Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 27
— Eins og Framhald af bls. 25 Emil reykir pipu og tekur hana nálega aldrei útúr sér nema þegar hann þarf að flytja ræðu. Menn eru að vona að hann gangi aldrei I tóbaksbindindi. Stundum eru að sniglast um þingsalina skuggalegar persónur sem eru ekki þingmenn. Það eru hagfræðingar sem eru ýmist búnir að reikna út að allt sé i lagi með stefnuna eða á hinn bóginn að hún sé hringlandi vitlaus. Hinir fyrrnefndu vinna fyrir ríkisstjórn- ina og hinir síðarnefndu fyrir stjórnarandstöðuna. Ég er búinn að reikna út að öll hersingin eigi heima I poka og pokinn niðri á hafsbotni. Í ganginum frammi, þar sem þingverðirnir ráða rikjum, er heljarstór tafla sem er alsett Ijósa- perum. Þær eru á stærð við heila- búið í ketti. Hver þingmaður á slna peru og er nafnið hans undir henni. Þegar þingmaðurinn er i þinghúsinu þá logar á perunni hans. Þegar hann er fjarverandi logar ekki á henni. Mér finnst stundum að þetta ætti að vera öfugt." Á þessum árum voru blaðamenn ungir og léku sér. — Konur eru Framhald af bls. 12 geta þær ekki fengið. Mitt við- fangsefni er að reyna að kenna þeim hvernig eigi að bera ábyrgð og gefa fordæmi. Til að koma þessum verkefnum minum í framkvæmd, verð ég að vekja háværa athygli á þessu, svo að karlmennirnir finni til sektar. í Frakklandi er takmörkun barn- eigna og fóstureyðingar mikil- vægasta málasviðið, Francoise Giroud hefur tekizt að koma gegn um þingið lagafrumvarpi, sem leyfir frjálsa dreifingu á upplýs- ingum og meðulum til takmörk- unar barneigna, og hún hefur fengið Giscard d’Estaing forseta til að segja, að hann muni ekki beita núgildandi fóstureyðingar- lögum. Francoise Giroud er hamingju- söm kona. Hamingjusöm af því hún nær árangri í því sem henni er hugleikið og af því að hún er í starfi, sem hún getur lært af. — Ég vona að ég verði enn að læra eitthvað nýtt þegar ég verð niræð, segir hún. Hún er hamingjusöm af því hún hefur góðan mann. En í lífsfyllingu hennar er líka mikið erfiði og særindi, því hún lifir mjög kröfuhörðu lifi, er ákaflega viðkvæm og greind og loks er lífsviðhorfum hennar þannig far- ið. Auðvitað hefi ég mörg ör i hjarta, segir hún i bók sinni. Hver? Það veit ég ekki. Ég gæti ekki með nokkru móti sagt um það, hvort rúm er fyrir fleiri. Eða hvort komið er að því að síðasta örið fái að gróa eða aftur verði vegið í sama knérunn. En hvað í ósköpunum er ég að tala um við yður? (Þýtt úrGuardian). MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 27 „Bátar til sölu" 5'/2 tonna trébátur 1 0 tonna trébátur 1 1 tonna trébátur 20 tonna trébátur 51 tonna trébátur 70 tonna trébátur Vélabókhalds og viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirssonar Melagötu 2, Neskaupstað sími 97-71 77. Afgreiðslu- starf Óskum eftir að ráða röskan karlmann til af- greiðslustarfa í eina af verzlunum okkar. Reynsla og góð vöruþekking æskileg. Allar nánari uppl. veitir starfsmannastjóri á skrifstofu okkar að Skúlaqötu 20. Sláturfélag Suðurlands. Bútasala hefst á mánudag. Blússukjólaefnabútar á mjög hagstæðu verði. DONNA Grensásvegi 48. Tilkynning Til launagreiðenda er hafa í þjónustu sinni starfsmenn með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimild í 7. tölulið 103. gr. reglu- gerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist, af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum, og ekki hafa þegar skilað skýrslu um nöfn við- komandi starfsmanna ásamt nafnnúmeri, heimilisfangi og gjalddaga launa, að þeir geri það nú þegar. Athygli er sérstaklega vakin á, að beitt verður heimild í fyrrgreindri reglugerð þannig að van- ræki launagreiðandi skyldur sínar samkvæmt ofangreindu eða vanræki hann að halda eftir af launum samkvæmt kröfu verða gjöld launþegans innheimt hjá atvinnuveitandanum svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum. ÁRSHÁTÍÐ Barðstrendingafélagsins verður haldin í Domus Medica laugardaginn 15. febrúar 1975 og hefst með borðhaldi kl 1 9. Dagskrá: Ræða — skemmtiatriði — dans. Aðgöngumiðar verða seldir í Domus Medica miðvikudaginn 12. febrúar og fimmtudaginn 1 3. febrúar kl. 17 til 19. Borð tekin frá á sama tíma. Stjórnin. ffrvin atvih ffrvin II. vélstjóra og háseta vantar á 80 lesta netabát, sem rær frá Suðurnesjum. Uppl. I síma 86001. Ungur maður óskast Verzlunin Hagkaup vill ráða mann á aldr- inum 20—35 ára til eftirlitsstarfa. Þeir, sem hafa áhuga, snúi sér til verzlun- arstjóra, Skeifunni 15, frá kl. 9 —12 og 3—5 á morgun, mánudag. Hagkaup. Tækniteiknari Verkfræðistofan FORVERK HF óskar að ráða tækniteiknara eða teikninema til hreinteikninga og frágangs myndmældra korta og verkfræðilegra teikninga. Verkfræðistofan FORVERK HF Freyjugötu 35, simi 26255. Reykjavík Innflutningsfyrirtæki óskarað ráða stúlku til starfa við vélabók- hald og almenn skrifstofustörf. Umsóknir er tilgreini aldur menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: „vélabókhald — 6587". Telpa óskast til sendiferða á skrifstofu blaðsins. Vinnutími frá kl. 9 — 12. Morgunblaðið Skrifstofustarf Vanan vélritara vantar nú þegar á bæjar- skrifstofuna i Kópavogi. Hálfs dags vinna kemur til greina. Uppl. veitir undirritaður Bæjarritarinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.