Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 Fa lll l. t I I K. A \ 'AiAit; 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 TEL 14444 • 25555 !Wtö BiLALEIGA CAR RENTAL LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL •s 21190 21188 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONEER Útvarp og stereo kasettutæki BILALEIGA Car Rental SENDUM 41660—42902 Einangrun Góð plasteinangrun hefur hita- leiðnisstaðal 0,028 til 0,030 kcai/mh, °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önnur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plSsti einangrun tekur nálega engan raka eða vatn ! sig. Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir að mjög lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reyplast hf. Ármúla 44 —\sími 30978. margfaldar markað vðar Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: Um þessar mundir heyrum vió Passiusálma séra Hallgríms lesnaþróttmiklum rómi í útvarp að kveldi hvers rúm- helgs dags. Fastan er hafin og á Islandi minnir ekkert fremur á þann tíma en lestur þess snilldarverks. Séra Hallgrímur hefur skilið til hlítar og tileink- aó sér lifsreglu Jóhannesar skírara, er hann sagði um Jesúm: „Hann á að vaxa, en ég að minnka." (Jóh. 3. kap. 30. v.) Af auðmjúku hugarfari spruttu sálmarnir. Skáldinu var það fullljóst, að þess biðu engin jarðnesk listamannalaun, eng- inn eftirsóttur launabás, frem- ur en annarra listamanna þess lægingartíma á Islandi. Von um mannvirðingar og heiðurslaun átti þaó ekki, heldur þá ósviknu þrá, að sálmarnir mættu út- breiða orð krossins, að þeir stækkuðu Krist fyrir sjónum manna. Hallgrímur stendur andspænis Drottni sínum, að sálmunum ortum, meó líku hugarfari og Jóhannes, þegar Jesús kemur norðan úr Galileu, til þess að skírast af honum i Jórdaná. Jóhannes veit, að nú f ara í hönd aðrir tímar; hans er ekki lengur þörf. Hann hefur sungið sinn sigursálm, prédik- un hans hefur greitt veg Drott- ins og gjört beinar brautir hans. Hljómmikil rödd hans hafði náð eyrum fjöldans eins og þrumugnýr, hræddi suma en vakti bjartar vonir með öðrum. Hann sannfærði nógu marga af spámannlegri andagift um þáttaskil í sögu þessa gamla hnattar. Þau fyrirheitnu skil urðu að veruleika í ræðu Jóhannesar. Það hvíldi hríf- andi fegurð yfir fundum þess- ara tveggja manna á árbakkan- um, mild birta þess sanna lát- leysis, sem heiminn skortir svo tilfinnanlega. Sagt hefur verið, að gamli sáttmálinn milli Guðs og manna hafi ekki getað flétt- að saman aldir sínar handa hin- um nýja sáttmála á áhrifameiri hátt. — Misjöfn svör hafa verið gefin við þeirri spurn, hvers vegna Jesús hafi fundið hvöt hjá sér, að iáta skirast af Jóhannesi. Næstu vers á undan skírnarfrásögn Matteusarguð- spjalls bergmála frásagnir spá- dómsbókar Jesaja, ertalaum hinn smáða og liðandi þjón Drottins, er koma muni i fyll- ingu timans. Hógvær undir- gefni Jesú við iðrunarskírn Jóhannesar var sjálfsvígsla hans til þess köllunarstarfs, er hann var þá reiðubúinn að rækja og var raunar í því fólgið að aðhæfast syndurum. Vígsla, er beina myndi för hans aó krossinum. „Við skírn sína varð hann eini stórsyndarinn, sem iðrast." Það varð hann, vegna okkarmannanna og i okkar stað. Þessi djarflega skilgrein- ing á rætur að rekja til þess fræga guðfræðings, Karls Barth. Þegar Jesús líkir skírn- inni við dauða síðar á starfs- ferli sínum eins og auðskilið er af þeim orðum: „Þið vitið ekki hvers þið biðjið: Getið þið skírst... þeirri skírn, sem ég skírist?“ þá benda þau til þess, að hann hafi orðið þess áskynja vió ána Jórdan, að skírn Jóhannesar boðaói aðra beisk- ari skírn, sem fullkomna skyldi verk hans á jörðunni. Nú væri ekki úr vegi að víkja að þeim himneska atburði, sem gerðist við skírn Jesú. Það, sem trú okkar varðar er sú staðreynd, að í orðum og verkum Jesú brýst dýrð þess heims, sem er í vændum inn í ófullkominn, syndugan heim okkar mann- anna, og tendrar lifandi von í hugum okkar. En við skírnina birti Guð dýrð sína án nokkurra milliliða og því verður hún skilningi manna ofvaxin, jafn óskiljanleg og óskýranleg árið 1975 og hún var á skírnardegi Jesú. Þvi er hægt að segja, að Guð standi okkur nær við máttarverk Krists, þar sem hann var hnepptur í f jötur mannlegs líkama til samræmis við takmarkanir mannanna. Hin óskýranlega birta himins- ins fellur yfir svið þar sem eðal- steinar hógværðarinnar ljóma, Hann á að vaxa boðskapur sannrar auðmýktar opinberast við samfundi þeirra Jóhannesar og Jesú. Hugarfar Jóhannesar opinberast sfðar í orðunum: „Hann á að vaxa, en ég að minnka." Það er vandi að feta slóð hans. Máttarstólpar þjóðfélagsins eiga margir erfitt með að skilja þau tilmæli, sem í setningunni felst. Freisting sækir á flesta menn, að ávinna sér þá brigðula lýðhylli. Hver vill skara eld að eigin köku meðan færi gefst. Ekki er alltaf gætt að því að bera út blessun til mannanna, enda er það oftar vanþakkað, a.m.k. á meóan þeir, sem blessun valda eru hérna megin grafarinnar. Veik- leiki okkar gerir viðbrögð Jóhannesar aðdáunarverð. Hann er einungis fyrirrennar- inn. ,,En sá er mér máttkari, sem kemur á eftir mér og er ég ekki verður að bera skó hans.“ Jóhannes veit að lausn heims- ins er varðveitt í huga meistar- ans unga, er hann hafði gjört kunnan þeim f jölmörgu, sem á hann hlýddu. — Þegar fastan er gengin i garð, setur andagift Hallgríms Péturssonar mót sitt á hverja kristna guðsþjónustu á Islandi. Aldrei hefði hann fall- ist á, að persóna hans setti svip águósþjónustuna, því að boðun hans er ávallt í samræmi við þessi orð Jóhannesar: „Enginn maður getur tekið neitt, nema honum sé gefið það af himni." Það er náðargáfan frá Guði, sem á að vaxa frá lítilmótlegri jarðneskri skurn; öll vegsemd skal Kristi gefin. Frá Bridgefélagi Akur- eyrar. AKUREYRARMÓTINU í bridge er nú lokið og urðu Akureyrarmeistarar sveit Alfreðs Pálssonar. Auk Alfreðs eru í sveitinni Guðmundur Þorsteinsson, Baldvin Ólafsson og þrfr bræð- ur Jóhann, Armann og Halldór Helgasynir. Eru þetta allt menn á bezta aldri — þraut- reyndir spilamenn með marga meistaratitla 1 vasanum. Röð sveitanna varð þessi: Sveit Alfreðs Pálssonar 146 Páls Pálssonar 139 Grettis Frímannssonar 133 Sigurbjörns Bjarnasonar 118 Sveinbjörns Sigurðssonar 105 Gunnars Berg 96 Vikings Guðmundssonar 67 Tómasar Sigurjónssonar 46 Arnar Einarssonar 39 Péturs Bjarnasonar (MA) 11 Næsta keppni félagsins verð- ur firma- og einmennings- keppni. XXX Frá Bridgefélaginu Ásarnir í Kópavogi. Nú er aðeins tveimur um- ferðum ólokið i aðalsveita- keppninni og hefur sveit Rún- ars Lárussonar nú þegar tryggt sér sigur i mótinu — hefur hlotið 268 stig af 320 möguleg- um. Staða efstu sveita er þessi: Sveit Rúnars Lárussonar 268 Valdimars Þórðarsonar 219 Þorfinns Karlssonar 209 Ragnars Hansen 193 Sverris Kristinssonar 177 Sveitakeppninni lýkur nk. mánudagskvöld en þá verða tvær siðustu umferðirnar spil- aóar. Spilað er í Félagsheimili Kópavogs. XXX Nú er aðeins eftir að spila þrjár umferðir i aðalsveita- keppni Bridgefélags Reykja- víkur og sveit Hjalta Eliasson- ar sigiir hraðbyri í titilinn: Sveit Hjalta Elíassonar 219 Þóris Sigurðssonar 193 Helga Sigurðssonar 185 Þórarins Sigþórssonar 147 Björns Eysteinssonar 131 Gylfa Baldurssonar 125 1 næstu umferð, sem verður spiluð n.k. miðvikudagskvöld kl. 20, spila sveitir Hjalta og Þóris saman. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.