Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 32. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Friði hafnað Bolla, bolla, bolla! A mánudag er bolludagurinn. Sjö og hálf milljón skráðir atvinnulausir Addis Ababa, 8. febrúar. Reuter. EÞlÓPÍA rambar á barmi, algerr- ar borgarastyrjaldar þar sem her- foringjastjórnin hefur lýst þvf yf- ir að hún muni ekki veita Eritreu sjáifstæði, og þar með hefur dreg- ið verulega úr líkum á því að Óbreytt olíuverð út árið ? Nýju Delhi, 8. febr. Reuter. OLÍURÁÐHERRA Saudi-Arabíu, Ahmed Zaki Yamani, sagði f dag að hann teldi að verð á olíu yrði ekki hækkað á þessu ári. Hann sagði á blaðamannafundi f.Nýju Delhi að olíuframleiðslu- rfkin hefðu þegar ákveðið að halda olíuverðinu óbreyttu fram í september og kvaðst vona að þetta verðstöðvunartímabil yrði framlengt. Yamani sagði að stjórn Saudi- Arabiu beitti sér fyrir því að olíu- verðið yrði lækkað. Hann kvaðst vona að olían yrði aldrei aftur Framhald á bls. 47. takast megi að finna friðsamlega lausn. Stjórnin sakaði jafnframt Frelsisfylkingu Eritreu, ELF, um hryðjuverk gegn óbreyttum borg- urum. Skömmu eftir að stjórnin birti yfirlýsingu sína blossuðu aft- ur upp bardagar í Asmara, höfuð- borg Eritreu, þar sem ástandið hefur verið rólegt í þrjá daga. Þrjár sprengingar heyrðust í borginni, og siðan vélbyssuskot- hríð. Harðir bardagar fylgdu í kjölfarið, en þeir fjöruðu út. Sið- an varð aftur kyrrt í borginni en ástandið er ótryggt. Herforingjastjórnin birti hina harðorðu yfirlýsingu sina skömmu eftir að valdamesti mað- ur stjórnarinnar, Mengistu Haile- Mariam majór, kom aftur til Addis Ababa frá Asmara. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum fór majórinn til vigstöðv- anna og tók við stjórninni þar eftir ósigur stjórnarhersins fyrir skæruliðum. Agaleysi er vandamál í stjórnarhernum samkvæmt öðr- um fréttum og fólk sem hefur flúið frá Asmara heldur því fram að hermenn hafi rænt og myrt óbreytta borgara í stórum stfl. Að minnsta kosti 1600 manns munu hafa fallið síðan átökin í Eritreu snerust upp í algert stríð inilli aðskilnaðarsinna og Eþíópíuhers. Washington, 8. feb., Reuter. SJÖ OG hálf tniiljón manna voru skráðir atvinnulausir í Banda- ríkjunum í siðasta mánuði og verkalýðsleiðtogar kröfðust þess í dag að þingið og forsetinn hættu deilum sínum og sameinuðust um lausn efnahagsmálanna. Atvinnulausum hefur fjölgað um eina milljón síðan í desember samkvæmt upplýsingum verka- málaráóuneytisins i Washington. Eitt öflugasta verkalýðsfélagið í Bandarikjunum, samband flutn- ingaverkamanna, hvatti til þess að efnt yrði til neyðarráðstefnu um efnahagsmálin í næstu viku. Embættismönnum stjórnarinnar og þingleiðtogum verður boðið til ráðstefnunnar. George Meany, leiðtogi stærsta verkalýóssambandsins, AFL-CIO, sagði að stjórnin yrði að gera ráð stafanir til þess að auka atvinnu. Hann sagði aó hið mikla atvinnu- leysi væri hörmulegt fyrir þjóð- ina og efnahagslífið. Jafnframt sakaði Henry Jack- son öldungadeildarþingmaður, sem keppir að því að verða næsta forsetaefni demókrata, Ford for- seta um frámunalega lélega stjórn á efnahagsmálunum. „Eng- inn veit hver stjórnar efnahags- málunum,“ sagði hann á fundi i klúbbi blaðamanna í Washington. Hins vegar gagnrýndi dr. Arthur Burns, bankastjóri seðla- Framhald á bls. 47. Harðnar í ári hjá Playboy Chicago 8. febrúar Reuter. PLAYBOYfyrirtækið i Banda- ríkjunum skýrði frá því nú um helgina að sióustu þrjá mánuði sl. árs hefði í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins orðið tap á rekstri þess, alls um 350 þúsund dollarar. Árið þar á undan varð 1,4 milljón dollara hagnaður á sama tímabili. Tekjur á timabilinu námu um 52 milljónum dollara, sem var um 7% lægra en á fyrra ári. Hafa miklar sparnaðarráðstafanir verið gerðar hjá Playboy og byrjaði Hugh Hefner á þvi að lækka eigin laun úr 305 þúsund dollurum á ári niður í 220 þúsund dollara. Finnar kaupa mengaðan fisk FINNAR kaupa þúsundir punda af sovézkum túnfiski þótt vfsindamenn telji hann hættulegan vegna kvikasilfurs- mengunar að sögn brczka blaðsins Sunday Times. Matvælasérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að kvika- silfursmagnið í fiskinum væri þrisvar sinnum meira en leyfi- legt væri. Heilbrigðisráðuneytið stað- festi þessa niðurstöðu vísinda- mannanna og sagði að tún- fiskurinn gæti verið hættuleg- ur heilsu fólks. Hins vegar hefur yfirstjórn matvæla í Finnlandi haft þessar viðvaranir að engu sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um. Fiskurinn er til sölu f verzlunum þótt hann sé mengaður og innflutningi hans er haldið áfram. Þó er vitað, að kvikasilfursmenguð fæða getur valdið vansköpun. Finnska stjórnin er greini- lega talin óttazt, að bann við innflutningi túnfisksins geti komið Rússum f bobba og orðið hættulegt vinsamlegum sam- skiptum Finna og Rússa. Ford ver Kissinger Washington, 8. febr. Reuter. HENRY Kissinger utanríkisráð- herra lagði upp í enn eina friðar- ferð til Miðausturlanda í dag, jafnframt þvf sem gagnrýnin á 1800 gift 1 einu Seoul, S-Kóreu, ». febrúar, Reuter. 1800 PÖR frá S-Kóreu og 19 öðrum löndum voru gefin saman f hjónaband í einni at- höfn í íþróttahúsi í Seoul í S-Kóreu í dag og er þetta mesta giftingarathöfn, sem fram hefur farið. Athöfnin fór fram á vegum safnaðarins „Samtök heilags anda til sam- einingar kristnum mönnum í heiminum". Söfnuðurinn telur hjónahand mikilvægasta þáttinn í trú sinni og framhjá- hald versta glæp í heimi. At- höfnin tók 2H klst. og voru öll pörin gefin saman í einu. utanrfkisstefnu hans hefur orðið háværari. Skömmu áður en Kissinger lagði af stað birti Ford forseti óvenjulega yfirlýsingu þar sem hann hvatti til stuðnings þjóðar- innar við Kissinger og varði störf hans í utanríkisráðuneytinu og Þjóðaröryggisráðinu. Ford birti þessa yfirlýsingu til þess að visa á bug gagnrýni eins þeirra manna sem keppa aó því að verða næsta forsetaefni demókrata, Lloyd Bentsens, öldungadeildarmanns frá Texas, sem krafðist þess í gær að Kíss- inger hætti einu af þremur störf- um sínum, starfi sínu sem utan- rikisráðherra, forseti Þjóðar- öryggisráðsins eða „farandsendi- herra“. Yfirlýsing forsetans þykir óvenjuleg meðal annars vegna þess að Bentsen er tiltölulega litt þekktur, en hann mun gefa kost á sér sem forsetaefni í næstu viku, og einnig vegna þess að helztu blöö Bandaríkjanna gerðu ekki mikið úr gagnrýni hans. Auk þess Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.