Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1975 Fiskiskip Höfum til leigu 62 rúmlesta tréskip. Uppl. gefur Landssamband íslenzkra útvegsmanna, Skipasala — 16650. Bormaður Vanur bormaður óskast á borvagn strax. Þórisós h. f., véladeild, Sídumúla 2 1, sími 322 70. Dekk Viljum kaupa 2 stk. dráttarvélahjólbarða. Stærð 1 4,9 x 24, nýja eða notaða. Upplýsingar í síma 1 552. Áhaldahús Keflavíkurbæjar. Byggingafélag alþýðu Reykjavík 2ja herb. íbúð til sölu í 1. byggingarflokki. Umsóknum sé skilað í skrifstofu félagsins, Bræðraborgarstíg 47, fyrir kl. 19 föstudaginn 1 Þ m- Stjórnin. Húsgögn Til sölu vegna brottflutnings vel með farið sófasett hringborð með 8 stólum. Skrifborð. Skjalaskápur úr tekki ofl. Til sýnis og sölu hjá British Airways, Bankastræti 1 1 . Iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði óskast í Reykjavík fyrir vélarlausan léttan iðnað. Stærð 1 50 til 250 fm. Tilboð sendist Mbl. fyrir 1 4. janúar merkt: „Iðnaður 7331" Athugasemd: Smáfiskur og seiðadráp í Morgunblaðinu hinn 15. desember sl. birtast viðtöl og greinar um smáfisk og seiðadráp. Eftir lestur þessara viðtala, sem blaðamaður Morgunblaðsins á við nokkra skipstjórnarmenn, finnst mér full ástæða til að halda, að þar sé farið með fullyrðingar í fjölmiðla og þær bornar á borð fyrir þjóðina án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Einn af þeim, sem viðtal er haft við, segir, að það sé framinn glæp- ur í Isafjarðardjúpi, og hafi verið lengi. „Þar séu drepin 2000 seiði á togtíma." Þessa frétt hefur hann frá aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Mér þykir ólíklegt að þessi maður viti ekki hvaðan þessar tölur eru komnar, eða hefði að minnsta kosti getað kynnt sér það áður en hann lét hafa slíkt eftir sér í blaðaviðtali. Það virðist vera svo, að menn láti sér nægja að heyra um svona ein- hversstaðar. Staðreyndir eru hinsvegar, að þessar veiðar eru stundaðar undir eftirliti Hafrannsóknastofnunar- innar, og hafa þeir sent hingað menn mánaðarlega til þess að fylgjast með seiðamagni. Þá hafa verið könnuð þau svæði, þar sem án efa hvað mestar líkur eru á að seiði séu, þó að þar sé engin rækja. Svo er mesti finnanlegur seiðafjöldi tekinn og tengdur rækjuveiðum. Það er enginn vandi að leysa mál með því að búa sjálfur til forsendur til þess að geta dregið þær ályktanir, sem henta hverju sinni. Ég held, að ég fari ekki með rangt þótt ég upp- lýsi þennan greinarhöfund um það, að Hafrannsóknastofnunin hefur þá viðmiðun að fari seiða- fjöldi upp fyrir 4—5 hundruð á togtíma, þá skuli loka svæðinu, og það hefur verið gert hér. Það reyna allir að bera af sér, en mér finnst að menn eigi ekki að vera að koma illu á aðra, að órannsökuðu máli. Þó ég sé ekki búinn að stunda þennan veiðiskap mjög lengi, þá er ég viss um það, að allir, sem hann stunda, reyna að komast hjá smáfiskadrápi. Þegar það magn, sem þeir hjá hafrannsókn miða við, er fyrir hendi, þá telja menn það alveg óvinnandi og forðast þau svæði, og heyrt hef ég menn vara aðra við þeim. Mér virðist það yfirleitt vera þannig, að þar sem eitthvað rækjumagn er, — og þar leitast nú allir við að vera, — séu þau svæði svo til laus við annan nytjafisk. Ég er búinn að stunda veiðiskap hér við strendur landsins í yfir 30 ár, og ég tel mig hafa séð margt sem er meiri glæpur en þessi veiðiskapur. Ég þekki ekkert veiðarfæri, sem aðeins skilar því ákjósanlegasta. Þá verð ég líka að segja það að mér finnst þetta vera hálf grófur áburður á Haf- rannsóknastofnunina og sjávarút- vegsmálaráðuneytið, ef þeir létu þetta viðgangast, þar sem það er algerlega á þeirra valdi að stöðva þetta. I sama blaði er viðtal við einn togaraskipstjóra, sem mótmælir því algerlega að þeir á togurunum drepi smáfisk, og vill eigna hand- færabátunum megnið af þeim smáfiski, sem á land kemur. Er nú ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur? Hvað skyldi það vera mikill hluti af afla lands- manna, sem dreginn er á hand- færi? Ég þekki ekki mikið til þeirra veiða, nema þá helst hér við Vestfirðina, en mér er kunnugt um það að sé helmingur af aflanum undir 57 sm þá standa menn yfirleitt ekki á því, það þyk- ir það lélegur fiskur. Og marga færabáta veit ég um, sem ekki hafa verið með nema 10—15 prósent af aflanum undir 57 sm eftir sumarið. Þessi maður er bú- inn að stunda veiðar svo lengi að ég trúi því ekki að hann viti ekki um meiri rányrkju heldur en handfæraveiðar. Ég held að hann Framhald á bls. 22 Til sölu um 6000 metrar af ónotuðu móta- timbri og 20 tonn af kambstáli. Upplýsingar hjá Sturlu, Friðrik og Eyþór í síma 86144 til kl. 1 6, eftir kl. 16 1 símum 861 57 og 36050. Félaaslif Skíðadeild Ármanns haldinn verður kynningarfundur um vetrarstarfið á Hótel Loftleið- um, Kristalsal í kvöld kl. 8.30. Stjórnin. Kvenfélag Háteigssóknar býður eldra fólki í sókninni til samkomu í Domus Medica, sunnu- daginn 12. jan. kl. 3 síðdegis. Geirlaug Þorvaldsdóttir leikkona og Sigfús Halldórsson, tónskáld sjá um skemmtiatriðin. Einnig mun kirkjukór Háteigskirkju syngja undir stjórn organistans Martins Hungers. Byrjendanámskeið Byrjendanámskeið í knatt- spyrnu verður haldið á vegum knattspyrnudeildar Ármanns fyrir drengi á aldrinum 10 —12 ára í Álftamýrarskóla sunnudaga kl. 4.10. Allir drengir velkomnir. Utsala — Utsala Utsalan hefst í dag Mikill afsláttur Matvörudeild Sykur 25 kg. 4.970. Hveiti 25 kg. 1.757. Snap Korn Flakes 117. Kellogs 80. Maggi súpur 53. Or. gulr. og gr.b. 1 / 1 dós 1 28. 1/2 dós 80. C-1 1 10 kg. 1.263. Molasykur 1 kg. 202. Húsgagnadeild Skrifborð Kommóður Stakir hvíldarstólar. Sænsk sófasett mjög ódýr Svefnbekkur m skúffu Járnrúm, svört eða hvít Opið til kl. 10 Heimilis- tækjadeild Electrolux Ryksugur, hrærivélar Eldavélar, uppþvottavélar. Kæliskápar og frystiskápar. Fjórir litir: Brúnt, rautt, Ijósgrænt, og gult. Vefnaðar- vörudeild: Sængurfatnaður. Sængur og koddar. Matvara s. 86111. Húsg. og heimilist. s. 86112. Vefnaðarv. og gjafavara s. 86113. Fiskiskip Höfum til sölu skip af eftirfarandi stærðum: Stálskip: 29, 75, 76, 104, 115, 125, 146, 148, 193, 197, 207, 218, 228, 229, 230. Tréskip: 12, 17, 29, 37, 38, 39, 43, 44, 47, 48, 50, 51, 52, 53, 56, 59, 61, 62, 63, 65, 67, 70, 71, 72, 74, 75, 76, 80, 81, 82, 85, 89, 92, 94, 100, 101, 103, 104, 144. Landsamband islenzkra útvegsmanna, Skipasala — 16650. ENGINN KEMST HJÁ ÆFINGU ef hann vill tala erlend tungumál. Æfinguna færðu hjá okkur. Hin vinsælu kvöldnámskeið fyrir fullorðna hefj- ast 1 6. janúar. Aðeins þrír innritunardagar eftir. sími 10004 og 11109 Málaskólinn Mímir Brautarholti 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.