Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 7 1 Skóla- fólk hjá Morgun blaÖinu I Ætlunin var að ná tali af stúlkum, sem starfa við að pakka og vinna fisk í frystihúsi Sambandsins á KirkjusandL En þar sem engin slík vinna var þar í frystihúsinu sökum litils fisks, þá tókum við tali fólk, sem vinnur við önnur störf í frystihúsinu. Við ræddum fyrst við Hilmar Ágústsson verkstjóra og spurð- um hann, hvers vegna ekki væri vinna í dag. Hann svaraði, að lítill fiskur væri og togararnir sjö að tölu hefðu flestir verið í siglingu. Hilmar Ágústsson. Lítill fiskur - engin vinna — Sá fiskur sem við aðallega vinnum núna, er þorskur. Hjá okkur vinna að jafnaði 70—80 stúlkur á borðum en 110 manns í allt, tæknimenn, vélamenn og bílstjórar. — Kemur fyrir að það sé engin vinna marga daga í röð? Hann svaraði: Það kemur sjaldan fyrir. Yfirleitt er stöðug vinna hjá okkur alla vikuna, og er þá unnið frá kl. 8 á morgnana til kl. 7 á kvöldin. Við erum aðallega að lagfæra núna og taka til. — Er hitt húsnæðið í notkun núna? — Nei það er ekkert notað eins og er, en það á kannski að nota það, ef kemur loðna. — Er Isfélag Vestmannaeyja alveg farið? — Já, en það er mikið til sama starfsfólk, fyrir utan verkstjóra, sem eru alveg farnir. Það er góður vinnuandi og fólkið er að venjast þessu. — Hvert seljið þið fiskinn? — Aðallega til Ameríku og líka til Rússlands. — Megið þið vinna á laugar- dögum? — Já, ef það er mikill fiskur þá megum við það. — Hilmar hvað gerðir þú áður en þú fórst i verkstjóra- starfið? — Ég er frá Siglufirði og vann þar hjá niðurlagningar- verksmiðjunni Sigló h.f. NOKKUR ungmenni í gagnfræðaskólum í Reykja- vík og nágrenni hafa að undanförnu kynnt sér starfið á ritstjórn Morgunblaðsins í sambandi við starfsfræðslu sem skóiarnir bjóða upp á. Tveir nemendurnir, stúlkur úr Ármúlaskóla, Sig- urbjörg Hjörleifsdóttir og Björk Eílendsdóttir, lögðu leið sína í fiskvinnslu Sambandsins á Kirkju- sandi og segja hér frá þeirri heimsókn. Myndi týnast í stærra eldhúsi Við löbbuðum niður í eldhús, þar sem við tókum Elínu Þor- björnsdóttur tali. Elín var spurð, hvernig henni líkaði. — Mér líkar mjög vel, verk- stjórarnir eru indælir og starfs- fólkið lika. Mórallinn er ágæt- ur, en fólkið er að venjast breytingunum.. — Nú, varst þú líka hjá Is- félaginu? Er alveg eins að vinna hjá Sambandinu? — Já, ég er auðvitað bara í eldhúsinu og myndi ekki vilja breyta um starf. — Finnst þér aðstæðurnar viðunandi? — Já, ef það kæmi stærra eldhús myndi ég bara týnast í þvi. — Hvernig er kaupið og hvaó er langur vinnudagur hjá þér? — Ég er á sama kaupi og ég samdi um við lsfélagið. Yfir- ieitt þá kem ég fyrst, klukkan rúmlega 7 og fer síðust, en það er misjafnt eftir því hvað unnið er lengi. Til aðstoðar Ellu (eins og hún er kölluð) í eldhúsinu er Halldóra Eyjólfsdóttir. — Ég er búin að vinna hérna i hálft ár. Ég var í salnum í hálfan mánuð og var svo sett í eldhúsið og kann betur við mig hérna niðri. Kvenfólk í útskipun Við löbbuðum út og sáum að þar var fólk að raða fiskkössum á bíla. Við ræddum við eina stelpuna, sem heitir Auður Jónsdóttir og er 17 ára. — Auður, hvað er þú að gera? — Ég er í útskipun. Kvenfólk er alveg eins notað.í útskipun og karlmennirnir. — Finnst þér sami félagsandi yfir starfinu og áður? — Nei, það er svolítil breyt- ing. En verkstjórarnir eru ágætir og fólkið líka. En þetta er samt öðruvísi. — Hvað vinnur þú yfirleitt lengi? — Ég vinn oftast frá 8 að morgni til 8 að kvöldi. — Hvað gerðir þú hjá Isfélag- inu? — Ég var á skrifstofunni í sumar og þangað til Sambandið tók við. — Ætlarðu að vinna hérna áfram? — Já, ég ætla ekki að breyta strax, það er nóg um allavega breytingar hjá fólki i sambandi við vinnu. Björgvin Björgvinsson. Halldóra Eyjólfsdóttir. Elín Þorbjörnsdóttir. Kaupið mætti vera hærra. Við rétt náðum tali af Björgvin Björgvinssyni, sem var mjög upptekinn við starf sitt. — Starfaðir þú hjá Isfélag- inu? — Já, ég var við sömu vinnu. — Finnst þér einhver breyt- ing hafa orðið? — Ég get lítið sagt um það ennþá, það er ekki komin reynsla á starfið eftir breyting- una. En kaupið mætti vera hærra. Björgvin hafði mikið að gera og hafði lítinn tíma til að tala við okkur. Auður Jónsdóttir. íbúð Ungur námsmaður óskar eftir litiili íbúð til. leigu strax. Sími 37766 ehir hádegi í dag og næstu daga. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27. Simi 25891. Sölumaður Óska eftir að komast i samband við sölumann, sem getur bætt við sig vel seljanlegri smávöru. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „N—6591", Til sölu 4 tonna trilla með dieselvél, fisk- sjá, talstöð og gúmmibát, mjög vel útbúinn. Er i góðu lagi. Lán gegn fasteignaveði kemur til greina. Simi 40792. Bifreiðaeigendur Tökum að okkur að þvo, oliuþvo, bóna og þrifa allar gerðir bíla. Allt vel gert. Ódýrt. Sæviðarsund 1 9, simi 30752. Geymið auglýsinguna. Hafnarfjörður — nágrenni Fyrir sprengidaginn: Úrvals salt- kjöt — flesk — baunir — rófur — gulrætur. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2. Til sölu Vörubilspallur og Sindrasturta hentar á 9—10 tonna bil. Upplýsingasimi 2132 eða 2005, Akranesi. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni i stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., simi 33603. Til sölu Skoda 1972. Má greiðast með skuldabréfi. Upplýsingar i sima 83919. Vil kaupa trillubát stærð 1 —2'h tonn. Staðgreiðsla i boði fyrir GÓÐAN BÁT. Tilboð Sendist Mbl. merkt: „Trilla — 9641" fyrir 25. þ.m. Mötuneyti — Verbúðir Til sölu Rafha stálhitaborð (fyrir mat) 50—70 manns með tilheyr- andi pottum og bökkum. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar i sima 52903. Afslöppun Námskeið í afslöppun, líkamsæf- ingum o.fl. fyrir barnshafandi kon- ur hefjast i marz. Upplýsingar i sima 22723 kl. 1 1—12 f.h. Hulda Jensdóttir. Til sölu Moskvich 1966 til sölu. Selst ódýrt strax. Uppl. í síma 33307. Kynni Miðaldra maður i góðri stöðu vill gjarnan komast i kynni við mynd- arlega konu á aldrinum 40—50 ára. Áhugamál: Útivera, ferðalög o.fl. Tilboð sendist Morgunblaðinu sem fyrst auðkennt: „Algjört trún- aðarmál. — 9643". Skipstjóra, ásamt áhöfn vantar strax á 65 rúml. netabát. Uppl. i símum 73512, Rvk. og 93-6230, Ólafsvík. Frimerki Til sölu gott frimerkjaeinkasafn frá 1873 —1944 ásamt þjónustu-. merkjum. Uppl. i sima 96-23157 eftir kl. 1 7. Til sölu tvær nýjar jeppakerrur, yfirbreiðsl- ur og varadekk. Uppl. i sima 37764. íbúð — Hveragerði Reglusöm kona óskar eftir að leigja 2ja herb. íbúð í Hveragerði, frá 1. apríl n.k. Tilboð sendist Mbl. merkt: 9646. Peningamenn Getur einhver lánað 200—300 þúsund i eitt ár með jöfnum af- borgunum eftir það. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: Afborgun — 9647. Trilla 3ja tonna i ágætu ástandi með nýjum dýptarmæli til sölu. Upplýsingar i sima 40863. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði, Simi 53044. Stúdína úr máladeild óskar eftir atvinnu. Góð dönsku og enskukunnátta. Simi 1 3298. Lóðir óskast Óskum að kaupa lóðir á Stór- Reykjavikursvæðinu. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Lóðir 8960". Kennari Kvenkennari óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Upplýsing- ar i sima 31082 á kvöldin. II. vélstjóra vantar á 80. rúml. netabát frá Stykkishólmi. Uppl. í síma 83058, Rvk. Jllorjunblnbib nucivsincRR <á|*-»2248D Myntverðlistar: Alheimslistar: 1900—1975 kr. 1550, 1800 — 1900 kr. 1218, Gullmynt Evrópu kr. 3540, Seðlar Evrópu eftir 1900 kr.. 2100, Norðurlönd Sieg kr. 640 og ísl. myntir 197 5 kr. 300 Sendum gegn póstkröfu. Frimerkjahúsið, Lækjargötu 6A simi 1 1814. j Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.