vestmannaeyjum, fékk Mbl. þær fréttir, að vertiðin væri ekki almennt byrjuð í Eyj- um. Fimm bátar hafa lagt net, Kap, Ásver, Hrönn, Kristbjörg 2 og Bergur. Hafa sumir þeirra lagt upp tvisvar. Mestur varð aflinn 34 lestir og er það tveggja nátta fisk- ur. Lenti á Reykjanesbraut LÍTIL einshreyfils flugvél, Cessna 150, einkennisstafir TF-011, nauðlenti á Reykjanesbrautinni klukk- an 12,50 í gærdag. Vél þessi er frá Flugstöðinni í Reykjavík og var hún í kennsluflugi. Um borð voru kennarinn og ungur nemandi hans. Að sögn Skúla Jóns Sigurðs- sonar hjá Loftferðaeftirlitinu, varð flugmaðurinn var við gang- truflanir í hreyflinum. Vildi hann ekki taka neina áhættu heldur lenti á Reykjanesbrautinni sem var auð og þurr. Ekki drapst á hreyflinum. Var vélinni síðan kippt útaf brautinni og hún athuguð. Kom í ljós, að orsök gangtruflananna var ísing f elds- neytisgeymi vélarinnar og leiðsl- Góður afli SKUTTOGARARNIR lönduðu hér f gær og dag, Ver 170 lestum og Krossvfkin 150 lestum. Báðir höfðu verið 10 daga á veiðum. Mestmegnis var þetta þorskur frá Vestfjarða- og Halamiðum. Afli Ifnubáta hefur verið 4—7 lestir. Bátarnir héðan eru tilbúnir að fara á loðnu þegar loðnuganga kemur á miðin. — Júlíus. um. Þótti vissara að flytja vélina á vagni til Reykjavikur. Verkalýðsfor- ingja sparkað úr trúnaðarráðinu Siglufirði, 8. janúar ÞAÐ hefur vakið athygli hér f bænum, að kunnur maður innan verkalýðshreyfingarinnar hér í bænum f mörg ár, Jóhann Möfier, hefur verið felldur út af listanum yfir aðalmenn f stjórn verkalýðs- félagsins Vöku. Er Jóhann meðai varamanna f félagsstjórn. En þar með er ekki öll sagan sögð, þvf engu minni athygli hefur það vakið að Jóhanni sem er verka- maður hjá SR, hefur verið spark- að úr trúnaðarmannaráði Vöku. — Matthías. Éggert á Gísla Árna að gera klárt fyrir loðnuvertíðina. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Nýr aðalræðis- maður Noregs UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ veitti Othari Ellingsen viðurkenn- ingu sem kjörræðismanni Noregs með aðalræðismannsstigi í Reykjavík 11. desember s.l. Ráðuneytið viðurkenndi svo 18. desember eftirtalda sem kjör- ræðismenn með ræðismannsstigi, en þeir höfðu allir verið vara- ræðismenn áður: Öskari Helgasyni í Höfn á Hornafirði, Ruth Agneta Tryggvason á Isafirði, Jóni Elíasi Lundberg á Neskaupstað, Gisla Konráðssyni á Akureyri og Martin Tómassyni f Vestmanna- eyjum. Loðnan líklega seinna á ferðinni en í fyrra Talið að 130—140 bátar stundi loðnuveiðar í vetur BRÆLA var á miðunum undan Langanesi f fyrradag og fram eftir degi í gær, og leitaði rann- sóknarskipið Árni Friðriksson í var undir Langanes. Seinnipart- inn f gær var farið að lægja, og lagði Árni Friðriksson þá af stað á miðin að nýju. Þegar Mbl. hafði samband víð Jakob Jakobsson leiðangursstjóra um kvöldmatar- leytið f gær, bjóst hann við þvf, að Arni yrði kominn á miðin undir miðnætti og yrði þá aftur byrjað að leita loðnunnar. Eins og fram hefur komið f fréttum, fundu Jakob og menn hans á Árna Frið- rikssyni loðnugöngu f djúpkant- inum norðaustur af Langanesi f byrjun vikunnar. Jakob sagði í samtafinu við Mbl. f gær, að hann teldi, að loðnan yrði eitthvað seinna á ferð á miðin suðaustan- lands f ár en f fyrra, en þá veidd- ist fyrsta loðnan 17. janúar. Ekki vildi Jakob nefna ákveðna dag- setningu, en sagði að loðnan yrði komin „fyrir mánaðamótin". Nokkrir bátar eru þegar farnir á móti loðnunni og loðnuiönd- unarnefnd er byrjuð að undirbúa starf sitt, en eins og f fyrra eiga sæti f nefndinni þeir Gylfi Þórð- arson formaður, skipaður af sjávarútvegsráðherra, Andrés Finnbogason, tilnefndur af fisk- seljendum og Jóhann Guðmunds- son, tilnefndur af fiskkaupend- um. Samkvæmt lögum er hlut- verk nefndarinnar að skipuleggja löndun loðnu til bræðslu og auk þess fer hún með stjórn loðnu- löndunarsjóðs og ákveður flutn- ingsstyrki. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, hélt nefndin sinn fyrsta fund f gær- morgun og skipulagði vetrarstarf- ið. Hún mun eins og í fyrra hafa aðsetur að Tjarnargötu 4 og getur nefndin hafið störf með stuttum fyrirvara þegar loðnan byrjar að veiðast. Gylfi bjóst við þvf, að allar þær verksmiðjur, sem tóku við Ioðnu f „Síztminni eftirspurn íutanlands- ferðir, en fólk kannarkjörin vel” — segja ferðaskrifstofumenn í Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við ferðaskrifstofurnar f Reykjavík, sem sinna mest utanlandsferðum Islendinga og spurði um ástand og horfur f slfkum ferðum um þessar mundir og í sumar. Kom það fram að eftirspurn hefur ekki minnkað eftir utanlands- ferðum f vetur né sumar, en hins vegar virðist fólk gæta betur að kjörum þeim sem ferðirnar bjóða upp á. Öllum ferðaskrifstofunum bar saman um að eftirspurnin spannaði meira úrval ferða og lengri tfma af árinu, en hér fara á eftir viðtöl við forsvarsmenn f þessum málum: „Við aukum enn við ferða- áætlun okkar til hinna fjöl- mörgu staða," sagði Guðni Þórðarson hjáSunnu „og þaðer ekki minni eftirspurn en verið hefur á þessum árstíma í ferðir okkar, en hins vegar verðum við vör við að fólk spyr ná- kvæmar hvað hvgr ferð kostar og það virðist hugsa meira um það að gera góð kaup. Áður pantaði það frekar án þess að spyrja svo nákvæmlega hvað væri innifalið í ferðinni og jafnvel án þess að spyrja hvað hún kostaði, en nú er það komið á það æskilega stig að fólk vill vita að hverju það gengur. Þessi þróun hefur ríkt í nokkur ár á Norðurlöndunum, því með aukinni velmegun læra menn einnig af reynslunni hvernig bezt er að ferðast. 1 kring um jólin er nú orðinn mikill ferðatíini og hefur sú þróun verið að auka skriðinn s.l. 4—5 ár. Áður var ekki í tízku að fara í jólaferðir, aðeins páskaferðir eins og verið hefur s.l. 12 ár, en í jólaferðirnar hjá báðum aðilunum sem eru með ferðir héðan til Kanaríeyja. Flugleiðum og Sunnu, var upp- selt og við vorum þar með lið- lega 400 manns yfir hátíðarnar. Fyrsta jólaferðin var farin 14. des. með 150 farþega, önnur þann 21. des. með 150 einnig og þriðja þann 28. des. með 110 farþega, en fleiri gátum við ekki tekið þá vegna þess að sumir farþega okkar voru bók- aðir í fjórar vikur og því var ekki meira pláss heim í síðustu ferðinni. Þá fórum við til Austurríkis 19. des. með 60 far- þega. Sú ferð var farin með skömmum fyrirvara, en 21. feb. hefjast reglubundnar ferðir til Austurríkis fram yfir páska, en þar er um skíða- og skemmti- ferðir að ræða, því ekkert er bundið við það að fara á skfói. Liðlega 100 farþegar hafa látið bóka sig f fyrstu ferðina og teljum við það gott, því hér er um nýjung að ræða. Til Kanari- eyja fljúgum við reglulega í vetur, en þar gista flestir far- þega okkar á Gran Kanari, sem er um 50 km frá höfuðborg- inni og byður upp á öruggustu sólina. Til Kanaríeyja fljúgum við 14 ferðir í vetur fram í apríllok, en þá tekur Miðjarðar- hafssvæðið við með beinu flugi á 3 staði á Spáni: Costa del Sol, Mallorka og Costa Brava. Þegar er farið að bóka hressilega i þessar ferðir og það virðist vera þannig að á meðan nóg er vinna hér í landinu hjá okkur, láti fólk sig hafa það að hafa efni á þessum ferðum sem kosta um meðalmánaðarlaun. Þá erum við einnig með fast flug beint til Feneyja, enþaðan er svö hægt að velja um tvær ferðir, Lignano baðstrandar- innar og Gardavatnsins. Þá Framhald á bls. 22 fyrra taki einnig við loðnu á ver- tfðinni nú, nema að sjálfsögðu verksmiðjan f Neskaupstað. í fyrra tóku 28 verksmiðjur við loðnu. Könnun sem gerð var í gærmorgun leiddi f Ijðs, að verk- smiðjur á svæðinu frá Raufar- höfn til Hornafjarðar eru al- mennt tilbúnar að taka við loðnu, að undanskilinni verksmiðjunni á Stöðvarfirði, sem verður tilbúin f næstu viku. Þá bjóst Gylfi við þvf, að svipaður bátafjöldi myndi stunda veiðarnar í ár og f fyrra, en þá voru þeir alls 136. Nokkrir bátar hafa verið lengdir og yfir- byggðir á sfðasta ári, og eykur það flutningsgestu þeirra. Þá munu Ifklega 4 nýir bátar smfðaðir f Mandal f Noregi taka þátt f loðnu- veiðunum. Eigendur nokkurra minni báta, undir 150 lestum, fhuga þátttöku i veiðunum, en það mun væntanlega fara eftir verði á loðnu til frystingar hve margir minni bátanna fara á loðnuveiðar. Jökulfell selt til niðurrifs JÖKULFELL, annað af tveimur frystiskipum SlS, hefur verið selt til niðurrifs. Skipið strandaði á Vopnafirði f september sfðast- liðnum og reyndist svo mikið skemmt, að ekki borgaði sig að gera við það. Skipið hefur nú ver- ið selt til niðurrifs og var afhent kaupendum á Spáni um miðjan nóvember. Jökulfellið var smíðað f Svfþjóð fyrir Sambandið fyrir 23 árum. A sfnum tfma var gert ráð fyrir, að Skaftafell kæmi f staðinn fyrir Jökulfellið, en verkefni fyrir frystiskip Sambandsins hafa auk- izt svo að undanförnu, skv. upp- lýsingu Hjartar Hjartar fram- kvæmdastjóra, að nú er í ráði að kaupa skip f stað Jökulfells, og yrði það af svipaðri stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.