Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1975 21 mní • * 11 f 1|| ■ : ■ : & . ■. aenmrao Kussa l Uelsingfors. Þar eru lögð á ráðin um hvernig eigi að beina þróuninni f finnskum innanlandsmálum í „æskilega átt“. Refskák Rússa í Finnlandi Sovézki sendiherrann f Helsingfors, Vladimir Stepanov, hefur um það skýr fyrirmæli frá Moskvu að skipta sér af finnskum innanlandsmálum og beina þróun þeirra f „æski- lega átt“ frá sjónarmiði Rússa. Þetta kemur fram f leyniskjölum sem Svenska Dagbladet hefur komizt yfir. Þessar uppljóstranir hafa áður komið fram f fréttum Mbl„ en hér birtist f heild grein blaðs- ins sem fjallar um það hvernig sovézkum sendi- herra er ætlað að starfa f litlu landi scm hefur kapp- kostað að eiga góð sam- skipti við voldugt grann- ríki. KEKKONEN Finnlandsforseti kallaði árið 1973 „vináttuár" Finna og Rússa í siðustu nýárs- ræðu sinni. Þess hafði verið minnzt á árinu að 25 ár voru liðin frá undirritun vináttu- samnings þjóðanna. Samningsins var minnzt með ýmsu móti og Kekkonen notaði jafnan tækifærið til þess að veitast að þeim sem sökuðu Rússa um afskipti af finnskum innanlandsmálum. Hann hélt því þvert á móti fram að Finn- land væri fullvalda ríki og sagði að sambúðin við hinn volduga granna f austri væri óvenjulega góð. Einni viku eftir að Kekkonen flutti nýársboðskap sinn gekk nýr sendiherra Sovétríkjanna á hans fund og afhenti honum embættisskilrfki sín. Aðalverk- efni hins nýja sendiherra er að vinna á virkan hátt að þvf að breyta valdahlutföllunum í Finnlandi. Nýi sendiherrann heitir Vladimir Stepanov. Hann er frá þeim hluta Kyrjálahéraðs sem nú heyrir til Rússum. Hann tal- ar reiprennandi finnsku og hef- ur oft verið túlkur á fundum sovézkra og finnskra ráða- manna. Það hlutverk hans hef- ur vakið tortryggni margra. Finnsklundaður Stepanov hefur áður starfað við sovézka sendiráðið f Helsingfors og á marga finnska kunningja. Hann er talinn mjög finnskur í háttum og stundar þannig veiðar og sauna-böð. Hann er ekki venjulegur at- vinnumaður í sovézku utan- ríkisþjónustunni. Hann er kallaður „Brezhnev-maður“. Hann er líka fulltrúi sovézka kommúnistaflokksins f Helsinki ekki síður en sendi- herra lands síns. Framtíðarmarkmið þeirrar stefnu, sem Rússár fylgja gagn- vart Finnlandi, er að gera land- ið að sósfalistísku þjóðfélagi. Tilraunir þær sem Rússar hafa gert, síðan heimsstyrjöldinni lauk, til þess að stjórna finnsk- um innanlandsmálum hafa hingað til mistekizt í aðalatrið- um. Þessi grein er meðal annars byggð á frumheimildum frá þeim aðilum sem hér koma við sögu. Þar á meðal er skjal sem er merkt algert trúnaðarmál og var ætlað afar þröngum hóp einstaklinga. „Aðlögun“ 1 leyniskjalinu er um það rætt að beina verði þróuninni i Einnlandi inn í farveg „sem leiði til aðlögunar að sósialisma á síðari helmingi aldarinnar." Það liggur því ljóst fyrir að það er ekki ætlunin i næstu framtíð að koma af stað einhvers konar byltingarástandi. Svokölluð lýðræðisfylking á breiðum grundvelli undir forystu finnska kommúnista- flokksins er talin mikilvægur áfangi á þessari braut. Áður hefur alltaf verið talað um að sameina verkalýðsstéttina. t framtíðinni á ekki einvörðungu að efla samvinnuna við flokk sósíaldemókrata og verkalýðs- hreyfingu þeirra heldur einnig við Miðflokkinn og æskulýðs- samtök borgaraflokkanna. Hins vegar á slíkt samstarf að vera undir forystu kommúnista og því á að haga samkvæmt skil- málum þeirra. Stuðningur Að dómi Rússa getur slik þró- un ekki átt sér stað án virks stuðnings sovézka kommúnista- flokksins. 1 þvi sambandi gegn- ir sendiherra Sovétrikjanna i Helsinki lykilhlutverki. Stepanov sendiherra hefur fengið fyrirmæli um að leggja fram sinn skerf bæði með diplómatiskum og öðrum ráð- Eftir Göran Albinsson Þeir taka þátt í finnsku ref- skákinni: Vladimir Stepanov, sendiherra Sovét- ríkjanna, Aarne Saarinen, leiðtogi þjóðlegra kommúnista, Taisto Sinisalo, fyrirliði Moskvu- kommúnista og Ele Alenius, foringi fólkdemókrata. um. Með öðrum ráðum er átt við það að hann eigi að nota persónuleg sambönd sín við finnska stjórnmálamenn til þess að ryðja úr vegi þeim hindrunum, sem standi i vegi fyrir kommúnistum. í þeim skjölum, sem þessi grein bygg- ist á, er um það talað að það verði að velgja þeim mönnum undir uggum, sem standi i veginum fyrir samvinnu við sósíaldemókrata. Þess er einnig getið að „góð og raunhæf reynsla" hafi fengizt af fyrri tilraunum til þess að hafa áhrif á stefnumótun sósialdemó- krataflokksins. í áætlunum ráðamanna í Moskvu um að ná undir sig Finnlandi „innan frá“ hefur finnska kommúnistaflokknum verið ætlað hlutverk storm- sveita. Vegna mikils klofnings i flokknum hefur Stepanov sendiherra átt i mörgum erfið- leikum á fyrsta ári sínu í þvi starfi sínu að samræma „finn- landiseringuna", sem stefna Rússa er kölluð. Klofningurinn í flokknum hefur aukizt, sundrungin magnazt. Innbyrðis barátta ólikra flokkshópa hefur í auknum mæli verið háð fyrir opnum tjöldum. Klofningur Kommúnistaflokkur Finn- lands er i aðalatriðum klofinn i meirihluta endurskoðunar- sinna, sem eru meiri þjóðernis- sinnar en andstæðingar þeirra, og i minnihluta stalinista sem standa í sterkum tengslum við ráðamenn i Moskvu. Foringi fyrrnefnda armsins er Aarne Saarinen en foringi þess siðar- nefnda er varaformaður flokks- ins, Taisto Sinisalo. I landsmál- unum eru kommúnistar sem kunnugt er aðili að mjög vinstrisinnuðum felusamtök- um, sem ganga undir nafninu fólkdemókratar, og hafa þar töglin og hagldirnar. Þrátt fyrir það er formaður fólkdemó- krata, Ele Alenius, eins konar vinstri-sósialisti. Staða hans byggist á miklum vinsældum, sem hann nýtur meðal vinstri- sinnaðs fólks. A fundum með Stepanov hafa báðir skoðanahóparnir jafnan átt fulltrúa. I fylgd með Saarinen hefur oftast verið Olavi Hánninen, sem fer með verklýðsmál í stjórn flokksins. Við hlið Sinisalos hefur setið fyrrverandi ritari flokksins, Ville Pessi. Það mál sem hefur borið einna hæst í haust hefur verið 17. flokksþingið, sem kemur sennilega saman i maí í vor. Margt bendir til þess að ákveð- ið verði að flýta þingkosning- um, sem samkvæmt áætlun eiga að fara fram i ársbyrjun 1976, vegna launadeilna. Flest- ir hallast að því að kosið verði i september. Flokksþingið getur þvi orðið þýðingarmikið ef það markar upphaf kosningabarátt- unnar. „Blástakkar“ Bræðraflokkurinn i Sovét- rikjunum hefur lagt á það áherzlu á þessu ári að reyna að sameina finnska kommúnista og stjórna þeim. Miðstjórn kommúnistaflokksins fór i heimsókn til Moskvu í febrúar. Fyrir sovézku viðræðunefnd- inni var enginn annar en aðal- hugsjónafræðingur sovézkra kommúnista, Mikhail Suslov. Auk þess voru skipulögð hátíðahöld á þrjátíu ára afmæli finnska kommúnistaflokksins. Fjöldasamkomur i því sam- bandi voru notaðar i innbyrð- is valdabaráttu finnskra kommúnista. Til þess að leggja áherzlu á mátt sinn og megin lét Moskvu-armurinn unglinga í „sinum“ æskulýðssamtökum klæðast bláum skyrtum að austur-þýzkri fyrirmynd. Meiri- hlut endurskoðunarsinna svar- aði með því að klæða unglinga sína í grænar skyrtur. Þetta reyndu stuðningsmenn Sini- salos að koma í veg fyrir með setuverkföllum i verksmiðjum, sem framleiddu skyrturnar. Hugtakið „blástakkar" hefur siðan fest rætur og er notað sem heiti á Moskvuhollum kommúnistum. 1 sumar gerðu ráðamenn sovézkra kommúnista aðra til- raun til þess að tala um fyrir finnskum kommúnistum. I júli var haldinn í Sovétrikjunum fundur með þátttöku valins hóps starfsmanna beggja flokka. Eins og venjulega voru fulltrúar finnskra kommúnista úr báðum örmum flokksins. Valdatöku- adferðin Mestur tími fór i langa rúss- neska fyrirlestra um hvernig bezt mætti koma til leiðar valdatöku kommúnista í Finn- landi. Nefna má eftirfarandi fyrirmæli: 0 Auk baráttuna í hernum og lögreglunni, meðal annars með því að lauma kommúnistum i áhrifastöður. 0 Sjá til þess að kommúnistar fái varanleg yfirráð yfir frétta- miðlum (orðalagið bendir til þess að útvarp og sjónvarp séu undanskilin enda eru áhrif vinstrimanna þar mikil). 0 Gagnrýna eins oft og mögu- legt er formann fólkdemókrata, Alenius. 0 Koma til leiðar samvinnu við sósíaldemókrata og Mið- flokkinn og efla slika sam- vinnu. 0 Efla baráttu gegn öllum til- hneigingum til þjóðfélagslegra umbóta þar sem þær veikja stéttabaráttuna. Að visu get ég ekki skýrt það hvernig Rússar telja kleift að vinna með sósíaldemókrötum og efla baráttuna gegn félags- legum umbótum samtímis. Hér vantar mig skjal i safnið. Hætta á árekstri Þeir sem rannsaka innbyrðis væringar finnskra kommúnista utan frá hljóta að velta þvi fyr- ir sér hvort ekki er hætta á harkalegum árekstri „endur- skoðunarsinna" og „stalinista". Endurskoðunarforinginn Saarinen vill efla samvinnuna innan sambanda fólkdentó- krata. Hann berst fyrir finnskri leið til sósíalisina með sem minnstum erlendum afskipt- um. Aftur á móti sagði „stalinist- inn" Sinisalo helztu stuðnings- Franihald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.