Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1975 13 Islandssaga a—k Bókmenntir eftir JON Þ. ÞÓR Útgefandi: Menningarsjóður Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur sent frá sér nýtt bindi í Alfræði Menningarsjóðs og fjall- ar það um tslandssögu. Eins og titill bókarinnar ber með sér er hér ekki um að ræða íslandssögu- rit i hefðbundnum stfl. Hér er á ferðinni uppflettirit, þar sem fletta má upp á ýmsum atburðum og atriðum í sögu Islands. Rit sem þetta hafa löngum tíðkast með öðrum þjóðum og hafa þau sézt hér í bókaverzlunum endrum og sinnum. Slik rit eru talin hið mesta þarfaþing og ekki leikur vafi á, að þessi bók bætir úr brýnni þörf. Ýmsir gallar eru þó á bókinni og er hún langt frá því að vera tæmandi. Fyrst skal nefna, að eins og titillinn ber með sér, er hér aðeins getið þeirra uppfletti- orða, sem hafa upphafsstafina a — k. I bókinni er sá háttur hins vegar hafður á, að sumsstaðar er getið uppflettiorða, en siðan vísað til annarra orða, sem vafalítið munu birtast í 2. bindi. Sem dæmi má nefna: Hólavallarskóli — latínuskóli, Hegranesþing — vorþing. Hér er um að ræða mjög vafasamt fyrirkomulagsatriði, en Reykiavík í 1100 ár Reykjavík í 1100 ár. Útgefandi: Sögufélagið. Á síðastliðnu vori gengust Sögufélagið og Reykjavíkurborg fyrir ráðstefnu um sögu Reykja- vikur, þar sem ýmsir merkir fræðimenn fluttu fyrirlestra; nú hefur Sögufélagið gefið út bók, sem ber heitið: Reykjavík í 1100 ár, og eru þar prentaðir allir fyr- irlestrarnir, sem flutt.ir voru á ráðstefnunni. I bókinni eru ýmis efni tekin til meðferðar: jarðsaga Reykjavíkur- svæðisins, fornleifafræði, byggða- saga, atvinnu- útgerðar-, verzlunar- og bókmenntasaga, svo eitthvað sé nefnt. Ritgerðirnar eru allar samdar af virtum fræði- mönnum, en engu að síður eru þær mjög misjafnar að gæðum. Flestar eru unnar af vandvirkni, en aðrar eru næsta ómerkilegt rabb. Enginn vafi leikur á, að langmerkasta ritgerðin í bókinni er eftir Lýð Björnsson og fjallar um sögu Innréttinga Skúla fógeta. Höfundurinn varpar nýju ljósi á ýmsa þætt í sögu þessa merka fyrirtækis og leggur nýtt mat á aðra. Sem dæmi má nefna, að hér kemur í fyrsta skipti fram, svo ég viti til, að í Reykjavík var smíðað haffært skip til fiskveiða og vöruflutninga um miðja 17. öld. Einnig kemur skýrt fram, að ýmsar stofnanir á vegum Inn- réttinganna störfuðu af mun meiri krafti en áður hefur verið talið, og síðast en ekki sizt ber að geta þess, að hér er leitast við að taka fjárhagslega afkomu Inn- réttinganna til endurmats. Fram til þessa hefur jafnan verið talið, að verulegt tap hafi verið á rekstri Innréttinganna, og að það hafi valdið þvi, hve skamman tíma þær störfuðu. Lýður Björnsson leiðir hins vegar rök að hinu gagnstæða, mörg fyrirtæki á vegum Inn- réttinganna báru sig allvel, tapið á pappírnum stafaði fyrst og fremst af þvi að afskriftir voru ekki reiknaðar af stofnkostnaði. Fleiri mjög athyglisverðar rit- gerðir má nefna, þótt ekki sé rúm til þess að gera þeim nákvæm skil hér. Þorkeil Grímsson skrifar um fornleifauppgröft á hugsanlegu bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar, Helgi Þorláksson um Hólms- verzlun, Ölafur Einarsson um upphaf íslenzkrar verkalýðsbar- áttu, Ölafur Ragnar Grímsson um þróun Reykjavikur sem mið- stöðvar íslenzka stjórnkerfisins. Loks skal nefna ritgerð Björns Teitssonar um byggðasögu Sel- tjarnarneshrepps hins forna. Þar er tekið til meðferðar efni, sem skammarlega lítið hefur verið sinnt af íslenzkum sagnfræðing- um til þessa. Höfundur leiðir ýmislegt nýtt fram i dagsljósið og fjallar um efni sitt á mjög lipur- legan og aðgengilegan hátt. Frágangur flestra ritgerðanna er vandaður, en nokkrir höfund- anna gera sig þó seka um ófyrir- gefanlega vanrækslu, þeir birta hvorki heimildaskrá, né visa til heimilda. Slíkt er með öllu óþol- andi í riti sem þessu. í bókinni eru sem fyrr segir eingöngu birtir fyrirlestrar þeir, sem fluttir voru á áðurnefndri ráðstefnu, sumir allmikið auknir og endurbættir, aðrir næsta óbreyttir. Því miður voru fyrir- lestrarnir ekki fleiri, en mjög gaman hefði verið að fá í bókinni ritgerðir um fleiri efni, t.d. um sögu reykvískrar blaðaútgáfu. Einnig hefði mátt gefa sögu Reykjavíkur á 20. öld meiri gaum, en auðvitað verður saga Reykja- víkur ekki tæmd á einni ráð- stefnu og vonandi gengst Sögu- félagið fljótlega fyrir annarri, ekki bara um sögu Reykjavíkur heldur um sögu Islendinga. Þá fáum við sennilega aðra svona góða bók. n Deildar- hjúkrunarkona Staða deildarhjúkrunarkonu við Lyflækninga- deild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. febrúar 1 97 5. Upplýsingar um stöðuna eru veittar á skrifstofu forstöðukonu Borgarspítalans. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til stjórnar sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar Borgarspítalanum fyrir 15. janúar n Reykjavík, 8. janúar 1975. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar. © Notaðir bílar til sölu O Volkswagen 1 200 árg. '71 —'74 Volkswagen 1 300 árg. '65—'74 Volkswagen 1302 árg. '71 —'72 Volkswagen 1303 árg. '73 Volkswagen fastbach árg. '67—'73 Volkswagen Passat station bíll árg. '74. Volkswagen sendiferða árg. '69 — '72 Landrover disel árg. '70—'74 Landrover bensin árg. '62—'74 Range Rover árg. '71 —'74 Austin Mini árg. '74 Ford Cortina árg. '67—'70 Bronco sjálfskiptur árg. '74 Góðir bílar. Góð þjónusta. Tökum bíla í um- boðssölu. Rúmqóður sýninqarsalur. HEKLAhf laugavegi -170—172' — Sirru 21240 HUGSIÐ VEL UM YKKUR SJÁLF k5-'m/'vr - úr þvi þessi háttur var á hafður hefði helzt þurft að gefa allt verk- ið út i einu. Mörg uppflettiorð eru skýrð mjög ýtarlega og í löngu máli. Þetta er einnig mjög umdeilan- legt, stutt skýring ásamt tilvísun til frekari upplýsinga hefði vafa- lítið hentað betur í mörgum til- vikum. Þá hefði það einnig unn- izt, að fleiri atriði hefði mátt taka með í ritinu. Þá er loks að kvarta undan þvi, sem vantar í ritið. Engum dettur í hug að rit sem þetta geti orðið tæmandi, til þess er það alltof lítið. Engu að siður verður þó að gagnrýna að ýmsum þáttum sögu- legum virðist vera sleppt að miklu eða öllu leyti. Má þar nefna t.d. staðfræðileg heiti, áhalda- og verkfæraheiti og ýmis stöðheiti. Sömuleiðis vantar tilfinnanlega skýringar á ýmsum hugtökum, einkum þó úr miðaldasögu, en einmitt vegna skorts á skýringum margra slíkra hefur islenzk mið- aldasaga vafist fyrir mörgum um dagana. Hér hafa nú verið tind til ýmis atriði, sem betur mættu fara, en engu að síður er mikill fengur að Einar Laxness. þessari ágætu bók. Höfundinum, Einari Laxness, ber sérstaklega að þakka, hann hefur unnið mikið og gott starf. Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs ber að þakka fram- takið, en engu að síður ættu þeir, sem þar ráða að taka til athugunar, hvort ekki væri betra að vinna slíkt verk i hópvinnu. Það er gert í útlöndum. Judo Judo Innritun er hafin. Getum bætt við byrjendum í alla flokka. Þeir byrjendur sem voru skráðir á biðlista vinsamlegast hafið samband við skrif- stofuna strax. Væntanlegur er 16. þ.m. pró- fessor N. Yamamoto . Dan. Ekki er þörf að kynna hann nánar því hanh er öllum júdómönn- um af góðu kunnur frá fyrri árum. Hann mun kenna hjá félaginu næstu 2 ti! 3 mánuði. Nánari uppl. í síma 83295. Júdodeild Ármanns, Ármúla 32. 1 Kodak i Kodak $ Kodak n H Litmqm á(& ;odak dir dðgum o HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 Kodak ; Kodak 1 Kodak 9 Kodak 1 Kodak Hin fullkomna hressingardvöl undir tryggri um- sjón lækna Möguleikar á áframhaldandi lækna- meSferð. Megrunarkúrar undir læknisumsjá. Sauna og leikfimissalur í mearunardeildinni. Nýtizku herbergi meS salerni og baSi (Lyftur). Fullt fæSi. 18 holu golvvöllur og reiSskóli í nágrenninu og hin óviSjafnanlega náttúrufegurS Silkiborgar fyrir utan dyrnar. GóSur árangur öruggur. G/. Skovridergaard SILKEBORG • DANMARK TLF. (06) 821155 ■ POSTBOX105 Nerdens færende kuranstalt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.