Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1975 — Gunnar G. Schram Framhald af bls. 16 ar íslenzka sjónvarpsins skuli hafnar í lit eftir nauðsynlegan undirbúningstíma, eða þá að til slíks komi ekki næsta áratug- inn. Ákvörðun um litsjónvarp hér á landi hefur að vlsu í för með sér nokkurn kostnað, bæði fyrir almenning og sjónvarpið sjálft. Sjónvarpstæki fyrir lit eru helmingi dýrari en þau sem nú eru notuð, en sú fjárfesting myndi væntanlega dreifast á nokkurra ára endurnýjunar- tíma. Nokkur aukinn kostnaður er einnig við gerð innlends sjónvarpsefnis í lit, en ekki verulegur, að sögn þeirra sem gerst þekkja. Sjónvarpið hefur þegar á þessu ári keypt segul- bandstæki til upptöku á islenzku sjónvarpsefni í lit, og flestar þær kvikmyndir sem sjónvarpið hefur tekið á undan- förnum árum, eru i lit. Þorri hins erlenda sjónvarpsefnis, sem hingað berst, er einnig i lit, þ.e.a.s. sá hluti þess, sem ekki er fenginn aftan úr grárri forn- eskju. Fæstum mun kunnugt, að sjónvarpið er þegar svo vel búið tækjakosti, að það gæti strax í dag hafið útsendingar á dagskrám í lit, ef ákvörðun væri um það tekin Litagæði þess efnis myndu koma vel fram hér á Suð-Vesturlandi, en miklum mun síður í öðrum landshlutum vegna skorts á nægilega sterku endurvarpi. A það er hinsvegar að líta í þessu sambandi, sem fram kom í um- ræðum á Alþingi í síðasta mánuði, að fyrir dyrum stendur endurnýjun dreifikerfis bæði hljóðvarps og sjónvarps. Yrði þar um svokallað örbylgjukerfi að ræða og hefur Landssíminn gert ítarlega áætlun um fram- kvæmd þessa alla, sem innan skamms mun verða lögð fyrir Alþingi og þá væntanlega einnig birt almenningi. Með hinu endurnýjaða dreifikerfi hljóðvarps og sjónvarps munu skapast tæknileg skilyrði til þess að koma litsjónvarpi um allt land, en þegar í dag myndi það raunar ná til þéttbýlustu svæðanna. Af þessum sökum er því orðið aðkallandi að tekin verði sem fyrst formleg ákvörðun um það hvenær útsendingar fslenzka sjónvarpsins I lit skuli hefjast, því varla er að efa að mikill meirihluti landsmanna mun fylgjandi þeirri breytingu. Það er forsenda þess að unnt sé að ljúka nauðsynlegum undir- búningi innan sjónvarpsins sjálfs, en hann er þegar hafinn, sem fyrr segir, og sjálfsögð til- litssemi í garð allra þeirra, sem nýta vilja sér hina nýju tækni um land allt. I. vélstjóra vantar á Vonina KE til loðnuveiða. Upplýsingar í síma 92-1439. Fóstra Leikskólinn Grænaborg óskar að ráða fóstru. Upplýsingar gefur forstöðukonan. Rafvirkjar Viljum ráða rafvirkja til starfa sem fyrst. Uppl. veitir Helgi Eiríksson. Skipasmídastöðin Skipavík, Stykkishólmi, símar 8289 og 81 78. Ungur maður með verzlunarskólapróf og reynslu í sölu- mennsku og lagerstörfum, óskar eftir framtíðarvinnu. Tilboð merkt: „A — 71 10" sendist Mbl. fyrir þriðjudaginn 14/1. Kvenfólk vantar til vinnu í fiskvinnslustöð okkar. Uppl. í síma 97-8200. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Hornafirði. Störf við tölvunotkun Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar auglýsa lausa til umsóknar stöðu kerfisforritara (systemprogrammer) og einnig stöður við kerfissetningu og hlið- stæð störf við fjölbreytta tölvuþjónustu fyrir opinbera aðila. Hér er um að ræða möguleika á skemmti- legum störfum fyrir ungt og vel menntað fólk með áhuga og þekkingu á þessu sviði. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf í verkfræði, viðskiptafræði eða öðrum sambærilegum greinum og reynslu í tölvunotkun. Upplýsingar eru veittar hjá tæknideild Skýrsluvéla, sima: 8 61 44. Umsóknarfrestur er til 31 . janúar 1 975. Umsóknir óskast sendar til tæknideildar Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur- borgar, Háaleitisbraut 9, Reykjavík. Tækniteiknari Áhugasamur tækniteiknari óskar eftir vinnu, helzt hjá arkitekt. Getur byrjað starx. Upplýsingar í síma 1 4076 allan daginn. Knattspyrnusam- band íslands óskar eftir starfsmanni á skrifstofu sam- bandsins hluta úr degi. Upplýsingar um starfið gefur formaður sambandsins Ellert Schram í síma 25151. Umsóknir um starfið skulu hafa borist til K.S.Í. fyrir 20. janúar n.k. Knattspyrnusamband /s/ands. Kona vön matreiðslu óskast að vistheimili Bláa bandsins, Víði- nesi, Kjalarnesi, sem fyrst. Laun eftir samkomulagi. Reglusemi skilyrði. ’ ppl. hjá forstöðumanni í símum 66331 og á kvöldin 66332. Arkitekt eða verkfræðingur. Staða arkitekts eða verkfræðings hjá skipulagi ríkisins er laus til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi hafi sérmennt- un og starfsreynslu á sviði skipulagsmála. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist skipulagi ríkisins, Borgar- túni 7, fyrir 27. jan. n.k. 6. janúar 1975, Skipu/agsstjöri ríkisins. Starf forstöðukonu Laust er til umsóknar nú þegar starf forstöðukonu við Elli- og hjúkrunarheimili Austur-Skaftafellssýslu, á Höfn. Hjúkrunarkonur koma einkum til greina. Umsóknarfrestur er til 15. janúar. Upplýsingar um starfið og launakjör gefur undirritaður. Friðjón Guðröðarson, Höfn, Hornafirði. Sími 9 7-8363. Skrifstofustúlka óskast Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofustúlku til alm. skrif- stofustarfa. Þarf að vera vön vélritun. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. janúar nk. merkt: „7329". Skipstjórar Skipstjóra vantar á m/b Hólmsberg KE 1 1 6 sem verður gert út á netaveiðar. Upplýsingar í símum 92-3450 og 92- 1 1 60. Sendill óskast á ritstjórn blaðsins frá kl. 9 — 1 2. Uppl. í síma 1 01 00. Morgunblaðið Skrifstofustúlka Viljum ráða stúlku til skrifstofustarfa. Vél- ritunarkunnátta nauðsynleg. Kaupfélag Árnes mga, Selfossi. Matsvein og stýrimann vantar á 75 tonna bát frá Ólafsvík, sem stundar línu og fer síðan á netaveiðar. Upplýsingar í síma 6383 Olafsvík milli kl. 7 og 1 0 á kvöldin. Námsfólk — Aukavinna í 2—3 mánuði Ungt fólk óskast til söfnunar skráninga í viðskiptaskrána '75. Þarf helst að hafa bíl. Launin fara eftir dugnaði hvers og eins. Upplýsingar í síma 43728 á milli kl. 18 og 20 í dag og næstu daga. Vatnsveita Reykjavíkur óskar að ráða deildarverkfræðing til starfa. Æskilegt er að verkfræðingurinn hafi sérhæft sig í rekstri og uppbyggingu vatnsveitukerfa, en þó er það eigi nauð- synlegt. Einnig kemur til mála að ráða verkfræðing með staðgóða reynslu í rekstri og skipulagningu fyrirtækja. Um- sóknum sé skilað til Vatnsveitu Reykjavík- ur, Skúlatúni 2, fyrir 1. febr. n.k. Vatnsveitustjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.