Morgunblaðið - 14.01.1975, Blaðsíða 30
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975
Ipswich með hreina forystu
en margir eru enn kallaðir
MEÐ 2—0 sigrí sfnum yfir
Middlesbrough á hcimavelli náði
Ipswich Town hreinni forystu í 1.
deildar keppninni f Englandi s.I.
laugardag. En mjótt er á mun-
unum. Ipswich hefur nú 32 stig,
Everton er í öðru sæti með 31
stig, og sfðan koma Middles-
brough og Stoke með 30 stig. Röð
af liðum er síðan með 29 og 28
stig, þannig að ein umferð getur
breytt mjög miklu um stöðu lið-
anna í deildinni. Og nú er
Leicester komið á botninn í deild-
inni, tapaði enn einu sinni á
laugardaginn, meðan liðið sem
skipað hefur botnsætið lengst af,
Luton Town, náði stigi í viður-
eign sinni við Chelsea. Ljóst má
vera að baráttan á botninum
verður ekki sfður hörð en á toppn-
um.
í 2. deildar keppninni eru hins
vegar skýrari línur. Manchester
United vann á laugardaginn og
hefur nú sex stiga forskot á liðið
sem er í öðru sæti, Sunderland,
en mjög líklegt verður að teljast
að þessi tvö lið kræki í 1. deildar
sæti á næsta keppnistímabili.
Slagurinn um þriðja sætið verður
hins vegar mjög harður, og koma
þar nokkur lið til álita: Norwich,
West Bromwich Albion, Aston
Villa og jafnvel fleiri.
A laugardaginn beindist athygli
manna mest að leik Ipswich og
Middlesbrough. 24.718 áhorf-
endur voru mættir á völl Ipswich
til þess að fylgjast með viðureign
liðanna, og kom nokkuð á óvart að
áhorfendur skyldu ekki vera
fleiri. Áttu forráðamenn Ipswich
jafnvel von á metaðsókn að leik
þessum, en völlurinn tekur um
36.000 áhorfendur. Mikil barátta
var í leiknum allt frá upphafi, og
léku liðin mjög ólíka knattspyrnu.
Vörnin var aðall Middlesbrough
og lék hún mjög aftarlega í leikn-
um. Því fór meirihluti leiksins
fram á vallarhelmingi þeirra, en
af og til náði Middlesbrough svo
hættulegum upphlaupum.
Á 22. mínútu leiksins tókst Ips-
wich-mönnum að splundra vörn
Middlesbrough og Roger Osborne
skoraði. Stóð þannig 1—0 allt
fram á síðustu mínútu leiksins að
David Johnson tókst að bæta öðru
marki við og innsigla þannig Ips-
wich-sigurinn.
Everton átti ekki i miklum
vandræðum í leik sínum við
Leicester, sem virðist nú algjör-
lega heillum horfið lið. Strax i
byrjun leiksins hóf Everton sókn,
sem segja mátti að stæði sfðan
leikinn út.
Þeir Gary Jones, Jim Pearson
og Mick Lyons skoruðu mörk
Everton í leiknum, og var staðan
orðin 2—0 eftir fyrstu 15 mínútur
leiksins. Annars var það mark-
vörður Leicesters sem var hetja
þessa leiks, og bjargaði hvað eftir
annað stórkostlega vel. Áhorf-
endur að leiknum voru 31.985.
Nágrannalið Everton, Liver-
pool, reið ekki feitum hesti frá
viðureign sinni við Derby á Base-
ball Ground. Reyndar var þarna
um frekar jafnan leik að ræða, en
sóknir Derby-liðsins voru þó fleiri
og til muna hættulegri en sóknir
Liverpool-liðsins, sem valdið
hefur aðdáendum sínum töluverð-
um vonbrigðum að undanförnu.
Fyrra mark leiks þessa skoraði
Henry Newton, eftir góða send-
ingu frá Kevin Hector, og stóð
þannig í hálfleik 1—0 fyrir
Derby. 1 seinni hálfleiknum gerði
Liverpool örvæntingarfullar til-
raunir til þess að jafna og ná öðru
stiginu í leiknum, en það tókst
ekki og á siðustu minútu leiksins
bætti Francis Lee öðru marki við.
Með sigri þessum komst Ðerby í
6. sætið í 1. deildinni — hefur 29
stig.
Burnley er hins vegar á hraðri
Þessi mynd er úr leik Queens Park Rangers og Chelsea fyrr f vetur og
sýnir Q.P.R.-leikmanninn David Webb skalla frá eftir sókn Chelsea, en
aórir leikmenn á myndinni eru Don Wasson, John Hollins og lan
Hutchinson. Á laugardaginn tapaði Queens Park fyrir Burnley á
heimavelli, en Chelsea gerði jafntefli við Luton Town á útivelli.
uppleið, og krækti á laugardaginn
í bæði stigin i viðureign sinni við
Lundúnaliðið Queens Park Rang-
ers. Ray Hankin skoraði markið á
58. mínútu. Queens Park Rangers
sótti meira í þessum leik, og var
oft hætta við mark Burnley, en
aldrei tókst Queens Park-
leikmönnunum að reka endahnút-
inn á sóknarlotur sínar.
Stoke tapaði dýrmætu stigi í
baráttunni á toppnum, er það
varð að láta sér nægja markalaust
jafntefli í leiknum við Birming-
ham. Þetta þótti heldur lélegur
leikur hjá Stoke og Birmingham
var betri aðilinn, og reyndar
óheppið að sigra ekki, þar sem
þeir áttu tvívegis skot í þverslá.
Mikil barátta var f leik Man-
chester City og Sheffield United.
I fyrri hálfleik náði Sheffield
liðið forystu með marki Bill
Dearden, en Tommy Booth jafn-
aði fyrir City skömmu eftir að
seinni hálfleikurinn hófst.
Leeds Unitéd potast stöðugt
upp á við í deildinni og sigraði
West Ham 2—1 á laugardaginn í
skemmtilegum og vel leiknum
leik. Leeds átti þá undir högg að
sækja í þessum leik, þar sem
Keith Robson náði forystunni
fyrir West Ham þegar á 10. mín-
útu. Eftir mjög góðan leikkafla
hjá Leeds jafnaði Alan Clarke á
35. mínútu og seint í leiknum
skoraði Duncan McKenzie sigur-
mark Leedsaranna. Eftir tap
þetta er West Ham komið í ní-
unda sætið í deildinni með 28 stig,
en Leeds sem var við botninn
fyrst framan af er nú komið í 10
sætið með 27 stig, aðeins 5 stigum
á eftir forystuliðinu í deildinni.
Tottenham Hotspur átti sann-
kallaðan glansleik gegn New-
castle á heimavelli hinnar siðar-
nefndu. Maðurinn á bak við 5—2
sigur Tottenham var Alfie Conn,
hinn nýkeypti leikmaður frá Glas-
gow Rangers. Conn skoraði tvö
mörk sjálfur í þessum leik, þegar
á fyrstu mínútunum, og varð það
til þess að gefa heldur betur tón-
inn. Lundúnaliðið átti leikinn í
þeirra orða fyllstu merkingu og í
seinni hálfleiknum skoraði Conn
sitt þriðja mark. Virðist hann
ætla að verða Tottenham virði
þeirra 140.000 punda sem félagið
greiddi fyrir hann.
Arsenal átti í miklu basli með
Carlisle, en vann þó 2—1 sigur.
Náði Arsenal forystu i leiknum á
29. mínútu með marki Rad-
fords, en sjö mínútum síð-
ar hafði O’Neill jafnað fyrir
Carlisle. Mikill þæfing-
ur var svo í leiknum, og virtist
jafntefli ætla að verða úrslitin.
Skömmu fyrir leikslok bar þó ein
sókna Arsenals árangur er Ale
Cropley, sem Arsenal keypti ný-
lega frá Hibernian, skoraði.
Áhorfendur að leik þessum voru
21.539.
Luton Town náði enn stigi á
laugardaginn og hefur liðið nú
fengið sjö stig i síðustu fjórum
leikjum sínum, og virðist á hraðri
uppleió. Lengi vel var ekkert
mark skorað í leiknum, þrátt fyrir
góðar sóknarlotur á báða bóga, en
á 63. mínútu tókst Husband að
skora fyrir Chelsea, og átta mín-
útum fyrir leikslok jafnaði Ichan-
son fyrir Luton.
í annarri deild heldur
Manchester United fram sínu
striki og vann á laugardaginn
2—0 sigur yfir Sheffield Wed. A
sama tíma töpuðu helztu keppi-
nautar United, Norwich og
Sunderland, leikjum sínum. Kom
það mjög á óvart að Sunderland
skyldi fá svo slæma útreið í leik
sínum við Portsmouth. Notthing-
ham Forest, undir stjórn hins
nýja framkvæmdastjóra síns,
Brian Clough, vann sinn fyrsta
sigur á útivelli í nokkurn tima og
ríkir nú mikil bjartsýni hjá for-
ráðamönnum félagsins að Clough
nái að rífa það upp.
Martin Dobson. Everton keypti hann f vetur fyrir 300.000 pund og
hann hefur reynzt drjúgur fyrir hið nýja félag sitt, sem stöðugt er við
toppinn í 1. deildar keppninni, og ætlar sér hann, þegar upp verður
staðið.
Knattspyrnuúrslit
o
ENGLAND l.DEILD:
Arsenal—Carlisle 2—1
Coventry — Wolves 2—1
Derby—Liverpool 2—0
Everton — Leicester 3—0
Ipswich — Middlesbrough 2—0
Leeds — West Ham 2—1
Luton — Chelsea 1—1
Newcastle — Tottenham 2—5
Queens Park — Burnley 0—1
Sheffield Utd. — Manch. C. 1—1
Stoke — Birmingham 0—0
ENGLAND 2. DEILD:
York — Southampton 1—1
Aston Villa — Bristol City 2—0
Bristol Rovers — Oldham 2—1
Cardiff — Norwich 2—1
Fulham — Nottingham 0—1
Hull — Oxford 1—0
Manch. Utd. — Sheff. Wed. 2—0
Notts County — Blackpool 0—0
Orient — Millwall 2—1
Portsmouth — Sunderland 4—2
ENGLAND 3. DEILD:
Tranmere — Colcester 2—0
Blackburn — Charlton 3—1
Bournemouth — Plymouth 3—7
Bury — Port Vale 3—1
Cesterfield — Aldershot 0—2
Crystal Palace — Watford 1—0
Gillingham — Huddersfield 3—2
Halifax—Grimsby Town 1—1
Peterborough — Wallsall 0—0
Preston — Wrexham 3—1
Southend — Brighton 1—0
Swindon — Hereford 1—0
ENGLAND 4. DEILD:
Cambridge — Stockport 1—0
Chester — Rotherham 0—1
Darlington — Bentford 2—1
Hartlepool — Doncaster 2—1
Northampton—Exeter 1—1
Reading — Lincoln 1—0
Rochdale — Crewe 3—0
Scunthorpe — Newport 4—1
Shrewsbury — Mansfield 0—1
Torquay — Barnsley 1—1
Workington — Bradford 0—0
Úrslit
getrauna
Leikir 11. jan. 1975 Arsenal - Carlisle Coventry - Wolves Derby - Liverpool Everton - Leicester Ipswich - Middlesbro Leeds - West Ham Luton - Chelsea ‘— 1 X 7
/
/
/1
/
/
71
z
Q.P.R. - Burnley Sheff. Utd. - Man. City Stoke - Birmingham . Cardiff - Norwich ,2
X
z
SKOTLAND 1. DEILD:
Aberdeen — Kilmarnock - 4—0
Airdrieonians —
St. Johnstone frestað
Arbroath — Dundee 2—2
Ayr Utd.—Clyde 1—0
Celtic — Motherwell 2—3
Dumbarton — Rangers 1—5
Dundee Utd. — Hibernian 1—3
Hearts — Dunfermline 1—0
Partick — Morton 3—1
SKOTLAND 2. DEILD:
Alloa — Stranraer 1—3
Berwick — Forfar 1—1
EastFife — Clydebank 1—0
Falkirk — Albion Rovers 3—1
Hamilton — Stirling Albion 3—1
Meadowbank —
Raith.Rovers 1—0
Montrose — Queens Park 0—0
Queen of the South —
Stenhousemuir 2—1
St. Mirren — Brechin 6—1
* X