Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 20
Framtíð Skálholts og kristninnar: Skálholt. Biskupssetur framtíðar? Fimmtudagskvöld 30. janúar s.l. var haldinn almennur fundur f Skálholtsdómkirkju um framtíd Skálholts og kristn- innar f landinu. t upphafi fundar hafði vfgslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis, sr. Sigurður Pálsson altarisgöngu. Þá lék frú Rut Magnúsdóttir sálmalög og flutti skýringar. Hófst sfðan fundurinn með ávörpum tveggja nemenda lýð- háskólans, þeirra Þórdfsar Einarsdóttur og Eyþórs Arna- sonar. Rómuðu þau bæði að- stöðu og kennslu f skólanum og töldu að lýðháskólanámið höfð- aði til unglinga, sem stæðu á krossgötum og þyrftu að finna sjálfa sig. — Skólinn gerir okkur ábyrg og fullorðin. Okkur er treyst og hér fáum við að tala f kennslustundum og erum hvött til þess, sagði Eyþór m.a. Sfðan tóku til máls frummæl- endur, Agúst Þorvaldsson, fyrrv. alþingismaður, Brúna- stöðum, Steinþór Gestsson al- þingismaður, Hæli, Sveinn Skúlason bóndi, Bræðratungu, Þórður Tómasson safnvörður, Skógum og Ingólfur Jónsson al- þingismaður. Þá hófust al- mennar umræður, sem enduðu með ræðum vfgslubiskups, sr. Sigurðar Pálssonar og biskups, herra Sigurbjörns Einarssonar. Fundinum lauk með bæn biskups og sálmasöng. Þar sem ræður frummæl- enda, vfgslubiskups og biskups, voru um margt eftirtektar- verðar, vill Morgunblaðið skýra stuttlega frá meginefni þeirra. Agúst Þorvaldsson ræddi fyrst hversu vel endurreisn Skálholts hefði orðið. I Skál- holti væri góður bóndi, prestur og rektor lýðháskóla og farsælt starf sumarbúða á sumrin. Með starfi þess fólks, sem í Skálholti lifði, væri Skálholt komið inn f mynd sögunnar. Kvaðst hann vera sammála 7-liða tillögum kirkjuráðs frá 1963 um uppbyggingu Skál- holts, einkum 5. og 7. lið, sem hann ræddi síðan: Að koma upp aðstöðu til fræðiiðkana f Skálholti og að endurreistur yrði biskupsstóll f Skálholti. — Aldraðir prestar og mennta- menn ættu að njóta menntunar sinnar, þekkingar og starfs- þreks, með því að þeim yrði búin aðstaða á sumrin í Skál- holti til fræðiiðkana. Eins konar „fræðiklaustur" ætti að rísa upp þeim til handa, með nauðsynlegri aðstoð og aðstöðu. Fengið bókasafn væri mikill fengur, en það þyrfti að auka. Gamlir menn gleymast of oft í íbúð í Reykjavík í tómlæti og þögn. Þeir eiga oft mikinn sjóð, sem yngri kynslóð þyrfti að ná til. Um 7. lið í tillögum kirkju- ráðs, sagði Ágúst, að það hefði ætíð verið sfn skoðun, að biskupsstóll ætti að endurreis- ast í Skálholti til leiðsagnar kristni f landinu. Hver sveit þyrfti að eíga sfn höfuðból og eins þyrfti kirkjan að eiga sín andlegu höfuðból. Það hefði Biskup í Skálholti? Ágúst Þorvaldsson Að síðustu sagði Ágúst: En minnumst þess, að málefnin komast ekki til alþingis, nema þau séu undirbúin og flutt. Eg trúi á giftu þessa staðar og framtfð kristninnar f landinu. Steinþór Gestsson sagði fyrst frá þeim áhrifum er staðurinn hefði haft á sig f bernsku, þegar allt var f niðurnfðslu í Skál- holti. Þá hefði sannarlega mátt hafa yfir orð skáldsins: „Hér er frægðin jörðuð". Rakti hann sfðan menningarsögu staðarins fyrrum og hvernig saga Skál- holts væri tengd sögu landsins. Reisn staðarins hafi ætfð verið tengd því lffi og starfi, sem þar hefði verið unnið og svo væri enn. Aður hefði hann talið, að endurreisn staðarins héldist í hendur við endurreisn biskups- stóls í Skálholti, en nú hefði hann skipt um skoðun um það atriði og vildi hann ekki á þessum vettvangi rökstyðja það nánar. Vék hann því næst að því uppbyggingarstarfi í Skálholti, sem hann kvað mest um vert og ætti sér stærstu framtíð: Lýð- háskólanum í Skálholti. Lýsti hann ágæti lýðháskólanámsins og hvernig það nám væri grundvallað á kristinni sið- gæðishugsjón. Möguleika lýð- háskólans ætti að efla í Skál holti til góðs fyrir fslenzka þjóð sinn að Skálholti. Þar stóð lág- reist og hrörleg kirkja og ekkert nema útsýni og fjalla- hringur minnti á forna frægðarsögu. Vék Sveinn síðan að endurreisn staðarins og hvernig hún hefði orðið vegna vakningar þjóðarinnar um sögu Skálholts og nauðsyn, að þar risi vegleg dómkirkja. Sfðan hefðu sumarbúðir fyrir æskuna risið og verið starfræktar á sumrin og loks hefði lýðháskól- inn komið og starfað f 3 ár og sannað tilverurétt sinn. Þetta væru aðeins áfangar á lengri leið og gera þyrfti langtíma áætlun um uppbyggingu staðar- ins, þar sem hæst bæri að biskupsstóll risi f Skálholti. Ráðherrunum hefði fjölgað úr einum í átta og þætti eðlilegt. Hvað væri þá hægt að hafa á móti þremur biskupum til styrktar kristni og kirkju á ís- landi? Þessu máli um fjölgun biskupa þyrfti að fylgja eftir, svo að alþingi tæki það fyrir og samþykkti. Skálholt kallaði á biskup með helgi sinni og sögu, kallaði á starf í þágu menn- ingar og menntunar og síðast kallaði Skálholt á búskap og ræktun á góðri jörð, sem gæfi hita og orku úr Þorlákshver. Þórður Tómasson, hóf mál sitt með tilvitnum: „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal reisn staðarins væri hafin og fslenzka kirkjan hefði heimt aftur gjöf Gissurar Isleifssonar. Lýðháskóli, sumarbúðir, bóka- safn, — allt væri þetta spor í rétta átt, en eitt bæri hæst, að Skálholt fengi biskup meó biskupsdæmi. Síðan sagði Þórð- ur: Það liggur nú í loftinu, að endurreisn Hólabiskupsdæmis hins forna sé á næstu grösum. Ég fæ ekki séð, hvernig það getur orðið, án þess að veita um leið Skálholti sömu uppreisn. Tregða og dofi í garð kristni og kirkju eiga ekki haldbær rök gegn þessari sjálfsögðu skyldu þjóðarinnar. Ég tel að áfram eigi að sitja biskup f Reykjavík með sitt biskupsdæmi, en Skál- holtsbiskup ætti að verða biskup Suðurlands og Aust- fjarða, sem eru nátengdir fjórð- ungar að fornu og nýju. Vék Þórður siðan að verkefnum í framtfð tengt Skálholtsstað: Guðfræðideild Háskólans ætti að hafa þar vissa aðstöðu, prest- ar ættu að hafa þar námskeið, leikmannastarf á vegum kirkj- unnar væri þar kennt, nám- skeið fyrir organista og söng- stjóra, kirkjumót o.fl. Bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar þyrfti að hlúa að og stækka og ög- mundarbrík þyrfti að gera upp. Skálholtsminjar væru á vfð og dreif, sem þyrfti að safna sam- verið hugsjón Gissurar er hann — „kvað svo á að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan Island er byggt og kristni má haldast“, Ari fróði hafi sagt, að þessi orð Gissurar hafi verið lögfest á alþingi og lít ég svo á, sagði Ágúst, að þá fyrst rísi sjálfstæði þjóðarinnar hæst, er Skálholt og Hólar hafa fengið sfna biskupsstóla. m.a. með því að efna til nám- skeiða þar um tungu, bók- menntir og kristnisögu þjóð- arinnar. Þannig myndi lýðhá- skólinn hefja veg Skálholts og um leið myndi kirkjan vera í takt við samtíð sína, eins og hún yrði ætíð að leitast víð að vera. Sveinn Skúlason sagði einnig frá þvf, er hann kom í fyrsta byggja." Setti hann sfðan fram spurninguna: Hvað var Skál- holt þjóðinni á Iiðnum öldum? Höfuðstaður kristinnar kirkju á íslandi. Þar var skóli þjóðar- innar með Hólaskóla og háskóli lista og bókmennta. Minntist hann síðan biskupa og menn- ingarsögu, sem tengd væri Skálholti, fólkinu sem þar lifði, list þeirra og sköpun. Endur- an og rannsaka ásamt forn- leifarannsóknum á Skálholts- stað. Skálholt er staður íslands og við Sunnlendingar verðum að ganga fram fyrir skjöldu um áframhaldandi endurreisn stað- arins. Máli sfnu lauk Þórður með þessum orðum: Skálholts- staður er helgaður af trú og sögu, sem við verðum að va’rð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.