Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 36
ÞflR ER EITTHUflfl FVRIR flUfl 2B0r0jjnibIaMÍ> FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1975 Offsetprentun tímaritaprentun lítprentun Freyjugöfu T4' Sími T7667 Gat hent sér út á síðustu stundu FÓLKSBtLL fór út af veginum f sunnanverðum Hvalfirði, skammt frá Staupasteini, laust eftir miðnætti f fyrrinótt. Hrap- aði hann nokkra tugi metra nið- ur bratta hlfð og hafnaði f fjör- unni. A leiðinni niður kviknaði f bflnum. Er bfllinn, sem er Ford Mustang, árgerð 1971, gjörónýtur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. ökumað- urinn gat hent sér út úr bflnum áður en hann fór fram af og slapp hann ómeiddur. Þykir mesta mildi að hann skyldi sleppa svona vel, þvf útilokað má telja, að hann hefði sloppið Iffs af, ef hann hefði ekki kom- izt út úr bflnum. ökumaðurinn var á leið til Reykjavíkur, enda billinn úr Reykjavík. Á hæðinni skammt frá Staupasteini mætti hann vörubifreið sem ekki vék nægi- lega út f kantinn og hrakti hann fólksbílinn alveg út á brún vegar. Skipti engum togum, að hann fór að hallast ískyggilega mikið og sá ökumaðurinn þann eina kost að fleygja sér út. Sá hann á eftir bílnum logandi niður hlfðina. Maðurinn náði brátt í bílfar til Reykjavikur og tilkynnti sig á Arbæjarstöð Reykjavíkurlögreglunnar sem sfðan kallaði í Hafnarfjarðar- lögregluna. Fór hún á staðinn um nóttina. Ekki hefur náðst í vörubflinn, sem var orsök þessa óhapps. Fólksbíllinn var kaskó- tryggður. Mustanginn f fjörunni f Hvalfirði, gjör* ónýtur eins og sjá má. Ljósm. Mbl. Ríkisstjómm hefur ekki svarað boði frá Bonn FRÉTTASTOFAN Associated press skýrði frá þvf f gær, að utanrfkisráðherra Vestur- Þjóðverja, Hans-Dietrich Gensch- er, hafi boðið Einari Ágústssyni utanrfkisráðherra til Bonn til við- ræðna um landhelgismálið. Segir f fréttinni, að þýzki utanrfkisráð- herrann hafi stungið upp á því að fundurinn yrði haldinn eins fljótt og auðið er. um fund Morgunblaðið bar þessa frétt undir Einar Ágústsson utanrfkis- ráðherra f gær og sagði hann að umrætt boð hefði borizt fyrir jól. Einar sagði að rfkisstjórnin hefði enn ekki tekið afstöðu til málsins, þar eð ekki lægi neitt fyrir um að slfkur fundur myndi bera árang- ur. Sagðist hann ekki vita, hve- nær tekin yrði afstaða til málsins. Guðmundur með vinn- ingsstöðu gegn Stean GUÐMUNDUR Sigurjónsson hefur vinningsstöðu f skák sinni gegn Bretanum Michael Stean í 11. umferð skákmótsins f Hast- ings, sem tefld var f gærkvöldi. Skákin fór f bið og segir f einka- skeyti til Mbl. frá AP fréttastof- unni, að slæmur hróksleikur Stean muni að öllum Ifkindum færa Guðmundi vinninginn og f viðtali við AP telur Guðmundur sig hafa vinningslfkur. Guðmund- ur stýrði svörtu mönnunum f skákinni. Biðskákir úr 11 umferð gera stöðuna f mótinu svolitið óvissa, segir í fréttaskeytum AP og Reuter. Tékkinn Hort, sem hafði forystu fyrir 11. umferð, tefldi við Sovétmanninn Beljavsky og virt- ist Sovétmaðurinn hafa öllu betri stöðu þegar skákin fór í bið. Svf- inn Andersson á biðskák gegn Bretanum Basman og hefur Sví- inn mun betra tafl. Júgóslavneski stórmeistarinn Planinc sigraði Kúbumanninn Garcia í 32 leikj- um og hefur blandað sér í topp- baráttuna. Þá vann Bandaríkja- maðurinn Diesen brezka meistar- ann Botterill i 33 leikjum og er - Framhald á bls. 22 Sjómanna- samningar til sáttasemjara Versnandi lánakjör á spariskírteinum ríkissjóðs: Vextir hafa lækkað úr 7,2% í 4% Skírteinin frá 1964 hafa 13-faldast í verði INNLAUSNARTlMABIL fyrsta útboðs rfkissjóðs á verðtryggðum , spariskírteinum hefst í dag og stendur í ár. Munu þvf bréfin úr þessu ' fyrsta lánsútboði frá 1964 ekki bera vexti frá og með deginum í dag. Þessi bréf hafa á þeim 10 árum, sem liðin eru frá því er þau voru gefin út rúmlega 13-faldast og er innlausnarverð hvers bréfs sem er að nafnverði 10 þúsund krónur nú 132.272,00 krónur. 1 auglýsingu frá Seðlabanka Islands, sem birt er f Mbl. f gær er eigendum þessara bréfa sérstaklega bent á að fyrirhugað sé nýtt lánsútboð f næsta mánuði. Að þessu tilefni er rétt að at- huga lánskjör og þróun þeirra í Jánsútboðum ríkissjóðs á bréfum sem þessum. Bréfin, sem hafa Varðskip klippti í gærkvöldi UM klukkan 20 í gærkvöldi klippti varðskip á báða tog- víra vestur-þýzka skuttogar- ans Hausum SK 102, þar sem hann var að veióum um 22 sjómílur innan fiskveiðitak- markanna suður af Hvalbak. Á þessum slóðum voru nokkrir þýzkir togarar að veiðum í gær. 13-faldast voru með langsam- lega beztu kjörum, þar eó meðal- talsársvextir allt tímabilið voru 7,2%, en vextir fyrstu 4 til 5 árin 6%. í lánsútboðinu, sem fyrirhug- að er i næsta mánuði -- og skýrt er frá í auglýsingu Seðlabankans eru meðaltalsvextir á ári allan lánstímann 4% og vextir bréf- anna fyrstu 4 til 5 árin 3%. Skipt- ir þetta töluverðu máli fyrir fólk, sem kaupir bréfin, þar eð vextir og vaxtavextir eru einnig verð- tryggðir með byggingarvísitölu. 1 lánsútboðinu frá 1964 var gert ráð fyrir að vextirnir einir tvöfölduðu upphæðina á 10 árum, en tvöföld- un nafnverðs á útboóinu nú á sér stað á 18 árum. Á síðastliðnum 10 byggingarvísitala 1.235 stig eða árum hefur Ihækkað um 1561,36%. Þróun vaxta á spariskírteinum ríkissjóðs hefur verið í öfugu hlutfalli við þróun vaxta í þjóð- félaginu í heild. Á sfðustu árum hafa vextir hækkað gífurlega og iskipta nú mun meira máli í við- skiptum manna á meðal en áður. Víxilvextir eru nú 16%. Strax og 'ríkissjóður bauð út verðtryggð Ispariskírteini f annað sinn voru meðaltalsvextir lækkaðir um 1,2 prósentustig á ári allt tfmabilið eða i 6%. Vextir fyrstu 4 til 5 árin voru lækkaðir í 5% og hélzt svo allt til ársins 1970, en alls fóru fram 10 lánsútboð með þessum vaxtafæti. Annar flokkur skírteina frá 1970 bar hins vegar vexti, sem voru að meðaltali allan lánstímann 5,5% og upphafsvexti Framhald á-bls. 22 Hækkar láglauna uppbót 1. marz? Skipastóllinn 167 þúsund rúmlestir SAMKVÆMT skipaskrá 1975 voru um áramót á landinu 996 þilfarsskip samtals að rúmlesta- tölu rúmlega 167 þúsund brúttó. GEIR Hallgrímsson, forsætisráðherra, tjáði Mbl. í gær, að færi framfærsluvísi- tala, sem 1. nóvember síðastliðinn var í 342 stigum, upp fyrir 358 stig við næsta útreikning vísitölunnar 1. febrúar, muni láglaunabætur teknar til endurskoðunar og munu þær þá hækka frá og með 1. marz næstkomandi. Geir sagði eimfremur, að nú þessa dag- ana væri verið að kanna þróun vísitöl- unnar og ekki liggur enn fyrir hvort eða að hve miklu leyti vísitalan muni hækka. Taliö er líklegt, að niðurstöðurnar verði þær, að vísitala framfærslukostn- aðar muni fara talsvert fram yfir 358 stig. SAMINGANEFNDIR sjómanna og LlO héldu með sér fund síð- degis í gær, hinn fyrsta í kjara- deilu þessara aðila. Að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns Sjómannasambands Islands, lagði nefnd sjómanna fram kröfur sín- ar á þessum fundi, en útgerðar- menn lögðu ekki fram neitt til- boð. Að sögn Jóns stóð fundurinn í einn og hálfan tíma og voru málin þar rædd, en sfðan ákveðið að vísa deilunni til sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarsonar. Fundur hefur ekki verið boðaður enn með sáttasemjara. Hækkar bensín á morgun? MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað, að verð- lagsnefnd hafi á fundi sinum i gærmorgun heimilað hækkun á olíuvörum, þ.e. bensíni, gasolíu og svartolíu og muni þessi hækkun væntanlega koma til framkvæmda á morgun, laugardag. Hækkunin á eftir að hljóta staðfestingu ríkisstjórnarinnar. Mbl. er ekki kunnugt um hve mikil hækk- unin verður en þó mun ekki vera um verulega hækkun að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.