Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 9. FEBRÚAR 1975 25 Elns og mér sýnlst EKlr Glóla J. íslbðrsson Grátur og gnístran tanna BLESSAÐIR þingmennirnir okkar hafa veriS talsvert á milli tann- anna á fólki núna I siðustu viku, og allt útaf þvi að þegar þeir komu tiu saman í sjónvarpið á dögunum með fjóra galvaska ráðherra i broddi fylkingar að brýna fyrir okkur borgurunum að stilta nú kaupkröfum okkar i hóf i hörðu ári, þá skrapp uppúr einum skratta-kollinum sem var að spyrja þá útúr: En hvað hafið þið nú sjálfir i kaup, elskurnar minar? Þetta var dálitið kvikindisleg spurning vægast sagt miðað við stað og stund, vegna þess að blessaðir þingmennirnir okkar skammta sér i fyrsta lagi launin sin sjálfir með þvi að semja um þau við sjálfa sig i bróðerni niðri i Alþingishúsi; og i öðru lagi finnst sumum kannski sem þeir hafi a’ls ekki verið neitt ósanngjarnir við sjálfa sig i þeim samningaviðræð- um: ekki nándarnærri eins harðir i horn að taka dettur manni kannski fyrst i hug eins og til dæmis þegar aumingja Dags- brúnarkallarnir standa i svipuðu stappi útaf sinum launamálum. Nú, sex þingmenn sem eru búsettir hér á þrepskildi höfuð- borgarinnar kváðu fá liðlega 34.000 króna fæðispeninga á mánuði ofan á liðlega 117.000 króna kaup til þess þeir falli ekki úr hor i hádeginu, og þingmenn Reykvikinga fá vist þótt undarlegt megi heita 200.000 króna skatt frjálsan styrk úr rikissjóði uppá hvert einasta ár — til þess þeir hafi efni á að ferðast um Reykja- vik! Þetta eru tveir ákaflega hæpnir póstar i allrausnarlegum kjara- samningi sem mér finnst samt að öðru leyti varhugavert að vera mikið að amast við, þvi að maður má ekki heldur vera of nálúsar- legur við þingmennina sina, þvi að þeir lifa auðvitað ekki á loftinu fremur en þú eða ég (ekki utan ræðustólsins á ég við) og svo er starfið sem þeir vinna fyrir okkur ekki fyrir neina afglapa að ég nú ekki minnist á þá ábyrgð sem fylgir þvi. Á hinn bóginn finnst mér þing- mennirnir nú gerast furðu hör- undsárir ef við megum ekki fara oní launamál þeirra rétt eins og annars fólks án þess þeir verði svo æstir að þeir gleyma næstum að hnakkrifast innbyrðis (sem er þó stundum einmitt þeirra sterkasta hlið) og eru næstum eins og hvita- sunnusöfnuður um þessar mundir sem hefur boðað til almennrar bænasamkomu vegna yfirvofandi heimsendis. Ég hef enda heyrt það óþvegið fyrir að eiga upphafið að þessu öllu saman, og þarna í Kast- Ijóssþættinum um daginn þar sem málið bar fyrst á góma þá varð jafnvel Lúðvik svo flaustraður að hann steingleymdi að hann var i landsf öðurruliunni og tætti svo ótt af sér gleraugun, blessaður, á meðan hann var að sverja af sér hálaunagruninn, að maður óttað- ist á timabili að nefið þyldi ekki álagið og fyki líka úti loftið. Svei mér sem maður hefði trúað þvi að þingmennirnir okkar gætu komist í þvilikt uppnám allt frá forhertustu íhaldskurfum og upp i harðsviruðustu rússadindla. Alþingi var allt i einu orðið að kærleiksheimili þar sem Óli Jó var að stumra yfir Helga Seljan og báðir flóandi i tárum. Liklega er ekkert sameiningarafl eins mátt- ugt eins og sameiginlegt mótlæti. Þó finnst mér viðbrögð þingmann- anna svolitið barnaleg. Það er ekki einungis af ólánshætti sem fréttamenn spyrja stundum nær- göngulla spurninga: stundum eru þeir bara að gera það sem þeim finnst rétt og finnst þá ekki heldur að þeir eigi að gera sér manna- mun. Og loks: Er það svo nokkur goðgá með leyfi þó að þjóðin segi einmitt við þessa menn sem eru sifellt og með réttu að hvetja hana til sparnaðar og hófsemi: Jújú, en á hvaða póstum ætlið þið sjálfir að spara, elskurnar minar? Maður væntir þess lika að þing- mennirnir jafni sig á þessu innan skamms og taki gleði sina aftur, enda biða þeirra nú stórmannlegri viðfangsefni en grátur og gnistran tanna útaf meintum ávirðingum. Þjóðarskútan er orðin hriplek að þeir þreytast aldrei á að segja okkur upp á siðkastið. svo að nú gefst þeim tækifærið til að sýna okkur svart á hvitu að þeir vinni fyrir kaupinu sinu. Ég segi það enn að ég hélt ekki að þessir hörðu kallar væru svona meyrir inni við beinið. Það gerir þá samt bara manneskjulegri þegar allt kemur til alls, svo að kannski hefur allt þetta uppistand bara verið til góðs: við vonum það alla- vega. Ég vil lika taka það fram (og þori raunar varla annað úr þvi sem komið er) að reynsla min af þing- mönnum hefur oftastnær verið sú að þeir séu hvorki aular né aukvisar. Þeir eru harðgreindir margir og velviljaðir flestir og oftast mun samviskusamari en margur vill viðurkenna. Ef þeir væru ekki svona fjári pólitiskir eins og einhver mundi orða það; og svo hélt ég satt best að segja að þeir gætu lika stundum brosað að sjálfum sér: það er nauðsynlegt ef menn vilja ekki fá magasár. Á hinn bóginn hefur mér á blaðamannsferli sem fer nú að verða talsvert langur oftast tekist að smeygja mér hjá því að skrifa þingfréttir. Mér finnst leiðinlegt þarna úti i Alþingishúsi ef ég á að vera alveg einlægur. Ég á enda hérna i fórum mínum lýsingu á viðbrögðum minum þegar ég þurfti einhverra hluta vegna út á þing; ég virðist hafa sent ritstjóra minum einskonar mótmælaskjal þó að mig gruni nú raunar að ritstjórinn hafi verið ég sjálfur á þeim árum. Best ég slái botninn i þetta greinarkorn með glefsum úr þessu plaggi — með leyfi hæstvirts for- seta, eins og maður á víst að orða það: „Ég fór niður á þing eins og fyrir mig var lagt klukkan hálftvö i gær, og fyrsta mál á dagskrá i neðri deild var þingsályktunartillaga frá f ramsóknarmönnum sem var umsvifalaust tekin af dagskrá. Næsta mál á dagskrá var fyrsta umræða um frumvarp alþýðu- bandalagsmanna um hafnarmál á Austfjörðum, og var það lika tekið af dagsrká. Siðan var samþykkt að taka þriðja málið á dagskrá líka af dagskrá. og tekið fyrir fjórða mál á dagskrá, en þá voru ekki nema þrír þingmenn eftir i deildinni svo að ekki var fundarfært. Ég mótmæli þvi harðlega að þurfa að skrifa þingfréttir. Þegar ég réðst til blaðsins þóttist ég hafa loforð um að ég fengi að skrifa um ys og þys atvinnulifsins. Á alþingi er hvorki ys né þys. Enginn nennir að þenja sig nema það séu útvarpsumræður, og ef það dettur i einhvern að reyna að þenja sig af einhverju öðru tilefni, þá lemur forseti bjölluna eins og vitlaus maður. Öll mál eru fyrir- fram ráðin og ég hef ekkert að gera nema að góna á þingmenn- ina. Ég góndi lengi á Emil þar sem hann sat i ráðherrastólnum. Ráð- herrastólar eru með háum bökum, eins og hásæti eða rakarastólar. Framhald á bls. 27. að ætla, að sami skilningur sé nú ríkjandi, og þá mun líka skjótt batna í ári. Þegar allt leikur í lyndi, er eins og við lslendingar missum alla stjórn á efnahagsmálum, sóunin getur orðið ótrúleg og girugheitin með þeim hætti, að nálgast hreint svindl. En þegar viman rennur af mönnum, taka þeir að hugsa á ný, og sem betur fer hefur sú orðið raunin, að menn hafa þá verið reiðubúnir að bæta fyrir syndirn- ar og ná fótfestu að nýju. Svo hefur farið um einstaklinga, stétt- ir og þjóðina í heild, og svo mun enn fara. Vissulega er það rétt, að þegar vanda ber að höndum, er nauð- synlegt að njóta traustrar forustu, og þá forustu munu leiðtogar beggja ríkisstjórnarflokkanna veita þjóðinni á næstu vikum og mánuðuiú. Andstæðingar ríkisstjórnarinn- ar reyna að halda þvi á loft, að um ágreining sé að ræða á milli for- ustu Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Þetta er mikill mis- skilningur. Báðir flokkarnir eru staðráðnir í því að gera skyldu sína, og þar mun enginn skerast úr leik. Hitt er rétt, sem áður var að vikið, að bæði innan Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks skiptast menn nú á skoðunum um það, hvaða úrræði séu happa- drýgst, og sérfræðingar i efna- hagsmálum leggja fram ýmsa val- kosti. Auðvitað hafa menn póli- tískan þroska til að skiptast á skoðunum, en sveigja síðan sjón- armiðin að sameiginlegu mark- miði. Og ekki er bréfritara kunn- ugt um það, að Framsóknarflokk- urinn í heild hallist að neinu því úrræði fremur en öðru, sem Sjálf- stæðisflokknum sé ógeðugt — eða gagnstætt. Ákvarðanir um úrræð- in hafa einfaldlega ekki verið teknar, þegar þetta er ritað, en þær verða teknar næstu daga, og um þær næst áreiðanlega full samstaða, bæði innan stjórnar- flokkanna, hvors um sig og milli þeirra. Verðtrygging, skyldusparnaður, samdráttur Já, margt er þessa dagana skeggrætt, bæði í röðum stjórn- málamanna og annarra. Menn benda á eitt og annað, sem til úrbóta geti orðið, og þar á meðal má nefna verðtryggingu fjár- skuldbindinga, skyldusparnað og samdrátt framkvæmda. Allt kem- ur þetta að sjálfsögðu til athugun- ar eins og ótal margt annað, sem bæði hefur verið rætt um og reynt að framkvæma hér og í öðrum löndum á síðustu áratugum. Það er hygginna manna háttur að safna fyrningum í góðærum, en því miður brást okkur Islend- ingum bogalistin í þessu efni síð- ustu árin, og sjálfsagt haf^flestir haldið, að góðærið mundi halda áfram, svo að ekki gerði svo ýkja mikið til, þótt menn nytu vellyst- inganna. Þegar verðbólga er allt að 50% á ári, segir það sig sjálft, að hver sá, sem marið getur út lánsfé á hóflegum vöxtum — og jafnvel „háum“ vöxtum — hagnast veru- lega, ef hann ver fjármunum þessum á sæmilega skynsamlegan hátt. Kapphlaupið eftir lánsfé verður því óstöðvandi, og bank- arnir láta undan ásókninni, jafn- vel langt umfram það, sem stjórn- endur þeirra telja hyggilegt. Pen- ingamagnið í umferð eykur síðan enn á verðbólguþrýstinginn og loks standa menn frammi fyrir þeirri staðreynd, að allt er farið úr skorðum. Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um það úrræði að verð- tryggja fjárskuldbindingar, og raunar hafa fjárfestingarsjóðir þegar tekið upp verðtryggingu að vissu marki. Sjálfsagt verður ekki hjá því komizt að verðtryggja út- lán sjóða í talsvert rikum mæli á næstunni, til að draga úr ásókn í lánsfé og til að menn öðlist skiln- ing á þvi, að tilgangslaust er að taka fé að láni, nema verja því til arðvænlegra framkvæmda, sem skila eðlilegum ávexti. Þá hefur skyldusparnaður verið nefndur, þ.e.a.s. að mönnum væri gert skylt að leggja til hliðar hluta tekna sinna og nota hann ekki sem eyðslueyri. Heldur er þessi aðferð ógeðfelld, jafnvel þótt fé þetta yrði verðtryggt að einhverju marki og því ekki verið að rýra kjör manna til langframa, heldur einungis að draga úr eyðslu um sinn. Vissulega er frjáls sparnaður miklu geðfelld- ari, og enginn vafi er á þvi, að verulega má auka sparnað án þvingunar, einmitt með því að rík ið gefi út í vaxandi mæli skulda- bréfalán til langs tíma, sem verð- tryggð séu, að vissu marki a.m.k., og með þeim kjörum að öðru leyti að fólk fáist til að verja fé sinu til kaupa á þeim. Slíkur frjáis sparn- aður er ein meginundirstaða fjár- öflunar ýmissa rikja, t.d. Banda- rikjanna, og fellur Islendingum áreiðanlega miklu betur í geð en þvingaður sparnaður. Loks er svo rætt um samdrátt- inn nú eins og fyrri daginn. Förum okkur hægar Menn ræða um samdráttinn í ríkisframkvæmdum og vafalaust verður gripið til þeirra úrræða. Hjá því verður ekki komizt að hægja á fjárfestingunni, meðan þjóðin er enn að rétta úr kútnum, og brýn þörf er einnig á því að beina vinnuafli að framleiðsluat- vinnuvegunum, þeim greinum, sem ýmist skapa okkur gjaldeyri eða spara hann. En samhliða samdrætti ríkisút- gjaldanna verður einnig að stilla í hóf lánveitingum, bæði úr hinu almenna bankakerfi og fjárfest- ingarsjóðunum. Það verður einn- ig um sinn að draga úr fram- kvæmdum á vegum einstaklinga og atvinnufyrirtækja, en leitast við að beina hinu takmarkaða fjármagni að uppbyggingu mikil- vægustu atvinnufyrirtækjanna. Auðvitað kemur ekki til greina að stöðva opinberar framkvæmd- ir né hindra eðlilega fjárfestingu á vegum einkaaðila, heldur að- eins að hægja á ferðinni, og mikil- vægt er þá að haga fjárveitingun- um þannig, að ekki auki á þenslu á vinnumarkaði suð-vestanlands, þar sem t.d. byggingariðnaðurinn hefur verið ein helzta undirrót þeirrar verðbólguvitleysu, sem við nú súpum seyðið af. Málmblendi- verksmiðja Frumvarpið um „Málmblendi- verksmiðju Magnúsar Kjartans- sonar“! hefur nú verið lagt fram, og er málið allt miklu aðgengi- legra en það var i þvi formi, sem fyrrverandi iðnaðarráðherra hugðist fá það samþykkt á síðasta þingi. Hefur þar mörgu verið þok- að til betri vegar og kjör okkar Islendinga eru öll miklu betri en áður var gert ráð fyrir. Segja má, að framkvæmdir við málmblendiverksmiðju komi á hagstæðasta tima, ef málið nú verður samþykkt og unnt er að hefja framkvæmdir á þessu ári. Að vísu útheimtir bygg- ingin talsvert vinnuafl, en ástæða er líka til að ætla, að sam- dráttur verði á hinum almenna vinnumarkaði, þannig að spennan verði ekki sú sama siðari hluta ársins og hún er nú. Fjármagn það, sem til fram- kvæmdanna fer, kemur allt er- lendis frá, að vísu að nokkru leyti sem lánsfé. Þau lán eru þó með allt öðrum hætti en er urn algeng- ustu lántökur, því að þau eiga að endurgreiðast af arði verksmiðj- unnar og rýra ekki aðstöðu okkar til lánsöflunar til annarra fram- kvæmda eða gera stöðu okkar út á við erfiðari, heldur þvert á móti betri, þar sem fleiri stoðum er rennt undir islenzka atvinnuvegi. Væntanlega verður frumvarpið um málmblendiverksmiðju af- greitt með miklum meirihluta at- kvæða á Alþingi. Magnúsi Kjart- anssyni hlýtur að verða þakkað það að halda áfram þeirri stefnu i stóriðjumálum, sem Viðreisnar- stjórnin markaði, en Gunnari Thoroddsen og aðstoðarmönnum hans verður að sjálfsögóu fyrst og fremst þakkað fyrir þann mikla árangur, sem náðst hefur, siðan hann tók við störfum iðnaðarráð- herra og þau stórbættu kjör, sem við njótum samkvæmt þeim samningsdrögum, sem nú liggja fyrir, miðað við samningsdrög Magnúsar Kjartanssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.