Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1975 Draumar og spádómar Kaflar úr Laxdælu þeirra konungs. Bolli segir, hvert orðtak manna var á um vináttu þeirra Kjartans og Ingibjargar, konungs systur, og kvað það nær sinni ætlan, að konungur mundi heldur gifta honum Ingibjörgu en láta hann lausan, ef því væri að skipta. Guðrún kvað HOGNI HREKKVISI Þeir eru ekki lengur eins vandaðir og í gamla daga. það góð tíðindi — „en því aðeins er Kjartani fullboð- ið, að hann fái góða konu.“ Lét hún þá þegar falla niður talið, gekk á brott og var allrauð, en aðrir grunuðu, hvort henni þætti þessi tíðindi svo góð, sem hún lét vel yfir. Bolli er heima í Hjarðarholti um sumarið og hafði mikinn sóma fengið í ferð þessari; þótti öllum frændum hans og kunningjum mikils um vert hans vaskleik. Hann kom oft til Lauga og var á tali við Guðrúnu. Eitt sinn spurði Bolli Guðrúnu, hversu hún mundi svara, ef hann bæði hennar. Þá segir Guðrún skjótt: „Ekki þarftu slíkt að ræða, Bolli, engum manni mun ég giftast, meðan ég spyr Kjartan á lífi.“ Bolli svarar: „Það hygg ég að þú verðir að sitja nokkra vetur mannlaus, ef þú skalt bíða Kjartans. Mundi hann og kost hafa átt að bjóða mér þar um nokkurt erindi, ef honum þætti það miklu máli skipta." Skiptust þau enn nokkrum orð- um við, og þótt sinn veg hvora. Síðan ríður Bolli heim. Eigi miklu síðar ríður Bolli heiman og með honum synir Ólafs, Halldór og Steinþór; voru þeir tólf saman. Þeir ríða til Lauga. Ósvífur fagnar þeim vel og synir hans. Bolli kvaddi Ósvífur til máls við sig og hefur upp bónorð sitt og bað Guðrúnar dóttur hans. En Ósvífur svarar á þá leið: „Svo er sem þú veist, Bolli, að Guðrún er ekkja, og á hún sjálf svör fyrir sér. En fýsa mun ég þessa.“ Gengur nú Ósvífur til fundar við Guðrúnu og segir henni, að „þar er kominn Bolli Þorleiksson og biður þín; áttu nú svör þess máls. Mun ég hér um skjótt birta vilja minn, að Bolla muni eigi frá hnekkt, ef ég skal ráða.“ Guðrún svarar: „Skjótlitið gerir þú þetta mál, og ræddi Bolli eitt sinn þetta mál fyrir mér, og veik ég heldur af, og Jólagjöfin, sem týndist (Fyrri hluti) Jólin voru í nánd, Siggi litli, mamma og pabbi voru að skreyta jólatréð, þegar dyrabjöllunni var hringt. „Ég skal svara,“ kallaði Siggi og hljóp út að dyrum. Var þá Bjössi besti vinur Sigga kominn að spyrja eftir honum. „Siggi, viltu koma út að renna á sleðum í brekk- unni hjá fótboltavellinum?" „Bíddu, ég ætla að spyrja mömmu. Mamma, má ég fara út með Bjössa?“ „Já, já, en klæddu þig nú vel, það er svo voðalega kalt úti.“ Siggi klæddi sig og hljóp svo út til Bjössa. Þegar þeir komu að brekkunni voru þar margir krakkar. „Jæja, eigum við að leggja í hann?“ sagði Bjössi. Siggi játti því og svo brunuðu þeir af stað. En hvað var þetta, allt í einu kom snjóbolti brunandi og skall beint á eyrað á Sigga. Siggi meiddi sig svolítið, en lét það ekki á sig fá og hélt áfram niður brekkuna. En er hann var kominn örlítið lengra kom annar snjóbolti, og svo komu þeir þarna hver á eftir öðrum. Siggi grúfði sig niður á sleðann. Þá var allt I einu kippt í hann, svo að hann datt á bakið. Siggi hágrét því að nú komu boltarnir framan í hann og ekki voru þeir neitt sérlega mjúkir. Þegar Bjössi sá, hvernig farið var með Sigga fauk í hann. Hann henti frá sér sleðanum og þaut af stað upp brekkuna. Þegar hann var kominn til Sigga, þutu strákarnir, sem höfðu verið að meiða Sigga, í burtu, því að Bjössi var stór og sterkur og ekki var hann neitt lamb að leika sér við, þegar hann var reiður. Bjössi reisti Sigga á fætur og fylgdi honum heim. Þegar strákarnir voru komnir heim til Sigga, kom mamma Sigga á móti þeim. „Hvað er að sjá þig, Siggi minn? Komdu strax inn og skiptu um föt.“ Þegar Siggi var komin í þurr föt, var kvöldmatur- inn tilbúinn. Siggi var mjög svangur og borðaði meira en bæði mamma og pabbi. Þegar hann var búinn að borða, háttaði hann og fór að sofa, því að daginn eftir var aðfangadagur. FERDIINIAIMO fVlc6lmoí9unkoffiiiu Heimssamtök vasaþjófanna í stórborgunum eru vasaþjófar nánast hluti af menguninni, því svo mjög ber að varast þá. Lögregluyfirvöldin í Kaupmannahöfn hafa skýrt frá því, að til séu alþjóðleg samtök vasa- og veskjaþjófa, sem mjög hafi farið höndum um vasa og veski sak- lausra vegfarenda. Tel- ur lögreglan að þjófarn- ir hafi stolið á síðasta ári um 500.000 dönskum krónum um eða yfir 10 milljónum ísl. króna. Peningana hafi þeir sent fjölskyldum sínum sem búa við hreinan luxus í ýmsum löndum Suður- Ameríku þar sem þeir eigi villur og dýrustu bílategundir. Á árinu 1974 var dönsku lög- reglunni tilkynnt um yfir 62.000 þjófnaði sem vasaþjófar frömdu. Var aldrei snjór, pabbi, þegar þú varst strákur? Án alls gamans, Lúddi, þú ert farinn að vera áberandi latur. Þjófur, ræningi og svindlari! 1 1 i iS l Ef þú ekki kemur þessu saman aftur, hringi ég í úrsmiðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.