Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANtJAR 1975 Nixon veikur í fæti og lystarlaus San Clemente, 9. jan. Reuter. EINN af vildarvinum Nixons, fyrrverandi Bandarfkjafor- seta, skýrði blaðamönnum frá því í dag, að Richard Nixon hefði nú fengið þrautir f hægri fót, sem áður hefur verið heil- brigður, og auk þess hefðu læknar áhyggjur af lystarleysi hans. Afmælisdagur Nixons var f dag og varð hann 62 ára gamall. Fjölskylda hans var hjá honum, en allir héidu sig inni við og blaðamenn sem voru í nánd við heimilið sáu þar enga hreyfingu. Haft var eftir sama vini Nixons að hann þyldi mjög litla áreynslu og þreyttist fljótlega og hefði enda aldrei verið jafn magur og nú. Engu að sfður væri Nixon hægt og sfgandi að batna. Tekið var fram að þúsundir heillaóska- kveðja og afmæliskorta hefðu borizt til heimilis Nixons sfð- ustu tvo dagana. — Dönsku kosningarnar Framhald af bis. 1 stuðningi eða f samvinnu við SF, Radikale Venstre og kannski ein- hverja úr flokki Hartlings sjálfs. Hartling vísaði þessari skoðun Jörgensen hins vegar á bug, sagð- ist mundu sitja áfram og reyna að finna stjórn sinni þann stuðning, sem dygði, enda þótt vitað sé að hann hefur þegar hafnað sam- vinnu við Jafnaðarmenn og vill ekki fá stuðning frá Framfara- flokknum. I fréttum frá Kaupmannahöfn kom einnig fram að árangur Framfaraflokks Glistrup þótti með ólíkindum, en hann tapaði aðeins fjórum þingsætum. Það fylgdi með að hann hefði þótt heyja mjög skynsamlega kosn- ingabaráttu og hefði hún bersýni- lega borið þann árangur, sem til var ætlast. Kjörsókn í kosningunum var um 89% um þremur prósentum meira en í síðustu kosningum. Var þó híð versta veður í Dan- mörku í dag og hvergi gefin frí úr vinnu. — Vextir lækka Framhald af bls. 36 fyrstu 4 til 5 árin, sem aðeins voru 3%. Frá 1971 hafa síðan gilt meðaltalsvextir 5% allan tímann, þar til nú, að Seðlabankinn boðar lækkun þeirra um 1 prósentustig eða í 4%. Upphafsvextir fyrstu 4 til 5 árin hafa verið 3% allt frá 1970, nema í 1. flokki B frá árinu 1973, að upphafsvextirnir voru 5% eða hinir sömu meðaltalsvext- ir alls lánstímans. Þau bréf eru með árgreiðslumiðum. Þá ber þess að geta, að spariskírteini, sem næst verða innleyst, eru skírteini frá 1965 og hætta þau að bera vexti 10. september á þessu ári. Núverandi endurgreiðsluverð þeirra bréfa er um 9-falt, þ.e. að fyrir hvert 10 þúsund króna bréf greiðir Seðla- bankinn nú 89.047 krónur. Er það útboð þó miðað við útreikning byggingarvísitölu í júlímánuði, en flokkurinn frá 1964 er miðaður við nóvembervísitöluna. Bygg- ingarvísitala hefur frá því er flokkurinn 1965 var boðinn út hækkað um 1.218 stig eða um 513.92%. — Ford Framhald af bls. 1 svo lítil, að hún heldur ekki í við verðbólguna svo að kaup iðnaðar- ins á vörum og þjónustu munu dragast saman. Jafnframt er haft eftir tals- mönnum utanrfkisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins í Washington, að þeir telji lfklegt að fljótlega verði sainþykkt 25.000 milljón dollara áætlun til að- stoðar stórum iðnaðarrfkjum, sem eiga í efnahagserfiðleikum þótt hugmyndin hafi fengið dræmar undirtektir í Evrópu. Fjármálaráðherrar Efnahags- bandalagslandanna vildu aðeins samþykkja á fundi sínum í London að athugun yrði gerð á þessari hugmynd, sem er komin frá Henry Kissinger utanríkisráð- herra. — Smáfiskur Framhald af bls. 13 hafi þarna f fljótfærni gripið f hálmstrá, sem er haldlítið. 1 sama blaði er grein þar sem annar skipstjóri segir frá því, að 26. nóvember hafi hann verið út af Langanesi, og gert þar þrjú hol, sem hann gat ekkert hirt úr. Þarna voru að veiðum yfir 30 Bretar, ásamt fleiri skipum. Hvað gætu menn hugsað sér að væri lengi verið að dorga það upp á handfæri, sem þarna hefur verið drepið. Ég trúi því ekki að það þurfi ekki að leita að aðalástæðunni fyrir minnkandi fiskigengd við strendur landsins annarstaðar og alvarlegar en hjá handfæra- og rækjuveiðibátum við Isafjarðar- djúp. Kristján Þorgilsson. Bolungarvík. — Ferðamenn Framhald af bls. 4. Svíar 5.348, Bretar 4.603, Norð- menn 4.035, Frakkar 2.573, Sviss- lendingar 1.591, Finnar 1.391, Hollendingar 1.385 og Kanada- menn 1.307. önnur þjóðerni ferðamanna voru langt undir töl- unni 1.000, en þó voru Austur- rfkismenn 761 og Belgíumenn 719. — Guðmundur Framhald af bls. 36 þetta fyrsti vinningur þessa 17 ára pilts i mótinu. Benkö og Miles gerðu jafntefli í 21. leik og Hart- son og Mestel gerðu einnig jafn- tefli í 21. leik. Skák Vaganian og Csom fór í bið. Staðan eftir 11 umferðir er þá þessi: Hort 7 (1 biðskák), Planinc 7, Andersson 6'A (1 biðskák), Miles 6H, Guðmundur 6 (1 biðskák), Vaganian 6 (1 biðskák), Beljavsky 6 (1 biðskák), Hartston 6, Carcia 5‘A, Botterill 5)4, Stean 4!4 (1 biðskák), Benkö 4V4, Basman 3H (1 biðskák), Csom 3‘A (1 biðskák), Diesen 3)4, Mestel 3. — Grótta Framhald af bls. 34 Péturssonar í síðari hálfleik. Misheppnuð vftaköst: Björn skaut í stöng einu sinni og einu sinni varði Sigurgeir. Dómarar: Karl Jóhannsson og Valur Benediktsson dæmdu leik- inn ágætlega, en í lokin högnuð- ust Víkingarnir heldur á dóm- gæzlu þeirra. __^gij — Eftirspurn Framhald af bls. 2 erum við áfram með sérstakar hópferðir til Rómar og Sorrentó. 1 Róm er nú heilagt ár, en slfkt er á 25 ára fresti, og er þá mikið við að vera. Einnig seljum við ferðir með öðrum ferðaskrifstofum til Afríku og víðar, en langsam- legast stærstur hluti farþega okkar fer nú með okkar eigin vélum.“ „Það er alltaf hættulegt að spá,“ sagði Ingólfur Guð- brandsson hjá Útsýty „en ferðir okkar hljóta mjög þær sömu undirtektir fólks og á sama tíma í fyrra og reyndar undan- farin ár. Það er mjög mikil eftirspurn, sem hefur ávallt verið að aukast og það eru til- tölulega fleiri og fleiri, sem fara í skipulagðar ferðir, leigu- ferðirnar. Ferðir til sólarlanda virðast vera orðinn það fastur þáttur í lífi margs ungs fólks hér að því verður ekki breytt svo auðveld- lega. Þá seljum við í ferðir til Kenya og Tanzaníu í samvinnu við American Express og það er töluverð þátttaka f þessar ferðir. Við erum með einhverja farþega í þessar ferðir alveg fram í marz—apríl, en þessar ferðir eru farnar í gegnum Kaupmannahöfn og Róm. 1 þær er mun meiri þátttaka en við þorðum að vona, mest miðaldra fólk, sem er vant að ferðast, en ferðirnar taka 17—20 daga. Þá erum við með nýjar ferðir um Evrópu til Þýzkalands, Tékkóslóvakiu og Austurríki, en alltf einu erum við með álfka margar ferðir og áður. Úrvalið er þó meira og við fljúgum nú leiguflug beint á þrjá staði, Costa del Sol, Costa Brava og til Lloret baðstrandarinnar á Ítalíu. Þá erum við einnig með lækkuðu fargjöldin til Kaup- mannahafnar og svo ferðir þaðan með Tjereborg.“ „Í sumar bjóðum við nýjar ferðir m.a. til Portúgals," sagði Steinn Lárusson hjá Úrvali, „en þar varð fyrir valinu hin kunna baðströnd Algarve á suðurströndinni. Þar er mikill sandur og mikil sól og mikið fjör. Auk þess förum við til Júgóslavíu, en þangað hafa verið vaxandi ferðir að undan- förnu og svo að sjálfsögðu til Mallorka eins og venjulega. 1 þessar nýju ferðir okkar til Portugals og Júgóslavíu er tals- vert farið að bóka nú þegar. Varðandi pantanir og eftir- spurn almennt er óbreytt hreyfing í því efni og sízt minni eftirspurn en undanfarin ár. Til Mallorka og Portúgals munum við fljúga fastar beinar ferðir með þotu Flugfélagsins, en auk þess eru ýmsar sérferðir í allar áttir og árvissu Kaup- mannahafnarferðirnar auk al- mennrar fyrirgreióslu og sölu í ferðir ýmissa erlendra ferða- skrifstofa til Gambíu, Kenya og fleiri staða.“ „Það sem ber ægishjálm yfir allar okkar sérferðir eru sólar- ferðirnar til Kanaríeyja,“ sagði Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða, „þetta er 5. veturinn, sem Flugfélag is- lands og nú Loftleiðir einnig halda þessum reglulegu ferðum til Kanaríeyja. Fyrsta veturinn voru farnar 9 ferðir, en í vetur verða þær 19. Við reiknum með að farþegatalan í vetur frá 31. okt. s.l. og framúr verði nálægt 2100. Um jólin voru um 450 manns á vegum Loftleiða og Flugfélagsins á Kanaríeyjum, en allt í allt höfum við flutt um 1050 manns þangað síðan 31. okt. Þessar ferðir hafa tekizt vel. Það var óþekkt fyrir 5 árum að mestu að fólk hér tæki sér vetrarfrí í stað sumarfrís, en nú eykst þetta með ári hverju. Þá eru Flugleiðir einnig með ferðir til Gambíu í gegn um danska ferðaskrifstofu. A þvi svæði kveður við alveg nýjan tón og aukinn áhugi er fyrir þeim ferðum og sama er að segja um ferðir til Florida. I heild er mjög aukin eftir- spurn eftir ferðum til sólar- landa. Sú þróun hefur verið frá ári til árs að undanförnu og er óbreytt. Það lítur vel út með þennan vetur.“ „Við verðum með áframhald- andi Möltuferðir,“ sagði Njáll Simonarson hjá Ferðamiðstöð- inni, „og einnig Túnis og Mar- okkoferðir í gegn um London. Við fljúgum beint til Möltu i leiguflugi með Flugfélagi is- lands 2—3 vikur i mánuði í sumar, en við höfum ekki merkt neinn samdrátt í þessu efni. Það er mikið um fyrir- spurnir, ekki minna en í fyrra. Hins vegar verður maður var við það í sívaxandi mæli að fólk vill ferðast meira í feb.—marz og einnig í október. Þetta er farið að dreifast meira á árið. Þá spyr fólk einnig mikið um nýja staði, Karabiska hafið og fleiri á sólarsvæðum." Ellen Ingvadóttir hjá Landsýn sagði að þau væru nú af fullum krafti að koma sumaráætluninni fram og því gæti hún ekki að sinni gefið nákvæmar upplýsingar, en þó væru ýmsar nýjungar á prjón- unum, nýir staðir fyrir Islend- inga og aukin ferðaáætlun. „1 fyrra,“ sagði Ellen, „flugum við beint til Rúmeníu, en i sumar munum við bjóða slíkar ferðir í gegnum Kaup- mannahöfn og einnigtil Júgó- slavíu. Reyndar hyggjumst við bjóða ýmsa möguleika í gegn um Skandinavíu, en það kemur i ljós alveg á næstunni." — Hugsanleg mengun Framhald af bls. 25 vinnra (króniskra) sjúkdóma“. Bezt væri að þýða fyrirlestur- inn allan á islenzku, og mun ég gera það í betra tómi, en helztu niðurstöður hans eru á þá leið, að mikill meirihluti krabbameins meðal jarðarbúa eigi sennilega rót sina að rekja til efnahvata í umhverfinu (environmental chemical carcinogens), efna- hvata, sem ættu rætur að rekja til mannsins og starfsemi hans hér á jörðinni. Þeg- ar krabbameinstilfelli eru talin saman og flokkuð eft- ir stöðum, sem þau koma fyrir, landfræðilega, hefur iðulega mátt finna samhengi milli þeirrar teg- undar krabbameins, sem mest hefur verið áberandi á hverjum stað, og þeirra efna eða efna- hvata, er helzt hafa þar mengað umhverfið. Eins og áður sagði, þótti þetta merkilegt tillegg þarna í París, en eins vil ég benda á tvær aðrar greinar, sem styðja fyrirlestur Epstein: Dunham, L.J. and Bailar, J.C., •„World Maps of Cancer Mortality Rates and Frequency Ratios“, J. Nat.Cancer Inst., 41, 155 (1968), og Higginson, J., „Present Trends in Cancer Epidemiology", Proceedings of the 8th Canadian Cancer Research Conference, (1969). Athyglisverðasti þáttur greinar Epstein er þó sá, er hann dregur fram í dagsljósið ýmsar af ástæð- unum fyrir þvi, hve oft hefur reynzt erfitt að henda reiður á samhenginu, á tengslum heilsu- fars fólks við það umhverfi og þau mengandi efni, sem það lifir og hrærist i svo viða um lönd. Dró Epstein fram, og færði sönnur á þátt stjórnmálamannanna, stór- iðjuhöldanna, matvælaframleið- endanna, etc. í því að leyna mikil- vægum staðreyndum, eða beinlin- is að blekkja fólk til þess að koma ár sinni sem bezt fyrir borð. Með þessu framferði, og þá m.a. að blekkja vísindamenn stöðugt I gagnasöfnun sinni og þekkingar- leit í þágu velferðar mannkyns, legðu hinir háu herrar sitt að mörkum til að ógna lifi og heilsu hins óbreytta borgara. Snúa þarf dæminu við, mengarinn ætti að þurfa að sanna skaðleysi fram- leiðslu sinnar fullkomlega fyrir fólki, áður en varan er sett á markaðinn, því hinn almenni maður má sin lítils gagnvart ofur- efli auðhringa. Epstein var samnefnari fyrir hugsanir og vissu svo margra ráð- stefnugesta, að lófatakinu ætlaði aldrei að linna að fyrirlestrinum loknum, og ég fór endurnærður út, eftir erfiðan dag. LOKAORÐ: Að lokum ætla ég að þakka Þor- valdi Friðrikssyni, stud. phil., fyrir grein sina i sama blaði og grein dr. Bjarna birtist. Þar er margt réttilega ályktað, að minum dómi, margt, sem aðrir hafa áður bent á, og margt, sem ég vona, að aðrir taki undir með Þorvaldi. Eitt finnst mér þó benda til þess, að Þorvaldur hafi ekki sjálf- ur setið Leirárfundinn, heldur fræðzt um hann af frásögnum blaða og annarra fjölmiðla. Ég held ekki, að nein „flokks- pólitísk lágkúra“ hafi vakað fyrir Jónasi Arnasyni, alþm., þegar hann bauð tveim Mývetningum til fundarins, svo héraðsmenn mættu af þeim fræðast um áhrif stóriðju á sveitasamfélag, eins og þeir höfðu reynslu af úr Mývatns- sveit. Þessa ályktun dreg ég af þvi, að Mývetningarnir hlutu þakkir allra flokka manna á Leirá, og andstæðingar Jónasar, stjórn- málalega, hafa tekið upp hanzk- ann fyrir þá Sigurð á Grænavatni og Starra í Garði i öðrum blöðum en Þjóðviljanum. Vissulega voru ekki allir þing- menn jafn ánægðir með „tiltæki" Jónasar daginn eftir og innan- sveitarmenn, en það er allt annar handleggur. Trúlega hefði lika Jónas haft sig meira í frammi á fundinum en raun bar vitni, hafi hann ætlað að gera málið flokks- pólitískt, þvi hann tók ekki til máls, fyrr en fundurinn var orð- inn sex klukkustunda gamall. Ég held því, að túlkun fjölmiðla þeirra, sem ekki áttu fulltrúa á fundinum, hafi verkað svo sterkt á þig, Þorvaldur, að hún er orðin þín eigin! Eins er það rangt, að frá samn- ingum við Union Carbide hafi þegar verið gengið. Enn hefur ekki verið skrifað undir, og það er þvi á þínu valdi, Þorvaldur, og hvers þess annars, sem þessar lin- ur les, að mynda sér sína eigin skoðun á málinu og veita stjórn- völdum það aðhald, sem m.a. Leir- árfundurinn mun gera um ókomna framtíð. Það er á þlnu valdi, hvort járnflís verður rekin I auga Hvalfjarðar, eður ei!! Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Reykjavik, 5. janúar 1975, Einar Valur Ingimundarson. Opiö í kvöld Opið í kvöld Opið i kvöld HÖT4L ÍA<iA SÚLNASALUR Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar Dansaðtil kl. 1 Borðapantamr eftir kf 4 í síma 2022 1 Opið í kvöld Opið í kvöld Opið i kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.