Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1975 „Ég leyfi mér ■ i f yM • % ; :4 "i * að spyrja lífsafstöðn , i minm... „Mér hefur líkað ágætlega að starfa við báða ríkisfjölmiðl- ana,“ sagði Vilmundur er hann var í upphafi spurður um hvers konar fréttamennska hefði fall- ið honum bezt. „En frétta- mennska við útvarpið er vita- skuld öðruvísi. Það er mikið um rútínufréttir, og auk þess gerir þetta þvingaða hlutleysi hana stundum leiðinlegri en hún ætti að vera. Við byrjuðum að visu þegar ég var þarna á því sem við kölluðum fréttainn- skot, þar sem fréttamönnum gafst tækifæri til að spyrja meira út frá sjálfum sér. Þessu var þó hætt áður en langt um leið, og hefur sennilega ekki þótt gefa nógu góða raun. Mér fannst þetta samt lífga mjög upp á fréttatímana." „Mér hefur því likað bezt við þessi sjónvarpsviðtöl, einfald- lega vegna þess að maður hefur frjálsari hendur með þau. Þetta er ekki ósvipað því og að skrifa i dagblöðin undir nafni. Það sem illa hefur veriö gert skrifast á manns eigin reikn- ing.“ Vilmundur kvað vinnsluna á Kastljósþáttunum vera á þá leið, að á fundum á mánudags- morgnum eru lögð drög að við- fangsefnum þáttarins næsta föstudag. Umsjónarmenn koma þar með sínar tillögur og þær eru ræddar. Oft verða þó breyt- ingar á efni þáttarins vegna mála sem upp koma síðar í vik- unni, eða vegna þess að menn heltast úr lestinni af einhverj- um orsökum. Þessar breytingar eru gerðar i samráði við hina eiginlegu umsjónarmenn þátt- anna, sem eru fastir frétta- menn sjónvarpsins. Þátturinn er síðan annaðhvort tekinn upp siðdegis á föstudag, eða sendur út beint á föstudagskvöldi. „En hvað mina eigin liði varðar, þá læt ég viðmælendur mina ekki fá spurningarnar fyrirfram, heldur hef ég yfirleitt nokkuð langan formála að viðtölunum, og þá formála sendi ég viðmæl- endunum með fyrirvara. Með þessu vil ég komast hjá því að þátturinn verði fyrirfram æft leikrit." Ad veita hinu opinbera aðhald Það hefur varla farið fram hjá neinum, að Vilmundur hef- ur í sjónvarpsþáttum sínum einbeitt sér að ákveðnum við- fangsefnum, þ.e. réttlætis- og velferðarmálum borgaranna, og ekki hvað sízt valið sér nýjar ieiðir til að nálgast þessi við- fangsefni. Eru þær leiðir ekki ósvipaðar þeim sem ýmsir af sjónvarpsmönnum Breta fara. „Jú, það er alveg rétt að ég hef tekið mér brezka frétta- mennsku að nokkru til fyrir- myndar," sagði Vilmundur. „Ég held að það sem við getum fyrst og fremst lært af brezkri fréttamennsku, og þá um leið blaðamennsku, er hversu kyrfi- lega hún er óbundin hinum pólitísku flokkum. Til dæmis veita brezkir fjölmiðlar ríkinu mun meira aðhald við opinber- ar fjárreiður. Ég hef verið að reyna að kukla i þessu hér heima með heldur litlum árangri.“ „Sem dæmi um þetta má nefna það sem kom fram í Kast- ljósi í fyrri viku,“ hélt Vil- mundur áfram, „að þingmenn í Kópavogi og Hafnarfirði skuli fá 34.000 krónur í matarpen- inga, eða dvalarstyrk á mánuði. Þetta er auðvitað regin- hneyksli. En það er anzi hætt við því að þetta mál detti niður og deyi ef ríkisfjölmiðlarnir taka það ekki upp að nýju og halda því til streitu. Það sem mér finnst vanta hjá íslenzku dagblöðunum, er að þau fylgi mikilvægum fréttum eftir sem t.d. sjónvarpið hefur ekki náð að fullklára. Sjónvarpið hefur auðvitað sín takmörk, sem fyrst og fremst markast af tima- leysi.“ Veggirnir. „Vandinn er sá,“ sagði Vil- mundur er þetta var rætt frek- ar, „að ef blaðamenn ætla að reyna að grafast fyrir um mál af þessu tagi þá reka þeir sig á alls konar veggi. t flokkunum sem eru á bak við blöðin eru alls staðar menn sem eiga hags- muna að gæta og viija hrein- lega ekki að á svona hluti sé minnzt. Dagblöðin eru léleg í að brjóta þessi mái til mergjar. Það sem vantar hér er því vand- að, óbundið og traustvekjandi dagblað. Það er oft ráðizt á Morgunblaðiö fyrir að vera aumast f þessum efnum, en það held ég að sé ekki rétt. Það er að vfsu ekki betra en önnur blöð, en sfzt verra.“ Þá var Vilmundur spurður um það, hvernig honum gengi að fá uppiýsingar hjá þeim að- ilum, sem þær hafa, um mál sem til meðferðar eru hverju sinni. „Ég hef aldrei lent í vandræðum f þeim efnum. Ef maður er nógu ágengur á embættismenn, ef maður þekk- ir t.d. reglur um upplýsinga- skyldu stjórnvalda þá á þetta ekki að vera neinum vandkvæð- um bundið. Ef viðkomandi embættismaður lokar sig samt af, þá tjáir maður honum það, að málið muni verða tekið fyrir með eða án hans þátttöku, og frá þvf muni verða skýrt að hann hafi neitað að veita um- beðnar upplýsingar." „Það hefur aðeins einn maður neitað að koma fram í þætti hjá mér,“ sagði Vilmund- ur, „og það var Halldór E. Sigurðsson, ráðherra. Hann neitaði á þeim forsendum að ég hefði verið dónalegur við Ólaf Jóhannesson f næsta þætti á undan. Það skal alveg fúslega játað að mér urðu á mistök f þeim þætti. Næst þegar ég átti fréttaleg samskipti við Ólaf Jóhannesson bað ég hann af- sökunar, en hann sagði aðeins: Blessaður vertu, þetta var svo ómerkilegt, að ég er búinn að gleyma þvi.“ Kerfið og fólkið. „Embættismaður á aldrei að neita að gefa upplýsingar, — nema það varði rikisheill að sjálfsögðu t.d. varðandi gengis- fellingar eða því um líkt,“ sagði Vilmundur ennfremur, „og blaðamenn verða að taka tillit til slíkra aðstæðna. En þessi sjónvarpsþáttur getur, heid ég, gert mikið gagn f því að brjóta niður þagnarmúra opinberra starfsmanna." „Það er útbreidd skoðun að fólk hafi i viðskiptum sínum við kerfið orðið vart við vald- hroka, og það fólk hefur oft samband við okkur f þeim til- gangi að við stuggum við kerf- inu þegar fólkið sjálft hefur gefizt upp. Þættirnir þjóna þvf vonandi ákveðnum tilgangi f þágu almennings, eins og neyt- endasamtökin ættu t.d. að gera, þó að við getum ekki annað nema mjög litlum hluta þeirra ábendinga sem við fáum. En mér finnst gaman að vinna að þessu.“ Fréttamenn og flokksbræður „Eg hef t.d. það áhugamál," sagði Vilmundur, er talið barst að einstökum viðfangsefnum á þessu sviði, „að beitt sé mun meiri hörku f að framfylgja refsidómum hérlendis. 1 öllum slíkum málum er það lykil- atriði að vera óbundinn stjórn- málaflokkum. Eg er það ekki að vfsu, en hef reynt af fremsta megni að vera það í þessum þáttum. Sem dæmi get ég nefnt að i þættinum með alþingis- mönnunum í fyrri viku var það samkomulag milli mfn og stjórnanda að ég spyrði ekki mína eigin flokksmenn. Ástæð- an er sú, að slíkt hefði verið ótrúverðugt. Ég get nefnt annað dæmi,“ hélt hann áfram. „I vetur var ég með þátt um nefndastörf og bitlinga. Þegar ég var að undir- búa þáttinn rakst ég á að einn þingmaður, Eysteinn Jónsson, hafði ekki þegið greiðslur fyrir slík störf. Þetta er vitaskuld virðingarvert og því gat ég þessa f þættinum. Ef hins vegar um hefði verið að ræða minn eiginn flokksbróður þá hefði ég ekki sagt frá því, hreinlega vegna þess að það hefði verið ótrúverðugt. Annars má það alveg koma fram hér, að það hefur verið nokkurt ósam- komulag með umsjónarmönn- um Kastljóss um þessa línu, þ.e. hvenær menn eru pólitísk- ir varðhundar og livenær ekki.“ Fréttamenn sem „pólitískir framagosar“ Sagt hefur verið að frétta- skýringaþættir sjónvarpsins séu nú orðið, — með þeim hætti m.a. sem umsjónarmenn þeirra eru valdir, — ekkert annað en „stökkpallur fyrir pólitfska framagosa". Og það vakti óneitanlega athygli i fyrra að Landshorn leystist upp f frambjóðendur flokkanna fyrir kosningarnar. Hvað vill Vilmundur segja um þetta? „Þetta er mjög eðlileg gagn- rýni. Það var mjög óheppilegt hvernig þetta fór í fyrra þegar umsjónarmennirnir tóku sæti á framboðslistum hver um annan þveran, þótt enginn þeirra hefði nú verið f sæti sem fræði- legur möguleiki var á að næðu kjöri. Þeir voru eiginlega miklu frekar einhvers konar skrautfjaðrir f neðri sætunum. Og ég tek alveg á mig mína 0 „Ja, þegar ég var eitthvað í kringum sex- tán—sautján ára aldurinn vann ég um hálfs annars árs skeið við vikublaðið Fálkann. Það blað fór á hausinn um svipað leyti og ég var þar. Eitt af verkefn- um mínum viðFálkann var að skrifa lesendabréf um alls kyns ástamál ungra stúlkna, sem ég leysti síðan úr eftir beztu getu. Eftir þetta var ég um tíma á Vikunni. Að loknu stúdentsprófi gerðist ég sumarmaður á fréttastofu útvarpsins, og þegar ég kom heim frá námi var ég í tvo daga á Alþýðublaðinu, en leizt illa á mig. Þannig að ég var búinn að leika mér nálægt frétta- mennskunni nokkuð lengi þegar svo Emil Björnsson hringdi í mig í fyrrahaust og bauð mér að vinna við svona sjónvarpsþátt með kennslunni. Og ég sló til.“ VIÐMÆLANDI: Vilmundur Gylfason. ÆVISAGA I HNOTSKURN: Fæddur 1948. Stúdent frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík 1968. Las sagnfræði við háskólann í Manchester og Exeter á Bretlandi. BA-próf 1971. MA-próf 1973. Hefur kennt sögu við Menntaskólann í Reykjavík, jafnframt því sem hann hefur verið einn af umsjónarmönnum fréttaskýringaþáttanna Landshorns og Kastljóss. Einn „umdeildasti“ sjónvarpsmaður hérlendis, og af sumum talinn „enfant terrible“ stofnunarinnar. SPYRJANDI: Slagsíðan. if „Blaðamenn reka sig á alls konar veggi... “ ir „Neitaði á þeirri forsendu að ég hefði verið dónalegur við Olaf Jóhannesson... “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.