Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1975 \ \ Svolítil sólskinsparadís Sú frétt hefur flogiö um, aö ekki sé eða verði lengur hægt að gefa út bækur á Islandi. Verkföll og verðhækkanir hafa ekki síður þar en annars staðar farið krumlum fram- sýnisskorts og frekju um fjör- egg þjóðarinnar, efnahagslegt sjálfstæði á síðari árum. Nú er sagt svo komið, að meðalverð á bók — íslenzkri bók — fyrir næstu jól muni verða nær tveim þúsundum króna. Það mun mörgum mikið, þótt ekki sé krónan stór að gullsgildi. Þetta er þeim mun ískyggi- legra, ef að er gætt, að Islend- ingar — þessar fáu manneskjur á útskeri Norður-Atlantshafs, eru ein mesta bókagerðarþjóð og bókaútgáfuþjóð heimsins. Mun þar um algjört met að ræða miðað við mannf jölda. En samt er það enn tákn um bóklestur og bókaást þjóðarinn- ar að fram til þessa hefur þetta allt verið keypt af Islendingum sjálfum og Islendingum einum, þvi fáir munu fleiri til að lesa okkar ljóð, sögur og sagnir. Þarna yrði því brotið í blað í menningu þjóðar, sem einu sinni í fátækt fyrri alda gaf út, keypti og las eina fegurstu og dýrmætustu útgáfu Heil. Ritn- ingar, sem mun þó hafa verið svo dýr, að eintakið kostaði kýr- við gluggann eftirsr. Arelius Níelsson verð — kannski mörg. Og eins er þess að geta að hér voru ritaðar bækur, sem eru 1 hand- ritum á heimsmælikvarða, meðan vart var til annað bók- menntakyns í nágrannalöndum norðursins en dánartöl og annálar. Og enn þá eigum við okkar Laxness, Gunnar Gunnarsson og Þórberg, að ekki séu fleiri nefndir — eins og Kristmann og Jóhann Sigurjónsson, sem rituðu eins og Gunnar á út- lenda tungu upphaflega og hlutu verðugt hrós. En skyldu það ekki hafa orðið fleiri umræddir snillingar íslenzkir, ef á milljónamálum hefðu ritað? Vel mættu margir hafa kom- izt lapgt, og ekki er það einung- is vegna eigin sjálfsálits, að því er stundum fleygt, að við séum ekki aðeins söguþjóðin, heldur þjóð skáldlegrar andagiftar óviðjafnanleg og þar sé mörg gullnáman falin. Nýlega rakst ég á bók — enska bók — sem sannfærði mig betur en nokkuð annað um, að ritlist íslendinga, jafnvel þeirra, sem kannski enginn tel- ur fræga hér, hvað þá hinir, er afrek, sem ekki má gleymast — né glatast. Þessi bók var gefin út i London árið 1956 og er smá- sagnasafn. Alls eru þær 41 að tölu, valdar úr öðrum 57 smá- sögum frá 18 þjóðum víðs vegar um heim, austan frá Japan vestur til Bandarikjanna, norð- an frá Finnlandi suður til Ástralíu. En þessar 57 höfðu verið valdar úr nær 100 þús. smásögum frá öllum þessum löndum. Bókin heitir World prize stories, Verðlaunasögur ver- aldar, og er eins og nafnið bendir til árangur nær alþjóð- legrar — eða alþjóðlegrar sam- keppni um beztu smásögur, þótt ekki tækju fleiri lönd þátt í keppninni. Nú mætti vel hugsa sér, að við hér norðurfrá, fjarlæg og örfá, hefðumlítið haft að gera á slíkan skeiðvöll heimsbók- menntanna. En það er öðru nær. Af þess- um sögum eru þrjár eftir Is- Framhald á bls. 33 Utsala 20% til 70% afsláttur af kven- og barnafatn- aði. Komið og gerið góð kaup. VERZLUN1N Laugavegi 44, Frúarleikfimi Innritun stendur yfir. Ný námskeið hófust mánudaginn 6. janúar. Morgun- dag- og kvöldtímar. Ljós, gufuböð og nudd. Uppl. í síma 83295 alla daga nema sunnudaga frá kl. 13. Júdódeild Ármanns, Ármula 32. Happdrætti Sjálfsbjargar 24. desember 1974 1. vinningur: Ford Granada nr. 9973 99 vinningar á kr. 5.000.00 hver (vöruúttekt) 00257 00541 00716 00966 01234 01417 01439 02125 02432 04709 05510 05590 05926 05972 06484 06501 07159 07725 09186 09436 09602 09603 09716 09719 09720 10563 10887 11320 11828 12029 12253 12447 12585 13203 13283 13439 13490 13846 14273 14851 15370 16066 16410 16418 16898 17387 17791 18253 18258 18334 18399 18484 18849 19599 19913 20002 20585 21126 21309 21455 21972 22007 22476 23627 23732 24470 24940 25019 25160 26390 26549 28112 28623 28754 29436 29645 29712 30386 31232 32104 33519 34001 34822 35402 36746 37944 38039 38219 38622 39390 40218 40219 40226 41061 41999 42552 43014 43128 43244 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Laugavegi 120, Reykjavik. Hártískusýning 75 í Sigtúni sunnudaginn 1 9. janúar kl. 3 — 5. Fjölbreyttasta hártízkusýning til þessa, um 50 hérgreiðslu- og rakarastofur sýna. Tízkufatnaður sýndur frá Verðlistanum. Miðar til sölu hjá: Hárgreiðsiust. Venus Hallveigarstöðum, Rakarastofan Eimskip, Hárgreiðslust. Tinna Grensásvegi, Rakarastofan Sjónvarpshúsinu, Hárgreiðslust. Perma Hallveigarstig, Rakarastofan Dalbraut 1. Nánari upplýsingar í síma 33968. ÓKEYPIS! Tveggja mínútna leitin Allt sem þú þarft að gera er: Að skrifa okkur á bréfsefni fyrirtækis þíns og segja okkur hvaða vörum þú þarft á að halda og nota. Segðu okkur hvort fyrirtæki þitt notar það sjálft eða er söluaðili. Segðu okkur einnig frá banka fyrirtækisins eða aðra erlenda viðskiptaaðila, venjulegar greiðsluaðferðir (letter of credit eða annað) og þær upplýsingar sem máli skipta fyrir seljanda. Er okkur berast spurningar þínar komum við þeim áleiðis til fyrirtækja f New York ríki sem gætu þjónað yður bezt. Þeir munu síðan skrifa þér beint. A stuttum tíma getur þú eignast traust viðskiptasambönd við framleiðendur f New York ríki. Sendið bréf flugleiðis til: New York State Department of Commerce, International Division, Dept. LLEB, 230 Park Avenue, New York, New York 10017, U.S.A. Fyrirspurnarbréf á ensku ganga betur fyrir sig. ;A*"Y n_ NEW YORK STATE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.