Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 28
 * 28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR9. FEBRUAR 1975 ¦ fólk — fólk — fólk — fólk 0 O Jórundur f bátasmiðju sinni við hliðina á bát, sem hann er að smíða núna. Sá verður skuttriila, þvf á honum verður utanborðsmótor. Bátar Jörundar eru feikilega fallegir. VlÐAST hvar f Steingrfmsfirði blasir Hella við og þegar sá bær er nefndur verður umræðan ævintýraleg, þvf Hella skipar sérstakan sess f jarðlffinu þar um slóðir. Ekki er það þó þann- ig að fólk finni fyrir því með einhverjum látum, heldur er þetta bara þannig og ef til vill á það sinn þátt f því að frá Hellu hafa komið völundar miklir og ekki eru þeir siður af þvf húsi þeir feðgar Jörundur og Ragn- ar sem búa þar nú. Annars er svo margt sérstætt í mannlffi Strandamanna þótt þeir séu ekki með neinar upphrópanir að sið sumra þjóðfélagshópa, að segja má að fremur þætti til tiðinda ef einhverjir væru án sinna sérkenna. Þaó voru rokhlátrar þegar okkur bar að garði á Hellu, hressilegur strekkingur. Á hlaðinu voru þeir feðgar að draga hús með dráttarvélinni og það sást undir mikið bjástur hjá þeim við að koma húsinu á grunninn, enda ekki nema von, húsið var sjálft gamla þinghús- ið á Kaldrananesi. Þar var það byggt árið 1925, en á 50 ára afmælinu er það orðið báta- smiðja á Hellu og er það ekki síður verðugt verkefni en fyrr- um. Það var ekkert annað fyrir þá feðga að gera en lækka rostann í dráttarvélinni, því við vorum ákveðnir í að týna úr þeim svo- lítið af spjalli. Aður en Jörund- ur sagði orð tók hann sér ær- *.--• % ,,,,... %,____ .. Jörundur með rúmf jölina. lega sveitamannasnýtu í stór- hreppstjórastil og rósótti tóbaksklúturinn þandist eins og segl í vindi er hykkurinn var tekinn. Elín húsfreyja kom nú út á hlað og sagði að við hefðum aldeilis gert boð á undan okk- ur: „Það fauk bara allur þvott- urinn hjá mér af snúrunum i einni kviðunni," sagði hún um leið og hún bauð okkur i bæinn. Bærinn var byggður árið 1900, eða sama ár og þau hjón, Jör- undur og Elín, fæddust. Eg ruglaðist í ríminu áður en ég var búinn að telja allar sort- irnar, sem voru bornar á borð, kaffið var sjóðandi og rabbað var yfir kaffibollunum. „Búa lengi?" svaraði Jörund- ur, „ætli ég sé ekki búinn að búa hér síðan 1921 og fram til 1965 hafði ég búið hér, en síð- an hef ég ekkert búið, bara átt heima hér. Ragnar hefur búið núna og hann er með um 200 hausa og svo tvær kýr fyrir heimilió." Blm: Nokkuð sérlegt tíðinda? Ragnar: Allt ágætt hér. Jörundur: Það er ekki hægt að kvarta undan neinu, alltaf sumar og sól hjá okkur. Blm: Nokkrar byggingar á döfinni fyrir utan uppsetningu þinghússins? Ragnar: Fjárhús fyrir 300 fjár. Ég hef von um að mega byggja það á sumri komanda. Ég sá 600 kinda hús í Húna- vatnssýslu, en þeir bjuggust við að það myndi kosta 12 millj. kr. með hlöðu. Annars hygg ég gott til glóðarinnar, ég á að eiga nýja smíðavél á Akranesi með 5 möguleika og svo er allt ómeng- að hér í jarðlifinu. Jörundur: Það fer nú tvenn- um sögum af því og án alls gamans þá er það eins og alltaf, sumir segja þetta og aðrir hitt. Menn eru ekki sammála hér frekar en annars staðar, en vist er þaó að erfiðleikarnir eru talsvert miklir og engin ástæða til að gera lítið úr því eða Texti og myndir: Arni Johnsen Jörundur á Hellu: „Lifðu kátur en lifðu mátu rengja þá sem hafa sagt að þetta standi allt á heljarþröm. Ragnar: Hún bylti nú litlu iðnbyltingin. Jörundur: Það er svo margt í þessu. Ragnar: Það vantaði nú ekki helvítis nefndafarganið. A 2. hundrað nefndir voru í sam- bandi við iðnaðarráðuneytið hjá síðustu ríkisstjórn, allt Al- þýðubandalagsfólk. Það kemur aldrei nokkur hluti út úr þess- um nefndum, aldrei. En til Reykjavíkur verðum við þó að sækja allar gáfurnar og vitið, eða hvað? Blm: Engar plágur hérna heima við? Jörundur: Helvítis svartbak- urinn, hann er orðinn plága. Það er æðarvarp hérna i tveim- ur hólmum, en á 10 árum hefur það minnkað um helming vegna svartbaksins og það er nú komið svo að svartbakurinn tekur80% af framleiðslunni. Ragnar: Það eru þrjár plágur hérna, sagði hann glottandi, þrír aðilar: svartbakurinn, minkurinn og grásleppukarl- arnir, en það má bara ekki skjóta nema tvo af þeim. — Og svo var rabbað um heima og geima, þvi að landsbyggðar- menn eru vel inni í hinum ýmsu málum og hafa ákveðnar skoðanir á hlutunum. Jörundur er skáld gott og handskrifaða ljóðabók FJAÐRAFOK hefur hann gefið út, ritaða með eigin hendi, en hún er nú ófáanleg. Hann er listasmiður og smíðar jöfnum höndum listgripi, báta og sitthvað fleira og flestar grá- sleppuskekturnar á Drangsnesi hefur Jörundur smiðað. Svo var Jörundur Iengi iðinn við flutning gamanmála i sinni byggð. „Eg átti að heita skemmti- kraftur, en það var í den tid, svoleiðis apparöt voru notuð þá. Maður rak þetta saman á fóstu- dögum og söng svo á sunnudög- um. Þetta voru dægurflugur, sem dóu um leió, en ég gerði talsvert af þessu. Frá því ég var 18 ára og til fertugs var mest um þetta, en svo fór maður að setja í lægri gírana, kúplaði sig niður í róiegheitunum." Við stól Jörundar stóð rúm- fjöl, sem hann var að skera út, listagripur og versið, sem hann var að skera út á fjölina með höfðaletri ásamt skraut- mynstri, hafði hann sjálfur ort: t jvi i/or bar o«r stío bygjcW Isgi, pu't btí nnnn íkhi iiofnc, Kcili S*w ctorir SsSondi bsjct V pyi trvi bi>lsHir buncUn jjar 03 borií Cjrjot <ít öliiaöör i pai mcvn ú múino nacjjft* t$ nciustí Iftgu tr UYii |or öcj |ó«S ó i« íi'l Jtstiiijar OCj j(j,t m» jtinöööowcit. On jiutrnij «r jjöS, shoUu sfc«l mot jke|luir! tto|s,t«s eiuEja utl \ Olint tr þó óhwísaníií. $ ia^íi bcsnwm btta h\ert, $«m £>at5t tru §éí qS v«Uðrtt/»n 5§ i'm Ctf linijrltjonuin. ?íl oúims árt§ur bjargir hðwn 09 blttiwn juSi í v!ar)i }mr\. Jllli jUtjltst Jrarnor wnitm. íS>r\ tn>TCtnb«jCtr inn'tr utrlc \v% itvtcjft íTtjttCi t/sn 09 jiít-k, *».»* boiidct bíxlo §jöfin. . ö£su tiihct c»f bicxrJaníinMilu Ícma, 05 ikittrt fltUir *fcu»« báu fto ntmt CjSÍrjtfAn Cjt'pfm. Sýnishorn úr kvæði Jörundar, Feðgarnir Ragnar og Jörundur Gestsson á hlaðinu á Hellu. Ljósmyndir Mbl. árni johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.