Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANpAR 1975 23 Einar Valur Ingimundarson umhverfis- og efnaverkfræðingur:_ Hugsanleg mengun frá málmblendi- verksmiðiu INNGANGUR: Loks kom að þvi að samhljómur lofsöngs um fyrirhugaða járn- blendiverksmiðju í Hvalfirði var rofinn i Morgunblaðinu, þriðja dag hins nýja árs, 1975. Eft- ir þessari tóntegund hafði ég lengi beðið, þvi ég vildi ekki trúa því að innan hins fjölmenna lesendahóps blaðsins leyndust ekki einhverjir, sem á málið vildu hlýða frá sem flestum hliðum. Ég þakka kær- komið tækifæri, sem greinarkorn dr. Bjarna Jónssonar býður mér, til að skýra þá meginþætti, sem eru þess m.a. valdandi, að ég er ekki jafn sannfærður um ágæti fyrirhugaðrar starfsemi og Bald- ur Johnsen, læknir, fyrrverandi yfirmaður minn. AGREININGSEFNIN: Fyrirhuguð verksmiðja í Hval- firði hefur þá sérstöðu meðal stór- iðju í landinu, að nú er hægt, í fyrsta sinn, að beita mengunar- reglugerðinni nr. 164/1972, þann- ig að byrgja megi brunninn áður en barnið er dottið þar ofan í, m.ö.o., nú er algerlega á okkar valdi að setja allar þær kröfur um fyrirbyggjandi aðgerðir til að verjast mengun, sem oss mun bezt kunnugt um frá hinum tækni- vædda heimi, eða vísa starfsem- inni á bug ella. Fyrsta skrefið i þessari kröfu- gerð er að fá sem nákvæmastar upplýsingar um fyrirhugað iðju- ver, t.d. nákvæm flæðirit af efna- gangi, nákvæmnisteikningar, all- ar hönnunartölur, svo og forsend- ur fyrir þeim. Annað skrefið er ekki hægt að stíga fyrr en fótfestan er orðin nægilega góð í hinu fyrsta. Sannleikurinn er hins vegar sá, að sú vitneskja, sem áður var upp talin, er ekki enn fyrir hendi, enda viðurkennt af einum full- trúa viðræðunefndarinnar um orkufrekan iðnað, Steingrími Hermannssyni, alþm., á fundi með viðskiptafræðinemum, að fullkomnar upplýsingar, eins og fyrr var lýst, lægju ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga fullkom- lega frá samningum við Union Carbide. Að sumu leyti finnst mér þetta eðlilegt, þar sem um fjölmargar tækninýjungar og einkaleyfi yrði að ræða í þessum rekstri, sem Union Carbide kærir sig ekki um að opinbera fyrr en fengin er vissa fyrir þvi að samningar verði undirritaðir. Hins vegar er ástæðulaust að láta líta svo út fyrir almennings- sjónum, þegar spurt er um meng- unarhlið málanna, að allt sé klappað og klárt, þegar allt er raunar í óvissu. Ég get upplýst, að ég var hvergi nándar nærri ánægður með þær upplýsingar, er fyrir lágu, þegar mér var sagt upp störfum við heil- brigðiseftirlit ríkisins. Fyrir þann tima var þrýst á, með miklum þunga, að stíga áfram hið næsta skref, og ummælum sérfræðinga Union Carbide treyst i hvívetna. Þegar ljóst var að ég mundi ekki gefa þann gæðastimpil, sem heil- brigðiseftirlitið átti að gefa við- ræðunefndinni fyrir tilsettan tíma, greip iðnaðarráðherra til þess ráðs að senda Baldur John- sen, yfirlækni, i „stutta kynnis- för“ til Bandaríkjanna að kynna sér þessi mál, svo notað sé orðalag úr síðustu skýrslu viðræðunefnd- arinnar. Þótt ég beri ekki brigður á góð- an vilja forstöðumanns heilbrigð- iseftirlitsins í mengunarvarnar- málum, held ég að flestum ætti að vera ljóst, að hann hefur alls ekki þá undirstöðumenntun á sviði tæknimála, að honum hafi nýtzt þessi „stutta kynnisför“ sem skyldi, enda treystir hann sér ekki til að taka sterkar til orða í áðurnefndri skýrslu en „að Union Carbide geri mjög miklar kröfur að því er varðar öryggis- og meng- unarvarnarmál". Til þess kom því fljótlega eftir heimkomuna, að Baldur fékk mér í hendur gögn frá förinni. Megin- þorri þeirra átti rætur að rekja til Union Carbide. Við lestur gagna þessara, sem hvergi nærri eru svo hlutlaus að viðurkenndur sérfræðingur vildi nokkuð á byggja, vaknaði með mér fjöldi spurninga, m.ö.o. gögnin vöktu margfalt fleiri spurningar en þau svöruðu; spurningar, sem eðlilega hefði átt að spyrja í „vettvangsrannsókn" Baldurs Johnsen. Þetta er mjög eðlilegt, þar sem þær voru allar mjög tæknilegs eðlis. Því færði Baldur Johnsen oss ekki heim önnur sannindi en þau, að „umhverfi verksmiðjunn- ar og hún sjálf væri mjög hrein- legt, svo og að í hverri verksmiðju væri stöðugt á verði einn læknir og þrjár hjúkrunarkonur, meðan unnið væri.“ Þetta efast ég ekki um að sé rétt, en síður margt það annað, sem Baldur hefur borið á borð fyrir fólk, m.a. í sjónvarps- þættinum „Kastljós" í nóvember sl. Margt af því sem Bald- ur fullyrti í sfðari upptök- unni á viðtalinu við Þór- unni Klemenzdóttur voru hel- ber ósannindi! I sama viðtali lét Baldur einnig að þvi liggja, að réttur timi til umsagnar heil- brigðiseftirlitsins um starfsleyfi til handa iðjunni væri ekki fyrr en hún stæði fullbúin við Grundartanga og gæti hafið rekst- ur jafnskjótt og starfsleyfið væri fengið. Á með þessu að skilja, að safnað skuli gagna allt til þess dags, er starfsemin getur hafizt, eða hvers konar skrfpaleikur er þá ekki samsetning reglugerðarinnar 164/1972, með fullri virðingu fyrir þeim er að samningi hennar stóðu? Er áreiðanleiki gagna Union Carbide e.t.v. ekki meiri en svo að Baldur Johnsen vilji skjóta sér undan ákvörðunartöku meðan hann starfar sem forstöðumaður heilbrigðiseftirlitsins? Hvar eru nú hinar fyrir- byggjandi aðgerðir, sem hann gumar svo mjög af í viðtali við Mbl. 17. des. 1974, eða hefur hann e.t.v. endurskoðað yfirlýsingar sínar úr „Kastljósi“? Heldur Baldur Johnsen raun- verulega að hann fái almenning til að trúa því, að heilbrigðiseftir- litið gæti hagsmuna fölksins í hví- vetna, ef hann heldur því blákalt fram að fyrst skuli verklegum framkvæmdum vegna stóriðj- unnar ljúka, áður en hann fetti fingur út í mengunarvarnir hennar. Hverjir eru þá orðnir yf- irburðir járnblendiverksmiðj- unnar yfir álver og kísiliðju? Þar voru iðjuverin fyrst reist af grunni, áður en heilbrigðiseftir- litið kom til, og öllum er alkunn sú mótspyrna gegn mengunar- vörnum, sem þar hefur verið haldið uppi. Nei, sannleikurinn er sá, að all- ar lfkur benda til þess, að járn- blendiverksmiðja við Grundar- tanga í Hvalfirði muni fæða af sér öll sömu skoffinin og forverar hennar í Straumsvík og i Mý- vatnssveit, og aðhald heilbrigðis- eftirlitsins við mengunarvarnir stóriðjunnar einn skrípaleikur frá upphafi til enda. Þetta er kjarninn í ágreiningi minum og Baldurs Johnsen, sem varð til þess, fremur öllu öðru, að mér var sagt upp störfum. Ætla ég nú að rekja þá þætti helzta, sem mér vekja ugg við þessa starfsemi, og beri hver af þeim blak, sem vill: KÍSILRYKIÐ: 1 fyrirhugaðri iðju verður mjög mikil myndun kisilryks. Aætlað er að við framleiðslu á hverju tonni járnblendis myndist 550 kg kisilryks. öllum, er til kisilryks þekkja, er ljóst að það ber að umgangast með fyllstu varúð. Við eigum því láni að fagna hérlendis að hafa aldrei nokkru sinni þurft að stríða við þann illræmda sjúk- dóm, sem kísilveikin er og verður hjá mönnum, sem starfa i óheil- næmu kísilryki. Við rannsóknir á sjúkdómi þessum kom í ljós, að hættuleg- ustu rykkornin voru langflest smærri en 5 mikrónur. (Míkróna er einn þúsundasti úr milli- metra). Vildu korn þessi festast niðri í lungnablöðrunum og valda mönnum andþrengslum og mjög óþægilegum sjúkdómi, kísilveiki, eftir langan starfsaldur i kisil- rykinu. Hættulegust virtust kornin vera á stærðarbilinu 2—0.5 míkrónur, samkvæmt gögnum frá 1969. (Air Quality Criteria for Particulate Matter, U.S. Dept. of Health, Edu- cation & Welfare, January 1969). Örlög korna smærri en 0.1 mikróna voru næsta óljós, en þau eru athyglisverðust i okkar til- felli, þar sem mest af Grundar- tangarykinu verður af þeirri stærð. Þegar betur var að hugað, virt- ist áðurgreind óvissa eiga rætur að rekja til takmarkana I mæli- tækni, þegar komið var niður í slika smæð. Var til dæmis augljós lega ekki hægt að greina kornin I ljóssmásjám, þegar stærð korn- anna var komin niður fyrir öldu- lengd ljóss, og jafnvel öldustyttri geisla. Eins hætti komum af mestri smæð, þ.e. undir 0.1 míkrónu, til að kögglast saman, þegar reynt var að horfa á þau i gegnum rafeindasmásjá, og erfitt um vik að sundurgreina stærð hvers og eins. Ráðin var á þessu bót með því að hleypa örhljóð- bylgjum (ultrasonics) gegnum sýnið undir rafeindasmásjánni, og spiundruðust þá kögglarnir í frumeiningar sinar, og nákvæm- ari stærðarákvarðanir voru mögu- legar. Er nú fengin örugg vissa fyrir þvi, að óttast þurfi sérstaklega allt ryk, og þá ekki sízt kísilryk undir einni míkrónu að stærð. Meðal annars má sjá aðvörunar- orð Stanton S. Millers, eins af ritstjórum mánaðarritsins Environmental Science and Tecnology, i 13. hefti 7. árgangs blaðsins, í desember 1973: „Who is afraid of small particles"? — „Hverjir óttast agn- irnar"? Hann svarar spurning- unni á þá iund, að allir gerðu rétt í þvi að óttast þær. Hreinsitæki eiga erfitt með að ná þeim. Heil- brigðisyfirvöld taka ekki nægjan- lega tillit til þess tjóns, sem þær valda á heilsu manna og engin tæki eru fáanleg á markaðnum til að fylgjast með þeim og mæla þær. Ritstjórnargreinin fjallar um rykkorn, sem eru smærri en ein míkróna, og segir Miller að þessi örsmáu korn séu meðal erfiðustu viðfangsefna umhverfismálaráðs Bandaríkjanna (E.P.A.). Skað- semi þeirra sé mjög mikil, pokasi- urnar nái þeim illa og engin önn- ur tæki hafi fundizt fram til þessa, sem duga til að hreinsa þau fullkomlega úr loftinu. Pokasíurnar eiga að leysa vand- ann á Grundartanga. Þar eiga þær að glima við gífurlegt magn kísil- ryks, mest á stærðarbilinu neðan við eina míkrónu. Meðalstærð járnblendiryksins er talin vera 0.12 mí. Það liggur i hlutarins eðli, þeg- ar skaðsemi ryksins er svo mjög háð stærð þess, að heilsuverndar- staðla verður að miða við korna- fjölda neðan ákveðinna stærðar- marka, eða ef ekki tekst betur til, kornafjölda i rúmeiningu. Hæfni hreinsitækja er mæld sem hundraðstala þess magns, sem tækið heldur eftir, miðað við magnið, sem að tækinu barst. Þetta má tákna svo: Hreinsihæfni = ryk að tæki — ryk frá tæki ryk að tæki Magntala sú, sem sett er inn í þessa líkingu, eru vegnar þyngd- areiningar þær, sem náðst hafa í sýnatakara fyrir ofan og neðan tækið. 1 ljósi þessa eru fullyrðingar um hreinsihæfni pokasíanna, hvort sem er 95 eða 99 hundraðs- hlutar, næsta fánýtt hjal. Vekur það furðu mína, hve mjög þessum töium hefur verið hampað, heima og erlendis. Máli mínu til sönnun- ar skulum við hugsa okkur lítið dæmi: Hugsum okkur, að sían hér að ofan nái öllum kornum af stærð- inni 1 mí. og þar yfir. Myndin hér er þá af tveim kornum, einu af stærðinni 1 mi. og öðru af stærð- inni 0.1 mí, sem sleppur í gegn. Spurningin er: Hve mörg korn af stærðinni 1.0 mí þarf til að vega upp á móti þyngd eins einasta korns af stærðinni 1 mí? Þyngd = rúmmál x eðlisþyngd. Eðlisþyngd beggja kornanna er hin sama, svo við getum sagt: Þyngdimi x fjöldi,mi = Þyogdo.1 rnl XfjÖldÍ0.,ml eða: Rúmmál, x fjöldi, = rúmmál0, xfjöldi01 Rúmmál er í réttu hlutfalli við þvermál I þriðja veldi, og lítur því dæmið þannig út, ef við setjum þekktar stærðir inn' (l)3 x 1 = (O.l)3 x fjöldi o., eða (1)3 x 1 fjöldi„ , = --------- = 1000 U'1 (O.l)3 Augljóst er þvi, að litla ögnin er þúsund sinnum léttari en sú stóra, og þótt 99 agnir af stærð- inni 1 mi sitji eftir I pokasíunum, fara 1000 litlar agnir út, m.ö.o. Ellefu sinnum fleiri agnir sleppa út en þær sem fangast!! Þótt 99% af þyngdarhlutfallinu kunni að nást, er ekki þar með sagt að 99% af hættunni hafi ver- ið fyrirbyggð, dæmið hér að ofan virðist fremur benda til að rúm- lega 90% hættunnar fari fram hjá pokasíunum! Þetta dæmi er að visu mjög einfaldað, en ætti þó að gera mönnum Ijósa þá staðreynd, að hreinsun rykmengunar, miðuð við þyngdarhlutföll, er aðeins til- raun til blekkingar, og við stefn- um þvi hraðbyri í átt til vitleys- unnar. Þrátt fyrir alla þá auknu tækni- þekkingu, sem gumað er af hjá Union Carbide, segir í skýrslu við- ræðunefndarinnar: „Nú er gert ráð fyrir áfram- haldandi eftirspurnaraukningu eftir ferrósilikoni, ekki einungis vegna mikillar aukningar i stál- framleiðslu, en áætluð aukning á yfirstandandi ári i Vestur-Evrópu er um 5% á ári, heldur einnig vegna þess að ýmsar járnblendi- verksmiðjur eru orðnar gamlar og tæknilega úreltar og þannig stað- settar, að þær verða ekki endur- byggðar á ný.“ (Undirstrikun er mín). Þvi skyldu Bandaríkjamenn ekki vilja beita hinni stórbættu tækni sinni í sínu eigin landi við uppbyggingu nýrra iðjuvera, heldur leita á náðir Islendinga með húsakjól? Hvað er raunveru- lega að baki þess að þær verða ekki reistar aftur í Bandaríkjun- um, þrátt fyrir hina stórbættu hreinsitækni? Er ef til vill staðreynd sú, að almenningur hefur snúizt af al- efli gegn þessum mengunariðn- aði, og það illa orð, sem af Union Carbide fer þar i landi, gerir að verkum, að þeir fá nú hvergi inni með starfsemi af þessu tagi leng- ur, nema í vanþróuðum löndum, þar sem sveltandi fólkið kýs held- ur að hafa í sig og á, þótt um- hverfið fari mjög forgörðum, heldur en að verða hungurmorða í óspilltri náttúrunni? Þetta sjónarmið ætti að vera viðs fjarri hjá fólki, sem telur sig vera meðal mestu velmegunar- þjóða heims. Vikjum þá aftur að kisilrykinu: I Bandarikjunum eru skaðleys- ismörk ókristallaðs kisilryks eins og hér um ræðir 700 milljón ryk- agnir á rúmmetra. Ekki er með nokkru móti hægt að fullyrða, að 99% hreinsun á loftinu frá bræðsluofnunum fullnægi þess- um kröfum. 99% hreinsun er reyndar alger hámarkshæfni við beztu aðstæður, og held ég, að fáir efnaverkfræðingar vildu láta hafa eftir sér þá fullyrðingu, að ársmeðaltal hreinsihæfninnar fari alls ekki niður fyrir 99%. Pokar i pokasium eiga það til að Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.