Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1975 Framkv; Útgefandi amdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Arni GarSar Kristinsson. ABalstrasti 6, stmi 10 100. Aðalstrasti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 35,00 kr. eintakið. Ritstjómarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiBsla Auglýsingar Athygli hefur vak- ið að talsmenn allra stjórnmálaflokka nema Alþýðubandalagsins virð- ast hafa gert sér grein fyr- ir þeim hrikalegu efna- hagsörðugleikum, sem framundan eru. Þannig hafa forystumenn beggja sjórnarflokkanna og beggja lýðræðisflokkanna í stjórnarandstöðu lýst því yfir skýrt og skorinort, að eins og sakir standa séu ekki fyrir hendi aðstæður til almennra lífskjarabóta, en á hinn bóginn verði að leggja kapp á að bæta stöðu þeirra, sem lægst hafa launin. Talsmenn Alþýðubandalagsins halda því fram, að efnahagsað- gerðum núverandi ríkis- stjórnar sé stefnt gegn launafólki í landinu, þó að flestum sé ljóst, að þær miða einvörðungu að því að treysta atvinnulífið og atvinnuöryggi í samræmi við meginkröfur Alþýðu- sambandsins. Nú er Alþýðubandalagið í stjórnarandstöðu og virðist telja það skyldu sína að stuðla að sem mestri upp- lausn og ringulreið. Ábyrgðarleysi forystu- manna þess kemur gleggst fram, ef litið er á aðgerðir þeirra og tillögur í efna- hags- og kjaramálum á síð- asta ári. Þá kemur í ljós, að ráðherrar Alþýðubanda- lagsins hugðust standa að aðgerðum, sem haft hefðu i för með sér miklu víðtæk- ari kjaraskerðingu en orð- in er. Á sl. vori lögðu Magnús Kjartansson og Lúðvik Jósepsson fram hugmyndir og tillögur um, að allar kjarabætur, sem samið var um í febrúar og færu yfir 20%, yrðu afnumdar með lögum. Þetta hefði komið hart niður á stórum hópum láglaunafólks m.a. I fisk- vinnslu. Þeir lögðu til, að vísitöluuppbætur á laun yrðu afnumdar um ákveð- inn tíma, og sú tillaga varð að veruleika með bráða- birgðalögum, sem vinstri stjórnin gaf út í maí. Þeir lögðu til, að vanda útflutn- ingsatvinnuveganna vegna aukins tilkostnaðar og lækkandi útflutningsverðs yrði m.a. mætt með gengis- lækkun. Þegar Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson reyndu sem ákafast sl. sumar að haida ráðherrastólun sínum ítrekuðu þeir enn fylgi sitt við 15% gengislækkun. Þá er einnig athyglis- vert, að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hreyfðu eng- um andmælum gegn þeirri tillögu, sem fram kom innan vinstri stjórnarinnar, um að engir kjarasamningár væru gildir nema þeir hefðu áður hlotið smþykki ríkisstjórnarinnar, en slíkt skerðir að sjálfsögðu veru- lega frjálsan samningsrétt aðila vinnumarkaðarins. Auk afnáms vísitölubóta stóðu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins að því, að söluskattshækkunin sl. vor kom ekki inn í vísitöluna og áður höfðu þeir látið taka stóra liði út úr vísi- tölugrundvellinum. Meðan Magnús Kjartans- son og Lúðvík Jósepsson gerðu allt hvað þeir gátu eftir alþingiskosningarnar í júní til að halda ráðherra- sólunum voru þeir reiðu- búnir auk gengisfellingar- innar að standa að jafn mikilli söluskattshækkun og núverandi ríkisstjórn ákvað. Þeir voru eindregið fylgjandi hækkun bensín- skattsins og Magnús Kjart- ansson flutti sjálfur frum- varpið um verðjöfnunar- gjald á raforku, en snerist síðan gegn því um leið og hann missti ráðherrastól- inn. Þá hefur verið upp- lýst, að í tíð vinstri stjórn- arinnar fylgdu ráðherrar Alþýðubandalagsins alveg sömu stefnu að því er varð- ar hækkanir á landbúnað- arvörum og nú hefur verið gert. Eftir að núverandi ríkis- stjórn var mynduð birti Alþýðubandalagið tillögur sínar um launajöfnunar- bætur í stað vísitöluupp- bóta. Þessar tillögur gengu miklu mun skemmra en þau lög, sem núverandi ríkisstjórn setti um þessi efni. Samkvæmt tillögum Alþýðubandalags- ins eins og Lúðvík Jósepsson gerði grein fyrir þeim áttu launa- jöfnunarbæturnar að ná til miklu færri aðila en raun hefur orðið á og þeir settu engar tillögur fram um hækkun elli- og örorku- lífeyris eða fjölskyldubóta í þessu sambandi. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins stóðu í maímánuði að bráðabirgðalögum, er lögðu bann við fiskverðs- hækkun. Á Alþingi lýsti Lúðvík Jósepsson yfir því, að koma yrði í veg fyrir, að kaupið, eftir einhverjum vísitölureglum eins og þeim, sem við höfum búið við, æddi upp á eftir verð- lagi, því að það kippti vit- anlega fótunum undan eðlilegum rekstri eins og hann orðaði það. Þegar á þessar staðreyndir er litið má öllum vera ljóst, að Alþýðubandalagið ætlaði sér að standa að efnahags- aðgerðum, sem haft hefðu mun meiri kjara- skerðingu í för með sér en raun hefur orðið á. Nú geysast forystumenn Alþýðubandalagsins fram og tala hástöfum um kjara- skerðingu og ofsóknir rík- isstjórnarinnar á hendur launafólki. Fátt lýsir betur því tvöfalda siðgæði sem mótar afstöðu þessara stjórnmálamanna til mál- efna hverju sinni. Þeir skáka í þvi skjólinu, að al- menningur hafi gleymt og því sé óhætt að bera hvaða ósvinnu sem er á borð fyrir hann. Hér vaða þeir reyk, því að fólkið í landinu sér það ábyrgðarleysi, er ligg- ur að baki þessum yfirlýs- ingum í ljósi þess, sem á undan er gengið, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Hið tvöfalda siðgæðismat Gunnar G. Schram prófessor; Gervi- hnatta- samband og litasjónvarp Dr. Gunnar G. Schram Þegar Alþingi kemur aftur saman til funda að loknu jóla- leyfi mun væntanlega eitt fyrsta verk þess verða að kjósa nýtt útvarpsráð í samræmi við tillögur í þeim efnum, sem fram komu á haustþinginu. Hið nýja útvarpsráð mun standa andspænis þremur megin við- fangsefnum, sem hér skulu nokkuð gerð að umtalsefni, þar sem öll eru þau þýðingarmikil. H ið fyrsta varðar dagskrá hljóðvarps og sjónvarps. Sam- kvæmt útvarpslögunum frá 1971 er það útvarpsráð sem tekur ákvarðanir um hversu út- varpsefni skuli haga I höfuð- dráttum, og Ieggur fullnaðar- samþykkt á dagskrá áður en hún kemur til framkvæmda. Ákvarðanir útvarpsráðs eru endanlegar, segir ennfremur í lögunum. Hér er það skýrt fram tekið, sem raunar flestum er kunnugt, að ábyrgðin á efni og gæðum dagskrárinnar hvílir fyrst og fremst hjá útvarpsráði, það ritstýrir hljóðvarps- og sjónvarpsdagskránni, ef svo má að orði komast og ákvörðunum þess verður ekki áfrýjað. Það er því eðlilegt að dagskráin endurspegli viðhorf skoðanir og stefnu útvarpsráðs eins og það er skipað hverju sinni. Hlýtur því óhjákvæmilega að koma til endurskoðunar þeirra stefnu, sem ríkt hefur í dag- skrármátum, er nýtt útvarpsráð kemur til skjalanna, og á það kannski ekki sízt við um sjón- varpsdagskrána. Mörgum mun þykja hið erlenda efni sjón- varpsins i ýmsu ábótavant og af vanefnum gert og valið. Iðulega leitað til fanga a.m.k. kynslóð aftur í tímann í kvikmyndavali og fræðslumyndirnar sumar helzt til þess fallnar að koma óorði á mannlega þekkingu. Stundum sýnist það gleymast að önnur aðaldeild sjónvarps- ins ber nafnið lista- og skemmtideild, ekki sfzt þegar athugað er val afþreyingarefn- isins, en þar eru þó allir kostir tiltækir að viða að því vinsæl- asta og bezta úr sjónvarpsdag- skrám annarra landa. Hér skal ekki kveðinn upp dómur um það hvort slík gagn- rýni er í alla staði réttmæt eða sanngjörn. Víst er um það að dagskrárfólk sjónvarpsins hefur t.d. iðulega unnið stór- virki á sviði innlends efnis. En það fer varla milli mála að ein ástæða þess að 17.000 íslend- ingar skrifuðu nýlega undir áskorun um að varnarliðssjón- varpið yrði aftur opnað, er óánægja með dagskrárgerð hins íslenzka, enda beinlínis að þvi vikið í áskorunarskjalinu. Það má þó ekki gleymast i þessu sambandi að dagskrár- gerðin öll hlýtur auðvitað að mótast af þeim fjármunum, sem til hennar eru veittir á hverjum tíma. Á síðasta ári var varið 60 millj. króna til dag- skrárgerðar sjónvarpsins, 26 millj. kr. til frétta og fræðslu- deildar og 34 millj. kr. til lista- og skemmtideildar. Sambæri- leg tala hjá hljóðvarpinu var 49 millj. kr. Ætla verður að með rýmri fjárhag gæti tekizt að gera dagskrá sjónvarps og hljóðvarps bæði vandaðri og f jölbreytilegri en nú er. Annað atriði, sem hér skal drepið á, er nauðsyn þess að sem allra fyrst verði tekin ákvörðun af stjórnvöldum um stofnun gervihnattasambands við Island. Um miðjan desem- ber lýsti póst- og símamála- stjóri því yfir að könnun hefði leitt i ljós að fjarskiptasamband við gervihnött væri hagkvæm- asta leiðin fyrir Island. Slík tæknileið er ekki einungis nauðsynleg til þess að leysa þann vanda, sem að steðjar vegna talsambands við útlönd, heldur myndast þá möguleikar til þess að taka daglega á móti erlendu sjónvarpsefni um gervihnöttinn. Þarf ekki að fjölyrða hvilíkur búhnykkur það yrði við alla dagskrárgerð sjónvarpsins og myndi raunar gjörbreyta starfsaðstöðu frétta- og fræðsludeildar. Hér er um að ræða móttöku efnis frá gervihnettinum INTELSAT en kostnaður við rekstur hans og þjónustu myndi að mjög litlu leyti falla í hlut Islendinga, þar sem greiðsluhlutfall okkar er einungis 0,8%. Hinsvegar er, eins og póst- og simamálastjóri benti á, eftir að leysa fjárhags- hlið málsins að þvi er varðar byggingu jarðstöðvar til mót- töku á sendingum frá gervi- hnettinum. Sú stöð yrði reist hér í nágrennni Reykjavikur og er kostnaður við þá fram- kvæmd 430 milljónir króna og framkvæmdatími tvö ár. Eigandi stöðvarinnar, Lands- siminn, myndi hafa verulegar og vaxandi tekjur af jarðstöð- inni allt frá byrjun, og eins og fyrr segir myndi gervihnattar- sambandið gera íslenzka sjón- varpinu kleift að taka daglega á móti dagskrárefni, sem sent er viða um heim með atbeina IN- TELSAT fyrir tiltölulega væga þóknun. Er þvi full ástæða til þess að hraða ákvarðanatöku í þessu máli og er ekki ofmælt þótt sagt sé, að það sé eitt stærsta hagsmunaatriði ís- lenzka sjónvarpsins í dag. Þriðja atriðið er Islenzkt lit- sjónvarp. Sú ákvörðun var á sínum tíma rétt og sjálfsögð að hefja sendingar islenzka sjón- varpsins í svörtu og hvítu. Nú eru átta ár liðin síðan sjónvarp- ið tók til starfa og ýmis atriði kalla á endurskoðun þeirrar ákvörðunar og vekja upp spurninguna um það, hvort ekki sé timabært að taka sem fyrst ákvörðun um islenzkt lit- sjónvarp. Á það hefur verið bent, að senn líður að því að endurnýja þarf sjónvarpstækjakost lands- manna, ef miðað er við að meðai endingartími sé einn ára- tugur. Skiptir það þá vitanlega verulegu máli að fyrir liggi ákvörðun um það að útsending- Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.