Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 23 Rangæsk alfræði borginni Ann Arbour, Michigan i sept 1961. Þá lauk rismikilli ævi feðga, sem höfðu auðgað list sína og orðið áhrifavaldar um heim allan. Alvar Aalto innsiglaði frægð sína á heimssýningunni í Paris árið 1937, og þó fremur á heims- sýningunni i New York 1939, en þar lagði hann sig allan fram við að kynna leik sinn að formum á alþjóðlegum vettvangi. Hann og fyrri kona hans Aino höfðu 1937 skilað þrem úrlausnartillögum, sem þau fengu 1. 2. og 3. verðlaun fyrir og sigur þeirra fór ekki á milli mála. Eftir það voru þeim veittar frjálsar hendur til að móta sýninguna að eigin óskum. Aalto þurfti aðeins að taka tillit til grunvallarlína byggingarinnar og innganga. Þá tókst honum að sannfæra alla þá aðila, sem ætluðu að sýna þar, um fánýti þess að vera að bauka hver í sínu horni með sérdeildir. Öllu var steypt saman í eina heild, sem skyldi þjóna hinu listræna og fræðandi markmiði. Aalto minntist í þessari bygg- ingu við land nytjatrjánna, og all- ur skálinn var eins konar viðar- hljómkviða er sýndi hina ýmsu notkunarmöguleika viðarins og ólíkar vinnsluaðferðir. Þetta var eins konar samruni forms og inni- halds, þar sem sýningargripirnir og fyrirkomulag þeirra mynduðu órofa heild. Árangurinn varð svo glæsilegur að ekki fór á milli mála að þarna hafði finnska þjóð- in og heimurinn eignast nýjan og verðugan arftaka Eliel Saarinens. Á þennan hátt urðu heimssýning- ar til þess að breiða út hróður finnskrar byggingarlistar og um leið þeirrar stefnu, að hugmynd- irnar skyldi sækja í sjálfa náttúr- una og byggingarform liðinna alda, og þann efnivið er lægi hendi næst, en ekki til annarlegra stílhugmynda, sem hefur reynst ógæfa margra arkitekta. Hróður Alvars Aalto jókst stöðugt þegar hér var komið, og efniviðurinn og eðli hans varð honum samfelld uppspretta nýrra hugmynda á sviði byggingarlistar. Varla var haldin mikilsverð alþjóðleg sam- keppni i heiminum án þess að hann hefði komið við sögu og oft- ast hefur hann hlotið fyrstu verð- laun og jafnan hefur hann þar tekið aðstoðarmenn sína með i leikinn sem samverkamenn til þess að fá aukna vídd í hugmynd- irnar. Þannig hlaut hann fyrstu verðlaun í sambandi við hug- myndasamkeppni um listasafn Norður Jótlands í Alaborg, sem hann gerði í samvinnu við seinni konu sina Elissu og danann Jean Jaques Barúel, og hefur sú hug- myndagerð verið framkvæmd, eru þar m.a. frægir fleygboga- skermarnir, sem endurvarpa birtu sólarljóssins á myndlistar- verkin. Einn er sá þáttur, sem því miður kemur ekki fram á þessari sýningu í Norræna húsinu og það er hin frábæra leikni Aaitos i frjálsri hugmyndateikningu, varð ég mjög hrifinn af þeim þætti listar hans á sýningu á Arkitekta- safninu i Helsingfors sumarið 1973. Þar var reglustrikan góðu gamni víðs fjarri, en hin skapandi hönd alls ráðandi. Stingur þetta mjög í stúf við það sem við eigum að venjast hér heima er slíkar hugmyndir eru settar fram í sam- keppni, en þar hefur regiustikan afrekað nær allt verkið, nema þá nokkrar hrislur sem eiga að lífga hina ráðandi kvaðranotkun. Að- stoðarmenn hins frjóa meistara fá svo það hlutverk að útfæra teikningarnar á faglegum tækni- grundvelli, og það er að sjálf- sögðu þeirra svið, en okkur Is- lendingum hefur einhvern veginn tekist að blanda þessu tvennu saman, svo sem öðrum mikilvægum atriðum hins skap- andi sviðs. Þá skal einnig bent á það, sem Aalto og öðrum finnskum arki- tektum hefur tekist öðrum fremur að mínu viti, að það er að byggja stórar sambýliseiningar, þar sem bifreiðin er einangruð, en rúmt athafnasvið er tryggt fyr- ir æskuna og að sjálfsögðu fólkið sjálft, án þess að hefta notkun hins þægilega farartækis. Hvers konar leiktæki og athafna rými eru fyrir framan og aftan hverja blokk og leikvöllurinn þar með orðinn athafnasvið blokkein- inganna, og vandamál leik- og gæsluvalla þar með leyst. Fyrir utan það að hanna stór- byggingar svo sem ráðhús, hverju öðru fegurra, hljómleikahallir, glæsilegar kirkjur og menningar- setur hvers konar og að sjálfsögðu íbúðarhús, hefur svið hins mikla arkitekts einnig náð til inn- réttingar húsa í einu og öllu, svo og hönnunar margvislegra gerða af stólum og stólkollum, þar sem hinn upprunalegi finnski viður nýtur sín til fulls, og allt niður í hina smæstu hluti líkt og gler- skálar og öskubakka, og þannig fær einnig hið minnsta samsemd með hinu mikilfenglegasta, sem að sjálfsögðu er aðall og kjarni allrar mikillar listsköpunar. Hér skal ekki heldur gleymt að Aalto notaði einnig litina og málverkið til að losa um hugmyndir og þar er hann einnig vel hlutgengur og eru mörg málverka hans greinileg uppspretta fágætra hugmynda gagnvart einstaka atriðum sem heildarsviði framkvæmda hans eigi síður en hin lifandi og leikandi teikniriss. Arkitektinn Alvar Aalto fædd- ist 3. febrúar 1898 í Kuortaine og hlaut nafnið Hugo Alvar Henrik Aalto. Hann hlaut díplóm sem arkitekt við tækniháskólann i Helsingfors árið 1921, hafði starfandi verkstæði í Jyváskyla árin 1923—27. Giftist i fyrra sinn Aino Mariso (d. 1949). Hélt verk- stæði i Turku 1927—1933 og frá árinu 1933 til 1938 í Helsingfors. Það ár dvelst hann i Bandaríkjun- um og verður þar prófessor i byggingarlist við háskólann i Boston M.I.T. Arið 1952 giftist hann seinni konu sinni Elissa Makiniemi arkitekt. Árin 1924—1949 og frá árinu 1952 störfuðu eiginkonurnar, arki- tektarnir Aino Aalto og Alissa Aalto, með listamanninum og tóku þátt i öllum framkvæmdum hans. Höfuðstaðarbúum gefst nú mikilsvert tækifæri að líta ýmis dæmi um lífsverk þessa frábæra sonar Finnlands í sölum Norræna hússins þessa dagana, og er þess að vænta að sem flestir sæki þá stofnun heim af þvi tilefni og bergi af brunni norrænnar heims- menningar í húsagerðarlist og frábæru handverki. RANGÁRÞING 1974. □ 166 bls. □ Útg. Þjóðhá- tíðarnefnd Rangárvalla- sýslu. RANGÆINGAR minntust þjóð- hátíðarársins meðal annars með því að taka saman og gefa út þessa bók sem er bæði hátíðarrit og hagnýt alfræði um héraðið. Bókin hefst á Hátíðarljóði eftir Guðrúnu Auðunsdóttur, Stórumörk, og Byggðaminni eftir Hjalta Sigurjónsson, Raft- holti. Eru það Ijóð ort í hefð- bundnum stíl, það er að segja með sniði gömlu góðu ættjarð- arljóðanna, og sóma sér vel sem slík. Þórður Tómasson skrifar þáttinn Landnám í Rangárþingi og Jón R Hjálmarsson um Rangárþing i augum ferðamanna Lestina rekur svo kvæði eftir Pálma Eyjólfsson, Rangárþing, hug- þekkur kveðskapur sem hin fyrrnefndu Ijóðin. Þetta má segja að sé hið almenna efni í bókinni. En þar að auki eru þarna sérstakir þættir um sveitarfélög, stofnanir og fyrir- tæki í sýslunni og skipta þeir tugum. Allt er efni bókarinnar skipulega unnið og merkilegt á sína vísu. Þó ókunnugur telji sig ef til vill ekki varða, svo dæmi sé tekið, hvert sé hlut- verk sýslunefndar I einhverri sýslu, hvernig hún starfar og hverjir eiga sæti í henni, verður annað uppi á teningnum ef sá fróðleikur er fram settur skýrt og vafningalaust: maður les og nemur og segir við sjálfan sig: svona er þessu þá háttað, ekki hafði ég hugsað út r það áður! Óvíða mun búskapur með meiri blóma en í Rangárþingi. í hagskýrslum sýslunnar má sjá að heyfengur í héraðinu nemur nærri hálfri milljón rúmmetra á ári, enda ekki svo lítið að fóðra því nautgripir eru taldir hátt í tíu þúsund, hross á áttunda þúsund og sauðfé líkast til um sjötíu þúsund (af eldri tölum að ráða). Rangárþing er eitthvert hreinræktaðasta sveitahérað landsins, engin höfn, tæpast nokkuð sem hægt er að kalla sjávarpláss (þó Þykkvibær standi að vísu niður undir sjó lifa þykkbæingar ekki á sjó- sókn), flest byggist á landbún- aði eða þjónustu við landbún- að, einnig hinn vaxandi iðnað- ur í þéttbýliskjörnunum Hellu og Hvolsvelli. Hvers er slíkt hérað megnugt nú á tímum? Vantar ekki stórt höfuð í mynd nokkur þúsund manna kaupstaðar til að þenkja og álykta? Nei, ekki ber á því. Af lestri þessarar bókar lærist að fólki fjölgar í sýslunni og allar atvinnugreinar eru þar í vexti. Að hafnleysi frátöldu er Rangárþing flestum héruðum betur í sveit sett. Samgöngur innan héraðs og til Reykjavíkur eru greiðar, sumar sem vetur. Hæfileg nálægð við höfuðborg- arsvæðið tryggir öruggan markað fyrir allar tegundir landbúnaðarvara. Ekki er áhrifavald stórborgarinnar þó nær en svo að rangæingar geta um frjálst höfuð strokið þess vegna. Veðursæld mun óvíða meiri á landi hér en í sumum sveitum sýslunnar. Landrými er yfrið og ræktunarskilyrði næstum ótakmörkuð. Mestu orkulindir þjóðarinnar eru þar um slóðir. Sögufrægð og lands- lagsfegurð dregur að sér ferða- fólk. Bestu fiskimið veraldar liggja fyrir landi. Gætu rangæ- ingar nýtt þau — hvers væri þá vant? Rangæingar vita af sögu- frægð héraðs sins en lifa þó hvorki i henni né á. Héraðsskóli og byggðasafn i Skógum sýnast ekki vera samstæðar stofnanir en fara þó einkar vel Bókmenntlr eftir ERLEND JONSSON Jón R. Hjálmarsson saman. Þar er og bókaútgáfa, Goðasteinsútgáfan, hin eina sem nú er rekin utan þéttbýlis hér á landi svo mér sé kunn- ugt. Hefur hún meðal annars gefið út tímaritið Goðastein — um rangæsk og þjóðleg fræði — auk margra bóka. Tveir menn hafa frá fyrstu tíð haft veg og vanda af útgáfunni, þeir Jón R. Hjálmarsson skóla- stjóri og Þórður Tómasson safnvörður. Þá hygg ég að þeir hafi einnig borið hita og þunga þess starfs sem liggur á bak við þessa umræddu bók, Rangár- þing 1974. Starf þeirra sannar að til að vinna gott verk og mikið þarf ekki óhjákvæmilega að eiga heima á stórum stað! Ég vil svo að lokum geta þess að Rangárþing 1974 er vönduð bók og ásjáleg, prent- uð á úrvalspappir, prýdd fjölda mynda og hönnuð af sjálfum Hafsteini Guðmundssyni. ÞórSur Tómasson. Kirkjan f Vvoksanniemi Hluti af gluggum og grunnriss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.